Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 18.02.1948, Blaðsíða 8
8 Dagtjr Miðvikudaginn 18. febiúar 1948 Kommúnistar reyndu ánltil Lögðust gegn því, að bærinn lánaði verksmiðj- unni 200 þ ús. kr sem hann þarf ekki að nota fyrr en í haust, í nokkra mánuði Þau tíðindi gerðust á síðasta bæjarstjórnarfundi, að kommún- istar lögðust gegn því, að bærinn veitti Krossanesverksmiðjunni 200 þús. kr. bráðabirgðalán úr togarakaupasjóði bæjarins. — Ástæðan til þess, að verksmiðjan þarf á þessu láni að halda nú, er sú, að enn bíður ailmikið af lýsi útflutnings. Mun það væntanlega fara í marz. Þegar það er greitt, getur verksmiðjan endurgreitt þetta lán. Hér er því um hreina bráða- birgðaráðstöfun að ræða og nauð- synlega fyrirgreiðslu við verk- smiðjuna, sem bænum ber skylda til að hlynna að ,eftir því sem föng eru á. Þótt kommúnistar hafi tvívegis gert sig bera að fjandskap við þennan vei’ksmiðjurekstur bæj- arins, mun mönnum þó hafa komið þessi afstaða þeirra á óvart. Togarinn kemur í fyrsta lagi í október. Allt málski-af þeirra, svo og skrif Verkamannsins, um að tog- arakaupum bæjarins sé stefnt í hættu með þessu láni er mark- leysa ein. Kunnugt er, að Akur- eyri leitaði kaupa á öðrum þeim togara, sem ríkið bætti við hin upphaflegu togarakaup í Bret- landi. Annar þessara togara átti að afgreiðast í júní en hinn í september. Nú er vitað að a. m. k. fjögra mánaða dráttur verður á afgreiðslu skipanna. Fyrra skipið verður því aldrei afgreitt fyrr en í október—nóvember í haust, en hið síðara ekki fyrr en í ársbyrjun 1949. Ennþá er ekki búið að draga um afgreiðsluna í milli kaupenda þessara nýju togara.. Bærinn fær því ekki sitt skipskip fyrr en í fyrsta lagi í október, og eins líklegt er að það dragist fram í janúar—febrúar 1949. Af þessu er augljóst, að 200 þús. kr. bráðabirgðalánið til Ki’ossanessverksmiðjunnar, af fé því, sem bærinn hefir hand- bært til þessara togarakaupa, getur á engan hátt orðið til þess að tefja fyrir því að annar togari komi til bæjarins. Þegar lýsi það, sem Krossanes liggur nú með, er farið, nú á þessu vori, mun verk- smiðjan endurgreiða lánið. Heimskuleg tillaga kommúnista. Hins vegar hefði óþægindi og tjón getað stafað af því, ef ráðum kommúnista hefði verið fylgt í þessu máli. Þeir vildu sem sé láta rafveituna, sem nú á nokk- urt fé handbært, lána verksmiðj- unni Fé það, sem rafveitan hefir nú laust, mun vera ætlað til efn- iskaupa til endurnýjunar á inn- anbæjarkerfinu og hefir safnast fyrir vegna þess að ekki hefir verið hægt að fá efni keypt. Nú mun hins vegar von á því, að leyfisveitingar fyrir þessum efni- vörum fari fram um mánaðamót- in, og þarf þá rafveitan á fé sínu að halda. Lán úr þessum sjóði, þótt ekki sé nema til bráðabirgða, hefði því getað orðið til þess áð torvelda nauðsynlegar endurbæt- ur á innanbæjafkerfinu. Af þessu er ljóst, að tillögur kommúnista hafa sízt verið gerðar með hag bæjarfélagsins fyrir augum, frek- ar en hið pólitíska verkfallsbrölt þeirra á sl. vori, sem torveldaði mjög allan rekstur verksmiðj- unnar í sumar, svo og óhróðurs- skrif j,Verkamannsins“ fyrir skemmstu í sambandi við lýsis- framleiðslu verksmiðjunnar. Það er tilgangslaust fyrir kommún- istamálgagnið að ætla að upp- hefja flokk sinn með svona skrif- um um togaramálið. Það mál hefði aldrei verið leyst með blaðaskrifum einvörðungu, held- ur valt þar mest á því, að fé til kaupanna fengist. Mestan skerf- inn þar lögðu fram þeir menn, sem „Verkamaðurinn" sakar nú um fjandskap við