Dagur


Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 3

Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 17 marz 1948 D AGUR 3 RÓITSR OG ÚTELÍF Skiðamót Akurcyrar. í’yrri hluti þessa móts fór fram í Snæhólum sl. sunnudag í hvössu hlákuveðri og tilbrigða- ríkum snjó. En leiðin upp eftir lá um sumarauða vegi, aurkesjur og loks blautar mýrar, þar sem „bussui'" eru beztu farartækin! Mannfjöldinn varð því eðlilega ekki stór þarna efra, keppendur, víst í meiri hluta, enda eru þeir nú alltaf aðalmennirnir á þessum samkomum. En þeir áttu nú ekki allir „sjö daga sæla“, t. d. er þeir voru farnir að sjá hilla undir fyrsta verðlaunagripinn, og finna fótunum kippt undan sér, þann- ig að óhjákvæmilegt var að bregða sér á magann eða „bremsa'* með sjálfu nefinu! Mis- rennslið var ógurlegt og bylturn- ar sumar ljótar, en allir sluppu þó við stórmeiðsli. Hermann Stef. og dr. Sveinn voru sem fyrri óþreytandi að leggja refilstigu og gildrur, leiða menn á kaldan klaka og heimta þá aftur — fagnandi — úr helju. Mótið fór því vel fram. Urslit urðu þessi: Brun kvenna: 1. Unnur Árnad. G. A. 48.2 sek. 2. Sigurveig Jónsd. G. A. 49.0 sek. 3. Erla Jónsd. M. A. 52.2 sek. 4. Björn Finnbogadóttir K. A. 54.4 sek. Svig kvenna: 1. Björg Finnbogadóttir 48.6 sek. 2. Unnur Árnad. 61.6 sek. 3. Erla Jónsd. 71.4 sek. 4. Sigurveig Jónsd. 77.0 sek. Brun karla, A-fl.: 1. Magnús Brynjólfsson K. A. 2.29 mín. 2. Guðm. Guðmundsson K. A. 2.40 mín. 3. Mikael Jóhannesson Þór 3.29 mín. 4. Jón Vilhjálmsson Þór 3.45 mín. B-fl. (brun). 1. Baldv. Haraldss. Þór 3.03 mín. 2. Magnús Ágústsson M. A. 3.09 mín. 3. Birgir Sigurðss. Þór 3.17 mín. C-fL: 1. Bjöi-n Halldórsson Þór 2.04 mín. 2. Þórarinn Guðmundsson M. A. 2.05 mín. 3. og 4. Hermann Ingimarsson Þór og Kristján Jónsson Þór 2.14 mín. 5. Ólafur Sveinsson M. A. 2.18 mín. 6. Guðm. Ó. Guðmundsson K. A. 2.19 mín. 7. og 8. Albert Þorkelsson K. A. og Bjarki Arngrímsson Þór 2.22 mín. 9. Bragi Erlendsson M. A. 2.24 10. Haúkur Ragnars M. A. 2.33 mín. 11. og 12. Einar Einarsson K. A. og Víkingur Björnsson Þór 2.34 mín. 13. Jón V. Tryggvason Þór 2.37 mín. 14. Óðinn Árnason K. A. 2.46 mín. 15. Páll Finnsson G. A. 2.53 mín. 16. Kristján Kristjánsson Þór 3.18 mín. Svig karfla, C-fl.r 1. Þórarinn Guðmundsson M. A. 65 sek. 2. Björn Halldórsson Þór 67.6 sek. 3. Haukur Ragnarss. M. A. 67.8 sek. 4. Einar Einarsson K. A. 70.6 sek. 5. Ólafur Sveinss. M. A. 71 sek. 6. Jón Bernharðss. Þór 77.8 sek. 7. Páll Finnss. G. A. 80.2 sek. 8. Hermann Ingimarss. Þór 83.8 sek. 9. Kristján Jónss. Þór 85 sek. 10. Þráinn Þórhallsson G .A. 90 sek. 11. Kristján Kristjánss. Þór 91 sek. Utan keppni fóru nokkrir þessa braut, m. a. Magnús Brynjólfsson á 49.2 sek. og Freyr Gestsson (15 ára) á 63.0 sek. Svigbraut karla taldist 550 m. löng, fallið 160 m. og hliðin 22, — Brunbraut karla í A- og B-fl.: Lengd 2.5 km., fall 500 m. — C-fl. blaut: Lengd 2 km„ fall 400 m. — Brunbraut kvenna: Lengd 500 m„ fall 150 m. ★ Árbók íþróttamanna 1946 og 1947, ei' komin út og hefir nú borizt Degi. í eftirmála segir ritstj., Jó- hann Bernharð: „Fyrst var ætl- unin, að Árbókin 1946 (um :árið 1945) kæmi út sumarið 1946, en vegna anna við útgáfu nauðsyn- legra leikreglna og skorts á mótaskýrslum var ákveðið, að ár- bækurnar 1946 og 1947 skyldu koma út saman í einu lagi, helzt snemina á ári 1947.