Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 25. febrúar 1948 Loforð nýsköpunarstjómarinnar og efndir SUNNAN FRA SUNDUM ★ ★ Sveinn Suðrœni skrifar úr Rvík. Þann 21. okt. 1944 myndaði Ól- afur Thors ríkisstjórn ásamt full- trúum frá Alþýðuflokknum og kommúnistum. Aðalatriði stjórn- arsáttmálans, sem þá var gerður, voru þessi: 1. Að taka 300 millj. kr. af er- lendum innstæðum bankanna til nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar. 2. Að Alþingi samþykki ný launalög fyrir starfsmenn rík- isins, og skyldi þar gengið til móts við óskir starfsmanna- sambands ríkis og bæja. 3. Að Alþingi setji tryggingar- löggjöf, eins og hún er full- komnust hjá öðrum þjóðum. 4. Að tryggður verði vinnufrið- ur í landinu. 5. Að stjórnarskráin sltyldi end- urskoðuð svo fljótt, að hún lægi fyrir til fullnaðarsam- þykktar á fyrsta Alþingi, að afstöðnum kosningum. Eink- um skyldi þar lögð áherzla á jafnan kosningarétt fyrir alla þegna þjóðfélagsins, félagslegt öryggi og trygging atvinnu fyrir alla. í framhaldi af stjórnarsáttmál- anum var haldið uppi margvís- legum skrumauglýsingum um ágæti hans. Stefna hans átti að breyta lífskjörum þjóðarinnar um langa framtíð. f þeim áróðri var óspart vitnað til innstæðnanna erlendis, hartnær 600 millj. kr., sem umbreyta átti atvinnulífinu á skömmum tíma. Var málið oft túlkað á þann veg, að ekki varð annað skilið en að ríkið ætti þetta fé og gæti ráðstafað því að vild sinni. í stefnu stjórnarinnar, eins og hún kom fram í sáttmálanum, var engin viðleitni sýnd til þess að stöðva verðbólguna, og hafði þó enginn farið um hana harðari orðum né lýst átakanlegar háskalegum afleiðingum hennar en Ólafur Thors. Kauphækkunarskrúfan var sett af stað, með auknum hraða. Fyrst var kaupið hækkað hjá prenturum og járnsmiðum, síðan gerð „samræming kaupgjalds“ víðs vegar um landið, sem yfir- leitt varð í framkvæmdinni 20% grunnkaupshækkun. Allir stjórn- málaflokkarnir fengu nokkuð. Kommúnistar fengu að halda áfram kaupkröfum sínum gegn atvinnuvegum landsins. Alþýðu- flokkurinn fékk launalög og al- mannatryggingar, og Sjálfstæðis- flokkurinn fékk næði handa heildsölum og öðrum stríðsgróða- mönnum, til þess að raka að sér stórfé á kostnað alþjóðar með því að ráða í verzlunar- og skatta- málum. Viðvaranir Framsóknarflokks- ins í gjaldeyris- og fjármálum voru nefndar hrakspár og hrun- stefnusöngur. Ásamt Framsókn- arflokknum gerðust í upphafi 5 þingmenn Sjálfstæðisflokksins stjórnarandstæðingar. Tveir þeirra, Gísli Svuinsson og Pétur Ottesen, skrifuðu kjósendum sínum allskorinorð bréf, þar sem reir gera grein fyrir afstöðu sinni til Ólafs Thors og kommún- ista. Gísli Sveinsson orðað það svo m. a., „að þetta stjórnar- myndunartiltæki meiri hluta Sjálfstæðisflokksins er hrein kollsteypa í stefnu og starfi flokksins, hverníg sem það kann að verða gyllt af hlutaðeigandi í áróðri og blöðum“. Pétur Ottesen segir um nýsköpunina: „Hvað gagnar að kaupa mikið af nýjum skipum, ef kostnaðurinn við að afla fisksins á þessum nýju skip- um, vegna dýrtíðar, kaupgjalds o. fl., er svo mikill, miðað við mark- aðsverð erlendis, að útgerðin er rekin með stórtapi? Að hverju gagni kæmi það bændum, þótt þeir fengju nýtízku vélar, ef bú- rekstur þeirra baeri sig ekki, þ. e. framleiðslukostnaður reyndist of mikill miðað við markaðsverð, þrátt fyrir nýjustu tækni?