Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 4. febrúar 1948, D A G U R Viðburðir ársins 1948 í kíkir stjörnu- spámannsins de Wohl „Það verður ekki stríð," segir skáldsagnahöf- undurinn og stjörnuspámaðurinn Louis de Wohl Hefir þú gaman af spádómum og spásögnum? Fæstir vilja játa, að svo sé, að undarlegt er það samt, hversu marga lesendur spásagnarit eiga. Einn af þeim mönnum, sem athygli hafa vakið fyrir spádóma s/na er ameríski skáldsagnahöfundurinn Louis de Wohl. Hann segist hafa fylgst með gangi himintunglanna í 17 ár og hafa orðið margs vísari um áhrif þeirra á líf mannanna. Wohl tel- ur ekki að himintunglin breyti lífi einstaklinga og þjóða, gegn vilja þeirra sjálfra og óskum, en hann heldur því fram að viss af- staða himintunglanna gefi til kynna örlagaríka atburði fyrir þá menn, sem lifa undir tákni þeirra og eru fæddir undir vissri afstöðu stjarnanna. Flestir nútímamenn hrista höfuðið þegar um slíka hluti er rætt við þá, en þeir sem taka þetta alvarlega benda á, að De Wohl hafi furðulega oft haft rétt fyrir sér. Árið 1938 gaf hann út spádómabók og sagði þar fyrir um það, með hverjum hætti Mussolini mundi taka þátt í . styrjöldinni 1940, og árið 1940 sagði hann fyrir um það, að Hitl- er mundi hverfa á dularfullan hátt eða bíða dramatískan dauð- daga. í nóvember Í940 spáði hann því að Cunningham flotaforingi mundi eiga í mikilli sjóorrustu frá 27.—30. marz, og fyrir stríðs- lok hafði hann spáð pólitískri baráttu De Gaulle í svipuðu formi og hún nú er orðin. Með ensku herstjórninni. De Wohl dvaldi í Bretlandi á stríðsárunum á vegum brezku herstjórnarinnar. Starf hans þar var ekki að segja fyrir um úrslit átaka, eða leiða herinn eftir spá- dómum, heldur vildi brezka her- stjórnin gjarnan fylgjast með því, hverju væri líklegast að stjörnu- fræðingar Hitlers mundu spá honum á hverjum tíma eftir af- stöðu himintunglanna, því að al- kunna var að Hitler trúði mjög á stjörnuspádóma og hagaSi sér í mörgum tilfellum í samræmi við þá. Ekki hefir verið skýrt frá því, hvort^ herstjórnin hafi orðið nokkurs vísari af athugunum spámannsins. Stprviðburðir á þessu ári. En de Wohl er ekki þar með úr sögunni. í janúarmánuði birti hann spásögn sína fyrir árið 1948 í svissneska blaðinu „Sie und Er". Kennir þar margra grasa. Ekki þykja allir spádómarnir merki- legir, og um ýmsa þeirra má vaf a- laust segja það, að hver sá, sem sæmilega fylgist með gangi heimsmálanna, mundi treysta sér til þess að spá eftir líkum eitt- hvað á þá leið, sem De Wohl ger- ir. En í þessum spádómum hans er þó að finna þann, sem mest er um vert, að hann segir fyrir um það, að ekki verði stríð á þessu ári. Nýtt leynivopn. Hins vegar spáir hann engu um það, að friður ríki um langan ald- ur, og hann segir m. a. að atóm- sprengjan verði ekki það vopnið, sem komi til með að ráða úrslit- um í næsta stríði, hvenær sem það kann svp að bresta á. Nýtt vopn er í smíðum, og hvorki Bandaríkin né Sovét-Rússland hafa vald á því ennþá, heldur er það nú í höndum þjóðar, „sem í tveimur heimsstyrjöldum hefir verið öruggur bandamaður Frakklands." Á árinu 1948 munu Bretar „sigrast á sósíalismanum", segir de Wohl. „Teiknin um það verða þegar á lofti í febrúar og marz." Á árinu mun koma fram í Bret- landi annar De Gaulle. „Teiknin eru sérlega giftusamleg fyrir ensku konungsfjölskylduna og brezki konungurinn á eftir að verða þjóð sinni að miklu liði." Miklum viðburðum spáir hann í Kína, hefjast þeir þegar stjarnan Uranus er í réttri afstöðu, en þó verða þessir viðburðir ekki nema smámunir hjá því, sem verður eftir 50 ár, þegar Kína stendur á milli tveggja stórvelda sem eiga í ægilegri styrjöld. 