Dagur - 10.03.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 10.03.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. marz 1948 D AGUR 5 FRÁ BÓKAMARKADINUM Prófessor RICHARD BECK skrifar um norðlenzk tímarit i. Ársrit íslcnzkra kvenna, Hlín, fyrir árið 1947, ér nýlega komið vestur um haf, og er það 30. ár- gangur þessa vinsæla rits. Hefir Halldóra Bjarnadóttir á Akureyri verið útgefandi og ritstjóri þess frá byrjun og unnið með því hið þarfasta verk, en hún er fjölda- mörgum íslendingum vestan hafs að góðu kunn síðan hún var á ferð um byggðir þeirra fyrir nokkrum árum síðan og lagði leið sína víða um Vesturálfu. Þetta hefti hefst á ættjarðar- kvæði eftir Ragnheiði G. Krist- jánsdóttur í Straumfjarðartungu, er flutt var á Fáskrúðsbakka í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 17. júní 1944, þar sem djúp trú- rækni og þjóðrækni fléttast sam- an. Þá flytur ritið að vanda skýrsl- ur um starf Kvenfélagssambands íslands og annarra kvenansam- banda, og er það bæði fróðlegt og ánægjulegt að kynnast marg- þættum áhugamálum og menn- ingarviðleitni íslenzkra kvenna. Um félagsleg störf þeirra víðs vegar á landinu fjalla einnig aðrar greinar í ritinu. í hinum fjölþætta og myndum prýdda greinaflokki, „Merkis- konur“, er íslenzkra forystu- kvenna á mörgum sviðum minnst að verðugu. Orð skáldsins: „Mörg í íslands djúpu dölum drottning hefir bónda fæðst“, hvarf mér í hug að loknum lestri. í greinaflokki þessum ritar Elsa H. Guðjónsson einkar hlý- lega um Jakobínu Johnson skáld- konu í Seattle og Halldóra Bjarnadóttir í sama anda um prófessor Dóru Sumarliðason Lewis í New York. En það er svo sem ekki neitt nýtt, þó Halldóra sýni í þessu riti sínu hlýhug sinn til íslendinga vestan hafs; það hefir hún oft gert áður, og gerir það, auk ofannefndra greina, með ýmsum öðrum hætti í þessu hefti, svo sem með endurprentun á greinum og kvæðum vestan um haf, og með því að draga sérstaka athygli að vestur-íslenzku viku- blöðunum og ýmsum öðrum ís- lenzkum ritum vestur þar. í þessum árgangi eru einnig greinar um uppeldis- og fræðslu- mál, um heimilisiðnað, og erindi og greinar um hugsjónaleg og menningarleg efni eftir konur víða um land, sem sýna það, að þær eru fullfærar um það, að finna hugsunum sínum og hjart- ansmálum viðeigandi orðabún- ing. Vísur Rakelar Bessadóttur, að Þverá í Norðurárdal, „Vinirnir mínir“, um smáfuglana að vetr- arlagi, sem birtar eru í hinum fróðlegu þáttum „Sitt af hverju“, bera því einnig vitni, að íslenzk- um konum er hringhendan til- tæk; en þetta er seinasta vísan: „Ekkert saka söng þinn má samt um klakadýnu. Vorið blakar vetri frá vængjataki þínu.“ Eg veit, að þeir verða margir í hópi íslendinga, vestan hafsins, sem óska Halldóru Bjarnadóttur og Hlín til hamingju með þrítugs- afmælið og sem lengstra lífdaga, jafnframt því og þeir þakka unnið starf í þjóðar þágu heima fyrir og ræktarhuginn yfir hafið. II. Meðal kærkomnustu gjafa, sem þeim, er þetta ritar, bárust heim- an af íslandi um nýliðin jól, var merkileg og veigamikil ritgerð, „Frúin í Þverárdal“, eftir Sigurð Guðmundsson fyrrv. skólameist- ara, fagurlega sérprentuð úr