“ Framsóknarmönnum og fimm- menningunum var það fullljóst, að tx-yggja yrði grunninn undir nýsköpuninni, áður en yfii-bygg- ingin vær'i reist. Sumir fimm- mennniganna ultu að vísu síðar út af hinni réttu línu, og varð hlutur þeirra því ekki stói-mann- legur. Þegar stjórnin hafði sétið tVö ár, baðst hún lausnar. Látið var í veðri vaka, að flugvallarsamn- ingui-inn við Bandai’íkin væri á- stæðan fyrir lausnarbeiðninni. Sjálfstæðismenn jxóttust þá ekkí geta hcþdið áfram að stjórna ný- sköpuninni án kommúnista. Hitf var þó sörinu nær, að þegar gjald- eyriririn "var þrotinn, ríkissjóður févana, dýrtíðin ört vaxandi og ískyggilegar markaðshorfur er- lendis, var ekkert samkomulag um leiðir út úr þeim ógöngum, er verðbólgustefna stjóx-narinnar hafði komið málum þjóðarinnar í. Þess vegna var tekið það gamla ,og einfalda ráð, þegar á bjátar, að gefast upp og varpa allri á- byrgð frá sér og reyna að koma henni yfir á aðra. Ný stjórn vai’ð ekki mynduð fyrr en 4. febrúar 1947, og ber því fyri’verandi stjórn ábyi-gð á ölluin stjórnar- athöfnum til þess tíma. En af- leiðingar af stefnu fyrrv. stjórn- ar verða raunar ekki miðaðar við ákveðinn mánaðardag. Þær vara um ófyrirsjáanlega langan tíma. Eins og kunnugt er, ríkti ár- gæzka til lands og sjávar þau ár, sem fyrrv. stjórn fór með völd. Þó að síldai-afli væri í-ýr, seldust útflutningsvörur yfixieitt fyrir hæsta vei’ð, sem þekkst hefur. Möguleikar voru því ákjósanlegir fyrir stjói’n, sem hefði í senn ver- ið umbótasinnuð og í’áðdeildar- söm. Slík stjói-n hefði búið at- vinnuvegunum hin beztu skilyrði til frambúðar með skynsamlegri notkun gjaldeyris og unnið að samkeppnisfæru framleiðslu- vei’ði á erlendum markaði. ,En allt stefndi þetta í öfuga átt. Er- lendum gjaldeyi’i, spai’ifé og vinriuafli var sóað í meira og minna skipulagslaust fálm með orðið „nýsköpun“ á vörunum. Stjórnin lofaði miklu í upp- hafi, en hvað hefur orðið um efndirnar? Á rúmum tveimur árum eyddi stjórnin nær 1300 millj. kr. gjald- cyri, af því fór aðeins tæpur V\ til nýsköpunar eða til kaupa á atvinnutækjum, hitt allt til dag- legrar eyðslu. Togarakaup stjórn- arinnar tókust þannig, að þeir urðu um Vs dýrari, en ef einstak- lingar hefðu fengið að kaupa þá sjálfir. Engum atvinnuvegi var lofað eins miklu og sjávarútveg- inum. Efndirnar urðu þær, að þegar nýsköpunarstjórnin gafst upp, varð Alþingi að taka ábyrgð á allri framleiðslu sjávarútvegs- ins og hækka fiskverðið um 30%, til þess að koma í veg fyrir að allir bátar væru bundnir í höfn á vetrarvertíð. Með launalögunum áttu skyld- ur opinberra starfsmanna að aukast og eftirvinna og auka- vinna að hvei’fa. Allt hefur þetta farið á annan veg. Aukavinna var greidd meira en nokkru sinni áður við flestar ílkisstofnanir og kostaði of fjár. Hjá einni ríkis- stofnun í Reykjavík, þar sem stjórn er þó talin í beti’a lagi, námu fjarvistir starfsmanna á einu ári 4800 dögum. Jafngildir það, að 16 menn hafi vantað til vinnu allt árið. Aukavinna ein- stakra manna komst yfir 20 þús. kr. á ári. Frá tryggingarlögunum var svo gengið, að _ fjárhag , margra; sveitafélaga og atvinnurekenda er ofboðið, svo að þeir fá ekki undir risið, enda streyma