Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 25.02.1948, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 25. febniar 1948 Stökkkeppnin á Olympíuleikmumi í St. Moritz þ. 7. febrúar 1948 Norðmenn báru af, áttu 1., 2. og 3. mann. — Jónas Ásgeirsson varð 37. af 49 keppendum Hermann Stefánsson, íþrótta- kennari, sem var þjálfari íslenzku skíðamannanna í St. Moritz, er nýkominn til bæjarins frá Sviss. Hann hefir góðfúslega ritað efir- farandi frásögn af stökkkeppn- inni þar, fyrir Dag. Daginn fyrir keppnina er glampandi sóslkin og menn því vongóðir um veðurhorfur. En þegar litið var út um gluggann, í birtingu á laugardag, er skyggni slæmt vegna muggu. Almennt er álitið að framkvæmdanefnd leik- anna muni reyna að fylga áætlun og að stökkið verði látið fara fram, þrátt fyrir snjókomuna. — Fólkið tekur að streyma inn að stökkbraut, flestir gangandi, en aðrir í bílum eða sleðum. Skipu- lag er yfirleitt ekki sérstaklega gott og hefjast keppnir allt að klukkustund eftir auglýstan tíma. Útskýrði eg það þannig fyr- ir sjálfum mér, að Svisslendingar séu búnir að fá sig fullsadda af skipulagi og stundvísi og kæri sig því ekki að svo stöddu. — Brautir allar eru í raun og veru tilbúnar mörgum dögum fyrir keppni og æfa keppendur sig í þeim fullmerktum, t. d. bæði 18 og 50 km. göngubrautúm. Hér er þó undantekning með svigið, menn æfa sig í brekkunni, en ekki brautinni. Sigmund Ruud er sér um stökkbrautina hefir hana að vanda í ágætu standi. Hún er jöfn, vel troðin, en þó ekki of hörð. Greninálum er stráð á und- irbrautir til þess að garparnir sjái betur lendingu. Norðmenn mæta til leikanna með 8 spesial-stökk- menn, sem allir eru mjög líkir. Það er því mikill vandi að velja aðeins 4 til þátttöku, en hver þjóð fær ekki að senda fleiri. Áður en stökkin hefjast er til- kynnt breyting á leikskránni. Birgir Ruud á að stökkva í stað Georgs Trane. Áhorfendur láta í ljósi gleði sína yfir því að fá sjá Birgir, en hvort sigurvegarinn frá Holmenkollen 1947 Georg Trane, Schjelderup, Hugstad eða Ás- björn Rudd eiga að víkja fyrir Birgi er álitamál. 49 keppendur stökkva umferð,ina á 34 mínút- um, eða helmingi lengri tíma en venja er á Holmenkollen (þar stökkva 3 á mínútu). Norðmenn virðást vera í nokkurri hættu eftir umferðina. 8 keppendur hafa stokkið lengra en þeir. Ber Gjafir til finnskra barna Þeir krakkar og unglingar hér í bænum, sem í fyrra sendu fá- tækum börnum í Ábo í Finnlandi gjafapakka, geta gert það enn. — Fengizt hefir leyfi til að senda 50 gjafpakka. Innihaldið sé úr ís- lenzkri ull og pakkinn ekki yfir Vz kg. Skrifað sé utan á: Sent með leyfi Viðskiptamálaráðu- neytisins. Ö. S. þar mest á bræðrunum Matti og Aatto Pietkainen frá Finnlandi, sem stökkva 69.5 og 69.0 metra, eða 4 og 4.5 m. lengra en Hug- stad, sem stökk lengst af Norð- mönnum, 65 m. Þá er Gordon, U. S. A., skæður með 68 m. Fimm stÖkkdómarar eru að starfi. Hæstu og lægstu einkunn er sleppt, hinar þrjár látnar gilda. Stíleinkunnir eru kallaðar upp jafnóðum. Norðmennirnir fá hátt í stíl. Stökklag þeirra er fegurra en annarra, sérstaklega hið rólega svif, þröngskreiður en jafn skíða- burður og öryggi í lendingu. Logn er á, en muggan háir nokk- uð. Finnarnir stökkva langt og vel. Lending þeirra er ljómandii, mjúk og hnitmiðuð. Þeir eru bjartir yfirlitum og léttilegir. Einn þeirra skekkist í spyrnu, þannig, að ekki verður annað séð en hann lendi á hliðinni, en hin- um norræna sveini bregður hvergi, réttir sig á fluginu og lýkur stökkinu með prýði. Eg heyrði norska íþróttalækninn segja að fyrir þetta frábæra afrek bæri að gefa 20 stig. Þarna blakti íslenzki fáninn lengst til vinstri. Jónas stekkur 57 metra, stíll 12, 13i/2, 13V2. Und- irbrautin er troðin milli umferða. Áhorfendur berja sér. Hestar sem standa fyrir skrautsleðum hrista sig, en mjöllin hrynur af höfuðskarti þeirra og bjöllurnar glymja. Sölumenn bjóða heitar pylsur. Seinni umferð hefst. Birgir bætir við sig 3 m., stekk- ur nú 67, stíll 19, 19J/2, 19Vz- Schjelderup eykur einnig stökk- lengdina um 3 m., í 67, stíll 19 hjá öllum dómurunum. Hugstad bæt- ir 5 m. við, fer nú 70 m. lengsta staðið stökk mótsins, stíll 19, 19, 19!