Dagur - 10.03.1948, Síða 1

Dagur - 10.03.1948, Síða 1
Forustugreinin: Landbúnaðarstörfin þurfa að verða eftirsóknarverð. Merkilegt starf ræktunar- sambandanna. Fiinmta síðan: Landbúnaðarframleiðslan sl. árs 300 millj. kr. virði. Upp- haf greinaflokks eftir Jón H. Þorbergsson. XXXI. árg. Akureyri, miðivkudaginn 10. marz 1948 10. tbl, Frægur vísindamaður væntanlegur til Islands í fregn til Dags, frá Reykjavík, er skýrt frá því, að Háskóli íslands hafi boðið hinum heimsfræga vísindamanni, prófessor A. I. Virtanen í Helsinki, að koma til íslands nú í vor og halda hér fyrir- lestra Er talið líklegt að Virtanen þekkist boðið. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 1946 fyrir rann- sóknir á sviði gerlafræðinnar og er kunnur víða um lönd fyrir fóðurverkunaraðferð þá, sem við hann er kennd — AlV-verkun grænfóðurs. Myndin er af prófess or Virtanen á vinnustofu sinni. Anson-fíugvé!, með fjórum mönn- um, hvarf slðastiiðinn sunnudag Var í áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur - Viðtæk leit hefur enn ekki borið árangur I gær leituðu á annað hundrað manna að hinni týndu Anson-flug- vél TF—RVL, sem hvarf sl. sunnudag á Ieiðinni milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur. Voru bað skátar, starfsmenn Landsímans og ýmsir sjálfboðaliðar. Þá leituðu og flugvélar, en leitin hafði engan árangur borið í síðast fréttist. Leitað var víðs vegar um Reykjanes- fjallgarð, í Henglinum og Bláfjöllum, á Mosfellsheiði, og víðar. Eyfirzkir bændur skora á ríkis sfjórnina að leggja fé ti! endur bóta á Eyjafjarðarbraut Erindi sent þingmönnum kjördæmisins DimmviSri hefir mjög torveld- að leitina, hafa flugmenn t. d. ekki getað leitað gaumgæfilega á fjallatoppum af þeim sökum. Ott- ast er, að flugvélin kunni að hafa rekist á fjall og farizt þar. Þrír farþegar afpöntuðu far. Flugvélin lagði af stað frá Vestmannaeyjum síðdegis sl. sunnudag. Farþegar voru þrír: Þorvaldur Hlíðdal, símaverk- fræðingur, Re'ykjavík, Jóhannes Long, verkstjóri, Vestmannaeyj- um, og Árni Sigfússon, kaupmað- ur, Vestmannaeyjum. Flugmaður var Gústaf A. Jónssbn, Reykja- vík, vanur flugmaður, sem hafði flogið þessa leið um eins árs bil fyrir Loftleiðir h.f. Flugvélin var tveggja hreyfla Ansonvél, með rúm fyrir 6 farþega. Sex farþegar höfðu pantað far í Vestmannaeyjum, en þrír þeirra hættu við förina á síðustu stundu. Þegar flogið er frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur er venju- lega tekin stefna á Olfusárósa, og þannig mun hafa verið í þetta sinn. Flugmaðurinn hafði sam- band við flugturninn í Reykjavík nokkuð fyrir kl. 6 og var þá Aðalfundur Verkamannafélags Húsavíkur var haldinn 4. þ. m. Hafa kommúnistar verið í stjórn félagsins um mörg undanfarin ár en nú hafa verkamenn í bæn- um fengið sig fullsadda af forustu þeirra og voru þeir algjörlega þurrkaðir út úr stjórninni. Formannsefni þeirra hlaut 21 atkv., en formannsefni hinna flokkanna 58 atk'v. Hina nýju stjórn félagsins skipa þessir menn: Formaður er Olafur Friðbjarnarson, Aðalgeir Sigur- Eimskip lofar vinsam- legri afstöðu til tilmæla bæjaráðstefnmmar Þótt formlegt svar hafi enn ekki borist til kaupstaðaráð- stefnunnar frá Eimskipafélagi íslands, hefur framkvæmdastjóri félagsins tjáð fulltrúum, að félag- ið muni taka vinsamlega afstöðu til tilmæla ráðstefnunnar um beinar siglingar frá útlöndum á helztu verzlunarhafnir landsins. Ber að fagna því, að félagið skuli taka þessa afstöðu, og munu landsmenn eindregið vænta þess, að framkvæmdir verði á þessum fyrirheitum áður en langt líður. Þess er og að vænta, að formlegt svar Eimskipafélagsstjórnarinnar við tilmælum kaupstaðaráðstefn- unnar, berist fljótlega. geirsson, ritari, og Jón Jóhann- esson, gjaldkeri. Varastjórn skipa KaiI Gunnlaugsson, Ingólfur Helgason og Jón Árnason. Stjórnin er öll skipuð Fram- sóknar- og Alþýðuflokksmönn- um. Fylgi kommúnista virðist mjög hraka í verklýðsfélögum úti um land. Til marks um það er þessi kosning og nýleg kosning í vei-kamannafélaginu í Eksifirði, þar sem kommúnistar fengu hina hraklegustu útreið. Hinn 1. marz sl. var almennur bændafundur haldinn í Saurbæ m. a. til þess að ræða