til Tryggingarstofnunarinnar kröfur um breytingar á lögunum. Fi’am- sóknarflokkurinn sætti miklu á- mæli fyrir það að vera ekki skil- yi’ðislaust með lögunum eins og frá þeim var gengið. Hann taldi að skapa yrði tryggingunum traustari fjái’hagsgrundvöll. Verkföll voru mörg og sum löng eins og sjómannavei’kfallið 1945, sem stóð í tæpa tvo mán- uði, Dagsbrúnax’verkfall í viku, Sandgerðisverkfall í byrjun ver- tíðar í þrjár vikur og þannig mætti lengi telja. Algengai’a var þó, að vei’kföll voru auglýst, en samið um hækkun, áður en til 'verkfalla kom. Því fór þess ‘vegna fjarri, að fyri’V. stjórn tryggði „vinnu- frið“, eins og hún lofaði. Loforðið um fljóta endui’skoð- un stjórnarskrárinnar snerist upp í reglulegt hneyksli, þar sem henni var ólokið, þegar stjói-nin hi-ökklaðist frá völdum Því fer fjarri að þessi talning á loforðum og vanefndum fyrrv. stjórnar sé tæmandi, því að þar er af nógu .að taka. En þetta verður að nægja í bráð. ALLIR EITT Dansleikur að Hótel Norð- urland föstudaginn 27. þ. ni. Helst kl. 9 e. 1). Þar senr við liöfum nú y - ir meira lnisrúmi að ráða én að undanförnu, ef lélög- um heimilt að taka með sér gesti að þessu sinni. — Hljómsveit Óskars Osbergs leikur. STJÓRNIN. Heldur verður að teljast tíð- indalítið hér syðra þessa dagana. Má vera, að þar valdi nokkru um, hversu miklir og margir atburðir gerðust hér um jól og nýjár, og séu síðan ekki þeir atburðir með tíðindum taldir, er áður þóttu frétlaverðir. Síldin dvelur enn um kyrrt í Hvalfii’ðinum, að öðru leyti en því, að lítill hluti hennar flytzt til Reykjavíkur, og þó sennilega nauðugur. og er hún ekki lengur fx’éttnæm álitin. Má xó kalla tíðindum sæta, að nokk- ur skuli flytjast nauðugur til Reykjavíkur. — Flotverksmiðjan virðist komin á góðan rekspöl. — Skíðamennirnir eru komnir frá Sviss, hvar þeir, að sumra manna áliti, hefðu mátt komast á betri rekspöl, og er það nú helzta huggunin, að hvorki skyldu þeir brjóta bein sín þar né bei’a, — og er það auðvitað huggun. Kjarn- orkusýningin, sem hefir staðið al- menningi hér opin að undanförnu, og þykir næsta fróðleg og jafnvel furðuleg, er á leiðinni til Akur- eyrar. Fjalakötturinn hefir innan skamms frumsýningu á nýju leikriti, er nefnist „Græna lyft- an“ og hefir vei’ið sýnt í Kaup- mannahöfn við langa og fádæma góða aðsókn, og er þetta gaman- leikur. Alfreð Andrésson, hinn góðkunni skopleikari, sem fyrir skömmu er kominn úr ársdvöl í Danmöi’ku, leikur aðalhlutveikið. Hann mun og innan skamms efna til sjálfstæðraf skemmtunar hér í Reykjavík með gamanvísnaflutn- ingi og fleiru, og þai’f ekki að ef- ast um að hann hljóti góða að- sókn. Það sem einna mestum tíðind- um hefir þótt sæta hér þessa dag- ana, er ef til vill það, að til um- tals hefir komið, að gerðar yrðu nokkrar verulegar breytingar á húsaleigulögunum, og þannig, að vald húseigenda til þess að segja leigjendum upp húsnæði, mundi xá stórum aukið. Enginn veit enn hvort úr þessu verður, en margt er rætt um hvaða breytingum slíkt mundi valda í húsnæðismál- um. Eru leigjendur nokkrum ugg slegnir, ef þetta kemst í fram- kvæmd, hafa margir illa reynslu af hlýðni, eða öllu heldur óhlýðni húseigenda við ákvæði húsaleigu- laga, og telja, að þeir muni snúa hverri frelsisaukningu til verri vegar, og