Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 11. febrúar 1948 Arfur fyrrverandi sfjórnarstefnu 70 millj. kr. syndabaggi Málgögn Sjálfstæðisflokksins reyna að halda þeirri blekkingu fram, að þróun dýrtíðarinnar sé engu síður að kenna stefnu Framsóknaflokksins en hinna flokkanna, því að Framsóknar- menn hafi aldrei haft neina sér- stöðu í dýrtíðarmálunum, og verði því ábyrgðin af vexti dýr- tíðarinnar ekki síður að koma niður á þeim en öðrum. Jafnframt halda þessi sömu málgögn því fram, að Framsókn- arflokkurinn hafi komið fram sem óábyrgur flokkur, er hann vildi ekki taka þátt í stjórnarmyndun- inni 1944, þegar Ólafur Thors myndaði stjói-n með kommúnist- um og Alþýðuflokknum. Það vill nú svo til a^ð hægt er að leiða vitni að því, að allt þetta er eintómt bull. Það vitni er sjálft Morgunblaðið. Þann 17. febr. 1946 viðurkenndi Mbl. hispurs- laust, hvernig afstaða Framsókn- arflokksins var í dýrtíðarmálun- um. Mbl. segir: „Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar töldu málefna- samninginn, sem samkomulag náðist um, svo þýðingarmikinn, að ekki væri forsvaranlegt að láta stjórnarmyndunina stranda á dýrtíðarmálunum. En þetta varð til ■ þess, að Framsókn skarst úr leik. Hún neitaði allri samvinnu i ríkisstjórn, ef ekki yrði byrjað á því að leysa dýrtíðarmálin.“ Með þessari tilvitnun er það sannað, svo að ekki þarf um að deila, að stefna Framsóknar- flokksins var sú að leysa dýrtíð- armálin, en stefna hinna flokk- anna þriggja var að leysa þau ekki. Afleiðing þessarar stjórnar- stefnu hefir nú komið átakanlega í ljós í atvinnu- og fjálmálalífi þjóðarinnar. — Atvinnuvegirnir geta ekki staðið á eigin fótum og utanríkisverzlunin ekki sam- keppnisfær. Þessi er arfurinn frá fyrrver- andi stjórnarstefnu. Ekki aðeins aftók hún að taka nokkurt tillit til viðvarana Framsóknarmanna, er sáu og sögðu fyrir, hver enda- lok dýrtíðarstefnunnar hlytu að verða, heldur voru gerð hróp að þeim og þeim brigzlað um aftur- haldssemi og ástæðulausa svart- sýni. Arfur fyrrverandi stjórnar er alltaf að koma skýrar og skýrar í Ijós, meðal annars í fjárlaga- frumvarpi því, sem fjármálaráð- herrann hefir nýlega lagt fyrir Alþingi. Á rekstraryfirliti er gert ráð fyrir 210 millj. kr. tekjum og hálfrar millj. kr. halla. Á sjóð- reikningi eru áætluð 244 millj. kr. útgjöld og 27. millj. kr. greiðsluhalli. Mjög gumaði fyrrv. stjórn og talsmenn hennar af því, hvað hagur ríkissjóðs væri blómlegur. Það mætti því ætla, að ríkið væri skuldlaust eftir allt gumið og fyr- irfarandi veltiár. Fjárlagafrum- varpið ber þó vott um annað. Vaxtagreiðslur einar af skuldum ríkisins eru 5.4 millj. kr. og af- borganir 11.3 millj. Samtals eru þessi útgjöld nær 17 millj. kr. Það eru gjaldabyrðarnar af skuldum, sem fyrrv. ríkisstjórn lét eftir sig. Bein framlög vegna verðbólg- unnar eru áætluð 55 millj. kr., þar af beinar niðurgreiðslur rúm- ar 35 millj. og ábyrgðargjöld vegna útflutningsafurða allt að 20 millj. kr. Þessi 55 millj. kr. út- gjöld til dýrtíðarráðstafana eru fjórði hluti allra ríkisútgjaldanna, og þegar útgjöldum vegna xúkis- skulda er bætt við, þá nemur það þriðjungi allra ríkisútgjaldanna. Þessi rúmlega 70 millj. kr. út- gjaldabaggi er sá syndabaggi, sem dýrtíðax-stjórn Ólafs Thors og kommúnista hefir