Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 18. febrúar 1948 Frjáls verzlun og þeir láta, og að þeim sé annara Fyrsta og helzta skilyrði þess, að verzlun geti heitið frjáls, er í því innifalið, að mönnum sé frjálst að hafa viðskipti sín þar sem þeir vilja. Um miðbik einokunartímabils- ins á íslandi, eða nánar tiltekið seint á 17. öld, var landinu skipt í ákveðin verzlunarumdæmi eða kaupsveitir, og var hver maður fjötraður við kaupmann þeirrar sveitar, er hann var búsettur í, og lá við búslóðarmissir og Brim- arhólmsvist, ef út af var brugðið. Stóð svo um langa htríð. Þetta var hið ægilegasta ófrels- isástand í verzlunarsökum, sem hægt er að hugsa sér, enda fengu íslendingar að kenna á því svo um munaði. En þetta ófrelsi var af útlendum rótum runnið. Mikilli furðu gegnir það, að nú á tímum skuli brydda á þeirri skoðun, að bezt muni fara á því að hneppa menn í verzlunar- fjötra, sem minna á fyrrgreint ástand á einokunartímunum, og það frá mönnum, sem hæst hrópa um ágæti frjálsrar verzlunar. Er hér átt við skrif blaða Sjálfstæð- isflokksins um verzlunarmálin. Það er langt frá því, að við bú- um við frjálsa verzlun nú um þessar mundir. Innflutningurinn er undir eftirliti og hlýtur að vera takmörkum bundinn. Nú verða landsmenn að sætta sig við að eyða ekki meiru en aflað er, því að allar milljóna innstæðurnar erlendis eru til þurrðar gengnar og jafnvel vanskilaskuldir farnar að safnast að auki. Úr. þessu . verður fjárhagsgeta þjóðarinnar á hverjum tíma að ráða innflutningsmagninu. Annað getur ekki komið til greina, því að það er háskalegt heiðri okkar og þjóðarsjálfstæði að halda áfram á þeirri braut að safna vanskilaskuldum, enda myndi það skammgóður vermir. Það verður að setja réttlátar reglur um skiptingu hins tak- markaða innflutnings milli lands- hluta og verzlana. Framsóknar- menn í Fjárhagsráði hafa borið fram tillögur til úrlausnar í þessu efni á þeim grundvelli, að al- menningur réði því sjálfur, hvar hann hefði verzlunarviðskipti sín og skyldi svo haga skiptingu inn- flutningsins eftir því. Því verður alls ekki neitað með rökum, að þetta væri fullkomlega lýðræðis- legt fyrirkomulag. Engu að síður hafa sumir af forvígismönnum Sjálfstæðisflokksins og blöð hans risið með offorsi gegn þessu lýð- ræðislega fyrirkomulagi og varað mjög eindregið við því. Látum svo vera, þeim er það frjálst. En þá er það siðferðisleg skylda þeirra að benda á og bera fram annan grundvöll undir réttláta skipt- ingu innflutningsins, sem taki hinum fram. En það hafa þessir fulltrúar frjálsrar verzlunar, sem þeir þykjast vera, látið með öllu undir höfuð leggjast. Á meðan þessu fer fram, á meðan þessir aðilar gera ekki annað en rífa niður án þess að byggja upp, þá verða þeir að sætta sig við að liggja undir því ámæli, að þeir séu ekki eins miklar frelsishetjur um hag einstakra innflytjenda og kaupsýslumanna en hag almenn- ings. Blöð Sjálfstæðisflokksins þrá- stagast á því, að í lögum um Fjárhagsráð sé svo fyrir mælt, að þeir, sem geri bezt innkaup, og þeir, sem selji beztar og ódýrastar vörur í landinu,. skuli sitja fyrir um gjaldeyrisleyfi og innflutning. Það er torskilið, hvað