togarakaupin. Það er ekki kunnugt, að .komm- únistar eða fyrirtæki þeirra hafi átt neinn sérstakan þátt í því að nauðsynlegt fjármagn fékkst til þess að kaupa „Kaldbak". Skautafélag Akureyrar heldur aðalfund sinn í íþróttahúsinu, föstudaginn 20 þ. m. kl. 81,4 e. h. Danir ræða Grænlandskröfuna DAGUR 39 ára Hinn 12. febrúar sl. voru 30 ár liðin síðan Dagur hóf göngu sína. Er þetta allhár aldör, ef miðað er við íslenzk blöð og tímarit yfirlcitt. Blaðið hefir ekki náð þessum aldri nema fyrir ötulan og góðan stuðning lesenda í öllum sýslum lands- ins, og þó auðvitað fyrst og fremst með tilstyrk flokks- manna hér í bænum og í ná- grannasýslunum. Blaðið hefir fyrir sitt leyti reynt að hlynna að menningar- og framfara- málum þjóðarinnar almennt í anda samvinnustefnunnar, og þá einkum talið sér skylt að sinna málefnum dreifbýlisins og þessa bæjar og héraðs sér- staklega. Mun það ekki of- mælt, að b’aðið hafi ó 30 ára starfsskeiði sínu átt verulegan þótt í framgangi ýmsra nauð- synjaniála. Á þessum tíma- mótum í sögu blaðsins, nýtur það stuðnings og velvildar fleiri lesenda en nokkru sinni fyrr. Hefir áskrifendatala blaðsins farið jafnt og þétt hækkandi á Iiðnum árum. En meira þarf þó til, ef blaðinu á að auðnast að stækka og eflast verulega frá því, sem nú er. Stefnt er að því, að fjölga út- komudögum og hefja þannig fyrstu sporin að því marki, að koma upp dagblaði í Norð- lendingafjórðungi. Enn er all- Iangt í land að því marki. En með tilstyrk stuðningsmanna blaðsins í öllum stéttum má það e. t. v. takast, áður en langt líður, að hefja sókn að því marki. Til þess þarf blaðið umfram allt fleiri skilvísa áskrifendur. Það væri bezta afmælisgjöfin, sem Degi gæti hlotnast, nú á þessum tíma- mótum í ævi hans, að lesend- ur hans í byggðum landsins ynnu að því að á þessu ári, að útvega blaðinu skilvísa kaup- endur, hver í sinni sveit. Með því leggja þcir hönd að því verki, að gera Dag að áhrifa- miklu tæki í baróttunni fyrir réttlátu, lýðfrjólsu þjóðfélagi. Umræður þær um rétt fslendinga á Grænlandi, sem fram hafa far- ið hér á landi að undanförnu, hafa vakið talsverða athygli og umtal í Danmörku. Nýlega birti eitt Kaupmannahafnarblaðið þessa teikningu af landtöku íslenzka flotans á Grænlandi, eftir skop- teiknarann Storm-Petersen. Skýrmgar eru óþarfar. Dómstólarnir látnir skera m, hvort Landsbankanum er skylt að veita lán til fiskiskipa samkvæmt. lögum ílelgi Benediktsson, útgerðarniaður í Vestmanna- ey jum, segist ætla að f á úr því skorið, hvort f ram- kvæmdastjórn Landsbankans sé bundin lands- lögum eins og aðiir þjóðfélagsþegnar Komið er fyrir dómstólana mál, scm veitt mun verða mikil athygli, enda er um óveniulegt mál að ræða. Framkvæmdastjórn Lands- banka íslands hefir verið kærð fyrir sakadómara og þess farið á leit, að bankastiórunum verði stefnt fyrir lögreglurétt. Það er Helgi Benediktsson, útvegsmaður í Vestinannaeyjum, sem að kærunni stendur, og ástæðan er neitun Landsbankans um stofnlán út á skip hans, Helga Helgason V.E. 343, er hljón af stokkunum á síðastliðnu sumri. Lætur Helgi svo um mælt, að með kæru sinni vilii hann fá „úr því skorið, hvort bankastjórar Landsbankans teljast bundnir af landslögum eins og aðrir bjóðfélagsbegnar.