lagt á herðar þjóðax-innar. FyrrV. stjórn getur því xneð sanni sagt til íslenzku þjóðai-innar eins og forðum var kveðið: „Bind ég ó bak þér bagga örlaga þungan“, því að Vissulega er þetta þungur örlagabaggi Mikið vei-kefni á núverandi stjórn og flokkar hennar fyrir höndum að létta þenna synda- bagga fyrrv. stjói-nar. Hans vegna geta fjárlögin ekki verið lægri nema með gagngerðri stéfnu- breytingu, en hún getur tæplega orðið gerð í snöggu bili. Fyi-st er að sýna viðnárri ' gegn 'hinni ge'gndarlausu óstjórn undanfar- inrra ára í fjármálalífi þjóðarinn- ar, og hefir það á ýmsan hátt ver- ið gert nú þegar. En betur má ef duga skal. Það verður að smá- færa sig upp á skaftið og koma þjóðarskútunni aftur á réttan kjöl. Að því vei-ða •allir réttsýnir og æflegir di-érigii- að vinria. í fjórlagaræðti sinni minntist fjái-málaráðhéxi-a á „fyrirhyggju- leysi og fui-ðuleg'an skilnings- skort" síðustu þinga „á því á- standi, sem var að skapast í land- inu“. Taki þeir sneið, sem eiga. Vitanlega hlaut þessu að vera beint til hinna í-áðandi flokka á Alþingi og þeirrar stjórnar, er þessir flokkar studdu. Á þessum sama tíma höfðu Framsóknar- menn oft og mai-gsinnis bent á fyrirhyggjuleysi og fui-ðulegan skilningsskort stjórnarinnar og flokka hennar og varað við því óstandi, er var að skapast, en þá var það kallað „aumasta barlóms- væl“ aftui-haldsaflanna í landinu, sem „verkamenn og sjómenn fyr- irlitu." Þá var mikið talað um „blessun" dýrtíðar og vei-ðbólgu, blómlegt atvinnulíf og glæsilegan hag x-íkissjóðs. í fyrrnefndri ræðu fjármála- ráðherra komst hann svo að orði um þá öfugþróun, er skapaðist í skjóli fyn-verandi stjórnarstefnu: „Verðbólgan og afleiðingar hennar eru framleiðslunni alls staðar til trafala. Sú meinsemd getur, ef ekki fæst bót á, eyðilagt það starf til uppbyggingar og at- vinnuöryggis, sem með öflun nýrra framleiðslutækja og fyrir- greiðslu í þeim efnum hefir átt sér stað. Vegna verðbólgunnar og afleiðinga hennar inanlands, hafa öi-ðugleikai-nir skapazt, sem út- flutningsverzlunin á í ýmsum greinum við að búa . . . En vei-ðbólgan gerir það líka AÐALFUNDUR Iðnnemafélags Akureyrar Sunundaginn 8. febrúar var haldinn 4. aðalfundur Iðnnema- félags Akureyrar. Á aðalfundi í fyi-ra voru félagar 37. Á árinu hafa tekið sveinspróf eða hætt námi 18 félagar. Nýir félagar á árinu voru 40 og eru því meðlimir félagsins nú 59. — Félagið vinnur að því að fá lágmai-kskaup iðnnema hækkað frá því sem nú er, en það er nú: Á 1. námsái-i 25% af sveina- kaupi,2. námsái’i 30% af sveina- kaupa. 3. námsói-i 40% af sveina- kaupi, 4. námsái-i 45% af sveinak. Stjórnax-kosning fór þannig: Formaður Árni Árnason féndur- kjörinn), Ritai-i Valgarður Frí- mann. Gjaldkei’i Bjai-ni Sveinss. Varamenn: Jakob Bjai-nason og Benjamín Jósefsson. Endurskoð- endur: Birgir Stefánsson og Jón- as Bjarnason. Form. skemmti- nefndar Baldur Aspar. Foi-mað- ur dreifingarnefndar Iðnnemans Friðrik Ki-istjánsson. Foi-maður kjai-abótanefndar Lýður Bogason. Stórliríðarmótið hófst s.l. sunmidag Stói-hríðarmótið svokalle.