Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginu 18. febrúar 1948 DAGUR 5 Gífurlegur munur á lífskjörum almennings I Rúss landi og í öðrum löndum Rússneskur verkamaður verður að vinna marg- falt lengii tíma en stéttarbróðir hans hér á landi, til þess að afla sér helztu lífsnauðsynja ÞAÐ-vakti mikla athylgi seint á s. 1. ári, er Sovétstjórnin inn- kallaði alla rúbluseðla í umferð og afnam skömmtmi á vörum. Sérstaklega þótti rúbluinnköll- unin umtalsverð, því að hún var framkvæmd þannig, að ríkið gerði raunverulega upptækt fé stríðs- gróðamannanna, en í ljós hafði komið, að þeir voru til í Rúss- landi eins og öðrum löndum. fengu þeir ekki nema eina rúblu í skiptum fyrir hverjar þrjár, er þeir skiluðu í banka. Því hefur verið haldið fram í blöðum kommúnista um heim allan, að ráðstafanir Sovétstjórn- arinnar í peningamálunum, 4iafi verið gerðar með hag verka- manna fyrir augum, og að verðlag hafi verið lækkað svo mikið, að hagur þeirra sé mun betri eftir en áður. í blöðum annarra landa hefur því hins vegar verið haldið fram, að Sovétstjórnin hafi átt erf ið dýrtíðarmál við að etja, allt of miklir peningar hafi verið í um- ferð miðað við það neyzluvöru- magn, sem á markaðnum var. Af- leiðingin hafi verið stórkostlegt STOrtamarkaðsverzlun og dýrtíð. Til þess að ráða bót á þessu á- standi, tók Sovétstjórnin það ráð, að taka til sín þá peninga í um- ferð, sem telja mátti fram yfir það, sem eðlilegt var, miðað við framboð vöru. Hún þurfti ekki að leyta samþykkis neins þings eða neinna stétta til þessara ráðstaf- ana, eins og gera þyrfti í lýð- ræðisríkjunum. Hún þurfti held- ur ekki að óttast mótmælaverk- föll og skemmdarstarfsemi stétt- anna. Þarna var að verki öflug einræðisstjórn með geysilegan herafla og fulkomið leynilögreglu kerfi að bakhjarli. Ráðstöfunin var gerð í einni svipan og erlendir fréttamenn telja, að árangurinn sé sá, að ríkið sjálft standi sterk- ara en áður var, en hagur al- mennings hafi sízt batnað. Hver eru kjör rússneskra verkamanna? Það hefur verið ákaflega erfitt að fá áreiðanlegar fregnir af því, hver eru raunveruleg kjör rússn- eskra verkamanna. Sovétstjórnin gerir lítið að því að birta hag- skýrslur eða veita erlendum þjóð um upplýsingar um ástandið. Stföng ritskoðun er í landinu. Ferðalög til útlanda eru bönnuð. Erlend blöð og tímarit sjást ekki. Nýjasta aðferðin til þess að fyr- irbyggja kynni Sovétþegna og er- lendra þjóða, eru lögin, sem banna að giftast annarra þjóða borgurnum. Mun ekkert land i víðri veröld búa við slíka lög- gjöf. En þótt þannig hafi verið erf- itt að vita með nokkrum sanni, hvað raunverulega er að gerazt í Rússlandi, varð peningainnköll- unin og afnám skömmtunarinn- ar þó til þess að varpa nokkru ljósi á innanlandsmálefnin. Þegar skömmtunin var afnumin var aug lýst nýtt verð á vörutegundum, og var þar að finna lækkunina, sem kommúnistar úti um heim bentu á. Fréttamenn Associated Press fréttastofunnar í Moskvu símuðu hið nýja verðlag á ýmsum teg- undum til blaða um víða veröld. Eitt þessara blaða, New York Times, vann úr