13. júlí hættudagur. Wohl spáir ekki stríði á þessu ári, jafnvel þótt oftsinnis á árinu verði þannig ástatt í heiminum, að stríð virðist í þann mund að hefjast, og sérstaklega verður hættulegt augnablik hinn 13. júlí næstk. og svo aftur 22 október. 13. júlí verður örlagamesti dagur ársins og leggur Wohl til, að menn hætti sér ekki í flugvélum þann dag. í Bandaríkjunum kemur fram nýr leiðtogi, sem mikla at- hygli vekur, og de Wohl telur, að þar muni átt við Eisenhower, sem verði kosinn forseti í stað Tru- mans. Stórviðburðir í Bandaríkj- unum verða í marz, júlí og sept- ember. Miklar breytingar verða á innanríkisstjórnmálum þar, segir Wohl. Þar, scm vaudræ'ðin herja að dyrum. Útlitið fyrir Franco er ekki s$v- lega glæsilegt, samkvæmt rúnum himintunglanna og má hann gá að sér þegar kemur fram í apríl. Tyrkland verður á hættunnar stund í haust, og f orsetinn, Inönu, er lækkandi stjarna á stjórnmála- himninum. Önnur vandræði knýja einkum á dyr við landa- mæri íran, og ítölsk-júgóslavísku landamærin. De Wohl segir, að margt sé líkt með hinmintáknum þeirra De Gaulle hershöfðingja og Maurice Thorez kommúnista- foringja í Frakklandi. Báðir eru fæddir undir baráttustjörnu og báðir hafa kvenhylli, og skilur spámaðurinn það þannig, að konur munu einkum kjósa þá. Til þess að komast að þessari síðustu niðurstöðu, þarf raunar ekki að líta til himins. Nægir að gá í skýrslur síðustu kosninga í Frakklandi. Mikill hluti kven- þjóðarinnar fylkti sér um hina_ nýju hreyfingu De Gaulle. Þannig hljóða nokkrir helztu spádómar þessa stjörnumeistara. Menn brosa að þeim, en eru þó jafnan reiðubúnir að hlýða á boð- skap þeirra, og alltaf eru slíkir menn uppi með þjóðunum og virðast í góðu gengi. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). Ljótur leikur barna. Hugrún skrifar blaðinu eftirfar- andi viðvörunarorð: „EG GET ekki lengur orða bundist yfir sjón, sem mætir aug- um mínum daglega hér í bænum, en það er af því að það veldur ínér áhyggju vegna undangeng- innar reynslu. Það líður víst tæp- lega sá dagur, að eg verði ekki að horfa á börn og unglinga hang- andi aftan í bifreiðum á fleygi- ferð um göturnar, og jafnvel þeg- ar fer að skyggja, taka drengir sig saman og hlaupa margir í senn til þess að ná taki í sömu bifreið- inni, sem síðan, án vitundar bif- reiðastjórans, beygir fyrir ótal götuhorn með alla drengjakáss- una aftan í, þó hefir ef til vill einn og einn helzt úr lestinni og liggur eða stendur einhvers staðar og bíður eftir því að grípa næsta tækifæri, en hver verður svo endirinn á þessum glæfraleik? Ef til vill endar allt vel, og ef til vill ekki, en einkennilegt mætti það heita, ef ekkert. slys hlytist af, en það er ekkert spurt að því, hver fyrir því verður. Það getur eins orðið óvitinn, sem hefir ekki.vilj- að verða ókarlmannlegri en stóri ofurhuginn, glanninn vil eg segja, það er ekki ábyrgðarlaust fyrir stálpaða unglinginn að hafa slíkt fyrir þeim yngri, hann á þó hægra með að gæta sín og varast hætt- una. Áskorun til lögreglunnar. EG VIL NÚ þegar leyfa mér aS skora á lögregluna, að gera ýtar- legar ráðstafanir til þess að breyting mætti verða á þessu. Ef hún hefir ekki tíma sjálf, ætti hpn að velja skáta eða aðra dug- lega drengi til gatnagæzlu, þegar þeir hafa frístundir, þeir gætu svo gert henni aðvart og gefið upp npfn hinna seku. Eg tr.