ða hófst í indælis veði-i sl. sunnud. með stökki í Miðhúsaklöppum. Keppendur voru 12 og áhorf- endur talsvert fleiri! Brekkan var bæði hörð og ónotaleg — a. m. k. fyrir þá, sem snertu hana með nefinu. Stórmeiðsli urðu þó ekki, — en vafasamt verður að teljast að boða til stökkkeppni í þessu fæi-i — ekki vanari menn en þarna var um að gera. Annars fór mótið vel og rösklega fi-am. Ur- slit ui-ðu þessi, A- og B-fl.: 1. Abert Þorkelsson, K. A„ stökk 2x26 m. 197.4 stig. 2. Pétur Þorgeirsson, K. A„ stökk 25 og 26 m. 193.8 stig. 3. Björn Halldóx-sson, Þór, stökk 21V2 og 25 m. 180.8 stig. Lengsta stökk staðið: Þórarinn Guðmundsson, M. A„ 30 m. Sig. Þórðarson, K. A. stökk 29 V2 og 30 m„ en féll í öðru stökki. Yngri flokkur: 1. Jón Ki\ Vilhjálmss., Þór, stökk 24 og 26 m. 194 stig 2. Bergur Eiríksson, K. A„ 28V2 og 29 m. (fall) 154 stig. 3. Baldvin Har., Þór, (fall) 26.5 m. 141.5 stig. að verkum meðal annars, að út- gjöld hins opinbei-a eru að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Það er ekki neinum til góðs að það ástand haldist, sem nú er í þeim efnum“. Mikið mega Sjálfstæðisflokks- menn iði-ast þess að hafa ekki far- ið að ráðum Framsóknarmanna strax 1944 og lofa kommúnistum að sigla sinn sjó. Ef þeir hefðu þá tekið höndum saman við Fi'am- sóknarmenn og snúizt gegn dýr- tíð og verðbólgu í stað þess að sleppa þeim meinsemdum laus- um að vilja kommúnista, þá hefðu þær ekki vei-ið til ti-afala fram- leiðslunni, og þá hefðu útgjöld hins opinbei-a ekki vei-ið að vaxa þjóðinni yfir höfuð. Og þá hefðu Sjálfstæðismenn haft hreinni samvizku, en þeir hafa nú. SUNNAN Svcinn suðræni Ævintýraleikurinn „Einu sinni var“ eftir H. Di-achmann, er enn sýndur í Reykjavík og fyrir fullu húsi. Leikdómendur voru ekki á einu máli um val leikritsins, en almenningur hefur tekið leikn- um mjög vel. Einkum er í-ómuð meðferð Haraldar Björnssonar á hlutverki konungsins, og einnig skemmta menn sér vel, þegar Lárus Pálsson, sem leikur spila- gosann Kaspar Reykholt, er á leiksviðinu. Svið og búningar eru hið mesta augnayndi, eins og líka á að vera í ævintýraleikjum. Næsta leiðritið, sem Leikfélag Rvíkur tekur til meðferðar, verð- ur „Endui'skoðandinn1'. (Revis- oi-en), hið heimskunna gaman- leikrit eftir rússneska skáldið Gogöl. Ævintýraleikurinn „Síldveiðin í Hvalfirði", er og enn í „fullum gangi“ og aldrei meira fjör þar en einmitt nú. Er mönnum nú æ að verða Ijósara, að fundur þessarar gullnámu, er eitthvert hið mesta ævintýi-i, sem gei’zt hefur með þjóð vorri. Og, — fróðir menn telja, að þai-na hafi síldin verið á verti hvei-jum um mai-gra ára skeið. Sagan um „tvöfaldabotn- inn“ í Hvalfirði, er enginn upp- spuni. Eg hefi sjálfur talað við brezka sjómenn, er höfðu þar við- legu og kunnu þessa sögu að segja. Þá hefði samt þessi sjónleikur fyrst fengið hinn í-eglulega ævin- týi-ablæ, ef leyft hefði verið til- i-aunin með „sogveiðamar", sem til umræðu kom í haust. En af bví varð ekki, og fyrir bá sök cru Norðmenn oi-ðnir þar á undan okkur; ekki veit ég með vissu um afköstin, — en þeir eru harðá- nægðir, svo mikið er víst. Og nú ætla eg að bjóða lesend- um Dags upp í Hvalfjörð á frum- sýningu að nýjum æfintýraleik. Vélbátarnir eru allir horfnir það- an, og þar sézt ekki annar skipa- kostur en dæluskip eitt mikið, flatbotna prammar allstórir og einn dróttarbátur. Dregur hann prammana að vei’ksmiðjubryggj- unni, þegar dæluskipið hefur sog- að í þá fullfei-mi hins syndandi silfui-s úr fjarðarmiðunum. Og þegar prömmunum