Dagur - 17.03.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 17.03.1948, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 17. marz 1948 :í e^orgunoiaOBO m sipKj si Jórna rsamvinnuna ? Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins, Morgunblaðið, og fylgihnött- ur þess á Akureyri, gerir þá kröfu til Framsóknarmanna, að þeir steinþegi um eyðslu, skipu- lagsleysi og óhóf stjórnar Ólafs Thors og kommúnista á árunum 1944-1947. Mbl. hefir jafnvel í hótunum um stjórnarsamvinnuslit, ef Fram sóknarmenn láti ekki af upptekn- um hætti að deila á verðbólgu- stefnu fyrrverandi stjórnar. Það mætti nú ætla að Mbl. sýndi sjálft nokkra varkárni í ádeilum sínum á Framsóknar- floljkinn, þar sem það lætur svo að því sé mjög annt um, að nú- verandi stjórnarsamstarf geti haldizt áfram. En því fer víðs fjarri, að þessu sé þannig farið. Það heimtar, að Framsóknannenn sýni Sjálf- stæðisflokknum vægð, en sjálfu sér áskilur blaðið óskoraðan rétt til að ausa hvers konar svívirð- ingum yfir FramsóknaiTnenn. Gott dæmi um þetta framferði aðalmálgagns Sjálfstæðisflokks- ins er grein undir fyrirsögninni „Litið um öxl", er birtist í blað- inu 6. marz s. 1., og er hún þó hvorki verri eða betri en aðrar greinar þess um sama efni.. „G apastokkur inn". Morgunbl. segir, að þann tíma, sem Framsóknarmenn voru í ríkisstjórn, hafi þeir notað að- stöðu sína til þess að halda bænd- um í gapastokki með lágu af- urðaverði. Blaðið bætir því við, að á valdatíma Framsóknar- manna hafi þeir notið vaxandi fylgis og trausts bændanna í land •inu. Þetta á víst að vera sagt bænd- um til svívirðingar. Mbl. lætur í veðri vaka, að á meðan Framsóknarmenn héldu bændum á gapastokknum, hafi þeir kysst á hönd kúgara sinna vegna heimsku og heigulskapar. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Morgunblaðsmenn lýsa bændum sem lágkúrulegum bjálfamenn- um. í þeim herbúðum voru þeir eitt sinn kallaður „ölmusulýður", sem allur metnaður væri drep- inn úr, og „mennirnir með mos- ann í skegginu og fiðrið í fötun- um". Allt þetta kunnu bændur að meta að verðleikum, og var því eðlilegt, að þeir sneru trausti sínu og fylgi að Framsóknar- mönnum, sem þeir fundu að vildu þeim vel. En þetta svíður Mbl.- mönnum og vega því enn í hinn sama knérunn um illmæii til bænda. „Ljótur kapítuli". Mbl. heldur því fram í fyrr- nefndri grein, að valdatími Fram- sóknarmanna sé ljótur kapítuli-í sögu Framsóknarflokksins. Á þeim árum þrengdu mark- aðserfiðleikar mjög að, og aðal- útflutningsvara landsmanna, salt fiskurinn fór ofan í 16.8 milj. kr. á ári, en hafði áður gefið 35—40 milj. kr. í erlendum gjaldeyri. Á þessum erfiðleikaárum var merkilegt framfaratímabil í at- vinnulífi þjóðarinnar. En þá höfðu valdhafarnir ekki fundið upp hið yfirlætisfulla orð „ný- sköpun" til að flagga með við hvert tækifæri. Á árunum 1935—'39 voru byggð 25 hraðfrystihús, síldar- verksmiðjur reistar fyrir 6.5 millj ,kr., og jukust afköst þeirra um 150%. Sogsvirkjunin var framkvæmd fyrir 6.5 milfj. kr. Reistar voru fiskimjölsverksmiðj- ur, mjólkurbú og