úi ekki öðru, en- að það séu margir drengir hpr í bæ, sem sjá hætt- una sem af þessum ljóta leik get- ur hlotist, og þá eina drengi tel eg karlmenni, sem vilja aðvara félaga sína og aðra við hættum, sem yfir þeim vofir. Sem betur fer eru margir unglingar hér sem hrista höfuð sín yfir heimsku þeirra, sem hafa gaman af því að stofna lífi og limum í voða með því að hanga aftan í bifreiðum. Dæmin úr Reykjavík. EG GET EKKI gleymt því, þegar 11 ára drengur af Vestur- götunni í Reykjavík fór hress og glaður út til leikja, en var eftir skamma stund borinn inn and- vana, lemstrað lík. Hann hékk aftan í bifreið, og það var hans síðasti leikur. Eða drengurinn á I JJréf Öldugötunni, 10 ára, ljómandi fallegur drengur, eftirlæti móður sinnar, hann hljóp út til leikja, en rétt í því kom bifreið eftir göt- unni, hann lét eftir löngun sinni, og móðir hans tók hann upp af götunni og bar hann inn. Um kvöldið var hann dáinn. Svona mætti lengi telja. — En það er ekki alltaf, sem barnið deyr, sum verða bæklaðir aumingjar, sjálf- um sér og ástvinum til byrði og þjáninga. Þetta eru sannar harm- sögur, sem aldrei hefðu þurft að verða til, ef ekki hefði ráðið það sama og þau börn hér á Akureyri láta stjórnast af, sem í dag og gær og á morgun hanga aftan í bifreiðunum. Og hvernig líður svo vesalings bifreiðastjórunum, sem verða fyrir þessu óláni, oft alsaklausir? Ekki vita þeir, þegar gripið er í bifreiðina. Þeir verða oft að þola ásakanir annarra, án þess að geta borið hönd fyrir höf- uð sér, þeir gleyma því ekki, að þessi hryllilegi atburður gerðist, hann fýlgir þeim eins og skugginn þeirra, án þess að þeir hafi unnið nokkuð til saka unnið. BÖRN! Látið of urhug ykkar og karlmennsku aðeins sjást á þeim vettvangi, sem miðar til gæfu og gengis, verið hlýðin og takið áminningum þeirra, sem vilja ykkur vel. Hættið þegar í dag ljótum og hættulegum leik." „Allt brann óvátryggt" — Samvinna kaupstaðanna (Framhald af 1. síSu). telur nefndin óhjákvæmilegt að komið verði á beinum siglingum frá útlöndum til aðalhafna lands- ins, eftir fastri áætlun. Mikilvægt verkefni. í þessum ályktunum Akureyr- inganna er drepið á nokkur helztu atriði þeirra endurbóta, sem eru lífsnauðsyn fyrir allt at- hafnalíf þessara landshluta. Hin- ar ágætu undirtektir verzlunar- staðanna við málaleitan Akureyr- arbæjar, sýna, að landsmenn al- mennt eru aS vakna til.meðvit- undar um það, að beinna úrbóta er ekki að vænta af hálfu Alþing- is eða ríkisvalds, fyrr en þessum aðilum er það Ijóst, að hér er al- vara á ferðum, að landsmenn ut- an Reykjavíkur eru samhentir í þessum málum, hvað sem flokka- skipan líður. Er þess að vænta að þessi samheldni verði rík meðal nefndarmanna er suður kemur. Hér í blaðinu hefir nú um nokk- urra ára bil verið bent á hina þjóSþættulegu