þetta orða- stagl þeirra á að þýða, nema svo sé að blöðin með þessu séu að gefa í skyn, að um þetta standi deila, en það er þá aðeins blekk- ing. Um þetta atriði verzlunar- málanna er enginn ágreiningur, hvernig framkvæma eigi fyrr- greind ákvæði laganna. Fram- sóknarmenn vilja, að almennir neytendur í landinu meti það, hvar þeim sé hagfelldast að verzla og gjaldeyris- og innflutnings- leyfum sé hagað samkvæmt því. Þetta fyrirkomulag eitt samrímist frjálsri verzlun. Einhver hluti Sjálfstæðismanna vill aftur á móti hafa þá skipun á, að nefnd em- bættismanna í Reykjavík ráði yf- ir þessari framkvæmd og dæmi um það, hverjir geri bezt innkaup og bjóði bezt verzlunarkjör. Sam- kvæmt þessari aðferð er það em- bættismannanefndin, sem á að segja fólkinu fyrir um, hvar það eigi að verzla, eins og gert var á einokunartímunum. Ein er sú krafa, sem ekki verð- ur skellt við skollaeyrum til lengdar Hún er sú, að verzlunar- staðir úti um land fái innflutning eftir þörfum í hlutföllum við hof- uðborgina, en á því hefir verið mikill misbrestur og er cnn. Á stríðsárunum gætti víða óeðli- legrar og óheilbrigðrar útþennslu á mörgum sviðum, m. a. á verzl- unarsviðinu. Á þessum árum hljóp megn ofvöxtur í verzlunar- stéttina, einkum í Reykjavík. Nú, þegar innflutningshömlur og gjaldeyrisskortur ber að dyrum, þarf verzlunarstéttin að dragast saman til stórra muna. Fram- leiðslu þjóðarinnar skortir vinnu- afl, á meðan óeðlilega margir starfa að verzlun. Það er því brýn nauðsyn, að nokkur hluti verzl- unarmanna skipti um starfsgrein og hverfi til framleiðslustarfa. Hagsmunir almennings krefjast þess, og þeir verða jafnan að sitja í fyrirúmi, en ekki atvinnuhorfur einstakra manna. Framleiðsla þjóðarinnar er und- irstaða alls í þjóðlífinu. Nú er því lífsnauðsyn að búa vel að fram- leiðsluatvinnuvegum þj óðarinnar og fylgja skynsamlegri og heiðar- legri fjármálastefnu. Vilji þjóðin að sér vegni vel og að hún fái búið við frelsi í fram- tíðinni, verður hún að fylkja sér um eftirfarandi meginatriði: 1. Landsmenn eiga að vera frjáls- ir að því að verzla þar, sem þeir vilja. 2. Verzlunarstaðir úti um land eiga að fá innflutning í hlutfalli við Reykjavík. 3. Innflutningsmagninu á hverj- um tíma á fjárhagsleg geta þjóðarinnar að ráða. 4. Hagsmunir almennings verða að sitja í fyrirúmi fyrir hags- munum einstakra manna. 5 Þjóðin má ekki eyða meiru, en hún aflar. 6. Það þarf að leggja megin- áherzlu á að búa vel að fram- leiðsluatvinnuvegunum. 7. Það verður að setja réttlátar reglur um skiptingu innflutn- ingsins. Farmsóknarmenn um allt land munu í einni fylkingu berjast fyrir framgangi allra þessara at- riða, því að öll horfa þau til auk- innar farsældar þjóðinni. Hvað segja hinir flokkarnir? Tveir víðkunnir Ijósmyndarar eiga merltisafmæli um þessar mundir. Jón J. Dahlmann var 75 ára 14. þ. m. Tvítugur fór hann í Möðruvallaskólann og útskrifað- ist þaðan 1895 méð 1. einkunn. Síðan stundaði hann ljósmynda- nám hjá Eyólfi Jónssyni á Seyð- isfirði og lauk því námi 1897. Síðan hefir hann stundað iðn sína, meðal annars hér á Akur- eyri um allmörg ár eftir síðustu aldamót og síðast lengi í Reykja- vík. Konu