margvísleg iðn- aðarfyrirtæki stofnsett. Keyptir voru og smíðaðir bátar og stærri skip, m. a. Esjan. Skuldir þjóðar- innar út á við hækkuðu þó að- eins um svipaða upphæð og Sogs- virkjunin kostaði, en hennar vegna var lán tekið erlendis. Framsóknarflokkurinn fór með stjórn gjaldeyrismálanna 1935— '41. Þau ár var gjaldeyrisjöfnuð- urinn hagstæður um 20.7 millj. kr. að meðaltali á ári. Sjálfstæð- isflokkurinn fór hins vegar með stjórn gjaldeyrismálanna 1942— '46. Á þeim árum var gjaldeyris- jöfnuðurinn óhagstæður um 52.6 millj. kr. að meðaltali á ári. Hlut- fallsléga miklar framkvæmdir voru þó á fyrra tímabilinu eins og áður'er'frá greint* Eih riíesta Vi8- skiptakreppa var þá nýafstaðin. Á síðara tímabilinu voru flestar útflutningsvörur seldar hæsta verði og margföldu við það, sem áður var. Aðfluttar vörur hækk- uðu margar hlutfallslega minna. Skilyrðin voru á síðara tímabil- inu betri en nokkru sinni áður til haldgóðra framfara. En þá fór gullvægt tækifæri forgörðum. Aðeins 1/4 hins mikla gjaldeyris var varið til endurnýjunar á at- vinnutækjum þjóðarinnar. ¦ Menn geta svo dæmt um, hversu ljótur kapituli Framsókn- arflokksins er, og hversu fallegur kapituli Sjálfstæðisflokksins og kommúnista er. Það má ganga að því vísu, að Mbl.-mönnum þyki stjórnarsam- vinnunni stefnt mjög í tvísýnu með því að benda á hið framan- greinda. En það verður þá að hafa það. Framsóknarmenn einir sögðu þjóðinni sannleikann á valdatímabili Olafs Thors og kommúnista, og þeir ætla að halda áfram á vegi sannleikans, hvort sem Mbl. og fylgifiskum þess líka betur eða ver. Fram- sóknarmenn vinna það ekki fyr- ir vinskap nokkurra Sjálfstæðis- flokksbrodda að víkja af götu sannleikans Munnsöfnuður Mbl. Mbl. hefur þau orð um Fram- sóknarflokkinn, að hann sé „ó- gæfuflokkur", sem vaði uppi með „óskammfeimi og blekkingum". og láti „dólgslega"; hann sé „blygðunarlaus" og „óskamm- feilin eiginhagsmunaklíka", og að Framsóknarmenn, sem komizt hafi til valda, séu „ráðlausir og ragir menn", og að Framsóknar- menn megi því ekki ná nokkrum Kristján frá Djúpalæk: í þagnar- skóg. Bókaútgáfan Sindur. h.f. Akureyri 1948. Útgefendur fjóðakvers þessa fullyrða í auglýsingu, að höfund- ur þess sé „fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir skáldskap sinn og eitt af vinsælustu Ijóðskáldum þjóðarinnar." Það þarf bæði breitt og sterkt bak til þess að rísa undir svo stórorðri fullyrð- ingu, enda meira en vafasamt, hvort hún bætir nokkuð fyrir bókinni, svo að ekki sé meira sagt. Hins vegar verður það hvergi af ljóðunum ráðið, að höfundur þeirra sé á sama máli og útgefendurnir í þessu efni, því að hann virðist hógvær í anda og viðurkennir fúslega, að bernsku- draumur sinn um frægð og frama af skáldskap hafi enn ekki rætzt. Þó að hann hafi snúið sér til frelsarans sjálfs og beðið „um andagift og aukið vald á orðsins miklu list," og þó að hann ávarpi frægðargyðjuna sjálfa djárflega og játi, að hann hafði á unga aldri heitstrengt „að þú skyldir verða mín", — er honum nú ljóst orð- ið ,að hann hefir elt mýraljós, þar sem hann