Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. febrúar 1948 D AGUR 5 Vestrænt bandalag þarf stuðning allra, sem vilja frið Kommúnistar hafa lengi prédikað, að hið vestræna þjóðfélagsskipulag sé dauðadæmt. - Það er skylda Vestur- Evrópu að sanna, að þetta er faiskenning Eftir ANTHONY EDEN, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta. Anthony Eden er nýlega kominn heim til Bretlands, eftir ferðalag til Suður-Evrópu og hinna nálægari Austurlanda. f ferð sinni ræddi hann við stjórnmálaleiðtoga og þjóðhöfðingja þessara landa. í eftirfarandi grein segir hann frá skoðun sinni á horfunum í málefnum Evrópuþjóðanna og bendir á, að árið 1948 muni verða örlagarík í sögu þjóðanna, þá muni atburð- ir gerast, sem ráða því, hvort friður ríkir eða stríð brýst út. 1 fyrir efnalegri endurreisn alls heimsins. Þetta er það, sem fyrst og fremst þarf að vinna að. Bene- lux-samkomulagið (samningur- inn i milli Hollands, Belgíu og Luxembourg) hefir vísað leiðina. Fyrir nær 20 árum, eða um 1930, lagði þáverandi utanríkis- ráðherra Frakka, Astride Briand, til, að bandaríki Evrópu yrði sett á stofn. Eg var fylgjandi þessari hugmynd þá og eg er það ennþá. Tillaga Briands var viturleg og framsýn, í dag er framkvæmd hennar mikil og brýn nauðsyn og það getur ekkert komið í stáð hennar. Við, sem Vestur-Evrópu byggjum, verðum að taka hönd- um saman, og það fljótt, og vinna með þeim, sem við okkur vilja eiga samvinnu. í þessu er ekki falin nein hætta eða hótun gagnvart Sovét-Rúss- landi, en hér er um að ræða ein- ustu leiðina til þess að viðhalda okkar lifnaðarháttum og skipu lagi. Þar að auki ber að gæta þess, að hvert það skref, sem leiðir til færri skilveggja í milli þjóðanna og til stærra svæðis til skipta á vörum og kynnum, er skref í rétta átt. Kennisetningar kommúnista ritningargreinar. Þeir, sem ríkjum ráða í Rúss- landi í dag, eru fyrst og fremst raunsæismenn. Bezta leiðin til )ess að ná samkomulagi við þá, er að kenna þeim að virða end- urreisnarstarf efnalegrar, sjálf stæðrar Vestur-Evrópu. Sérhver sönnun fyrir því, að við getum byggt raunverulegt, efnalegt sjálfstæði og velmegun á Vestur- löndum, báðum megin Atlants- hafsins, mun verða áhrifaríkari til þess að fá Sovétleiðtogana til samvinnu, en fyrirlestrar og beiðnir til allra stjórnmálamanna og blaðamanna veraldar. Við verðum ætíð að minnast þess, að kommúnistar líta ekki á komm- únismann sem pólitíska skoðun aðeins. Þeir líta á hann sem trú- arbrögð. Stjórnarvöldin í Kreml eru bundin kennisetningum Marx og Lenins eins og þær væru heilög ritning. Kennslu- bækur í Sovétríkjunum halda því fram, að hin vestræna þjóð- félagsskipan sé á óumflýjanlegri leið til hruns og eyðileggingar og það sé aðeins tímaspursmál, hve- nær það hrun dynur yfir. En þótt marxistar hafi haldið þessu fram um langan aldur, heldur hin vestræna þjóðfélagsskipan áfram að vera til. Þessi óþægilega lífs- seigla okkar á Vesturlöndum, hefir þröngvað áróðursmönnum kommúnismans til þess að taka upp rýrmri kenningar um þessi efni, og óákveðnari umsagnir um það, hvenær að því muni koma að kapítalisminn og hin vestræna þjóðfélagsskipan muni með öllu útdauð á jörðunni. Við verðum að taka þessari hólmgönguáskor- un. Við verðum að sanna það og sýna, að við erum ekki dæmdir menn. Við getum gert það með því að sanna og sýna að frelsi og (Framhald á 6. síðu). London, 31. janúar. — INS. — Eg er nýkominn heim úr ferða- lagi til allmargra landa í Suður- Evrópu og við austanvert Mið- jarðarhaf. í þessari ferð hefi eg átt þess kost, að hafa tal af stjórnmálaleiðtogum allra þessara landa, jafnt körlum sgm konum úr mörgum stéttum þjóðfélag- anna. Mér virtist allt þetta fólk mjög áhyggjufullt og kvíðandi vegna hins síversnandi útlits í al- þ j óðasamskiptunum. Er ástandið í rauninni eins slæmt og ósamkomulagið eins gífurlegt, og hin opinberu um- mæli síðustu mánaðanna gfefa til kynna? Er orðin hætta á því, að þjóðirnar haldi áfram leiðina frá áróðri og óhróðri til vopnaðra átaka? Er þessi hætta á næstu grösum? Allar þessar spurningar, og fleiri, mættu mér hvarvetna. Eg sagði þessu fólki mína skoð- un, eins samvizkusamlega og