sína, Ingibjörgu Jón- dóttur frá Strönd á Völlum í Fljótsdalshéraði, missti hann árið 1940 eftir meira en 40 ára sam- búð. Jón er nú fyrir nokkru hætt ur að stunda iðn sína, sem hann lagði ætíð mikla alúð við. Hallgrímur Éinarsson ljós- myndari á Akureyri verður sjö- tugur 20 þ. m. Ungur lærði hann iðn sína í Kaupmannahöfn og hef ur stundað hana hér á Akureyzl um eða yfir 50 ár og alltaf við góðan orðstýr. Þrátt fyrir 70 ár- in að baki er hann enn glaður og reifur sem ungur væri. Hinir mörgu vinir og góðkunn- ingjar þessara tveggja ljósmynd- ara munu senda þeim hlýjar kveðjur og hugskeyti á þessum tímamótum í æfi þeirra. I. Út um livippinn og hvappinn Brezka blaðið Fishing News getur þess nýlega, að íslenzki togarinn Helgafell hafi landað í Aberdeen mesta afla, sem nokkur togari hafi nokkru sinni komið með þangað, eða 225 smálestum. Segir blaðið að veiði Helgafells hafi verið helmingurinn af því fiskmagni, sem kom til Aberdeen þann dag, um nýjárið. í áfram- haldi af þessari frásögn segir blaðið, að hið nýja íslenzka skip hafi vakið mikla athygli meðal sjómanna, hafi það gnæft yfir veiðibáta Aberdeenbúa eins og Sama blað getur þess, að alveg óvenjuleg þorskveiði hafi verið í Hvítahafinu síðustu vikur des- ember og fyrstu vikur janúar- mánaðar. Skip, sem þangað leita á hverju ári til þess að veiða flat- fisk á þessum árstírna, fundu þar ekkert nema þorsk, og geysimikla gengd af honum. Segir blaðið að þorskur hafi aldrei fyrr veiðzt þarna á þessum árstíma, svo nokkru nemi. stórt lystiskip. Bréf úr afskekktri byggð: r í Flatey eru miklir möguleikar til útgerðar og landbúnaðar, en sam- gönguleysi háir eðlilegri þróun byggðarlagsins Degi hefir nýlega borizt alllangt færir menn unnu að bryggjugerð- bréf úr afskekktri byggð, sem sjaldan er minnzt í fréttum, Flat- ey á Skjálfanda. í þessu frétta- bréfi til blaðsins segir m. a. svo: ,,í Flatey búa nú um 100 manns. Flestir munu vita hvar eyja sú er, þótt sjaldan heyi'ist hennar getið og þess fólks, er hana byggir. Og fáir munu meta legu þessa staðar að verðleikum. Eyna má alla rækta og gera að grænu túni. Fiskimið eru í kringum eyna, einhver hin beztu að sækja á fyi'- ir öllu Norðurlandi, hvort sem um er að gera stóra eða smáa báta. Almælt mun, og það meðal síldveiðiskipstjóra, að eigi verði mikið síldveiðisumar, ef ekki sést síld kringum Flatey, á Grímseyj- arsundi eða á Skjálfanda. Hefir jafnan orðið sú raunin á. Umsóknareyðublöð berast ekki ■ til Flateyjar! Fjórtán býli eru nú byggð í Flatey, og eitt hús stendur autt. Væri þar rúmfyrirhúsnæðislausa fjölskyldu. í smíðum eru tvö1 steinhús, komust hús þessi ekki undir þak í haust sökum þess að engan smið var hægt að fá hing- að. Stóð einnig á efni, þar sem ekkert er hægt að fá út nema gegn leyfum, en umsóknareyðu- blöð ekki einu sinni send hingað út, og verða menn að verða sér úti um þau annars staðar, en samgöngur eru ekki þannig, að slíkt sé fljótlegt. í sumar var vígt hér sam- komuhús, sem er eign ungmenna- félagsins Framsókn. Var það byggt á árunum 1946—1947, og öll vinn aframkvæmd af sjálf- boðaliðum og þá hvorki hugað um peninga né hvað klukkan stæði þá og þá. Er hús þetta