er þeim það auðvitað vorkunn. Húsnæðisskortur er hér sízt minni nú, en á undanförnum árum, að því undanteknu, að ein- staklingsherbergi hafa verið hér fáanleg í haust og framan af vetri. Ekki mun leiguokrið hafa farið neitt minnkandi, svo að- orð sé á gerandi, og það, sem það kann að hafa rénað, mun þá mega rekja til þeirrar orsakar, að leigubiðj- endur hafa ekki sömu peningai’áð til fyrirframgreiðslu og þeir höfðu á veltiárunum. Flcstum mun kunnugt, jafnvel þeim, sem fjarri Reykjavík búa, og aldrei hafa hingað komið, að úthverfi nokkur, sum næsta fjöl- byggð, hafa risið upp í nánd við sjálfa aðalborgina. í Kleppsholt- inu svonefnda, inn við Sundin, er nú risinn boi’gai’hluti, er telur hartnær fimm þúsundir íbúa, en xar mun hafa búið í mesta lagi 40—50 manns í ófriðai’byi’jun. Er xarna þurrt og að ýmsu leyti hentugt bæjai-stæði í jöðrum holtsins og útsýn yfir Sundin og til Viðeyjar og Esjunnar hið feg- ursta. En fögur útsýn er engum ein- hlít byggðabót nú á tímum og telja úthverfabúar sig afskipta mörgum þeim þægindum, er þeir njóta, sem í aðalboi-ginni búa. Einkum þykir þeim bagi að síma- leysi, og sömuleiðis illa séð fyrir bi-unavöx-num og skjótu sambandi við brunalið borgarinnar, beri eldsvoða að höndum. Hafa þeir nú hafið sókn á hendur ráða- mönnum bæjai’ins og ki’efjast úr- bóta. Ein eru þó þau þægindi miðborgarbúa, sem hvei’fisbyggj- ar minnast ekki á í kröfum sín- um. Það er hitaveitan. Virðist svo, sem reynsla sú, er hún hefir gefið í kuldunum á þessum vetri, sé slík, að ekki telji hvei’fisbyggjar þau þægindi eftirsóknarvei’ð. Á bókkaynningu Helgafells síð- astliðinn sunnudag, las Halldór Kiljan Laxness kafla úr skáld- sögu eftir sig, er koma mun út innan skamms. Er þarna á ferð- inni nútíma skáldsaga, er tekur Reykjavíkurlífið til meðfei’ðar, og mun mörgum leika forvitni á að kynnast því, séðu í gegnum gler- augu Kiljans. Af kafla þeim, sem Kiljan las upp, vei’ður ekki mikið um söguna sjálfa ráðið, annað en það, að hún mun skrifuð á ómengaðri Kiljönsku, hvað sumir munu telja hennar mikla kost, en aðrir sennilega dæma hana skemmtilegt og snjallt vei’k, þrátt fyrir það. Annars er að sumu leyti líkt um Kiljan og Kjarval að segja: — Þá mundi hann koma mönnum mest á óvart, ef hann kæmi þeim ekki á óvart. Og það er eg viss um, að töluvert verður um skáldsögu þessa deilt, þegar þar að kemur, enda virðist höf- undurinn lítið gera, til þess að koma í veg fyrir það. Sveinn Suðræni. Út um livippinn og hvappinn United Press fréttastofan hefir birt fregn um að íslendingar hafi samið um kaup á lýsistunnustáli í Bandaríkjunum. í sömu fi’egnum er sagt, að samningar um sölu þorskalýsis frá íslandi til Banda- ríkjanna standi yfir. ★ í fregnum er nú sagt daglega frá kröfum Argentínumanna og Chilebúa til nokkuiTa af Falk- landseyjum, sem lotið hafa brezku krúnunni í meira en 100 ár. Brezk blöð skýi’a frá því, að aðalástæðan til þessa áhuga fyrir Falklandseyjunum sé sú, að oi’ð- rómur sé uppi um að úraníum hafi fundist þar í jörðu, en úraní- um er, sem kunnugt er, það efni, sem notað er við atomsprengju- framleiðslu. ★ Danska flugfélagið DDL býður út 25 millj. kr. lán um þessar mundir, og ábyrgist danska ríkið skuldabréfin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.