hausthefti tímaritsins Jörð, en undir ritstjórn síra Björns O. Björnssonar flytur hún jafnan fjölþætt og eftirtektarvert lesmál. Munu þó lesendur hennar al- mennt verða sammála um það, að fyrrnefnd ritgerð sé með því allra ágætasta, sem ritið hefir borið á borð fyrir þá. Ekki þarf að skýra gömlum Húnvetningum frá því, hver „Frúin í Þverárdal" hafi verið, en þeim lesendum til glöggvunar, sem ófróðari kunna að vera, skal tilfærð eftirfarandi málsgrein úr rtigerð Sigurðar: „Frúin í Þverárdal, fremsta bæ í Laxárdal fremri í Húnavatns- sýslu, var frú Hildur Bogadóttir, „borin Thorarensen", ekkja Bjarna Magnússonar, sýslumanns á Geitaskarði (Geitisskarði) í Langadal, og dóttir Bjarna Thor- arensens, amtmanns og skálds.“ Komin var húsfreyja þessi því af kjarnmiklum stofni og lítt að undra þó að hún væri ágætis- og merkiskona, og getur greinarhöf- undur þess vafalaust rétt til, „að mörgum þyki fróðlegt að kynn- ast dóttur hins mikla skálds, lesa frásagnir af framkomu hennar, háttum og venjum, hversu hún varði frelsi sínu og næði, er henni hlotnaðist í rökkri eða á aftni lífs síns.“ Og ritgerð þessi hin prýðilega er með öllum sérkennum rithátt- ar Sigurðar Guðmundssonar; stíllinn fjölskrúðugur og mynd- auðugur, frumlegur og magni þrunginn. Glögg og hugþekk að sama skapi er lýsing hans á ævi- ferli hinnar mikilhæfu húsfreyju, en hitt ber þó af, með hve mikilli nærfærni og sálarlegu innsæi skaphöfn hennar er túlkuð og horf hennar við lífinu, hæfileiki hennar til að vinna gull sálar- friðar og lífshamingju úr grjóti hversdagslegs og fábreytts um- hverfis, og getur dæmi hennar verið oss nútímamönnum á marg- an hátt til fyrirmyndar og áminningar. Sérstaklega heillandi mun og mörgum lesendum þykja sá kafli ritgerðarinnar, sem fjallar um æskuástir þjóðskáldsins Matthí- asar Jochumssonar, en þau felldu hugi saman á æskuárum sínum í Flatey á Breiðafirði, skáldið og hin glæsilega Hildur Bjarnadótt- ir, þó að hún væri öðrum og mætum manni gefin. En kvæði skáldsins bera því órækan vott, að lengi lifði í þessum glæðum æskuásta hans, eins og höfundur leiðir einnig næg önnur rök að í grein sinni. Greininni fylgir einnig góður viðbætir um Brynjólf í Þverár- dal, son frú Hildar Bjarnadóttur, eftir húsfrú Elísabetu Guð- mundsdóttur, að Gili í Svartárdal, systur Sigurðar skólameistara. — Við lestur þeirrar greinargóðu lýsingar á Brynjólfi, sem var bæði um margt sérkennilegur og óvenjulega gáfaður maður, rifj- uðust upp fyrir mér kynnin við hann á Akureyri veturinn 1919— 20, og er mér það enn í fersku minni hver „hrókur fagnaðar“ hann var á mannamótum og frá- bærlega mælskur, enda tókst honum ósjaldan vel í tækifæris- ræðum sínum. Lýsir Sigurður þessum „sí-gjósandi Geysi gleð- innar“ áreiðanlega rétt og vel í grein sinni, og þau systkin bæði í frásögnum sínum af honum, enda rita þau þar af nánum kunnugleik og drengilegri sam- úð. Ritgerðina prýða ágætar mynd- ir af þeim frú Hildi og Brynjólfi, teikning af Þverárdal eftir Örlyg Sigurðsson listmálara, og prýðis- góð höfundarmynd af Sigurði skólameistara. — Fokdreifar (Framhald af 4. siðu). land, væri lygi og fals. Fulltrúa- fundur