mér var unnt, en í allri minni löngu reynslu í alþjóðlegum sam- skiptum, hefir mér aldrei virzt eins erfitt að spá fyrir með nokkrum líkindum um það, sem gerast muni. En ein niðurstaðn er þó óhjá- kvæmileg: Árið 1948 verður ör- lagaríkt ár og afgerandi, því að samskipti þjóðanna geta ekki haldið áfram að fara versnandi um ófyrirsjáanlega framtíð án þess að til mikilla og hörmulegra afleiðinga dragi fyrir öll okkur. „Kalda stríðið? er byrjað að volgna, og ef ekki tekst að stemma stigú við þeirri þróun með hófsemi og festu, dynja vandræðin yfir. Áróðursofsi kommúnista stefnir friðinum í hættu. Þegar utanríkisráðherrafund- urinn fór út um þúfur í desem- bermánuði síðastliðnum, munu þeir hafa verið margir, í hinum frjálsu löndum, sem gátu tekið undir með Edmund Burke: „Uppfinningasemin er örmagna, skynsemin er þreytt, reynslan hefir dæmt, en þráinn er ennþá ósigraður.“ Þegar ráðstefnur fara út um þúfur, er ástæðuna venjulega að finna í ósamkomulagi um eitt- hvert þeirra atriða, sem á dagskrá ráðstefnunnar eru. En þessi ut- anríkisráðherrafundur leystist ekki upp með þeim hætti. Hann komst eiginlega aldrei á laggirn- ar, þvi að gagnkvæmt traust skorti, vilji til samkomulags var ekki fyrir hendi og tortryggnin lagðist með blýþunga á störfin. Frá þeirri stundu, sem leiðir utanríkisráðherranna skildu í London, hafa Sovétríkin og lepp- ríki þeirra í Austur-Evrópu færzt mjög í aukana um allan á- róður, í gegnum Kominform og með öðrum þeim meðölum, sem fyrir hendi eru. Herferð óhróðurs og áróðurs hefir verið farin á hendur hinum vestrænu lýðræð- isríkjum, og hefir þar allt verið lagt undir í einu, lýðræðisskipu- lagið og það, sem vestrænar þjóð- ir trúa á. Ofsinn í þessari her- ferð á sér engan líka. Það kami að vera satt, og per- sónulega trúi eg því, að höfundar þessa áróðurs vilji það ekki sjálf- ir, að hann leiði til styrjaldar. En sá maður hlýtur að vera bjart- sýnismaður, sem um munar, sem heldur það, að hægt sé að halda slíkri starfsemi áfram mánuð eft- ir mánuð í Evrópu, eins og hún er í dag, án þess að stofna friðin- um í hættu. En kommúnisminn hefir ekki látið orðin ein nægja. Starfsemi kommúnista er komin á bylting- arstig í mörgum löndum, eins og sjá má af baráttu þeirra við stjórnir Frakklands og ítalíu, hinni svokölluðu stjórn upp- reistarmanna í Grikklandi og loks af „Áætlun — M“ í Þýzka- landi. Þetta eru síðustu dæmin, sem sýna þá stefnu Sovétstjórn- arinnar að láta frið og eindrægni hvergi þróast. Hættulegt ástand í Grikklandi. Það er í Grikklandi, sem bar- áttan er hörðust og hættulegust. Hinn frægi Markos hershöfðingi hefir gert tilraun til þess að setja upp „stjórn“. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að hann hefði tekið slíkt skref án beins stuðnings nágrannaríkja Grikk- lands'. Og víst er um það, að þessu skrefi var vel fagnað með áróðri í Júgóslafíuj Albaníu og Búlgaríu og þó ekki sízt í Moskvu sjálfri. Um sama leyti hóf Markos hern- aðaraðgerðir og reyndi að ná á sitt vald lítilli borg, á grískri grund, sem gæti orðið aðalbæki- stöð hans og þá jafnframt yfir- skinsástæða þess að stjórn hans hlyti viðurkenningu. Menn ættu ekki að gera lítið úr þeim vanda, sem þessir at- burðir hafa fært að dyrum grísku þjóðarinnar, bæði á sviði fjár- mála og sjálfstæðisbaráttu. Áður en þessir atburðir gerðust, hafði þessi hrausta, en fátæka þjóð, orðið að þola margar hörmungar. Þegar eg var í Grikklandi, fyrir aðeins tveimur vikum, bárust fregnirnar um hraustlega fram- göngu gríska hersins við Konitza. En þótt mannfall hafi yfirleitt ekki verið mikið, á hvoruga hlið- ina, þá er skæruhernaður af þessu tagi, sársaukafullur og hefir í för með sér þjáningar og hörmungar, sem orð fá ei lýst. Heil héruð hafa verið yfirgefin, og um það bil hálf milljón flóttamanna er þess ekki umkomin að taka neinn þátt í endurreisn atvinnuvega landsins, né heldur að vinna fyr- ir daglegu brauði. Hversu lengi mun þessi viður- eign standa? Eg þykist þess fullviss, að á sumri komanda muni gríski her- inn verða þess megnugur, að bægja aðsteðjandi hættum frá dyrum þjóðarinnar, en þó því að- eins að norðurlandamærum landsins sé lokað. Þetta hefði verið gert fyrir löngu ef Sovét- stjórnin hefði verið tilleiðanleg til þess að taka þátt í framkvæmd fyrirmæla Sameinuðu þjóðanna. En eins og málum er skipað, verðum við að láta okkur skilj- ast, að Grikkland er í dag sá til- raunavettvangur, þar sem átökin milli kommúnismans og hins frjálsa, vestræna lýðræðisskipu- lags, fara fram. Grikkir sjálfir skilja þessi sannindi mætavel. 