/2. Júgóslavinn Polda stekkur 71 m., en dettur. Ásbjörn Ruud fær 7. sæti, stökk 58 í fyrri umferð. Svo koma hin endanlegu úrslit: 1. Hugstad, Noregur, 228.1 stig. 2. B. Ruud, Noregur, 226.6 stig. 3. Schjelderup, Noregur, 225.1 st. 4. Pietkainen, Finnl., 224.6 stig. 5. Wren Gordon, USA, 222.8 stig. 6. Laakso, Finnland, 221.7 stig. Alls taka 49 menn þátt í speci- al-stökkkeppninni. Jónas stekk- ur 59 i/ó m., seinni umferð, stíll I2V2, 13, 13, og fær út 179.8 stig. Hann er nr. 37, hefir staðið bæði stökkin, sigrað 12 af keppendum eða 1/4 þeirra. Styttzta staðið stökk í keppninni er 41 Vz m. og lengsta 70 m. 14 þjóðir eiga fulltrúa í skíða- stökkinu. Fyrsta menn hverrar þjóðar hljóta þessi sæti: Noregur 1. — Finnland 4. — USA 5. — Sviss 9. — Svíþjóð 11. — Tékkó- slóvakía 16. — ítalía 18. — Aust- urríki 19. — Frakkland 22. — Júgóslavía 23. — Pólland 27. — Ungverjaland 34. — ísland 37. — Canada 39. Hér hefi eg dregið hlutina fram eins og þeir liggja fyrir til þess Beið ósigur Eftir 15 ára feril sem forsæt- isráðherra Eire, beið Eamon de Va1e r a ó s i g u r í þingkosning um nú fyrir skemms t u. — Flokkur hans Fianna |f|ff| F a i 1 hlaut ekki hreip- an m e i r i- hluta íþingi, svo sem áð- ur var. Aðr- i r flokkar sameinuðust gegn de Valera og fólu John Costello, foringja Fianna Gael-flokksins, að mynda stjórn. Tókst honum stjórnarmyndunin og er de Valera þar með horfinn af stjórnmálasviðinu í bráðina a. m. k. Það mun hafa orðið de Valera til falls, að þótt írar hafi jafnan búið við lýðræðis- skipulag hið ytra, hefir mátt með nokkrum sanni segja, að de Valera hafi, í gegnum hinn trausta meirihluta sinn á þingi og sterku yfirráð í flokknum, haft einræðisvald í landinu. Stjórnmálayfirlýsing Framsóknarflokksins: NauðsynEeg! ao auka vald hérað- anna með nýrri sfjórnarskrá Framkvæmd dýrtíðarlaganna ög undirbúningur frekari ráðstafana verkefni komandi tíma Aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins Iauk í Reykjavík sl. laugardag. Á fundinum fór fram kjör formanns og ritara flokksins, svo og kjör blaðstjórn- ar Tímans, og voru allir endur- kjörnir. Fundurinn samþykkti ýtarlega stjórnmálayfirlýsingu, svo og ýmsar ályktanir um störf flokksins og framtíðarverkefni. Yfirlýsingin er ýtarleg og hef- ir hún ekki borizt hingað í heilu lagi ennþá, en í niðurlagi hennar eru aðalatriðin dregin saman í stuttu máli. Segir þar svo: Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins telur eftirfarandi verkefni meðal þeirra, sem mest eru aðkallandi: 1. Að tryggja framkvæmd dýr- tíðarlöggjafarinnar og undirbúa frekari ráðstafanir. 2. Að framkvæma hiklaust þá stefnu, að eyða ekki meiru en Unníð að því að ryðja Öxnadalsheiði Snjókoma í gær torveldaði verkið. — Jeppafæri sæmilegt yfir Vaðlaheiði Unnið hefir verið að því að undanförnu, með snjóýtum vega- gerðar ríkisins, að opna Oxna- dalsheiðarveg fyrir bifreiðar. Hafði verkið sótzt svo vel í fyrra- dag, að gert var ráð fyrir að póst- bílar að sunnan mundu komast yfir heiðina og alla leið hingað í gærkveldi. En síðdegis í gær, er ruðningi var að mestu lokið, tók að snjóa á heiðinni, og töldu þeir, sem þarna unnu, veginn ófæran aftur. Var því hætt við að láta póstbílana fara heiðina. Starfs- menn vegamálastjórnarinnar bíða uppstyttu í Bakkaseli, og munu halda verkinu áfram strax og fært þykir. Haldist núverandi þýðviðri , má búast við því, að vegarsambandið suður opnist nú alveg næstu daga. að hægt sé að gera sér nokkra grein fyrir því hvar við stöndum í þessari íþrótt. Skemmtilegur náungi hefir skrifað að við mundum reyna að reikna okkur einhverja sigra og það hefi eg nú gert tilraun til. Jónas sigraði 1/4 af keppinautum sínum eins og framanskráð sýnir. Það var ekki lakara en við mátti búast. Flestir keppendur á Olympíuleikum gera varla annað en æfa íþrótt sína og fara stað úr stað og land úr landi og keppa flesta sunnu- daga allan veturinn. Eg verð því að segja að árangurinn í stökk inu var betri en efni stóðu til og víst er um það, að leiðin til Róm ar liggur ekki á snið við keppn iseldana, heldur beint í gegnum þá. Við skulum reyna okkur við aðrar þjóðir, læra af reynslunni og sjá hvað setur. aflað er í gjaldeyri og af opinberu fé og gera öflugar ráðstafanir til þess að minnka óþarfa eyðslu. 