stúdentasambandsins upplýsti, að allur fróðleikur Frahms þessa hefði verið frá honum sjálfum runninn, en ekki frá stúdentanefndinni. Stúdenta- nefndin, sem vinnur að því að grandskoða röksemdir og tilvitn- anir Köstlers, hefur hvergi nærri lokið störfum og engar niðurstöð- ur birt ennþá. Höfundur „rosa- fréttar" Þjóðviljans bar það á fundinum, að hann hefði tekið það skýrt fram að tölurnar, sem hann lét frá sér væru hans prívatútreikningar og stúdenta- nefndinni óviðkomandi. Komm- únistablaðið birti tölurnar eigi að síður sem niðurstöður nefndar- innar og þegar Frahm sendi því svo mótmæli og tók greinilega fram að ummæli hans hefðu að- eins lýst hans eigin skoðun, neit- aði kommúnsitablaðið að birta þau, eða „éta ofan í sig“ þær lygafregnir, sem það hafði áður spunnið í sambandi við mál þetta og sent játningarbræðrum annars staðar á Norðurlöndum. Til þess að undirstrika vanþóknun á þess- um starfsaðferðum öllum, var Frahm rekinn úr sambandinu. Þannig er þá hin mikla frétt „Þjóðviljans" tilkomin og á þess- um forsendum sakar blað þetta andstæðinga sína um að breiða út lygafregnir um sæluríkið í austri. Hvað mundi nú Verka- maðurinn kalla þessa blaða- mennsku á góðri íslenzku? ALLIR EITt]| D a n s 1 e i k u r j| að Hótel Norðurland I; sunnudaginn 14. þ. m. Hefst kl. 9 síðdegis. j| Hljómsveit Ósknrs Ósbergs ;j leikur. Jj jiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiHiiiiiHiHiiiiitimiiimiimimiiiiiiimiitiuiiimiiiii ii> Gróandi jörð: Framleiðsla bænda 300 milljón I króna virði 1947 Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON I LANDIÐ með landhelgi þess er hið eina umráðasvæði þjóð- É í arinnar. Djúpfiskimiðin umhverfis landið má segja að séu al- = : þjóðaeign og geta orðið fullnýtt af öðrum bjóðum. Þjóðin á | É enga cign eins dýrmæta eins og landið, gróðrarmoldina, og \ É með því að gera hana frjósaina — rækta hana — getur hún É É fætt liundruð þúsunda manna. Gróin og gróandi iörð er upp- = É spretta, óbilandi bakhjarl. Þá hefur landið mikið öryggi að É i bjóða í krafti vatnanna, í fossum, lækium, heitum uppsprett- i é um og í gróðurmætti áveituvatnsins. Með öllu þessu efni og i i krafti má gera, svo að segja, nýtt land úr gamla landinu okk- É É ar, íslandi. Vinna bug á myrkri og kulda, sem um aldir hefur i i staðið þjóðinni fyrir þrifum, rækta suðræna ávexti o. fl. É LANDBÚNAÐURINN er elzti og merkilegasti atvinnuveg- É I ur þjóðarinnar og sá sem þjóðin frá öndverðu hefur aðallega \ É lifað á og gerir enn. Enn stunda nær 30% þjóðarinnar land- É i búnað. Um 15% af bjóðinni stundar framleiðslu til sjávarins, i | eða alls 45% af bjóðinni,, sem stundar framleiðslu (ínenn og § i konur og skyldulið). Svona er betta talið að vera árið 1940. i é (Árbók Isafoldar 1948). Því miður fer framleiðendunum fækk- É i andi. En á framleiðslunni lifir öll þjóðin. Hún lifir því enn i É mest á landbúnaði, enda mun framleiðsla landbúnaðarins hafa É i á síðasta ári numið, samkvæmt hérlendu verðlagi, yfir 300 i i milljónum króna. | Á LANDBÚNAÐINUM hcfur bjóðin fyrst og fremst byggt i É upp aðra atvinnuvegi — úr sveitunum hefur fólkið komið með | í