Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 03.03.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 3. marz 1948 *★*★*★*★**★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★*★* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees ---------------20. DAGUR. ______________________________ (Framhald). Jóesfína sneri sér að frú Carver, að lokinni þessari ræðu, og bætti við: „Segðu mér, Mirabel, er hún virkilega eins aðlaðandi og fólk vill vera láta?“ Frú Carver reyndi að herða sig upp. „Hún er að vísu ekki mikið lík dætrum okkar,“ stundi hún upp. „En Anthony bendir á, að hún hagi sér eins og hún hafi jafnan verið í nokkurs konar einkennis- búningi til þess starfs, sem hún hafði með höndum, en nú sé hún að breytast. Hún lítur alls ekki illa út.“ „Eg hefi aldrei kynnst svoleiðis stúlku," svaraði Jóefína. ,,Eg hefi náttúrlega ekki umgengist svoleiðis fólk yfirleitt. Stúlk- urnar, sem vinna hjá okkur þekkir maður, en hitt er fáheyrt, að kvenmaður taki að stunda lauslæti af ásettu ráði. Er hún eins falleg og þeir segja að hún sé?“ hélt Jósefína áfram. ..Eg geri ráð fyrir að kalla megi það fegurð.“ Bíllin'n nam staðar. Frú Davíðsson leit á úrið sitt. „Það er ekkert framorðið ennþá,“ sagði hún. „Mér liggur ekki á heim fyrr en eftir svo sem hálftíma. Heyrðu nú, Mirabel. Þetta er einmitt ágætt tækifæri til þess að eg geti kynnst henni og séð hvern- ig hún lítur ut. Eftir það gæti eg svarað sumum spurningunum, sem sífellt rignir yfir mann. Mér virðist þetta mjög heppilegt." „Hún er ekki heima, svaraði fru Cai’ver. „Það er fallega gei’t af þér að bjóðast til þess að hjálpa, en eg veit fyrir víst að hún er ekki heima. Eg skal koma þessu í ki’ing seinna.“ Að svo mæltu steig fi'ú Carver ut úr bílnum. „Þakka þér kæi'lega fyrir.að aka mér heim,“ sagði hún um leið og hún lokaði hurðinni og -skundaði heim að húsinu. Soffía beið hennar heima. Soffía sá ekki strax, hver var komin. Hún gekk um gólf í stóru dagstofunni,’ eins og henni væri órótt. Þetta kom-frú Carvei' á óvart. Soffía var vön að vera róleg og athúgul. „Nei, sæl og blessuð, það var fallega gert af þér að líta inn,“ sagði fi’ú Carver. Soffía gekk til hennar með útréttar hendur og kyssti hana léttilega á vangann. „Þú fyrirgefur, góða, þótt eg komi svona óboðin, það er oi’ðið svo óskaplega langt síðan, eg hefi séð þig og í dag borðáði eg hád.egisverð með Anthony og gat nú ekki staðist freistinguna að heilsa upp á þig h'ka... . Þú lítur Ijómandi vel út, Mii’abel, og þessi kjóll klæðir þig sannailega vel.“ Frú Carver sváraði ekki neinu, en gekk að bjöllunni og hringdi. „Komdu með sherry handa okkur, Price,“ sagði hún þegar hús- þjónninn birtist. „Það var reglulega gott að þú komst, Soffía. Eg var rétt í þessu að tala við Jósefínu Davíðsson, og það var ekkert skemmtilegt." „Það er stundum sagt um frú Davíðsson sjálfa, að hún sé ekkert skemmtilegt. Hvað lá henni nú á hjarta?“ Frú Carver leit um öxl sér, til þess að fullvissa sig um að engir fleiri væi’u í stofunni. „Það, sem við mátti búast,“ svaraði hún. Soffía lét fallast í hægindastól. „Já, eg er einmitt komin í sömu erindum, en eg vona að þú skiljir, að tilgangur minn er annar en hennar. Eg er að hugsa um þig, Mix-abel, það er ekki frekja og for- vitni, sem rekur mig áfram.“ „Eg skil það vel, kæra Soffía.“ Sherryglösin komu og þær di-ukku fyi’sta staupið þögulai’. „Ant- hony sagði mér undan og ofan af við borðið og mér fannst að hvorki ’hann né Georg táki málið réttum tökum. Þú vilt auðvitað að Geoi’g fái skilnað og það "sem fyl’st?“ „Já, mér væri ekkert kærara.“ Sóffía kinkaði kolli. „Eg þóttist viss um það. Þetta ástand er svo slæmt fyrir Díönu, á því reki sem hún er, að það er ekki viðunandi. Og því lengi’a, sem líður, því verra verður málið viðfangs. Það rek- ur að því, að þú verður annað tveggja að láta sjá þig úti með stúlk- unni, eða þú vei’ður að fara bui’tu í ferðalag.