þessum upplýs- ingum og birti um sl. áramót, mjög eftirtektaverða töflu um raunveruleg lífskjör Sovétverka- manna,- miðað við kjör verka- manna í Bandaríkjunum. Blaðið reiknaði út hve lengi Sovétverka- maðurinn væri að vinna fyrir ýmsum lífsnauðsynjum, t. d. brauði, mjólk o. s. frv., og hversu lengi Bandaríkjamaðurinn væri að afla sér sömu nauðsynja með vinnu sinni Þessi aðferð, að reikna vinnulaunin í vörum, gef- ur allgóða hugmynd um ástandið, þótt ekki segi hún alla söguna. En naumast mun þó unnt að komast nær sannleikanum með þeim upplýsingum, sem fyrir hendi eru, en með því að beita þessari að- ferð. Ótrúlega lág lífskjör. Það var kunnugt, að fimm ára áætlanir Sovétríkjanna voru undirstaða fjárhags- og efnahags- kerfis þeirra, í þessum fimm ára áætlunum hefir megináherzlan verið lögð á að efla þungaiðnað landsins, en neyzluvörur almenn- ings hafa verið látnar sitja á hak- anum. Með þessum hætti hefir ríkið vissulega eflst, og búið sér betri framtíðarmöguleika, en þessu marki hefir ekki verið náð með öðrum hætti en þeim, að við- halda mjög lágum lífskjörum al- mennings, mun lægri en í flest- um löndum Evrópu og margfalt lægri en t. d. á Norðurlöndum og í Vesturheimi. Þótt þetta væri al- kunna, mun almenningi í flestum löndum þó hafa furðað á því, hversu lífskjör verkamanna í Rússlandi eru bágborin miðað við það sem gerizt á Vesturlöndum. Það hefir verið talið ágæti hins „austræna lýðræðis11, að verka- menn tryggðu sér efnahagslegt öryggi undir því skipulagi. En þessu efnahagslega öryggi verð- ur ekki náð, með skipulagi kommúnismans, nema einstakl- ingarnir afsali sér pólitísku frelsi og sjálfstæði. Það sem eftirtekt- arverðast virðist vera í sambandi við hinar nýju upplýsingar um ástandið í Rússlandi er það, að jafnvel þótt verkamenn þar hafi fyrir löngu afsalað sér pólitísku frelsi og öllu því frjálsræði. ein- staklingsins, sem ríkir á Vestur- löndum, er efnaleg afkoma þeirra ákaflega bágborin, langtum bág- bornari en stéttarbræður þeirra í auðvaldslöndunum þurfa að sætta sig við. Upplýsingar New York Times. Tafla sú, er New York Times birti, er byggð á verðlagi því, sem tók gildi í Rússlandi eftir innköll- un peninga og nákvæmustu upp- lýsigum sem hægt var að fá, um launakjör almennra verkamanna. Óþarft er að hafa þessa upp- talningu lengri hér, þótt hún sé miklu ýtarlegri í hinu ameríska blaði. Auðséð er þegar hversu gífurlegur munur er þarna á. Fróðlegt er einnig að gera nokk- urn samanburð á kjörum ís- lenzkra verkamanna, og þeim, sem þarna koma í ljós, bæði í Bandaríkjunum og í Rússlandi. — Þetta er mjög auðvelt og bendir að hið sama og áður er haldið fram, að lífskjör almennings í Rússlandi ,séu alveg ótrúlega bágborin. Ef reiknað er út, hversu lengi íslenzkir verkamenn eru nú að vinna fyrir ýmsum þeim vörutegundum, sem þarna eru nefndar, kemur í ljós, að kjör þeirra eru á allan hátt betri hér, en ; föðurlandi kommúnismans. Til dæmis er íslenzkur verka- maður nú, með 8 kr. 40 au. kaupi á klst., & mínútur að vinna fyrir 1 pd. af rúgbrauði, en stéttarbróð- ir hans í