“ — Dróst svo útgáfan enn af svipuðum ástæð- um — aðallega vegna ei'fiðleika við að fá til prentunar móta- skýrslur víðs vegar að af landinu. En nú er bókin út komin og hefir mikinn og fjölbreyttan fróðleik að bjóða um íþróttir innan lands og utan, íþróttasögu og íþrótta- kappa, bæði þessara síðustu ára — 1945 og 1946 — og þá frá fyrri tímum. Kaflarnir eru þessir: 1. Frjálsar íþróttir. — 2. Knatt- spyrna. — 3. Sund. — 4. Glíma, — 5. Golf. — 6. Handknattleikur. — 7. Hnefaleikar. — 8. Skíðaíþrótt- in. — Myndir bæði margar og góðar, prýða bókina. Sagt er frá öllum helztu mótum þessara ára hérlendis og auk þess þeim mót- um erlendis, sem fslendingar tóku þátt í. Þá fylgja og metskrár ýmiss konar um ísl. met og met annárra þjóða. Bók þessari mun vel tekið af mörgum áhugamönnum íþrótta- mála. Fljótt á að líta virðist frá- gangur góður og bókin eiguleg. íbúð óskast til kaups eða leigu 1. maí Bjarni F. Finnbogason, Norðurgötu 36. Nýr, amerískur Eldhúsvaski til sölu. Til sýnis í A-ðal- stræti 20. — Upplýsingar í síma 535 og 347. - Vetrarvertíðin í Hvalfirði (Framhald af 1. síðu). síld hafi alla.tíð gengið meira og minna í Hvalfjörð. Nafnið bendir til þess, sömuleiðis sögusagnirnar um hinn „hreyfanlega botn“ fjarðarins, fuglager þar á haustin og veturnar o. m. fl. Mér þykir dví líklegast, að vænta mætti síldai'innar þangað að öllum að- stæðum óbreyttum.“ Hvað áttu við með því? „Mér virðist margt benda til ness að síldin sæki á þessi mið, af, jví að þar hafi verið griðland fyrir hana. Hvað hún hefir verið að flýja, veit maður ekki. En eft- irtektarvert er það, að maður varð ekki var við neitt líf í Hval- firðinum nema síldina og ofurlít- ið af smákola. Engan þyrskling eða annan fisk. Ogrynni af síld gekk í fjörðinn. Veiðin varð á 2. millj. mála. Hitt veit maður ekki, hve mikið fór forgöi'ðum, drapst og sökk í botninn, en eg hygg að rað sé eins mikið magn og e. t. v. meira en í land kom. í þessu tel eg fólgna mikla hættu fyrir áframhald veiðanna og eg á við >essa hættu, þegar eg segi, að mér þyki líklegt að síldin sæki á miðin framvegis að óbreyttum aðstæðum. Það er vitað, að órgynni af síld drapst í Kollafirði í fyrra. Síðustu togbátarnir, sem ?ar fóru um, fengu 2—3 poka af úldinni síld úr botninum. Það er staðreynd, að síldin leítaði lítið 1 Kollafjörð í vetur.Verðurreynsl- an hin í sama í Hvalfirði næsta vetur? Eg veit það að sjálfsögðu ekki, en mér finnst þarna vera veruleg hætta á ferðum. Það eru ógrynni af síld, sem fór í botninn í Hvalfirði. Ef hið tiltölulega litla veiðisvæði þar á eftii' að verða ýldupollur, á borð við Kollafjörð, þá eru aðstæður breyttar, og slíkt kann að hafa alvarlegar af- leiðingar.