nauðsyn þess, að gerðar verði verulegar endurbætur á Eyjafjarðarbraut á næsta sumri. Gerði fundurinn ýtarlega álykt’un um málið og segir þar svo: „Þar sem reynsla undanfarinna ára hefir sýnt að Eyjafjarðar- braut, sem upphaflega var gerð fyrir hestvagna, fullnægir nú engan veginn þeim kröfum, sem gera verður til þjóðvegar um þéttbýlt framleiðsluhérað við annan stærsta kaupstað landsins, skorar sameiginlegur fundur bænda í Hrafnagils- og Saurbæj- arhreppum, haldinn að Saurbæ 1. marz 1948, á ríkisstjórn og Al- þingi, að hlutast til um, aðáþessu ári verði hafinn undirbúningur og byrjunarframkvæmdir að veru- legum .endurbótum á þessum vegi.“ Kosnir voru þrír bændur: Hall- dór Guðlaugsson í Hvammi, Ket- ill Guðjónssori á Finnastöðum og Magnús Hólm Árnason á Krónu- stöðum, til þess að fylgja þessari samþykkt eftir og ræða hana við þingmenn kjördæmisins. í grein- argerð, sem nefnd þessi sendi með tillögunni til þingmanna Ey- firðinga, segir m. a.: Vegur fyrir hestvagna. „. .. . Þegar litið er á það, að vegurinn frá Akureyri fram Eyjafjörð að Grund, er byggður rétt eftir síðustu aldamót, og frá Grund fram fyrir Saurbæ nokkr- um árum síðar, þá liggur það raunar ljóst fyrir að mikilla að- gerða muni nú þörf á þessum vegi. Á þeim árum var bygging þessa vegar eingöngu miðuð við notkun hestvag'na og fór breidd hans eftir því. Ekki var heldur hugsað um að leggja hann þann- ig, að sem minnstur snjór settist á hánn að vetrinum. Hafa þessir annmarkar vegarins komið mjög skýrt í ljós á síðari árum við breyttar aðstæður og aukna flutningsþörf úr sveitunum til Akureyrar. Fyrst þegar flutn- ingabifreiðar fóru að ganga nokk- uð reglulega eftir veginum fram- an fjörðinn, þá kom það oft fyr- ir, að vetrinum, að ferðir þeirra tepptust, með öllu, vegna snjóa- laga. Oft var þá gripið til þess í'áðs að safna saman mönnum í héraðinu og moka snjónum af veginum með skóflum. Þegar mikla snjóa gerði var þessi leið þó ekki fær, og urðu bændur þá að sitja heima með framleiðslu- vöru sína, sem aðallega var mjólk, og' geta menn gert sér i hugarlund hverjum erfiðleikuro. það hefir verið bundið. Kostnaðarsamur ruðningur. Nú allra síðustu árin hefir sá háttur verið upp tekinn að nota snjóýtu til að ryðja snjónum af veginum. Verður það þó alltaf erfiðleiltum bundið og kostnað- arsamt. Mætti spara nokkurt fé á þéssum útgjaldalið með því að lagfæra og endurbyggja þá kafla vegárins, sem verst hafa reynst á undanförnum árum. Enda má segja að nauðsynin á fram- kvæmdum í þessu efni, sé orðin svo brýn ,að hún megi naumast dragast lengur. Víða hagar svo til, að með tiltölulega litlum kostnaði, er hægt að bæta veginn að stórum mun og hefir það greinilega komið í Ijós á þeim tveimur stuttu vegarköflum, sem hafa verið breikkaðir og hækk- aðir, nú fyrir skömmu. Á her- námsárunum fór vegurinn fram Eyjafjörð mjög illa og hefir aldr- ei síðan verið Iagt til hans fé, svo að nægt hafi til viðhalds, hvað þá að gerðar hafi verið á honum gagngerðar endurbætur. Ber hann því augljós merki þess slits, sem á honum varð þau ár, sem herinn dvaldi hér um slóðir. Með fyrrgreindar ástæður fyrir augum, er það ósk allra héraðs- búa að ríkisstjórnin leggi, þegar á sumri komanda, nokkurt fé til lagfæringar og endurbyggingar á verstu köflum vegarins um hér- aðið.“ BARNAHJÁLPIN: Söfminiii hér orðin 155 þ ás. kr. I gær höfðu umboðsmanni Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna hér í bænum borizt samtals kr. 155,865.00 í peningum og þar að auki allmikið af allskonar fatnaði. Var þó eigi fulllokið skilagrein á öllum söfnunarlist- um, sem í umferð eru og voru gjafir enn að berast í gær, enda heldur söfnunin áfram til 15. þ. m. Undirtektir manna hafa því verið mjög góðar og hafa margir lagt á sig mikið starf við að safna fé. bæði með samkomuhöldum og á annan hátt. Degi höfðu í gær alls borizt rösklega 31 þúsund kr. og er getið einstakra upphæða annars staðar í blaðinu. (Framhald á 7. síðu). Kommúnísfar töpuðu völdum í Verkamannafélagi Húsavíkur Framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn sitja nú í stjórn félagsíns

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.