Rússlandi 31 mín., ís- lendingurinn vinnur sér fyrir eins punds franskbrauði á 12 mínútum ,en Rússinn á 1 klst. og 10 mín., nautakjöt hér kostar 1 klst. og 4 mín. vinnu pundið, en 5 klst. og 15 mín. í Rússlandi, mjólkin 13 mín. vinnu ltr., en 1 klst. og 18 mín. í Rússlandi, karl- mannafatnaður 83 klst. vinnu hér, en 178 klst. vinnu í Rússlandi o. s. frv. Kommúnistar munu sjálfsagt kalla þessar upplýsingar lygi og fals, eins og þeirra er vandi. En þá er fyrir þá að afsanna þær með því að birta tölur og stað- reyndir. En slíkar upplýsingar um Rússland er ekki að finna að jafnaði þar. Helzt ef minnst er á að þessi eða þessi iðngreinin hafi framleitt svo og svo mörg millj. kg. einhverri vörutegund. Slíkar upplýsingar, einangraðar, gefa enga hugmynd um ástandið, frekar en myndirnar af rússnesku verkamönnunum, sem þessi blöð eru sífellt að birta, en samkvæmt þeim eru rússneskir verkamenn síhlæjandi og síveifandi blómum. Samkvæmt þeim upplýsingum, Samkvæmt þeim munu laun þeirra vera sem næst 500 rúbl- um á mánuði, miðað.við 48 stunda vinnuviku, eða hver klst. jafn- virði 2 rúblna og 41 kópeka. — Vinnulaun í Bandaríkjunum voru samkvæmt opinberum skýrslum, að meðaltali 1 dollar 23,8 cent á klst. fyrir ófaglærða verkamenn. Verð það, sem reiknað er með í Bandaríkjunum, er meðalverð samkv. opinberum skýrslum, um miðjan desember síðastl. sem hér hafa verið birtar, er óvíst að öllum sé hlátur í hug austur þar. Hosavíkarbréí Húsavík, 3. febr. 1948. Ef einhyér frá Húsavík, eða úr nágrenninu væri spurður ’frétta úr hans byggðarlagi, þá gæti sá hinn sami sagt, og það með sanni, að hér værum við búnir að búa í þrjá mánuði við stór- hríðar og samgönguleysi. Og ekkert hefir ennþá komið fram, sem bendir á það, að breyting til batnaðar sé í nánd. Fyrstu dagana í nóvember skall héi' á hin harðasta vetrar- tíð, með stórhríðum, frosti og fannkyngi. Setti þá strax niður mikinn snjó og urðu allir vegir strax ófærir öllum bifreiðum. Á örfáum dögum hafði vetri konungi tekizt að breiða þykka líkblæju yfir jörðina og binda hvern lítinn læk og hvern syngj- andi streng í sín köldu klaka- bönd. Taldi gamall og greindur bóndi í Aðaldal, að þetta væri meira snjór, en hann myndi, svo snemma vetrar Hinn 13. desember brá til sunnanáttai' með hláku og blíð- viðrum, stóð sá fátækra þerrir í níu daga, leysti þá mikinn snjó af láglendi og urðu vegir, að kalla, akfærir til Mývatnssveitar. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á jóladaginn var komin norð- austan stórviðri, ýmis með fann- komu eða þá bleytu hríðum og rigningum, liggur nú harðfenni og svellalög yfir alla jörð. í fylgd með hörðum vetri var hér líka á ferð hinn mikli sláttu- maður og hefir hann slegið hér bæði stóra og breiða skái'a, og eins og æfinlega, sló allt hvað fyrir var. Hinn 2. janúar sl. and- aðist hér í Húsavík 10 ára dreng- ur, Jósef Jón, sonur hjónanna Huldu Lúðvíksdóttur og Jónasar Hagans, bifreiðarstjóra hjá Kaup- félagi Þingeyinga. Þetta unga og fallega blóm, sem féll fyrir hinni hárbeittu egg sláttumannsins, er nú flutt þangað og gróður sett, þar sem að ljósin lifa og lífið grær. Jósef litli var jarðsunginn 16. s. m. að viðstöddu miklu fjöl- menni. 