Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 11.02.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 11. febrúar 1948 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ------ 16. DAGUR ___ (Framhald). „Nei, hann er ekki hrifinn, en það er ekki hægt að verzla við hana.“ „Er hún þá ástfangin af Georg?“ „Það þykir mér ólíklegt.“ „Á hún von á barni?“ „Mér þykir það einnig ólíklegt, en annars veit eg það ekki.“ „Já, en það er einmitt þetta, sem henni virðist geðjast minnst að „Eg hefi heyrt margt sagt um fegurð hennar. Allir segja, að hún hafi blátt áfram lýst upp þessa næturklúbbsholu, sem hún vann í.“ „Ef maður lítur á augu hennar, hárið, — já og vöxtinn, — þá má sjálfsagt segja, að það sé ekki fjarri lagi.“ „En Anthony, hvers vegna í ósköpunum keyptuð þið hana ekki út úr spilinu? Menn botna ekkert í, hvers vegna þið gerðuð það ekki. Georg elskar hana ekki, og hvað var þá til fyrirstöðu?" „Annars ætti það ekki að breyta neinu. Þetta getur aldrei orðið neitt hjónaband. Það hefði verið miklu heppilegra, hvað sem öllu öðru leið, að borga henni ríflega og þagga allt niður.“ „Jt, en það er einmitt þetta, sem henni virðist geðjast minnst að af öllu saman. Hún tekur það ekki í mál.“ „En það er þó hið eina skynsamlega í málinu.“ Anthony leit á hana og var hugsi. Hann leit fram hjá henni, út í salinn, á fólkið þar. Þetta átti að heita heldia fólkið í borginni. Það var þetta fólk, sem hafði mótað lífsviðhorf Soffíu og hennar líka, já, og Carverfjölskyldunnar. Það mundi sjálfsagt allt saman vera sammála Soffx'u. Hann komst ekki lengra í þessum hugleiðingum sínum, því að Soffía hvíslaði: „Æ, það var leiðinlegt. Þarna kemur Helena, og allir vita að þú ert hér. Það var óheppilegt, að svona skyldi hittast á. Eg held að Helena hefði átt að fara eitthvað burt í nokkra mánuði á meðan er að’fyrnást yfir þetta hneyksli hans Georgs.“ 1 '■ ....... „Með hverjum er hún þarna? Er það, sem mér sýnist, að það sé Paul Avery?“ „Jú, það er enginn efi. Hvað boðar þetta, Anthony?“ spurði Soff- ía, íbyggin á svipinn. Anthony horfði á Helenu og fylgisvein hennar, er þau gengu yfir gólfið. Helena var eins og hún átti að sér að vera, föl og einbeitt. Paul Avery var miðaldra piparsveinn, sem ekki fór of gott orð af. „Hvað áttu við?“ spurði Anthony. „Eg sé ekki að það boði neitt „Þú fylgist ekki með borgarlífinu lengur, Anthony,“ svaraði Helena. „Og það er varla von, þú ert búinn að vera svo lengi fjar- verandi. En það er á allra vitorði, að Paul er loksins að hugsa um að festa ráð sitt. Hann hefir athugað okkur allar nákvæmlega að undanförnu, en hefir ennþá ekki tekið neina ákvörðun." „Heldur þú að nokkur taki hann alvarlega?" „Vitaskuld gerum við það. Hann er stórauðugur og á gamla Averyseti-ið, einhvern eftirsóknarverðasta einkabústað hér um slóðir. Og Paul gæti vel orðið sómasamlegasti eiginmaður. Og þú gleymir því, Anthony," hélt hún áfram og brosti, „að sumar okkar hafa einhvern veginn týnt beztu árunum á meðan þið voruð í burtu í stríðinu. Við erum ekki eins ungar og við áður vorum. Eg er víst nær því eins gömul og þú, og þegar maður stendur á þrítugu held eg að nauðsynlegt sé að