“ Eru engin ráð til þess að fyrir- byggja svo mikinn niðurburð á miðunum? „Sjálfsagt væri hægt að finna einhver ráð til þess. En ef á að vinna að því, þarf að haga veið- unum öðruvísi en nú var gert. Mörg skip höfðu svo léleg veið- arfæri, að þau rifnuðu í nær því hverju kasti. Mikið af síld drapst og sökk af þeim sökum. Leiðin til að fyrirbyggja það er að ekki verði borin önnur veiðarfæri í sjó, en þau, sem haldgóð eru. — Mörg skip fengu svo stór köst, að ein skipshöfn gat ekki ráðið við þau. Stundum fóru þessi köst forgörðum og sjálfsagt hefir mjög mikið af þeirri síld drepist. Leiðin til þess að bæta úr þessu er að samvinna sé í milli veiði- skipanna og þau hjálpi hvert öðru. í vetur hugsaði hver um sig og enginn hjálpaði náungan- um. Stundum fengu skipin svo stór köst, að þau gátu ekki tekið alla síldina, þótt nótin' héldi, og urðu að hleypa afganginum nið- ur. Enginn mátti vera að því að hirða leyfarnar. Einnig þetta þyrfti að breytast með samvinnu veiðiskipanna. Ef slíkar endur- bætui' væru komnar í fram- kvæmd, væri sjálfsagt hægt að forða því, að geysilegt magn af síld væri borið í botninn, eins og nú var. Það var farið að bera mjög mikið á því síðustu dagana, að maður fengi slatta af úldinni síld í nótina. Það boðar ekkert gott að mínum dómi og er þess vert, að því sé gaumur gefinn." Hvað segja " sjómennirnir um síldveiðina framvegis og flutn- ingaerfiðleikana til verksmiðj- anna? „Eg held að álit manna sé yfir- leitt, að nauðsynlegt sé að koma upp vinnslustöð syðra, ef takast á að hagnýta þessa gullnámu eins og vera ber í framtíðinni. Annars þarf eg ekki að kvarta undan löndunarerfiðleikum syðra. Þeir voru að mestu hjá liðnir, þegar við hófum veiðarnar. En kostiiað- urinn allur mun hafa verið gífur- legur, én þó mun þjóðarbúið í heild hafa hlotið góða uppskeru úr Hvalfirði. Og það er fyrir mestu. Hvað hyggist þið nú fyrir á Snæfellinu? „Eg veit það ekki ennþá Talað er um togveiðar eða ísfisksigl- ingar, en hvort úr því verður er óráðið.“ Ráðlierra heimilar ráðningu sr. Péturs Sig- urgejrss. lil 1. marz n.k. Sérá Friðrik J. Rafnar hefir beðið blaðið fyrir eftirfarandi til- kynningu til safnaða Akureyrar- prestakalls: Þar eð fyrirsjáanlegt er, að frumvárp það er þingmaður Ak- ureyrar lagði fýrir Alþingi, um skiptingu prestakallsins, nær ekki afgreiðslu að þessu sinni, hefir kirkjumálaráðherra, samkv. ósk minni og sóknarnefndar Ak- ureyrar, heimilað að framlengja ráðningu séra Péturs Sigurgeirs- sonar, sem aðstoðarprests í Ak- ureyrarprestakalli um eitt ár, frá 1. marz að telja. Um þjónustu prestakallsins, messugerðir ög annað, fer eftir nánara samkomulagi okkar séra Péturs. Aukaverk önnumst við báðir, eftir því sem- verkþegar kjósa. Þó skal á það bent, að kirkjubækurnar eru hjá mér. Er því vottorð úr kirkjubókum að sækja þangað. Og, að gefnu til- efni, skal athygli vakin á því, að öll dauðsföll innan prestakallsins, ber að tilkynna til skrásetningar í kirkjubók hér, enda þótt hinn látni eigi að greftrast annars staðar, og hafi ekki