Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 18. febrúar 1948 DAGDR 3 ÍÞRÓTIIR OG ÚTILÍF Drengur skrifar: „Það er slæmt, þegar drengir venja sig á ljótt orðbragð eða skemmdarverk, en verst er þegar þeir hafa sér að leik að kvelja dýrin, sem eru mállaus og geta því ekki kvartað. Það þyrfti að vera til sérheimili og skóli fyrir þá, þar sem reynt væri að uppræta þessa lesti. — En ef þessi börn eru með öðrum börnum, er hætt við að þau skemmi út frá sér.“ „Ætli þeir myndu samt ekki skammast sín, ef þeir væi;u ltlæddir í svártan jakka með hvítu striki á bákinu“. (Sjá síð- asta tölublað. Nokkur benda á háar sektir, flengingar, eða nokkurra tíma töf í steininn o. fl. Ein segir frá því er hún horfði á drengi brjóta ljósaperu — eftir langa mæðu tókst að hitta. Hún segir svo: „Eg held að réttast væri að sýna þessum strákum fram á, hvað það er mikil ómennska að brjóta niður og eyðileggja það sem gert er bæði þeim og öðrum til gagns.“ Onnur byrjar svona: „Mér finnst strákarnir stundum láta alveg hræðilega illa.“ — Úrræði hennar verður: „Eg held það væri bezt að senda verstu strákana í sveitaskóla (heimávistarskóla) “. Sumir drengir leggja til að þeim brotlegu sé komið í sveit — til vinnu — í fámenni — o s. frv., en einn bætir svo við: „-------svo framarlega að sveitirnar kærðu sig um svoleiðis drengi.“ „Mér finnst bezt,“ segir einn, ' „að lögreglan fari með þá heim til þeirra og segði foreldrunum hvað þeir hefðu gert. Svo ætti að banna foreldrunum að leyfa þeim út á kvöldin.“ Það er bent á að rétt væri að láta drengi greiða fyrir skmeddir, og það verulega, en gert er ráð fyrir að fæstir þeirra muni hafa miklya ppninga, „en,“ segir einn, „þeir eiga aftur á móti eitthvað, sem þeim er mjög dýrmætt, eins og t. d. skíði, hjólhest eða annað þess háttar. Væri rétt að láta þá selja þessa hluti til þess að greíða skemmdirnar. Eg álít að þetta sé bezta ráðið til þess að venja þá af slíkum strákapörum.“ ★ Raunverulega virðist mér allt hið helzta koma hér fram: ástandið er mjög alvarlegt og það verður að reyna að bæta það. Þáð fyrsta, sem bent er á til úrbóta, er fræðsla um það, hvað er rétt og rangt, hvað til góðs leiðir og hvað til ills í þessum efnum. Og þessi fræðsla skal helzt veitt af foreldr- um eða öðrum nátengdum og veitt með vingjarnlegum orðum og kærleika. Dugi það ekki, verð- ur að beita öðrum ráðum: láta óknyttapiltana verða sér til háð- ungar, eða láta af hendi eitthvað, sem þeim er kært eða mikilsvert, ef þeir gera sér að leik að skemma og eyðileggja fyrir öðr- um; forða þeim undan freisting- unum með því að koma þeim í fámenni og snúa huga þeirra að nytsömum störfum. Og að koma upp stofnun fyrir þá erfiðustu, þar sem leitast er við að laga hið afskræmda innræti, skapa góðan borgara úr götustrák og prakk- ara. ★ Vissulega er kærleikurinn mestur, vissulega ber okkur að fyrirgefa hver öðrum. En þegar kærleikurinn er forsmáður og fyrirgefningin vanmetin, verður annað að koma til. Sennilega eru sum ákvæði bæjarsamþykktar okkar athugaverð. Reglur ættu ekki að vera mjög margar, og að- eins þær, sem viðkomandi eftir- litsmönnum.er í flestum tilfelluin fært að sjá um að framfylgt sé. — Þær eiga að vera öllum kunnar og öllum heilvita skiljanlegt, að þær miði til góðs. En þeir, sem þrátt fyrir þetta allt, brjóta þær, eiga að bera afleiðingar þeirra brota, ákveðið, opinberlega og undantekningarlaust. Það eitt miðar til góðs, bæði þeim brot- legu og þeim, sem brotið er gegn. Kák og undansláttur er sem olía á eldinn, sem kæfa skal.---- Já, — útilífið hefir margar myndir að sýna. Og sumt af því hættulega, sem hér hefir verið bent á, — eða annað, sem ekki hefir verið nefnt beinlínis, eins og t. d. snjókastið á götum og hvar- vetna, — er í sumra augum sport og íþrótt. Innan vissra takmarka á það líka að vera svo. En það er engum íþróttamanni eða góðum dreng sæmandi að kasta snjókúl- um að óviðbúnu fólki eða varnar- lausu, né heldur að skemma ann- arra eigur með snjó- eða stein- kasti. Slíkir skyldu telja sig flest annað fremur en góða drengi og sanna íþróttamenn. 