“ „Eg geri mér það ljóst.“ „Karlmenn eru svo heimskir í svona málum, Mirabel. Jafnvel Anthony getur verið blindur þegar kvenfólk -er annax-s vegar. Og .slíkt getur vei’ið hættulegt.“ „Við hvað áttu?“ • „Við skulum- bara athuga ástandið eins og það er. Georg getur ekki á heilum sér tekið, þjáist af iði-un og sálai’kvöl, er gramur og rejður við sjálfan sig ög aðra. En tíminn græðir öll sár. Helena er farin að láta sjá sig með Paul Avei’y. Fyi’ir gæti komið að hún gift- ist honum. Hvaða áhrif mundi það hafa á Geoi’g? Gæti ekki vei’ið að hann hugsaði sem svo: Æi, til hvers er að vera að þéssu? Eg er grftur og konan lítur dáindis laglega út, Helena er farin veg allrar (Framhald). Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu vináttu, og vcittu aðstoð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, JÚLÍÖNU VALGERÐAR SÍMONARDÓTTUR, Miðbæ í Hrísey. Þórunn Magnúsdóttir. Þorleifur Ágústsson. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Börn og barnabörn. Innilegt þakklæti mitt vil ég fcera öllnm vinum min- um og frœndum, fjær og nœr, sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum d áttrœðis- afmœli mínu, þ. 23. febr. s. I. Gœfan fylgi ykkur öllum. Finnastöðum, 2. marz 1948. GUÐJÓN JÓNSSON. <Xft<HlH3<H3<H|H|H|H|H>ft<B><H><H>ftftftftftftftftftftftftftftftftftft<B>ft<H3ftftftft<f 1 - : ■ ■; : = t S Ý N I N G verður opnuð í Gildaskdla KEA hér i Í 9 .1 s í þessari viku (nánar tilgreint í útvarpsauglýsingum). i 5 ** = i . Verður opin fyrir almenning daglega frá kl. 2 til 11 e. li. § i Kvikmyndir verða sýndar kl. 2, kl. 4, kl. 8.30 og kl. 10 | : k E i daglega. — Kynnist mest umrædda vandamdli heimsins. [ I * Sýningin verður aðeins opin nokkra daga. i •''iiiiiimimmiiiiiimmimiiiimmmimiiiiiimmuiniMnnM'imiiiiiimmmiiiiiimiiiiiiiíimimmimiiiiiiiiimiT L Selt án skömmtunar: Prjónavörur úr íslenzkri ull Kvenpeysur — Golftreyjur — Telpupeysur . Drengjapeysur — Karlmannapeysur Úliföt barna — Treflar Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson I Jörðin DÆLI í Fnjóskadal í Suður-Þingeýjarsýslu, er til sölu og laus til ábúðar á næstkomandi vori. 4 Jörðin er ágæt sauðjörð, tún gefur af sér ca. 250 Iiesta, og nokkuð af enginu er véltækt. Mótekja er fast við túnið. Vatnsleiðsla er í bæjar- og peningshúsum og rafleiðsla frá vatnsstöð. Sími er á staðnum. — Jörð- 'inni fylgja veiðiréttindi í Fnjóská. — Mjólkursala er til Akureyrar að sumrinu. Nánari upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðar- innar, Hólmgrímur Sigurðsson. Guðjón Jónsson áttrceður 23. febrúar 1948. Við sitjum hér við sumbl í kvöld, með söng og oi’ðagaman, því gleðin hefur gripið völd hjá gestum öllum saman. Hér áttræður var einn í dag, sem ungur sýnist vera. Við skulum hrópa húrralag og heillaósk fram bera. Þig gæfan léði, Guðjón minn, og gleðji vel og lengi. ‘ Þú gengur röskur út og inn og ert í bezta gengi. Þú gei’ir möi-gu góðu skil og gleymir ekki að vinna. Þú finnur leggja um þig yl, frá ástum vina þinna. Og lifðu bæði heill og hress í hollra vina ranni. Og héi’na öll við óskum þess, að örlög slíkt ei banni. Á ókominn þinn æfistig sé unaðsgeisli sendur. Svo blessi drottinn þjóða þig og þína afkomendur. Jóhannes Þórðarson á Espihóli. Fermmgarkjóll til sölu í Fjólugötu 15. Flórsykur Púðursykur Strausykur Rúsínur Kúrennur Hveitiklíð Kartöfiumjöl Pönnukökuhveiti í pökkum Matbaunir Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú Grænar baunir, i pk. Boston-baunir Lima-baunir Brúnar baunir Soyja-hveiti, í pk. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú Fljótandi gólfbón Skilvindu-olía Saumavéla-olía Leðurfeiti Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú Sláttu-tractor óskast til kaups. — Upplýs- ingar hjá afgr. Dags. Eyrnalokkur liefur tapazt ifrá Mennta- skólanum að Austurbyggð. Finnandi vinsamlega beð- inn skila honum í Austur- byggð 8.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.