athuga framtíðaráætlanir sínar mjög ná- kvæmlega." Anthony lét sem hann tæki ekki eftir þessu síðasta innleggi, en Soffía lét það ekki á sig fá. Eftir andartaks þögn hélt hún áfram. „Auðvitað hefir Georg farið alveg hræðilega illa með Helenu, og mér sýnist hún ætla að taka því eins og við mátti búast. Hún veit að ekkert mundi Georg sárna meira en hún giftist Paul Avery og auðvitað er það fyrsta husgun hennar, að ná sér niðri á Georg. Hún væri ekki mannleg ef hana langaði ekki fyrst og fremst til þess.“ „Þjónn, reikninginn!" sagði Anthony. Soffía stóð á fætur og Anthony hjálpaði henni í pelsinn. „Ástand- ið er óþolandi, Anthony,“ sagð ihún, „og mér finnst þið verðið að gei a eitthvað og það fljótt. Þú fyrirgefur, þótt eg tali svona við þig, en annars ætla eg auðvitað ekki að blanda mér í ykkar málefni. En þú veizt mér þykir vænt um móðm- þína, og eg veit að hún tekur sér þetta allt saman ákaflega nærri. Sumt af vinafólki henn- ar lætur að vísu, sem ekkert sé, en annað forðast hana nú eins og heitan eldinn, og eg veit ekki hvort er betra. Meðaumkun er aldrei skemmtileg. Og svo er mér náttúrlega ekki sama um Helenu, og aumingja Georg, hann á víst ekki sjö dagana sæla, jafnvel þótt....“ Hún þagnaði skyndilega. „Jafnvel þótt hvað?“ „Þú sagðir að hún væri falleg.“ i (Fi-amhald). i . - GREIN EDENS (Framhald af 5. síðu). velmegun geta þróast samtímis. Ef við skiljum þetta gjörla, þess- ar kennisetningar sem búa á bak við áróður kommúnista og stefnu þeirra yfirleitt, verður það alveg augljóst, að efnahagslegt heil- brigði Vestur-Evrópu er ekki að- eins eftirsóknarvert í sjálfu sér, en heldur einnig einasti vegurinn til friðar í framtíðinni. Því sterk- ari sem samvinnuböndin verða á Vesturlöndum, því nær verðum við því marki, að koma á fullum skilningi og samkomulagi. Miklir innanlandserfiðleikar í Rússlandi. Það er eitt atriði í stefnu og starfsaðferðum Sovétstjórnarinn- ar, sem er mörgum undrunarefni. Það er það ógagn, sem talsmenn stjórnarinnar gera málstað henn- ar, með hinu ofsalega orðbragði, sem þeir nota gegn þeim, er þá greinir á við. Ætla mætti, að hófsamlegar ábendingar mundu oft á tíðum frekar greiða úr ágreiningi. En mennirnir í Kreml eru of skynsamir til þess að vinna sínum málstað tjón með svo klaufalegum aðferðum án þess að gild ástæða sé til. Sannleikurinn er sennilega sá, að þessar síend- urteknu árásir á hin vestrænu lönd, eru nauðsynlegar til þess að halda uppi áhuga manna heima fyrir Erfiðleikarnir, sem fyrir hendi eru innan landamerkja Sovét- ríkjanna, eru stórkostlegir. Við ættum að líta með skilningi og samúð á marga þeirra, því að þeir eru afleiðing eyðileggingar- innar, sem þýzki innrásarherinn gerði í landinu. En það virðist svo, sem Sovétleiðtogarnir óttist mjög samband og kynni þeirra eigin þjóða og vestrænna þjóða, og hið ofsafengna orðbragð sé þaulhugsuð ráðagerð til þess að fyrirbyggja möguleika slíkra kynna. Ef þetta er rétt til getið, þá má um það segja, að þessi ráðagerð sé óþörf með öllu. Það er ekki okkar hlutverk að vinna gegn þjóðfélagsskipan kommúnismans innan landamerkja Sovétríkj- anna. En við höldum því fram, að þær þjóðir, sem