fjármuni sína til þess að byggja upp og stunda aðrar atvinnu- i | greinar og vil þessa hefur landbúnaðurinn kostað uppeldið á | i meiri hluta hins vinnandi fólks í landinu. Landbúnaðurinn i É leggur til á borðið megnið af fæðuföngum þjóðarinnar. Talið É i er að árlcg neyzia á mann í landinu, af landbúnaðarafurðum, \ i sé sem næst þessu: 60 kg. kjöt, 620 kg. mjólk, 70 kg. garðávöxt- É i ur og 74 egg. Án þessarar framleiðslu gæti þjóðin ekki haldizt í i við í landinu. Þetta er hennar aðalfæða og inniheldur meiri | I hollustu en allt annað sem þjóðin leggur sér til munns. Land- i i búnaðurinn heldur öllu sínu fólki vel til starfa. Sívinnandi | É sveitafólk, sem aldrei gerir verkföll, er öruggasti bakhjarl og i i kjölfesta í atvinnulífi þjóðarinnar. Með vaxandi landbúnaði i | og stækkun þess þjóðarhluta, sem stundar hann, vcrður þjóðin É É sterkari á svellinu. Hún verður þá mhina upp á aðrar þjóðir i : komin með daglegar nauðsynjar og þá um leið minna háð \ \ erlendri óáran. \ ÞÓTT NÁUÐSYNLEGT sé að framleiða sem rnest til út- í | flutnings, er hitt ekki síður hollt og tryggt að búa sem mest É i að sínu, einkum livað snertir daglcgar þarfir. Bretar eru vel É É á vegi með að auka landbúnaðarframleiðslu sína um 50% á \ | tiltölulega skömmum tíma. Það gera þeir til þess að tryggja É | sig heima fyrir. — . É Landbúnaðurinn gerir meira að því en nokkur annar at- ! | vinnuvegur að auka varanleg verðmæti í landinu, efla þjóðar- É i auðinn; svo dýrmæt er hin staðhundna ræktun og aðrar var- i | anlegar umbætur í sveitum landsins. Þessar umbætur eru É | yfirleitt kostnaðarlitlar — jarðabótastyrkurinn er þar sem | = krækiber í ámu —. Árið 1944 unnu 3125 jarðabótamenn 405 | É þús. dagsverk eða 130 dagsverk hver, en árið 1945 voru jarða- É i bótamenn 3615 og unnu 643 þúsund dagsverk eða 178 dagsverk i É hver (Hagskýrslur íslands 1945). En þetta er eingöngu sú é i vinna, sem mæld er og metin af trúnaðarmönnum Búnaðarfé- i | lags íslands. Hér er því ótalinn ótrúlegur dagsverkafjöldi, É i sem fer í húsabyggingar, en ekki færist inn á nefndar skýrslur \ MARGUR EYÐIR sínu kaupi fyrir léleg og engin verðmæti i É og innfluttan hégóma, en jarðabætur bændanna verða grónar É É við landið. Mikið af jarðabótunum borgast aldrei þeiin sem é i framkvæma. Margur bóndinn skilar „eftirvinnu“, sem aldrei i É greiðist honum, en verður að þegnlegu tillagi, ,seni fósturjörð- É = in þiggur feginslega. Segjum að 6 þús. bændur ynnu 4 tíma í é í eftirvinnu einn dag, þá yrðu það 24 þús. verktímar. En ef þeir É : legðu þetta fram daglega allt árið yrðu það margar milljónir 1 = verktíma. Það eitt er víst, að þegnskylduvinna sú, sem bændur \ \ og búalið leggja af ntörkum — utan allra laga — í óborgaðri | É virmu, skiptir árlcga ótrúlcgum fjölda milljóna króna. i Í Þá má geta þess, að landbúnaðurinn er öruggasta uppeldis- | i stöð fyrir æskulýðinn, sem landið á. Um það atriði verður i Í ekld rætt frekar að þessu sinni. «IIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIirJHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIII MllMIII

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.