hélt sig sjá bjartan vita frægðarinnar. Skáldið kemst einmitt sérlega vel að orði í þessu samhandi, er hann ávarpar frægðargj'ðjuna á þessa leið: „Ef til vill öðlast snauður aðeins grafinn og dauður lampa þíns skæra ljós". Og í öðru kvæði víkur hann enn að sama efni: „Vort snauða líf á hvorki foss né fjall, vér fórum því á mis við þeiira kall. völdum „að ráði" í stjórn lands- ins. Um blaðamenn Framsóknar- flokksins segir Mbl„ að þeir séu „gallbeiskir og geðillir"! Er allur þessi munnsöfnuður framborinn til þess að styrkja stjórnarsamvinnuna? Frá hlið Framsóknarmanna gerir þessi illyrðagrautur Mbl. '¦hvorki að styrkja hana né veikja. Þeir brosa aðeins að þeim og líta á þau sem ómæt ómagaorð, er að engu sé hafandi. „Rógurinn um Reykjavík". Mbl. klykkir grein sína út með þeim ummælum, að „rógurinn um Reykjavík" sé kær iðja Framsóknarmanna. Rétt ei' það, að Framsóknarmenn halda því fram, að hlutur dreifbýlisins sé á margvíslegan hátt fyi'ir boi'ö inn í samanburði við höfuðstað- inn. Það mun vera þetta, sem Mbl. kallar „róginn um Reykja- vík". En það skal Mbl. vita, að Framsóknarmenn eru ekki einir um þenna „róg", því að honum standa svo að segja allir menn dreifbýlisins, jafní GJálfstæðis- flokksmenn sem aðrir. Mbl. mun hafa orðið þessa vart í sambandi við kaupstaðaráðstefnuna í Rvík fyrir skömmu. Það getur verið varasamt fyrir Mbl. að bera flokksmönnum sínum á brýn rógburð, eins og því hefir orðið á í þetta sinn. Og þótt vér bæ'ðum guð um vöxt og vörn, vér verðum alltaf smárra sanda börn". En þótt Kristján frá Djúpalæk hafi þannig, að eigin sögn, vakn- að upp af draumi sínum um auð- unna og skjótfengna skáldfrægð, er hann þó ennþá barn draums- ins, söngsins og fjóðanna. Hann þráir enn, engu síður en áður, „að gefa hending hfjóm og hugsun breyta í óð". Og þegar hann þannig, á forna og nýja vísu, er tekinn að kveða sér til hugar- hægðar fremur en til lofs og frægðar, dýpkar og styikist tónn hans, enda yrkir hann nú víðast miklu betur en áður. Vafalaust segir hann það alveg satt, að hon- um hefir ávallt verið það lífs- nauðsyn að skapa, yrkja og dreyma — og verður það Vonandi ævinlega: „Sem martröð er þér dægur hvert án draums", segir hann í kvæðinu um „Vagn draumsins", og hefir þar með skapað fagra og sígilda setningu. Og í lokaerindi bókarinnar kemst hann svo að orði: „Hornsteinn míns lífs er ljóðið með stuðlum og rími. Lék það á tungu, söng það í huga mér. Á honum ég skýjaborgir í bernsku reisti um bækur, sem frægð og vinsældir ynnu sér. Og ef nú í dag, þótt borg hver sé löngu brunnin, eg byggði á ný, mun hann lagður fyrstur í grunninn". „í þagnarskóg" — þriðja kvæðasafn Kristjáns frá Djúpa- læk —¦ er að vfsu ekki mikil bók að vöxtum, en mörg kvæðanna eru snótur, og sum þeirra prýði- lega snjöll. Af þeim ljóðum, er bezt falla mér þar í geð, þótt ekki séu þau stórbrotin, má nefna „Súld", „Kvöld í maí", „Vin", „Kona" og „Hið þögla hús", sem er mest þeirra og e. t. v. bezt. — Víða bregður fyrir ágætum til- þrifum og snjöllum myndum. í skýrri og fagurri kvenlýsing, í því