Dagur


Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 6

Dagur - 04.02.1948, Qupperneq 6
G D AGUR Miðvikudaginn 4. febrúar 1948 ***★*★*★**★*****★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees _________________ 16. DAGUR _____________________________ * (Framhald). „Eg veit, hvað eg mundi gera í þínum sporum," sagði Mac. „Hvað?“ „Hérna í götunni býr slyngur náungi, sem tekur að sér leynilög- reglustörf fyrir þóknun. Hann er duglegur, áreiðanlegur og þag- mælskur. Eg mundi setja hann á sporið. Hann heitir Burke. Á eg að hringja i hann?“ Anthony virtist ekki hafa heyrt, hvað Mac var að segja, því að hann hélt áfram að tala við Alice, eins og ekkert hefði í skorizt. „Jæja, saumar á sig sjálf. Einmitt það,“ sagði hann. „Já, einmitt það.'TJmkomulaus og dugleg stúlka, sem er að reyna að brjótast áfram í heiminum af eigin ramleik, eða fögur, dularfull vera, misskilin af öllum og einmana. Þú getur valið hvora lýsing- una, sem þér fellur betur, eða báðar.“ Anthony rankaði við sér. „Jú, Mae,“ sagði hann. „Þú hefir rétt að mæla. Það er bezt að eg ráði þennan Burke til starfa. Á árunum fyrir stríðið hafði Lazzlo-veitingahúsið verið helzti samkvæmisstaður borgarinnar. Þangað fór heldra fólkið til þess að fá sér hádegisverð með kunningjunum. Allt benti til þess að Lazzlo væri ennþá uppáhaldsstaður borgaranna. Anthony stóð í, anddyr- inu og beið eftir Soffíu. Honum varð hugsað til þess, hvert mundi verða upplitið á hinum fínu gestum þar, ef Maggie Lane birtist allt í einu mitt á meðal þeirra. Rétt í þessu kom Soffía inn úr dyrunum. Myndin af Maggie Lane var enn í huga hans þegar Soffía birtist, og honum varð hugsað til þess, að munurinn væri mikill, en saman- burðurinn gerði honum þó einhvern veginn órótt innanbrjósts. Hann stóð hvatlega á fætur og greip stafinn sinn. Soffía gekk.til hans og lagði hendina á handlegg hans, leit upp til þans 'og sagði: „Þú getur ekki trúað því, hvað mér þykir gaman að þú skulir vera kominn heim aftur.“ .............. ■ „Þú lítur ljómandi vel út í dag, Soffía, og þessi hattur, ja, hann ber áreiðanlega nafn með rentu.“ „Já, við erum farin að fá hatta og svoleiðis frá París aftur, því fer nú betur. Það var hreint og beint hi’æðilegt, sem við þurftum að búa við á stríðsárunum. Ekki þannig skilið, að maður þurfi að kvarta,“ bætti hún við, þegar hún sá svipmót hans. „En það kom fyrir að við glöddum okkur við það, að þið voruð ekki heima óg gátuð ekki séð okkur og fötin, sem við urðum - að gera okkur að góðu.“ Þjónninn kom nú á vettvang. „Borðið yðar er hérna, herra Car- ver,“ sagði hann og gekk á undan þeim að litlu, þægilegu horn- borði. Anthony hafði ekki beðið um neitt sérstakt borð, allra sízt borð úti í horni. Þau Soffía voru engan veginn trúlofuð, og þau voru ekki það ung lengur, að þau þyrftu að haga sér eins og tvær turtildúfur Jæja, það tók því ekki að fara að rífast í þessu. Lazzlo var vanur að ráða gestum sínum heilt „Jæja, Soffía," sagði hann, þegar þau voru setzt. „Er talað um annað meira í borginni en fjölskylduhneykslið hjá Carver?“ Soffía dró andann djúpt og hagræddi sér í stólnum. „Það var nærgætnislegt af þér að minnast á það að fyrra bragði, því að eg er að deyja úr forvitni, og það eru vist fleiri. Við vitum ekkert, og það er ekki hægt að spyrja. En er þetta ekki skelfilegt Anthony, alveg ótrúlegt?“ Anthony svaraði ekki, en horfði á hana. Soffía var raunar ekki falleg, en hún hafði lag á því, að tjalda því, sem til var, og aðlað- andi mátti kalla hana. „Hvernig er hún?“ hélt Soffía áfram. „Eg á auðvitað við stúlkuna. Segðu mér eitthvað af henni. Hvað heitir hún? Einhver sagði að hún héti Maggie. Er það rétt? Það er þó ómögulegt.“ „Jú, það er bæði mögulegt og sannleikanum samkvæmt.“ „Kallar þú hana Maggie?“ „Eg kalla hana hvorki eitt né neitt,“ svaraði Anthony, og minnt- ist þess allt í einu, að þetta var alveg frómt frá skýrt. Enginn þeirra heima kallaði hana sínu rétta nafni. Það var ekki alveg eins slæmt og að segja: „Heyrðu, þú þarna,“ eða það munaði ekki miklu. ,,En hvernig lítur hún út?“ hélt Soffía áfram að spyrja. „Hún er, —• — hún er mér algjör ráðgáta.“ Soffía bragðaði aðeins á súpunni, og hélt svo áfram: „En það hlýtur þá að vera eitthvað spennandi við hana?“ „Eg veit ekki hvort hægt er að kalla það spennandi. En hún er eiginlega merkileg persóna, það er að segja, ef maður athugar hana óprsónulega í fjarlægð.“ „En ef þú lítur persónulega á hana og í nálægð, hvað þá?