hefur verið skrifar blaðinu: lagt að bx-yggjunni, eru þeir dx-egn ir á rennibraut, að þró einni geysi víðri, en þar hvolfa þeir sjálf- krafa úr sér farminum. Ur þrónni er síldinni sogáð með aflmiklum dælum í bi-æðsluna,-------og, já, ég er ekki viss um hvenær frum- sýningin hefst, en það er ekki víst, að þess vex-ði svo ýkjalangt að bíða. Vöruskortur er allmjög farinn að segja til sín í verzlunum í Reykjavík, einkum þó vefnaðar- vöruverzlunum. Fyrir kemur, að þeir, sem leið eiga um aðalgötur snemma sjá allstóran söfnuð kvenna fyrir framan einhverjar búðai-dyr. Þá má telja víst, að þar sé léi-eft á boðstólum, —eða nýjir skór. Þó eru og ýmsar iðnaðar- vörur þrotnar í verzlunum eða á þrotum. Smjörlíki er fyrir nokkru ófáanlegt með öllu, og smjör fæst ekki á fi-jálsum markaði fremur en bandarískir dollarar. Dómurinn í máli þeix-ra brennu manna vekur að vonum mikla at- hygli í Reykjavík. Réttara væri ef til vill að segja, að dómsorðin sjálf veki ekki mesta athygli, enda þótt þau séu markverð, rétt- arsögulega séð, — heldur dóms- íorsendurnar. Sú staðreynd, að menn, sem í daglegi-i framkomu og viðskiptum við meðbi-æður sína, hafa ekki reynst öðrum ó- líkir svo á bæi-i, skuli um langt skeið reka slíka glæpastarfsemi að tjaldabaki, og þrátt fyrir al- menna siðfágun, — suma þeirra að minnsta kosti, meta nokkurra þúsunda gróða meira en líf sam- borgara sinna. Það fer vart hjá því, að traust manna og trú á menntun og menningu og fram- förum í siðgæði, bíði nokkurn hnekki er slíkar staðreyndir eru dregnar fram í dagsljósið. — Er þá þróun sú mest ó yfirborðinu? Glæpir þeir, sem dómsorðin leggja í forsendur, eru ekki að- eins einstaklingsafbrot. Þeir eru ekki óskildir að eðli, setningunni, sem höndin reit forðum daga á vegginn í höll Nebukadnesar konungs, þegar sukkið og svall- ið stóð sem hæst í óhófsbrjálæði veizlumunaðarins: „Mene, mene, tekel!“ Sveinn suðræni. Er Álþýðuflokkuriiin stoltur af Braga Sigurjónssyni? Ritstj. Alþýðumannsins sendi mér kveðju í blaði sínu i gær, með því ættarmótinu, sem al- kunnugt er orðið hér um slóðir síðan Bragi hóf ritstörfin fyrir al- vöru. Eg mun síðar ræða það nónar, hvernig gagnfræðaskóla- kennarinn og skrifstofustjórinn brást við, þegar rætt var um það hér í blaðinu, að betra skipulagi þyrfti að koma á starfsmanna- hald ríkisins. En það var málefn- ið, sem um var deilt. Virðist Braga vera um megn, að ræða opinber mál án þess að narta um leið í mannorð samborgara sinna. En eg vil nú þegar lýsa hann op- inberan ósannindamann að þeim ummælum, í nefndri grein, að KEA hafi útvegað mér bíl, látið mig fá sumarbústað, byggt yfir mig, látið mér í té 3—4 menn til þess að snúast í kringum mig, að laun þau, er Dagur og Samvinnan greiða mér og afgreiðslufólki þessara blaða, séu tekin af al- mannafé eða sjóðum kaupfélags- ins. Mér blöskrar sú óskamm- feilni Braga Sigurjónssonar, að ljúga þannig upp á samborgara og stofnanir, í sömu andránni og hann vitnar til heiðarleika, víð- sýni og félagsþroska þeirra manna, er Alþýðuflokkurinn hef- ir valið í trúnaðarstöður og flokkurinn sé stoltur af. Mér þykir ósennilegt, að þessir víð- sýnu og sómakæru menn séu stoltir af frammistöðu Braga Sig- urjónssonar. Haukur Snorrason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.