kvæðinu, sem síðast var nefnt, er svo til orða tekið á ein- um stað: „Kvað við eyra allar nætur elfarniður konublóðs, heitur, djarfur sigursöngur, seiður þungur, lag míns óðs". Sennilega er það sama konan, er vakir í minningum skáldsins, er það kveður svo um maíkvöld- ið: „Það kom og leið í fjósi í'auðu hjá, sem langspilstónn, og þú vai'st litur þess, varst fi'iður þess í fylgd með fegurð þess, og nú um vetrarnótt, er minning þess og þín hin þögla gleði mín". Fallegar og myndsterkar eru og þessai- ljóðlínur um björkina og vinina: „Sæng þín og svæfill voru sárþreyttum manni góð. Regnskúrir rak yfir himin rauðar sem mannablóð". Annars staðar bregður fyrir stórum lakari og óljóðrænni lík- ingum og orðum, svo sem þar sem talað er um að leggja hið bláa bindi svellanna við sár jarð- arinnar, um „hugarins var", „óraunhæfa þrá", „skýjabrok", „feilspor", „nafnalista nótu minn- ar" o. fl. af því tagi, að ógleymdri hinni gersamlega útþvældu „reisn", sem svo margir nýgræð- ingar staglast nú á, en hefir ekki framar neina reisn! Vissulega má líta svo á, að slíkar misfellur séu aðeins smámunir og naumast umtalsverðir, en þá mætti með 'sama rétti segja, að það séu smá- munir einir, þótt hljóðfæraleikari styðjí stöku sinnum á skakka nótu á opinberum hljómleikum, ef hann leiki annars vel og fim- lega. Og Kristján frá Djúpalæk leikur vel og fimlega á sína strengi, þótt ekki séu þeir sérlega margir, og nær hreimfögrum og kliðmjúkum tónum úr gígju sinni þegar honum tekst bezt. Og sízt er fyrir það að synja um svo skáldhneigðan höfund sem hann, að einhvern tíma verði það ekki ofmælt, þótt sagt sé, að hann geti talizt í hópi vinsælustu og kunn- ustu ljóðskálda þjóðarinnar. Ljóð og lög VI. 25 söngvar handa karlakóruin. Þórður Kristleifsson tók saman. Reykjavík 1947. Það hefir dregizt miklu lengur en skyldi fyrir mér að geta um nýjasta hefti hins ágæta söngva- safns Þórðar vinar míns Krist- leifssonar, söngkennai-a á Laug- arvatni. Því miður fer því víðs- fjarri, að eg'sé fær um að skrifa um þetta verk hans fræðilega, en hitt dylst engum, að lögin eru hvert öðru fegurra, enda aðeins eftir valin tónskáld, erlend og ís- lenzk. Mér er og kunnugt um, að safnandinn hefir gert sér alveg sérstaklega far um að vanda val ljóðanna engu síður en lag- anna, og er það mjög þakkavert og hefir vel tekizt, svo sem vænta mátti. Annars mun óþarfi að kynna söngvasafn þetta í heild, svo alþekkt og vmsælt sem það þegar er orðið hjá öllum söngvin- um. Þess skal aðeins getið, að fyrstu heftin, er voru fyrir löngu uppseld og ófáanleg orðin, hafa nú verið ljósprentuð með ágæt- um, og munu aftur fáanleg í bókaverzlunum og þar með safn- ið í heild. Mun, vafalaust mörg- um þykja það góð tíðindi. J. Fr. Orsel, í góðu lagi, snoturt að sjá, til sölu. Afgr. vísar á, íbúð til sölu í innhænum. Laus 14. maí. — Upplýsing- ar ;i afgreiðslu Dags. Skíðastítðamenfi! Aðalfundur verður lialdinn að Skíðastiið- um sunnudaginn 21. marz '48, klukkan 9.30 e. h. \7enjuleg aðalfundarstörC. STJÓRNIN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.