“ „Eg get ekki látið mér koma til hugar, að eg geri það.“ í (Framhald). Tvær skömmtunarbækur fundust í síðastliðnum mán- uði í nánd við skólahúsið á Reistará. — Eigendur geta vitjað þeirra til undirritaðs gegn framvísun nafnskír- teina og greiðslu þessarar auglýsingar. Kjartan Ólajsson, Pálmholti. Parker-penni tapaðist þriðjudaginn 27. janúar síðastl., í Eiðsvalla- götu. — Finnandi vinsam- lega beðinn skila honum í Eiðsvallag. 28, gegn fundar- laurium. Til sölu er amerískur vetrarfrakki, nr. 52. Einnig kolaeldavél (Morsö), og frakki á 6. ára dreng. Skipagata 4 (efsta hæð). 5-manna bifreið til sölu. — Skipti á Jeppa- bifreið geta kornið til greina. Afgr. vísar á. < Tilboð óskast i mjólkurflutninga úr Arn- arness- og Skriðudeildum Mjólkursamlags K. E. A., frá 1. maí 1948 til jafn- lengdar 1949. Tilboðum sé skilað til und- irritaðs fyrir 20. febrúar. Gef einnig allar nánari upplýsingar. Helgi Helgason, Kjarna: Sími: Fagriskógur. Góður spunarokkur óskast til kaups. A. v. á. Herbergi til leigu í Austurbyggð 10. Sími 318. Eyrnalokkur, úr gulli, tapaðist s. 1. sunnu- dag í Skipagötu eða á Ráð- hústorgi. Fundarlaun. A. v. á. Peningar hafa tapazt á leiðinni: Helgamagrastræti — Græna- gata. Finnandi geri góðfús- lega aðvaft á afgr. blaðsins. Fundarlaun. Góður Jeppi óskast til kaups. Æskilegt að kerra fylgi. — Verðtilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 7. febrúar, merkt: Jeppi, J. K. Sníðanámskeið Heimilisiðnaðarfél. Norð- urlands hefst að nýju laug- ardaginn 7. febrúar n. k. — Sími 488. 1111111111111111111111111111111111111111111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIi • < 111II111111IIII1111111 I Tilkynniiig um iðgjöld til almannatrygginganna i 1948. 1 Samkvæmt lögum nr. 126 frá 22. desember 1947 halda f sjúkrasamlögin áfram störfum til ársloka 1948 og ber f því að greiða sérstök iðgjöld til þeirra þetta ár á sama i hátt og verið hefur. Jafnframt lækka iðgjöld til al- | mannatrygginganna á þessu ári um sömu upphæð ög i þau voru lækkuð um síðastliðið ár. f Fjármálaráðuneytið hefur því með reglugerð dags. f 6. janúar 1948 ákveðið iðgjöld samkvæmt 107. gr. til f tryggingasjóðs almannatrygginganna sem hér segir: I. verðlagssvœði II. verðlagssvœði f Kvæntir karlar kr. 390.00 Kr. 310.00 Ókvæntir karlar kr. 350.00 Kr. 280.00 Ógiftar konur kr. 260.00 Kr. 210.00 Samkvæmt sömu reglugerð er fyrri hluti iðgjaldsins f ákveðinn þessi: f 7. verðlagssvœði II. verðlagssvccði f Fyrir karla kr. 200.00 Kr. 150.00 Fyrir ógiftar konur kr. 150.00 Kr. 120.00 og er hann þegar fallinn í gjalddaga. f Sé fyrri hlutinn eigi greiddur fyrir 1. marz 1948, er f heimilt að krefjast greiðslu á öllu iðgjaldinu þá þegar. f Ella fellur síðari hlutinn í gjalddaga á manntalsþingi. f Tryggingastírteini ársins 1947 gilda á árinu 1948, | þar til annað verður ákveðið. Ber iðgjaldagreiðendum f að sýna þau, er jreir greiða iðgjökl sín, og fasrir þá inn- f heimtumaður greiðsluna í skírteinið. Sýslumenn og | bæjarfógetar (í Reykjavík tollstjóri) innheimta iðgjöld f almannatrygginganna. f ' Vangreiðsla iðgjalda varðar missi bótaréttar. Gætið þess að greiða tryggingaiðgjöld á réttum tíma § og láta færa greiðsluna á skírteini yðar. Enginn veit, f hvenær hann þarf að leita bóta. f ■ / ■: 1 i ■ i Reykjavík, 24. janúar 1948. Tryggingastofnun ríkisins. f ................................................................... ............................................................................................................... Hús og tún tiS sölu Húsið Lækjargata 22 B er til sölu og laust til íbúðar f ! 14 maí n. k. Einnig stórt og gott tún, ásaint gripa- og | \ hænsnahúsum og hlöðu. f Helgi Schiöth. F. *t 111111111111111111111 • i ■ 11111111 • i.,. i,.. i.. 111.. 111111111111111111111111 • i ■ 111111111 * BOLLUDAGURINN 1948 er mánudaginn 9. febrúar n. lc. Eins og að undanförnu höfum vér á boðstólum hinar ágætu bollur vorar í öllum útibúum vorum. Alaska, Höepfner, Brekkufötu 47, Hamarsstig 5, Brekkugölu 7 og Skólastig 5. Athygli skal vakin á því, að nú verða bollur ekki send- ar heim, eins og undanfarin ár, en allar útsölurnar verða ojinar kl. 7 f. h. Brauðgerð K. E. A. MUNIÐ! K. E. A.-bollur eru beztar! Bifvélavirkjar! Okkur vantar verkstæðisformann og 1—2 vana ;j bifvélavirkja, frá 1. maí n. k. — Upplýsingar gef- j; ur Stefán Árnason. Sími 600 og 84. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar h.f.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.