25. s. m. dó hér í sjúkrahúsinu Skarphéðinn Stefánsson skósmið- ur, eftir að hafa beðið dauða síns með karlmennlegri ró í eitt ár. — Hann var fæddur að Hellulandi í Aðaldal 4. nóvember 1888, var einn af hinum mörgu og mætu Hellulandsbræðrum, sem þar ól- ust upp fyrir og um síðustu alda- mót. Skarphéðinn sálugi var hinn mesti þrekmaður, fjölhæfur verk- maður til hvers, sem hann gekk, góður íþróttamaður í æsku, heil- steyptur og drengur góður. Við fráfall hans er Húsavík einum sæmdarmanninum fátækari. — Hann átti eina dóttur barna, Þór- hildi, sem er gift kona á Akur- eyri. Frá 5. október til janúarloka dóu hér í Húsavík og nágrenni 12 manns, hefir verið minnzt á margt af því fólki bæði í útvarpi og í blöðum. ★ Samgöngur að og frá Húsavík, bæði á sjó og landi, hafa verið með svipuðu sniði og þær voru hér fyrir 25 árum. Landleiðin til Akureyrar lokaðist snemnia í nóvember og ekkert skip frá Eimskipafélagi íslands hefir kom- ið hingað síðan 7. desmeber sl. Esja og Herðubreið hafa komið sína ferðina hvort, það seni af er þessu ári, og eru þá upptalin þau samgöngutæki, sem lagt hafa leið sína til Húsavíkur í 8 vikur. Við hér skiljum ekki hvað því veldur, að skip er sent þessa dagana til Vopnafjarðar og látið snúa þar við og annað er sent aðeins til Akureyrar eftir að hafa legið í Reykjavík í marga daga. Hér bíður nú margt fólk, sem þarf að komast bæði til Akureyrar og Reykjavíkur og sumt af því sjúkl- ingar. Virðist enn sem komið er allar leiðir loliaðar fyrir þessa sjúklinga að leita sér bót meina sinna. MÓÐIR, KONA MEYJA Framhald af 4. síðu. smjöri og mjólkursamlög bænda í landinu munu flest hætt smjör- framleiðslu fyrir alllöngu, t. d. munu mjólkurbúin sunnanlands ekki hafa búið til smjör nú um nokkurra ára skeið. Það er að sjálfsögðu óviðunandi fyrirkomu- lag, að á sama tíma og rjómi fæst í lausalausu og rjómakökur í hverri brauðbúð, skuli smjör vera ófáanlegt í landinu. Blaðið hefur frétt að í undirbúningi sé reglu- gerð hjá ríkisstjórninni, sem bannar rjómasölu. Er þess því að vænta, að brátt greiðist úr smjör- vandræðunum hér um slóðir. Rauðstjörnóttur dráttarhestur mark: biti fr. hægra, stýft og biti fr. vinstra, er í óskilum í Hvammi í Arnarneslireppi. — Eigandi vitji hestsins hið fyrsta og borgi áfallinn kostn- að. Magðalena Sigurgeirsdóttir. Meðalkostn. Bandaríkin Meðalkostn. í vinnust. Vara í vinnust. 31 mín Vítamínauðgað hveitibrauð 7 mín. 1 klst. 10 mín. Heilhveitibrauð 7 lú mín. 1 klst. 19 mín. Hveiti 5 mín. 2 klst. 34 mín. 5V2 mín. 5 klst. 15 mín. 34V2 mín. 1 klst. 36V2 mín. 1 klst. 18 mín. 10 mín. 4 klst. 57 mín. 38 mín. 2 klst. 10 mín. 5 mín. 252 klst. 12 klst. 54 mín. 25 klst. 20 mín. Rússland Vara Rúgbrauð (1 pd.) Hveitibrauð (1 pd.) Hveiti (1 pund) Sykur (1 pd.) Nautakjöt (1 pd.) Nýr fiskur (pd.) Mjólk (ltr.l Egg (dús.) Handsápa 1 stk. Kvenkjóll, ull Karlmannaföt. ullarefni 178 klst. 25 mín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.