Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Togaraútgerðin frá Akur- eyri og framtíðarmögu- leikar hennar. AGU Fimmta síðan: ; Átök lýðræðisaflanna og kommúnista í Tékkósló- vakíu og atburðirnir þar síðustu dagana. XXXI. árg. Akurcyri, miðvikudaginn 25. febrúar 1948 8. tbl. Þcssi mynd var nýlega sýnd vestanhafs á listasýningu, sem hafði það hlutverk að vekja áhuga manna fyrir hinni alþjóðlegu barnahjálp. Milljónir barna og mæðra í mörgum löndum sctja nú allt sitt traust á hina alþjóðlegu hiálpar- starfscmi. Takist hún ekki cins vel og vonir standn til, bíð- ur það lilutskipti þessara barna, að vcslast upp, ná aldrei fullum þroska eða bíða hungurdauða. Minnist bess að söfn- unin slendur yfir hér á landi nú. Hefiv bú gefið binn skerf? Undirbúin stækkun skógræktar- stöðvarinnar að Kjarna Frá aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga síðastliðinn sunniidag Þingmannanefnd vinnur að framgangi málefna kaupstaða-ráðstefnunnar Engin svör hafa emi borizt frá Eimskip og Fjár- hagsráði - líidegt að gjaldeyris- og siglinga- rnálin komi til meðferðar á Alþingi Skógræktarfélag' Eyfirðinga hélt aðalfund sinn sl. sunnudag. Á fundinum fluttu þeir skýrslur um störf félagsins, Jón Rögn- valdsson ,form., og Ármann Dal- mannsson, starfsmaður félagsins á sl. sumri. Félagið hafði með höndum stofnun skógræktar- stöðvar sinnar í Kjarnalandi við Akureyri. Hófst sáning og gróð- ursetning þar á sl. vori, og í haust var undirbúin talsverð stækkun stöðvarinnar til næsta vors. Alls sá félagið um gróðursetningu um 20000 plantna á sl. ári, þar af um 7000 plöntur í landi skógræktar- stöðvarinnar, afgangurinn var gróðursettur í skógargirðingunni í Vaðlaheiði og í öðrum skóg- ræktargirðingum félagsins. Ur stjórn félagsins áttu að ganga þeir Þorsteinn Þorsteins- son og Jónas Þór. Þoi-steinn var endurkjörinn og Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir í stað Jónasar Þór. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og verður Ár- mann Dalmannsson formaður á þessu ári. Hann mun jafnframt verða starfsmaður félagsins við skógræktina næsta sumar. Félagsmenn eru nú samtals 275 og hafðijreim fjölgað um 25 á ár- inu. Er þetta furðulega lág tala miðað við það mikla þjóðnytja- starf, sem félagið hefir með höndum. Mættu bæjarmenn og héraðsbúar vissulega sýna meiri áhuga fyrir þessum málum en raun ber vitni. í félaginu eru þrír ævifélagar, og gáfu þeir kr. 2600.00 til starfsemi félagsins á árinu og á aðalfundinum bættust við 2 ævifélagar, og greiddi annar 500 kr. en hinn 200 kr. Þá gengu einnig 2 ársfélagar inn á fundin- um. Árgjald til félagsins <>-■ lágt Ágæt sala „Kaldbaks44 Akureyrartogarinn Kaldbakur seldi afla sinn í Bretlandi s. 1. miðvikudag. Aflinn var 4230 kit fiskjar og seldist fyrir 13.925 sterlingspund, sem er ágæt sala og hæsta sala skipsins til þessa. Kaldbakur er væntanlegur hingað frá Bretlandi í dag. BARNAHJÁLPIN: Stórgjöf frá aldraðri konu í gær barst afgreiðslu Dags stór gjöf til barnahjálparinnar frá aldraðri konu í Saurbæjarhreppi. Sendi hún ellistyrk sinn til þessa mannúðarmálefnis, samtals kr. 2200,00 Þessi fórnarlund og höfð- ingsskapur mætti verða öðrum til fyrirmyndar. Kolkrabbi í Eyjafirði? í vikunni, sem leið, rak kol- krabba (smokkfisk) í Dalvík. — Vakti þetta mikla furðu, því að kolkrabba verður ekki vart hér nema á haustin. Ymsir telja þetta benda til þess, að kolkrabbi sé hér í firðinum nú og má vera að reynt verði að athuga það nánar frá Dalvík. Ekkert umiið í stjórnarskrár- nefnd Ennþá miðar hægt að undir- búningi nýrrar stjórnarskrár fyr- ir lýðveldið. Búiza hafði verið við því, að stjórnarskrárnefndin mundi hefja störf fyrir alvöru um nýjárið, en ennþá hefir ekkert verið gert. Hefir nefndin aðeins haldið einn fund. Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra, er formaður nefndarinnar og ber honum að kalla hana saman. Það hlýtur að vekja furðu lands- manna, hversu erfiðlega gengur að fá nefndir þær, sem skipaðar eru til þess að undirbúa stjórn- arskrármálið, til að starfa. Atómsýning hér í næstu viku Atómsýningin, sem haldin hefir verið í Reykjavík að undanförnu, verður opnuð í Gildaskála KEA um helgina og verður sennilega opin næstu viku. — Það er Jör- undur Pálsson teiknari í Reykja- vík, sem hefir komið sýningu þessari á stofn. Hefir hún, svo og kvikmyndasýningar í sambandi við hana, vakið mikla athygli í höfuðstaðnum að undanförnu. Þegar kaupstaðaráðstefnunni um gjakleyris- og siglingamál lauk í Reykjavík í sl. viku, varð nefnd kjörin af ráðstefnunni eftir í höfuðborginni til þess.að fylgj- ast ineð framgangi þeirra álykt- ana, er ráðstefnan hafði gert og veita viðtöku svörum frá Fjár- hagsráði, Yiðskiptanefnd og Eim- skipafélagi íslands við málaleit- unum ráðstefnunnar. Þegar blaðið átti tal við Reykjavík í gær ,voru engin svör komin frá Fjárhagsráði eða Eim- skipafélagi íslands, en ófullnægj- andi svar frá Viðskiptanefnd. Til þess að stuðla að framgangi þeirra málefna, er ráðstefnan hafði á dagskrá sinni, sneri nefndin sér til þingmanna utan af landi úr öllum stjórnmálaflokk- unum og leitaði samstarfs við þá um leiðréttingar á ríkjandi skipu- lagi gjaldeyris- og siglingamál- anna. Var kjörin 8 manna þing- mannanefnd í þessu skyni og mun hún vinna að málunum nú, er fulltrúarnir á kaupstaðaráð- stefnunni hverfa heim. Mun þessi þingmannanefnd flytja málið á Alþingi, fáist ekki viðunandi úr- lausn frá hinum opinberu stofn- unum, sem leitað hefir verið til. Ályktanir ráðstefnunnar. Fundur fulltrúa frá verzlunar- stöðum vestan-, norðan- og aust- anlands telur núverandi tilhög- un á veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa óviðunandi fyrir allflest byggðarlög utan Reykja- víkur. Með núverandi fyrirkomulagi er bersýnilega að því stefnt, að mestöll verzlun landsmanna verði í Reykjavík, eins og var á styrjaldarárunum. Er þegar svo komið, að fjöldi manna í öllum byggðarlögum verður að leita til smásala í Reykjavík um kaup á margs konar nauðsynjavöru, sök- um vöruskorts hjá verzlunum á öðrum verzlunarstöðum. Af framangreindum ástæuðm krefst fundurinn þess, að Fjár- hagsráð komi nú þegar á þeim breytingum á úthlutun inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfa, sem hér fara á eftir. Fáist ekki ótvíræð yfirlýsing Fjárhagsráðs hér að lútandi, skorar fundurinn á Alþingi að breyta lögunum um Fjárhagsráð, innflutningsverzlun og verðlags- eftirlits, frá 5. júní 1947 í sam- ræmi við eftirfarandi tillögur: a) Heildarinnflutningi til lands- ins á skömmtunarvörum og öðr- um venjulegum verzlunarvörum, öðrum en þeim, sem taldar eru hér á eftir, verði skipt niður á landsfjórðunga eftir nánar til- teknum mörkum, í hlutfalli við íbúatölu og þarfir hvers verzlun- arsvæðis. Leyfunum sé úthlutað til verzlana og fyrirtækja bú- settra innan hvers verzlunar- svæðis. b) Heildarinnflutningi til lands- ins á byggingarvörum, verði skipt niður á sömu fjórðungs- svæði í fullu samræmi við fjár- festingarleyfi Fjárhagsráðs og syeitai-stjórna á hverju svæði. c) Heildarinnflutningi á út- gerðarvörum skal úthlutað til fjórðungssvæðanna í hlutfalli við skipastól og útgerðarrekstur hvers svæðis. d) Heildarinnflutningi á efni- vörum til iðnaðar skal skipt nið- ur á fjórðungssvæðin og úthlutað til verksmiðju- og iðnaðarfyrir- tækja í hlutfalli við verksmiðju- og iðnaðarrekstur á fjórðungs- svæðunum. Þó skal tekið tillit til afkastagetu og möguleika fyrir- tækjanna til hagkvæmrar og ódýrrar framleiðslu. Skulu iðnfyrirtækin skipta framleiðslu sinni milli landshluta eftir fyrirmælum Viðskipta- nefndar, hlutfallslega eftir þörf- um hvers svæðis. Ályktana ráðstefnunnar um gjaldeyris- og siglingamál verður síðar getið. iMuoið bamahjálpina! \ Söfnun til hinnar alþjóðlcgu \ barnahjálpar er fyrir nokkru I hafin hér í bænum. Er fégjöf- 2 um vcitt móttaka hjá blöðun- $ um og á skrifstofum Kaupfé- J Iags Eyfirðinga. Hefir þegar 2 safnast nokkuð fé, en þó ekki ' nenia brot af því, sein vænta > má að safnist hér í bænum s og héraðinu. Þeir, scm ætla að 2 Ieggja eitthvað af mörkum t ættu að koma gjöfum sínum i scm fyrst á framfæri. Fatn- ; aðargjafir eru cinnig vel þegn- ; ar. Fötin þurfa að vera hrein og hcil. Er þeim veitt móttaka ; í vefnaðarvörudeild KEÁ. Að- alstöfnunardagurinn er 29. fe- brúar. Verður þá farið fram á I; að menn gefi scm svarar dag- ! kaupi sínu til þcssa mikla mannúðarmálefnis. Væntan- lega ver'ður þá einnig ýmislegt 2 gert til þess að hvetja menn til 2 þcss að leggja fram sinn skerf. 2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.