kjósa sér frelsi, eigi að fá frið til þess að njóta þess frelsis án íhlutunar. Naumur tími til stcfnu. Tillögur Bevins utanríkisráð- herra um vestrænt bandalag eiga því skilið stuðning allra, sem raunverulega vilja frið. Vonum þvx, að þessi stefna verði fram- kvæmd af dug og drengskap, því að tíminn er naumur. Nú er um það að velja að vei'ja frelsishug- takið, ákvörðun okkar er að við- halda frelsinu með því að öðlast efnalegt sjálfstæði, og næsta vei-kefni okkar er bandalag Vest- ur-Evrópu. Takist okkur þetta, tryggjum við framtíð frjálsra þjóða. Við vinnum þá einnig mál- stað friðarins ómetanlegt gagn. Við getum sannað, að framför getur ennþá tekist fyrir frjálsa samninga, að alþjóðlegu trausti og góðfýsi er ekki algjörlega út- hýst í mannheimi, og að vonin sé ekki aðeins hilling í augum hinna þreyttu og þjáðu þjóða heimsins. (Eftirprentun bönnuð). Auglýsing Nr. 2/1948 frá skömmtunarstjóra. Viðskiptanefndin hefur samþykkt að heimila skömmtunarskrifstofu ríkisins að veLta nýja auka- úthlutun á vinnufatnaði og vinnuskóm. Bæjarstjórum og oddvitum hafa nú verið sendir sér- stakir skömmtunarseðlar í þessu skyni, og eru þeir auðkenndir sem vinnufatastofn nr 2, prentaðir með rauðum lit Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufataseðlum til þeirra, sem skila vinnufatastofni nr. 1, svo og til annarra, er jxnrfa á sérstökum vinnufatnaði eða vinnu- skóm að halda, vegna vinnu sinnar. Um úthlutanir til þeirra, er ekki hafa í höndum vinnufatastofn nr. 1, skal að öllu leyti farið eftir því sem fyrir er lagt í auglýs- ingu skömmtunarstjóra nr. 21/1947, og gilda að öðru leyti ákvæði þeirrar auglýsingar, eftir því sem við á. Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufatnaðar- seðlurn á tímabilinu 1. febrúar til 1. jiiní 1948, ogskulu þeir vei-a lögleg innkaupaheimild á því tímabili. Bæjarstjórum og oddvitum skal sérstaklega á það bent, að klippa frá og halda eftir reitum fyrir vinnu- skónum, ef þeir telja, að umsækjandi liafi ekki brýna þörf fyrir nýja vinnuskó á umræddu tímabili. Reykjavík, 1. febrúar 1948. Skömmtunarstjóri. Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar og Verkakvennafélagið „Eining“ halda sameiginlega ÁRSHÁTÍÐ í Samkomuhúsinu, laugardaginn 14. þ. m. — Hefst kl. 8.00 e. lr. með SAMDRYKKJU. Dagsltrá: 1. Samkoman sett. 2. Kórsöngur. 3. Ávarp frá Verkamannafélagi Ak. 4. Guitarsjril og söngur. 5. Ávarp frá „Einingu“. 6. Gamanvísur. 7. Leikþáttur. 8. DANS (Kalli og Haukur spila). g 4o -a; K3 Aðgöngumiðar verða seldir í Skrifstofu Verkalýðs- félaganna, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, frá kl. 3-7 e. h. Alh. Áríðandi er, að miðarnir verði sóttir þessa daga. Nefndin. í^hk«hsíhkb «iiiiiiiiiiiiliýiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi»i>iiiiiiiimuiiiMi...nmmmm.. fli | Tilkynning til viðskiptamanna: Þeir viðskiptamenn félagsins, er lögðu inn | 1 eplaskammtmiða sína, geta sótt skammt sinn | I á niðursoðnum ávöxtum næstu daga. Verlunin Eyjafjörður hi. • ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiinimimiiiiimiiiiiiiimiiiimiiiumui»»»»»»»»>•

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.