verið skráður heimilisfastur hér. Barnakerra og barnavagn óskast. Jóhann Guðmundsson og Þórður Gunnarsson, póst- húsinu. Fljótandi gólfbón Skilvindu-olía Saumavéla-olía Leðurfeiti Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörlitleildin og útibú 30 þíis. kr. söfnuðust í Húsavík Frá fréttaritara blaðsins. Fjársöfnun til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Húsavík og í austurhluta Þingeyjarsýslu nam alls um 50 þús. kr. í pening- um auk fatnaðar, sem virtur er á 5—6 þús. kr. Undanfai'ið hefir sjónleikurinn „Syndir annarra", eftir Einar H. Kvaran, verið sýndur hér við mikla aðsókn og góða dóma áhorfenda. Síðastl. mánudag var til mold- ar borinn hér Maríus Benedikts- son, sjómaður, að viðstöddu miklu fjölmenni. BARNAHJÁLPIN: 45.000 kr. söfnuðust á afgreiðslu Dags Til viðbótar áður birtum fram- lögum, liafa Degi borizt þessar upphæðir til barnahjálparinnar: Frá Hauk litla kr. 50,00, Ólafur Hallsson 100,00, Kristján Jónsson. 200,00, Hjalti Einarsson 100,00, Þorst. Jónasson Hraukbæ 50,00, Gunnar Jónasson s. st. 25.00, Steinunn Jónsdóttir 50,00, Einar Kristjánsson 50,00, S. D. J. 30,00, Jón og Ragna 100,00, Steinmóður Þorst. 100,00, St. G. 50,00, Svava 100,00, N. N. 100,00, Valgerður Benediktsdóttir 200,00, N. N. 30,00, Aðalsteinn Bergdal 100,00, Garðar Halldórsson Rifkelsst. 100,00, N. N. 50,00, Magnús Tryggvason Gullbr. 50,00, Lilja Jóhannesd. Gilsá 50,00, N. N. 30,00, frá Stellu og Ingu Jaðri 100,00, Þ. og Ása 100,00, Kr. Ól- afsson 50,00, N. N. 100,00, Lovísa og Jón 200,00, Guðrún E. Ara- dóttir 50,00, Guðl. Ketilsson 100;00, Halldóra Jónsd. Grímsey 50,00, R. M. M. 100,00, N. N. 100,00, Bindindisfél. Vakandi, ágóði af samkomu 500,00, N. N. 50,00, Ilallfr. Rósantsd. 50,00, áheit frá J. K. 50,00, Gísli Eyland 50,00, Jóhann Frímannss. Garðsá 200,00, B. 100,00, Halldór Jónsson 100,00, safnað af Sveinafél. járn- iðnaðarmanna á Ak. 5170,00, (Oddi h.f. 2066,00, BSA-verkst. 1545,00, Atla h.f. 300,00, Marz samein. verkst. 350,00, Jóhannes Kristj. h.f. 350,00, einstaklingar 565,00), Gunnar H. Jakobsson 100,00, ágóði af 2 skemmtunum í þinghúsi Glæsibæjarhr. 1460,00, Stefán á Blómusturvöllum og' frú 150,00, Sigfús á Einarsst. og fjöl- skylda 100,00, Guðný s. st. 100,00, Sigfreð í Lögmannshlíð 100,00, Guðmundur í Glæsibæ 100,00, Gunnþór í Steinkoti'50,00, Ingi- mundur Dvergast. 50,00, Anna Sólborgarhóli 50,00, Árni s. st. 50,00, synir Helga í Skjaldarvík 50,00, Helga í Kollugerði 40,00, Guðmundur Höfða 40,00, heimil- isfólkið í Hraukbæjarkoti 80,00, gömul kona 50,00, Kvenfél. Bald- ursbrá í Glæsibæjarhr. 1000,00, GrímUr Sigurðsson 50,00, Jóhann Jósefsson Hömrum 100,00, Jónína Jónsd. 50,00, G. A. F. 100,00, skipshöfnin m.b. Garðari 1000,00, Þórir Bjömsson 100,00, Þorbjörn Kaprasíusson 50’00. Áður birt kr. 31.510.80. Samtals safnað hjá Degi. kr. 45.365.80. Söfnuninni er lokið. Ef einhverjir óska enn að koma framlögum á framfæri, geta þeir snúið sér til aðalskrifstofu KEA,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.