Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Löggjöf „nýsköpunai-flokk- anna" um aðstoð við húsa- byggingar í kaupstöðum — og efndir þeirra loforða. Fimmta síðan: Lífskjör verkamanna í Rúss- landi og á Vesturlöndum. — Athyglisveerður samanburð- XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 18. febrúar 1948 7. tbl, Vinnum líknarstarf! Þessi mynd er eftir þýzku listakonuna Kathe Kollvvitz og heitir „Börn þjást af hungri". Hún var nýlega sýnd á listasýningu í New York, sem hafði bað mavkmið að vekja menn til umhugsunar um nauðsyn barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þessi hjálparstarfsemi er nú hafin hér á landi. Hefir þú gefið þinn skerf? Véíarnar f il símastoðvarinnar hér i ounar i jvidio Fjárf estingarleyf i til framkvæmdanna enn þá ófengið. - Vélar til 2000 númera viðbótar við Reykjavíkurstöðina þegar komnar til landsins Blaðið hafði fregnir af því í sl. viku, að nú mundi loksins að því komið, að sænska verksmiðjan, sem á að afgreiða vélarnar til sjálfvirku símastöðvarinnar hér á Akureyri, hefði þær tilbún.ar til afgreiðslu. Mun verksmiðjan geta afgreitt þær innan tveggja mánaða. «év. Tíðindamaður blaðsins í Rvík sneri sér í gær til símamálastjór- ans og spurðist fyrir um það^Jhve- nær vélarnar væru væntanlegar til landsins. Upplýsti símafnála- stjóri, að um það yrði ekkíisagt að svo stöddu, þar sem fjáffest- ingarleyfi til þessara 'fram- kvæmda væri ennþá óafgreitt hjá Fjárhagsráði. Eftir þeim upþTýs- ingum að dæma, sem blaðj&'gat aflað sér hjá Fjárhagsráði, er ekki farið að taka þetta mái fyrir ennþá. Bíða þar úrlauhnar Um- sóknir símamálastjórnarinnaf um ýmsar framkvæmdir Landsímans þar á meðal að koma upp sjalf- virku stöðinni hér. 1^^ 2000 númera viðbót í Rvík-. . , Ekki er kunnugt um afstöðu raðsins tíl málsins að svo stoddu, fe' en undarlegt má það þó kallast, sem í ljós kemur við þessar eftir- grennslanir, að vélar til 2000 númera viðbótar við Reykjavík- urstóðina eru þegar komnar til landsins. Þetta er önnur stóra viðbótin, sem gerð er við Reykja- víkursímann á skömmum tíma. Virðist ekki hafa staðið á fjár- festingarleyfum eða öðrum opin- berum leyfum til þessarar stækk- unar. Hins vegar eru Akureyr- ingar búnir að bíða eftir sjálf- virkri stöð hér í mörg ár, hið nýja hús símans hér hefir lengi verið tilbúið að taka á móti stöðinni og verulegar endurbæt- ur hafa verið gerðar á símakerf- inu innanbæjar með hliðsjón af hinni væntanlegu stöð. Eftir alla þessa bið, þreytandi sambúð við gamalt og úr sér gengi'ð símakerfi og miklar álögur á símanotendur, verður því ekki unað, að þessar framkvæmdir stöðvist á tregðu opinberra aðila til þess að veita nauðsynleg leyfi. Allra sízt væri slíkt réttlætanlegt þegar aðgætt er hversu greiðlega hefir gengið að stækka Reykjavíkurstöðina á undanförnum árum. iður svar ígit á eyfirzkt skip í Hvalf irði Síðastl. mánudag vildi það óhapp til í Hvalfirði að m/s. „Siglunes" frá Siglufirði sigldi á m/s. „Andey" héðan úr bænum með þeim afleiðingum, að Andey skemmdist talsvert og verður að hætta síldveiðum um sinn, meðan viðgerð fer fram. „Siglunes" mun ekki hafa laskast. Ekki er blaðinu kunnugt um nánari atvik þessa atburðar. Þorst. M. Jónsson endtirkjörinn for- seti' bæíarstjórnar Á síðasta bæjarstjórnarfundi hér fór fram kosning forseta og nefnda. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri var endurkjörinn for- seti bæjarstjórnarinnar og Indriði Helgason . varaforseti. Nefndir voru endurkosnar, yfirleitt án breytinga, að undanskildu því, að Steindór Steindórsson tekur nú sæti í bæjarráði af hálfu Alþýðu- flokksins í stað Friðjóns Skarp- héðinssonar bæjarfógeta. Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var settur í Rvík sl. mánudag. Fundinn sækja full- trúar úr,flestum byggðum lands- ins. Formaður flokksins, Her- mann Jónasson, ritarinn, Ey- steinn Jónsson, og gjaldkerinn, Sigurjón'Guðmundsson, hafa all- ir flutt skýi-slur. Ályktana fund- arins verður síðar getið. Krafðist endurreisnar innflutningsverzlunar í fjórðungunum, beinna siglinga frá útlöndum og réttlátari skipunar gjaldeyrismálanna Ráðstefna kaupstaða og verzlunarstaða, á svæðinu frá Austfjörðum til ísaf jarðar, sem kom saman í Reykiavík í sl. viku, hefir komið sér saman um álitsgerð um innflutnings-, gjaldeyris- og siglingamál, sem lögð hefir verið fyrir Fjárhagsráð, Viðskiptanefnd og Eimskipa- félag Islands. Þegar blaðið átti tal við Reykiavík í gær, var ekki bú- izt við því að ráðstefnunni mundi ljúka fyrr en eftir miðja vikuna, þar sem svör frá þessum aðilum við málaleitunum ráðstefnunnau voru ókomin. Alls sækja ráðstefnu þessa 23 fulltrúar frá 13 verzlunarstöðum á fyrrgreindu svæði. Ráðstefnan hefir haldið fundi sína á Hótel Borg. Á fyrsta fundinum var Jakob Frímannsson kaupfélags- stjóri kjörinn fundarstjóri, en Svavar Guðmundsson bankastjóri ritari. Nefnd var kjörin til þess að samræma álit fulltrúanna. í hetmi eiga sæti: Jakob Frímanns- son, Akureyri, Pétur Björnsson, Siglufirði, Erlendur Björnsson, Seyðisfirði og Steingrímur Da- víðsson, Blönduósi. Þessi nefnd hefir átt ýtarlegar viðræður við hin opinberu ráð og við forstjóra Eimskipaféálags íslands. Yfirleitt hefir ríkt samhugur á ráðstefn- unni og mikill áhugi fyrir því að koma fram réttlætismálum dreif- býlisins. Hver verður árangurinn? Engu er hægt að spá um það að svo stöddu, hver muni verða árangurinn af þessum fundi. Yf- irleitt mun það skoðun manna, að ekki verði létt verk að sækja það vald í hendur opinberra ráða, er þau hafa tekið af landsbyggðinni. En hvort sem sýnilegur árangur af störfum ráðstefnunnar verður Söfeoíi ti! liinnar aíþjóðlegn barna- bjálpar er hafiii uift land allt FYRIR NOKKRN er hafin hér á landi skipulögð fjár- og fatn- aðarsöfnun á vegum hinnar al- þjíóðlegu barnahjálpar. Starfsemi þessi er rekin fyrir forgöngu Sam eihuðu þjóðattna og hefur það markmið að f orða milljónum b^rna í Evrópu og annars staðar ffa hungri og hörmungum. Hér á landi beita ýms lands- sá'mbönd sér fyrir söfnuninni og efu umboðsmenn í hverri byggð á landinu. Gjafir eru þegar tekn- ar að berast. 'Hér á Akureyri er Jakob Frí- niaiinsson, kaupfélagsstjóri, um- boðsmaður söfnunarinnar. Er gjöfum veitt móttaka í Kaup félagi Eyfirðinga. Peningagjöf- •if- '" -'i' - ... , um er einnig veitt mottaka á af- j. greiðslu Dags og væntanlega hjá öðurm blöðum bæjarins, svo og stofnunum, er síðar kunna að verða auglýstar. Fjársöfnun þessi stendur yfir um heim allan í þessum mán- uði. Er ætlast til þess að aðal- söfunardagurinn verði hinn 29. febrúar n. k. og hefur alþjóða- nefnd sú, er skipuleggur þetta starf, farið fram á, að allir vinn- andi menn og konur gefi daglaun sín, til þessa mannúðarmálefnis þann dag Ytarlegri grein um barnahjálp- ina og nauðsyn þessa starfs, birt- ist í dssemberhefti Samvinnunn- ar. Geta menn þar kynnt sér mál- efnið betur en hægt er af stuttri blaðagrein. mikill eða lítill, er augljóst, að hún markar tímamót í viðhorfi landsbyggðarinnar til höfuðstað- arvaldsins, færir stiórnarvöldum heim sanninn um það, að hreyf- ing sú, sem nú er uppi um meira sjálfsforræði byggðanna, er ekk- ert stundarfyrirbrigði, heldur mun barattu fyrir meira réttlæti verða haldið áfram, unz fullur sigur er fenginn. joimenni vi útf ör Tryggva [íristinssonar Nýlega andaðist í SiglufirSi kunnur Eyfirðingur, Tryggvi Kristinsson, kennari og söng- stjóri frá Yztabæ í Hrísey. Var hann um langt skeið kennari í Svarfaðardal 'og Siglufirði og kunnur söngst]óri og organleik- ari á báðum stöðunum. — Útför hans fór fram að Völlum í Svarf- aðardal sl. laugardag, að við- stöddu fjölmenni og önnuðust Svarfdælingar jarðarförina. —• Tryggvi þótti í hvívetna hinn mætasti maður. Fær friðarverðlaun? Háskólinn í Budapest hefir ný- lega lagt það til, að Molotoff, ut- anríkisráðherra Sovét-Rússlands, verði veitt friðarverðlaun Nóbels fyfir yfirstandandi ár, fyrir frammistöðu sína á alþjóðaráð- stefnum að undanförnu!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.