enn ekki fullgert, en menn gera sér vonir um aðstoð úr sjóði félags- heimila til þess að ljúka verkinu. Ungmennafélag íslands veitti þrjú þúsund króna styrk til byggingarinnar. Aðstaða fyrir síldarsöltun. Atvinna eyjarskeggja er jöfn- um höndum landbúnaður og fiskveiðar. Hafa flest býli kýr og nokkrar kindur. Fjárskipti fóru fram í fyrra haust, svo sem ann- ars staðar í Þingeyjarsýslu. Keypt voru 50 lömb af Vestfjörð- um og hafa þau reynst ágætlega. Unnið hefir verið hér að bættri aðbúð til útgerðar. Bátabryggjan hefir verið lengd, og er bryggjan nú alls orðin 65 metra löng og dýpi við hana 8—10 fet um stór- straumsfjöru á fimmtíu fremstu metrunum. .Hafa þar með skap- ast möguleikar til aukins at- vinnureksturs, og mætti ætla að einhver duglegur síldarsaltandi kynnti sér aðslöðuna hér á kom- andi sumri. Utgerð var ekki mik- il í sumar, meðan margir vinnu- inni. Gerðir voru þó út tveir þil- farsbátar og tvær trillur. Afli var sæmilegur, eða alls um 650 skip- pund, Er nú allur þessi fiskur út- fluttur. Póstferðir falla niður. Samgöngumálin eru erfiðust viðfangs fyrir Flateyinga og valda þeim þyngstum búsifjum. Póst- ferðum var haldið uppi í milli Húsavíkur og Flateyjar af bræðr- unum Arnþóri og Emil Guð- mundssyni. Var átta tonna bátur í þessum ferðum, tvisvar í mán- uði, og að auki flutningaferðir, ef þörf gerðist. Sökum þess hve bát- urinn var gamall orðinn, var hon- um lagt upp í nóvember sl., enda of lítill til ferðanna. Er nú enginn bátur í þessum ferðum og óvíst hvernig úr rætist, þar sem styrk- ui' til slíkra samgangna af opin- berri hálfu er ónógur. Hefir ein póstferð orðið" síðan um áramót og mundu það einhvers staðar þykja lélegar samgöngur, Verður og aðf tejja Jzetta algerlega óvið- unandi, ! einkum þegar þess er gætt, að skip, sem fara í milli Húsavíkur og Akureyrar, fara hér um sundið. Viðurkenna ber þó og þakka lipurð og fyrir- greiðslu skipstjóra og skipshafn- ar Esju, í sambandi við komur skipsins til Flateyjar til þess að taka farþega og flutning. Hafa skipsmenn ætíð brugðist vel við, er til þeirra hefir verið leitað, hið sama má raunar segja um Súð- ina. Væntum við okkur nú góðs af hinum nýju skipum Skipaút- gerðar ríkisins og þess, að þau skip verði látin hafa áætlun hingað. Héðan úr eynni hafa flutt þrjár fjölskyldur á sl. ári, og er það verulegur missir fyrir svo fá- menna byggð. Með bættri að- st.öðu og auknum samgöngum má e. t. v. vænta þess, að menn uni sér hér vel og land og sjór færi öllum ríflega björg í bú.“ Fjölmenni á árs- hátíð Framsóknar- manna Framsóknuarfélag Akureyrar hafði ái-shátíð sína að Hótel KEA sl. laugardagskvöld. Hátíðin hófst með sameiginlegu borðhaldi. — Undir borðum fluttu ræður Mar- teinn Sigurðsson formaður fé- lagsins, Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri, og Eiríkur Sigurðsson kennari. Einsöng sungu Hreinn Pálsson og Kristinn Þorsteinsson og loks var sýnd íslenzk kvik- mynd. Eftir að borð höfðu verið upp tekin var stiginn dans til kl. 2 um nóttina. Á annað hundrað manns sóttu hátíðina. Fór hún hið bezta fram í hvívetna og skemmtu menn sér ágætlega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.