1. febrúar 1948. Jónas Jónsson. ★ Stórhríðarmótinu var haldið áfram í brekkunni sunnan og neðan við Fálkafell sl. sunnudag. Vegna þíðviðris var færi þolanlegt á hjarninu, en rennslið nokkuð misjafnt hjá þátttakendum. Keppt var í bruni og svigi í A- B,- og C-flokkum. Stúlkurnar eru enn dræmnar að æfa hér, kepptu þarna aðeins þrjár — og þar af tvær úr Ólafsfirði! Pilt- arnir voru bara margir, sérstak- lega í C-flokki! Helztu úrslit voru þessi: Brun kvenna: 1. Unnur B. Árnad. í. G. A. 42.6 sek. 2. Björg Finnbogadóttir K. A. 50.6 sek. 3. Sigurveig Jónsdóttir í. G A. 52. 8sek. Svig kvenna: 1. Unnur B. Árnadóttir í. G. A. 30.4 sek. (samanlagt). 2. Björg Finnbogadóttir K. A. 35.7 sek. 3. Sigurveig Jónsdóttir 41.6 sek. Brun karla, A-fl.: 1. Eggert Steinsen K. A. 96.5 sek. 2. Mikael Jóhanness. Þór 100 sek. 3. Jón Kr. Vilhjálmsson Þór 104.7 sek. Jón fékk víti í fyrri ferð, en náði í síðari ferð langbezta tíma í brautinni: 44.1 sek. B-flokkur: 1. Birgir Sigurðss. Þór 99.7 sek. 2. Baldvin Haraldss. Þór 103.5 sek. 3. Sverrir Valdimarss. í. G. A. 124.6 sek. Birgir kemst í A-fl. að ári, „keyrði“ líka mjög vel. C-flokkur: 1. Herm. Ingimarss. Þór 101.3 sek. 2. Björn Halldórss. Þór 103.6 sek. 3. Halldór Ólafss. K. A. 107.3 sek. Herm. kemst upp í B-fl. Brun karla, A-fl.: 1. Jón Kr. Vilhjálmsson Þór 1.25 mín. 2. Eggert Steinsen K. A. 1.34 mín. 3. Mikael Jóhanness. Þór 1.40 mín. B-flokkur: 1. Magnús Ágústsson M. A. 1.43 mín. 2. Birgir Sigurðss. Þór 1.44 mín. 3. Baldvin Haraldss Þór 1.46 mín. C-flokkur: 1. Þórarinn Guðmundsson M. A. 1.32 mín. 2. Björn Halldórss. Þór 1.36 mín. 3. Albert Þorkelss. K. A. 1.39 mín. Magnús og Þórarinn eru báðir fjölhæfir og snjallir skíðamenn og „eiga fyrir því“ að hækka að ári, Magnús í A-fl., Þórarinn í B-fl., Björn og Albert fara sömuleiðis upp í B-fl. Svigbrautin var hin sama fyrir alla karlaflokka, með 28 hliðum og fallið nálega 140 m. Sömuleiðis fóru allir piltarnir sömu brunbraut. Var hún talin tæplega tveggja km. löng og fall- ið um 350 m. Keppnin fór vel fram undir yfirstjórn dr. Sveins Þórðarsonar, en brautirnar lagði Björgvin Júníusson. Þrátt fyrir góða veðrið voru óhorfendur ekki margir, enda fleira að sjá þennan daginn: skrautbúna riddarafylkingu á ferð um bæinn á völdum eldis- fákum — og „kötturinn (reynd- ar fiðraður!) sleginn úr tunn- unni“ úti á Þórsvelli. Stórhríðarmótinu er lokið. ★ Skautamót er ákveðið um aðra helgi hér frá, ef færi og veður leyfa. Þar er búizt við fjölbreyttri keppni: hlaup, listhluap, dans og íshocky. Skautafélag Akureyrar mun sjá um þetta mót. UTAN ÚR HEIMI: Bréf frá Washington: Á blaðamannafundi hjá Truman Einn af lesendum Dags skrifar frá Washington 1. febrúar: Það hafa verið miklir kuldar hér undanfarið eins og í flestum hlutum Bandaríkjanna. Jörð er alhvít, nema göturnar, en þar hefir umferðin breytt snjónum í krap og óþverra. Mikið ei’ talað um olíuskortinn og fólk er áminnt um að spara olíu til upp- hitunar En lífið gengur sinn vana gang. f þinginu þræta þeir um fjár- hagsáætlun Trumans, Marshall- áætlunina og hjálp til Evrópu. — Republikanar halda því fram, að upphæðin til hjálpar Evrópu sé alltof há, fyrr megi gagn gera. Og þeir fáu Demokratar, sem eru mættir, segja fátt. En Truman er ákveðinn. Á blaðamannafundi nú á dögunum, lýsti hann yfir því, að þessi hjálp til Vestur-Evrópu væri meira en sjálfsögð, hún væri nauðsynleg til þess að varðveita heimsfriðinn. Þegar hann var spurður um upp- hæðina, sagði hann að annað hvort væri að veita alla þá upp- hæð eða ekkert, því að minna mundi ekki ná þeim árangri, sem sótzt væri eftir. Minntizt hann á hin geysilegu útgjöld ófriðarins