þróun, sem orðin er í verzlunar- og siglingamálum landsins og á þá staðreynd, að öll loforð valdhafanna og þeirra, er siglingamálunum ráða, um end- urbætur eins fljótt og kostur vaeri eftir lok ófriðarins, hafa verið svikin. Ástandið í verzlunar- og siglingamálum norður- og aust- urlandsins er verr nú en það nokkru sinni var á krepputímun- um fyrir stríðið. Hlutverk sam- vinnunefndar kaupstaðanna og. verzlunarstaðanna er því mikil- vægt og munu landsmenn vænta þess, að valdhafarnir og stjórn- málaflokkarnir láti sér nú skilj- ast, að við svo búið má ekki standa, að þessi mál verða ekki svæfð, heldur verður bai'áttunni haldið áfram unz réttmætar end- urbætur eru fengnar. I 4. tölublaði Dags, þetta ár, stendur þessi fyrirsögn í smá- greinaflokkinum „Fokdreifar", er þar meðal annars komizt svo að orði, um brunann í Sigluvík er varð 21. þ. m. „Ekki hafði verið hirt um að vátryggja innbú, gripi og hús, og tryggja þannig efna- legt .öryggi, þó að eldsvoða bæri að höndum." Eins og hér er hagað orðum finnst mér líklegt að ókunnugir hugsi svo, að í Sigluvík hafi orðiS tjón á vátryggSum húsum og þá um leiS húsum, er verið hafi vá- tryggingarskyld. Eg vil því upp- lýsa þetta. Þarna brann íbúðar- hús og fjós, hvort tveggja vá- tryggt. Eftir stendur hlaSa, haug- hús og reykingaklefi, er sömu- leiðis voru vátryggð. Með öðrum orðum, í bæjarþorpinu voru öll húsin tryggð. Þó greinarhöfundur segi, að ekki hafi verið hirt um að ti'yggja heimilismuni, þá er það ekki rétt, því í þessum húsum, sem brunnu, var innbú tryggt fyrir 7 þúsundir krónur. Vegna þess, að verið er að sak- ast um alltof lágar tryggingar vil eg-taka fi-am: ÁriS 1934 voru öll ofannefnd hús virt til brunabóta, eins og vera bar. Árið 1946 var sú virðing fjórfölduð, eins og lög og reglur Brunabótafél. ísl. hljóða, og síðan er svo sl. haust bætt við upphæðina 30%. — Þó þetta sé nú eins og eg hefi þegar tekið fram, notar greinarhöfundur orðin „allt brann óvátryggt". Það er ekkert nema gott um það að segja að fólk sé hvatt til þess að vátryggja eigur sínar. En tryggingarmálin öll verður að skoða meira en frá einni hlið, og um brunatryggingarupphæð, sem gildir á hverjum tíma, verður ætíð vandfundin, því að aldrei má ti-yggja fyrir meira en sann- virði. Og tjón af eldsvoða verður, því miður, aldrei með öllu fyrir- byggt, jafnvel þó allt sé að nokkru tryggt. Þorl. Marteinsson. ATHS. Síðasti Fokdreifapistill Dags fjallaði um bruna og tryggingar almennt og var m. a. komizt syo að orði, að „þaS má kallast und- antekning, ef í ljós kemur eftir eldsyoSa, aS allt hafi verið skyn- samlega vátryggt. Hitt er reglan, að fréttunum af hinum hörmu- legu brunum fylgja þessar upp- lýsingar: Allt brann óvátryggt." Fyrirsögnin á kafla þessum, sem bréfritarinn vitnar til, vísaði til þess. Þótt vátryggingar í Siglu- vík hafi verið í betra lagi eftir því sem nú er upplýst, en fyrstu fregnir hermdu, þá munu þó fæstir telja, að í þessum bruna hafi allt verið „skynsamlega vá- tryggt", eins og komizt var að orði hér í blaðinu. Telur blaðið því ábendingu sína og áminn- ingu í fullu gildi, þrátt fyrir upp- lýsingar bréfritarans. — Ritstj. Sel sleðajárn Hallgrímur járnsmiður. Dívan til sölu. A. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.