3. Að endurskoða allan ríkis- reksturinn og útgjaldalöggjöf síð- ustu ára með það fyrir augum að rétta við fjárhag ríkisins og tryggja alhliða framfarir. 4. Að gera ráðstafanir til að ná tökum á hinu lausa fjármagni í landinu til stofnlána fyrir land- búnaðinn, sjávarútveginn, iðnað- inn og til annarra aðkallandi framkvæmda. 5. Að koma nýrri skipan á verzlunarmálin, þannig, að valdið yfir innflutningnum sé fært til neytendanna og þannig tryggð samkeppni í verzluninni og eðli- legur réttur allra landsmanna til þess að hafa jafnan aðgang að innfluttum nauðsynjavörum. 6. Að finna nýjan grundvöll undir tekjuskiptinguna í landinu sem sérstaklega sé miðuð við það að tekjur manna séu í sem rétt- ustu hlutfalli við þjóðartekjurn- ar og hlutur þeirra, sem vinna að framleiðslunni sé betur tryggður en nú er. 7. Að setja landinu nýja stjórn- arskrá og hraða sem mest undir- búningi málsins. Verði megin- áherzlan lögð á það, að ákvæði hinna nýju stjórnskipunarlaga um æðsta valdið, skipan Alþingis og kjör til þess, stuðli sem mest að því að í landinu sé jafnan sem samstæðastur, pólitískur meiri- hluti um landstjórn og lagasetn- ingu, og ennfremur ákvæði, sem f gær kom Sigurður bóndi á Fosshóli í jeppa sínum yfir Vaðlaheiði og sagði sæmilegt færi. Annar jeppi kom alla leið frá Húsavík og er ágætt færi að Breiðumýri ,en erfitt yfir Fljóts- heiði, svo og Vaðiaheiði. Vega- gerðin ráðgerir að senda ýtu til ruðnings á Vaðlaheiðarvegi nú næstu daga og má því vænta þess að að þessi vegur verði sæmilega tryggja aukið vald héraðanna frá akfær bráðlega, eg tíð helzt. því, sem nú er. Norðmenn flytja út ísaða síld Dollarar fyrir Þýzkalandssíld? Eins og kunnugt er hefir vetr- arsíldveiði Norðmanna gengið með afbrigðum vel að þessu sinni. Veiðin er orðin meira en helmingi meiri en í fyrra. Talsvert af síld- armagninu er flutt út ísað. Hafa Norðmenn gert sölusamninga við Breta, Belgíumenn og Hollend- inga um slíkan síldarútflutning. Bretar kaupa 500,000 kassa. Hin- ar þjóðirnar taka einnig verulegt magn. Það er athyglisvert í sambandi við þessar fregnir, að norsk blöð greina frá því, að Norðmenn hafi áhuga fyrir að selja 400,000 kassa á Þýzkalandsmarkað og greinir Handels- og Sjöfartstidende frá því nú nýlega, að samningar um þessa síldarsölu til brezk-amer- íska hernámssvæðisins hafi tor- veldast af því, að Norðmenn vilja fá dollara fyrir síldina, en hins vegar selji íslendingar ísaða síld á Þýzkalandsmarkað gegn greiðslu í sterlingspundum. —» Hvetur blaðið til þess að samn- ingum verði hraðað. Nokkru eft- ir að blaðið birti þessa fregn, féll s,íldarflutningur héðan til Þýzka- lands niður, og hefir það verið sett í samband við vetrarsíldveiði Norðmanna og síldarsölu þeirra til Þýzkalands. Lítur því út fyrir, að samningar um útflutninginn hafi tekist með þeim og hernáms- völdunum. Áttræður varð sl. mánudag Guðjón Jónsson, fyrrum bóndi að Finnastöðum, héraðskunnur sæmdarmaður. Fjöldi svéitunga og vina heimsótti Guðjón á af- mælinu og þágu allir rausnar- legar veitingar. Guðjón er hætt- ur búskap fyrir alllöngu, en dvel- ur hjá syni sínum, Katli bónda á Finnastöðum. Dánardægur. Hinn 19. þ. m. lézt að elliheimilinu í Skjaldarvík ekkjan Guðbjörg Guðmunds- dóttir, móðir frú Sigurjónu Jak- obsdóttur og þeirra systkina, 82 ára gömul. Hún verður jarðsung- in frá Akuareyrarkirkju i dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.