og að hér væri sízt meiri ástæða til þess að klípa við nögl sér. ★ Truman heldur blaðamanna- fundi sína í vinstri álmu Hvíta hússins. Fjöldi blaðamanna er jafnan viðstaddur og spurningum rignir yfir forsetann, jafnvel fleiri en einni í einu. Truman sjálfur stendur við skrifborð sitt og að baki honum nokkrir ráðu- nautar. Salurinn er hringmynd- aður og standa blaðamennirnir í hálfhring fyrir framan forsetann. Flestir blaðamannanna hafa komið á þessa fundi Trumans um langt skeið, svo að forsetinn þekkir þá orðið og ávarpar stund- um með nafni, en þeir ávarpa hann jafnan sem herra forseta. — Fundirnir standa jafnan yfir um 10—15 mín. og svarar forsetinn öllum spurningum glaðlega og greiðlega, en þegar hann vill ekki eða getur ekki svarað, segir hann það blátt áfram. Á fundinum 30. jan. sl. — en þar átti eg kost að vera — var einn blaðamannanna svo framur, að minnast á ákvörðun Eisen- howers um að draga sig til baka í forsetaframboðinu, en allir vita, að Truman mun hafa orðið manna glaðastur við þá fregn. yar Eisenhower álitinn hættulegasti keppinautur hans, ef hann gæfi sig fram. Þegar Truman var því spurður, hvað hann hefði að segja um þessa ákvörðun Eisenhowers, átti hann bágt með að dylja ánægju sína, hló og sagði að hers- höfðinginn vissi eflaust hvað væri bezt fyrir hann sjálfan, og ef þetta væri í samræmi við það, væri hann, Truman, því sannarlega ekki mótfallinn! ★ Traust manna yfirleitt til Eis- enhowers er geysimikið, og er fjöldi manna, jafnt úr báðum floikkum, á þeirri skoðun, að hann væri allra núlifandi Amer- íkumanna bezt fallinn fyrir þessa geysi ábyrgðarmiklu stöðu. Hers- höfðinginn hefir nú lýst yfir því, að hann muni alls ekki gefa kost á sér, en muni hverfa að hinu nýja starfi sínu, sem forseti Col- umbia háskólans í New York- borg, í vor. Columbia er einn hinna stærri og þekktari háskóla, nemendafjöldinn að jafnaði um 30 þús. Er það geysimikill heiður, sem Eisenhower er sýndur, með því að gera hann að eftirmanni dr. Butler, sem var forseti skól- ans um 40 ára skeið. Og um margt er rabbað og rætt í Washington eins og alls staðar. Dýrtíðin er efst á baugi og það, livað sé hægt að gera, en ekki gert, til að halda henni í skefjum. Meðal kvenþjóðarinnar er það nýja tízkan (The new look), sem situr í öndvegi, en annars er hún nú orðin svo sjálfsögð, að varla er hún nokkur nýjung lengur. Og þegar mér dettur í hug vetur- inn heima og hörkurnar, gæti eg trúað, að síðari kjó.lar og pils yrðu velþegin vara.—- .ö: . ...„S. P. Afskorin blóm koma daglega á markaðinn Ágóðaskyld úttekt í Blómabúð KEA Ný, afskorin blóm,.túlípanar og páskaliljur, eru farin að koma á markaðinn hér aftur, sagði Arn- ór Karlsson, forstöðumaður Blómabúðar KEA, við blaðið í gær. Gerum við okkur vonh’ um að geta fullnægt eftirspurninni eftirleiðis. Arnór skýrði enn- fremur frá því, að öll blóm, kranzar, keramíkvörur og annað það, sem keypt er í blómabúð- inni, væri ágóðaskyld úttekt, þ. e. a. s. að félagsmenn í KEA fá end- urgreiddan arð af viðskiptunum um áramót, eins og af annarri ágóðaskyldri úttekt í kaupfélag- inu. Er blómabúð KEA fyrsta samvinnublómabúðin á landinu. Til nýjungar í þessari starf- semi má og telja það, að blóma- búðin sendir kranza hvert á land sem er. Pantanir þurfa aðeins að berast með sæmilegum fyrir’iara. Þá sér búðin um blómasendingar til manna í Reykjavík. Geta menn hér pantað blómagjafir til út- sendingar í Reykjavík og greitt þær hér Eru að þessu þægindi fyrir héraðsbúa og bæjarmenn. Leiðrétting. í næst síðasta tbl. birtist ritdómur eftir Þorl. Mar- teinsson um Ketil í Engihlíð, skáldsögu eftir Sven Edvin Salje, sem bókaútgáfan Norðri gaf út árið 1946. Fyrir mistök í prent- smiðjunni, féll niður nafn bókar- innar í upphafi greinar, en það er, eins og fyrr segir: Kctill í Engi- hlíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.