'Vestrfcnt bandalag nauðsyn. Skylda Breta og annarra frjálsra þjóða i EvrópU í þessum átökum er augljós. Hún er sú, að mynda eins fljótt og auðið er vestrænt bandalag, sem er eins traust og samhent og frekast verður á kosið. Slíkt bandalag á ekki aðeins að vera pólitískt, heldur einnig efnahagslegt og menningarlegt. Vitaskuld er marga erfiðleika að yfirstíga. Sumir þeirra erfiðleika eru til komnir af sérstöðu Bretlands í samfélagi hinna brezku landa innan heimsveldisins, jafnframt því sem Bretar eru evrópsk þjóð. Samband okkar við samveldis- löndin og brezka heimsveldið í heild, er jafnan þyngst á metun- um. En fleiri lönd í Vestur-Ev- rópu hafa sérstök sambönd við lönd í öðrum heimsálfum, og eg er þess fullviss, að ef vilji er fyrir hendi, geta þessi lönd öll komið sér saman um sáttmála, sem gæti endurreist efnahag Vestur-Ev- rópulandanna og þar með flýtt — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). )á ekki guðsþakkavert, að gæzku rík föðurhönd dómsmálaráðherr-' ans bendi okkur heim í bólið og svæfi okkur væruirf og draum- lausum svefni hinna réttlátu og syndlausu? Aðflutningsbann á sterkum drykkjum, bann gegn bruggun áfengs öls og mörg önn- ur siðferðileg bönn hafa verið reynd á landi hér, — allt frá dög- um stóradóms — og sjálfsagt með harla góðum árangri. A m. k. virðist fjölmennur hópur góðra og réttlátra manna þrá fleiri slík bönn og valdboð til þess að knýja landslýðinn út af hinum breiða vegi lastanna inn á hinn þrönga veg dyggðarinnar, sem til ljóss- ins liggur. En ef það er nú einu sinni svo, að öll þessi bönn hafi einhverja markverða þýðingu, því þá ekki að reyna að setja að- flutningsbann gegn öllum freist- ingum í eitt skipti fyrir öll, og fela dómsmálaráðherranum, með öllu sínu starfsliði og löggæzlu- mönnum að líta eftir því, að slíku banni sé rækilega framfylgt, — þó auðvitað með sæmilega frjáls- legu móti, þannig, að fyrstu und- anþágurnar verði veittar, áður en blekið er almennilega þornað á undirskrift ráðherrans á hinni nýju tilskipun. Svo mætti hugsa sér, að skömmtunarseðlar væru gefnir út í sérstöku kveri — eða þá bara sem appendix við hina bókina — er giltu sem innkaupa- heimild að einhverjum hæfileg- um skammti af lífsgleði, þegar bú ið væri að taka af þegnunum allt valfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt í hinu stærsta jafnt og hinu smæsta — þannig, að við þyrft- um ekki framar að eiga neitt á hættu, né sjá sjálf fótum okkar forráð að neinu leyti, heldur væri leiðarreikningur lífs okkar að öllu leyti gerður upp og innsigl- aður í einhverri stjórnarráðs- skrifstofunni fyrir sunnan, eða annarri slíkri landsföðurlegri stofnun í Reykjavík. Víst mund- um við sætta okkur við það, þótt öll áhættuþóknun væri niður felld í svo öruggri siglingu, þar sem Bjarni Benediktsson, eða annar álíka landsfaðir, hefði tek- izt á hendur allan þann vanda, sem guð almáttugur hliðraði sér hjá afskiptum af þegar frá upp- hafi sköpunarverksins, og fól mönnunum sjálfum að glíma við, sem ábyrgum einstaklingum, og ætlaði þeim að þroska á þeim vanda siðferðisþrek sitt og and- lega krafta. En — „þá var öldin Önnur, er Gaukur bjó á Stöng,“ heldur en nú, þegar herrar ný- sköpunarinnar ráða löndum pappírsins og ríkjum bleksvert- unnar í hinni blessuðu höfuðborg skriffinnskunnar við Faxaflóa!" MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). Rétt er klausan þannig: Takmarkið þarf að vera, að ræktað sé í landinu árlega a. m. k. á hvern íbúa landsins: 100 kg. til matar. — 12 kg. til útsæðis. — 13 kg. fyrir rýrnun og skemmdir. Samtals 125 kg. Með núverandi fólksfjölda nem- ur þetta um 150 þús. tunnum eða 25 þús. tunnum minna en upp- skeran var árið 1946

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.