“ Gögn Helga. Helgi Benediktsson hefir látið ljósprenta bréf, sem farið hafa milli hans og nýbyggingarráðs, atvinnumálaráðuneytisins og Landsbankans, varðandi þetta mál, auk kærunnar sjálfrar. Hefir hann sent plögg þessi ýmsum að- ilum, svo sem blöðunum ,ráð- herrum og lagaprófessorum, sem gera má ráð fyrir að fylgjast vilji með gangi málsins, enda málið einstakt í sinni röð. Slíkt mól hefir ekki fyrr komið fyrir ís- lenzka dómstóla. Forsaga málsins. Forsaga þessa máls er sú, að Helgi Benedtktsson útgerðar- maður í Vestmannaeyjum lét byggja í skipasmíðastöð sinni í Eyjum vélskipið Helga Helgason V.E. 343, sem hljóp af stokkum síðastliðið sumar og hóf þá síld- veiðar. Er þetta stærsta skip, sem smíðað hefir verið hér á landi. Oskaði Helgi eftir því, að sér yrði veitt stofnlán út á skipið, sam- kvæmt lögum um stofnlán til sjávarútvegsins, (lög nr. 41 frá 29. apríl 1946), en á því teldi hann sig eiga skýlausan rétt. Helga Benediktssyni var neitað um stofnlánið með skírskotun til samkomulag væri um það milli ríkisstjórnarinnar að lána ekki út á skip smíðuð á íslandi, og fé væri þar að auki ekki fyrir hendi. Helgi véfengir röksemdir bankastjórnarinnar. Hvorug þessara ástæðna telur Helgi, að fái staðizt. Fylgir kæru Helga bréf frá nýbyggingaráði, þar sem sagt er, að samkomulag hafi ekki verið gert milli banka- stjórnarinnar og ríkisstjórnarinn- ar, • svo því sé kunnugt, um að lána ekki út á nein skip byggð á íslandi. Auk þess hafi atvinnu- málaráðuneytið skrifað fjárhags- ráði bréf hinn 11. september, þar sem farið sé fram á það, að ráðið fái því til vegar komið, að Lands- bankinn veiti stofnlán þegar út á v.s. Helga Helgason. En þess hefði ráðuneytið varla farið á leit, ef téð samkomulag bankastjórn- arinnar við ríkisstjórnina um að veita ekki stofnlán út á skip byggð á íslandi, hefði verið til staðar, segir Helgi. Hina afsökun bankans, um að peningar séu ekki til vill Helgi Benediktsson ekki til greina taka. Segir hann svo um hana í kæru sinrý til sakadómara: „Eins og hin ívitnuðu lög bera með sér, þá er veiting stofnlána bundin upp- fyllingu ákveðinna skilyrða, en ekki geðþótta bankastjórnar, og seðlabankanum ber að lána stofn- lánadeildinni 100 milljónir króna, auk annars fjár, sem til stofnlán- anna rennur. Þó er það svo, að samkvæmt reikningi stofnlána- deildarinnar fyrir árið 1946 þá vantar kr. 479.394.19 til þess, að það sé búið að lána út fé það, sem inn hafði komið fyrir seld stofn- lánadeildarbréf, en þá er Lands- bankinn ekki búinn að inna neitt af hendi, af sínu 100 milljóna kr. framlagi, og samkvæmt skýrslu fjárhagsráðs var í ágúst 1947 ekki búið að lána nema lítinn hluta af fjárráðum stofnlánadeildarinnar." Auk þess telur Helgi, að bankinn hafi lánað nokkrar milljónir kr. úr stofnlánadeildinni til annarra þarfa en nýöflunar fiskiskipa, en slíkt hefir verið óheimilt sam- kvæmt reglugero um þetta efni, fyrr en fullnægt hafi verið láns- þörf vegna nýöflunar fiskiskipa, samkvæmt heildaráætlun ný- byggingaráðs. Krafa Helga. • í niðurlagi kæru sinnar krefst Helgi þess, að bankastjórnin verði dæmd, að viðlögðum hæfilegum dagsektum, til að veita stofnlán út á Helga Helgason V.E. 343 og greiða auk þess vaxtatap, er or- sakast hefir vegna synjunarinnar. Auk þess krefst hann þess, að bankastjórarnir verði látnir sæta ábyrgð fyrir að hafa varnað hon- um lögverndaðs réttar og „þann- ig stofnað atvinnurekstri, sem þjóðfélagið hefir veitt sérstök stofnlánaréttindi í stöðvunar- hættu.“ Loks telur Helgi það til sakar- auka, að nefndir aðilar hafa gert þetta í „skjóli trúnaðaraðstöðu, sem hið opinbera hefir veitt þess- um aðilum.“ Málið var í athugun hjá dóms- málaráðuneytinu, þegar síðast fréttist, en hafði ekki verið tekið * fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.