Dagur - 17.03.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 17.03.1948, Blaðsíða 4
DAGUR Miðvikudaginn 17. marz 1948 ##sr#>#^#####^####>###^#i * DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta: Mari'nó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræxj 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Akureyri s**^#^###s###^***^#J -lfr##'##^#s##^##>####^^####### Tvær opinberar tilkynningar Tvær opinberar tilkynningar munu einkum hafa vakið athygli manna út um land nú þessa síðustu daga. Hin fyrri frá skömmtunaryfirvöld- unum, þar sem landsfólkinu er tilkynnt, að skömmtunarmiðar fyrir vefnaðarvörum, búsá- höldum o. fl. varningi, sem gefnir voru út fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs, falli úr gildi nú um mánaðamótin. Hin síðari, fréttin um að ályktun kaupstaðaráSstefnunnar um nýtt skipulag inn- flutningsmálanna hafi verið flutt inn á Alþingi af átta þingmönnum. Er þar gert ráð fyrir því, að lögin um Fjárhagsráð verði framkvæmd með þeim hætti, að landsmönnum verði tryggður jafn að- gangur að þeim varningi, sem til landsins flytst, án tillits til þess hvort þeir eiga heima í Reykja- vík eða annars staðar á landinu. Þessi tilkynning skömmtunaryfirvaldarma hlýt- ur að verða til þess aS sannfæra landsmenn um nauðsyn þess að gera gagngerða breytingu á núverandi fyrirkomulagi. Skömmtunartímabilið er senn á enda. Vitað er að fjölmörg heimili hér um slóðir, og sjálfsagt víðast hvar annars staðar á landinu, eiga vefnaðarvöru- og búsáhalda- skömmtunarmiða sína svo til ósnerta af þeirri ein- feldu ástæðu, að nauðsynlegustu vefnaðarvörur og búsáhöld hafa alls ekki fengizt í verzlunum úti um land allt tímabilið. Það lítið, sem flutzt hefur til hmdsins, hefur verið selt í Reykjavík. Með nú- verandi skipan innflutningsmálanna er það engan veginn tryggt, að dreifing vörunnar um landið sé jöfn og réttlát. Innflutningsleyfi til reykvískra heildsala eru engum slíkum skilyrðum háð. Með- an innflutningsmagnið er ekki í neinu samræmi við þörfina og útgefna skömmtunarmiða, geta þeir selt mestallan innflutning sinn í höfuðstaðnum og verzlanir úti um landið og fólkið þar situr eftir með skömmtunarmiða en engar vörur. Með þess- um hætti er skömmtunarfyrirkomulagið orðið helber skrípaleikur og tilkynningin um að vefnað- vöru- og búsáhaldamiðarnir eigi nú að falla úr gildi um land allt aðeins staðfesting stjórnarvald- anna á því, að þau skorti skilning á þessu máli og þéim sé ósýnt um að framkvæma gjaldeyrisút- hlutun og innflutning á þann hátt, að jafnt tillit sé tekið til allra landshluta. Má ekki við svo búið standa lengur. Landsmenn verða að neyta réttar síns og kref jast gagngerðra úrbóta. Hin fyrsta alvarlega tilraun í þá átt var ráð- stefnan, sem haldin var fyrir skemmstu fyrir for- göngu bæjarstjórnarinnar hér. Langvinnar um- ræður í blöðum og sár reynsla almennings hafði undirbúið jarðveginn. Fullt samkomulag varð á þessum fundi í milli fulltrúa kaupstaðanna, um veigamiklar réttlætiskröfur. Það er eftirtektarvert, að þær opinberu stofnanir, sem fengu tillögur ráðstefnunnar til meðferðar, hliðruðu sér hjá því að gefa skýr og ótvíræð tvör. Er það út af fyrir sig ábending um það ,að ekki verði endurbæturnar auðsóttar í hendur þeirra, og jafnframt áminning um þau gömlu sannindi,að embættismenn vilja ógjarnan sleppa því valdi, sem þeir hafa einu sinni náð undir sig. En í þessu tilfelli mun það ekki duga, að beita gamalkunnum málþófs- og svæf- ingaraðferðum. Málið er komið úr höndum hinna opinberu nefnda og inn á Alþingi. Öll þjóðin fylg- ist af áhuga með því, hverja afgreiðslu það hlýtur þar. Það má fullvíst te]ja, að þeir þingmenn dreifbýlisins, sem reyna að skjóta sér undan því að fylgja þessu mikla réttlætismáli fast eftir, muni eiga erfiða göngu til kjördæma sinna fyrir höndum. Það er ljóst af því, hver skil sum höfuðstaðarblöðin gerðu kaupstaðaráðstefnunni annars vegar og kaupmannaráðstefnunni þar hins vegar, hvert hugur æði margra ráðamanna stefnir. Þeir vilja viðhalda núverandi skipan eins lengi og nokkur kostur er. Það er auðskilið hagsmunamál höfuðborgarinnar. Hins vegar má valdhófunum nú vera það full- ljóst, að landsmenn annars staðar ætla ekki að una því lengur að héruð þeirra séu réttlaus skatt- lönd höfuðstaðarins. Nái réttlæt- iskrafa byggðanna ekki samþykki núverandi Alþ., verða landsmenn að velja sér fulltrúa næst til þess fyrst og fremst að hrinda þessum málum í höfn. FOKDREIFAR Eftir stóra áhlaupið. ÞAÐ VAR mikið um að vera hér í bænum fyrir nokkrum vik- um, þegar bærinn réðist í það stórvirki að ráða niðurlögum hesthússins á Kaupvangstorgi. Hin stóra brynvarða bifreið bæj- arfélagsins — stórikrani — tók sér stöðu á torginu og í viðurvist margmennis, sem ekki hafði séð svo nýtízkuleg vinnubrögð fyrri, lét hann höggin dynja á hinu aldna húsi, unz ekki stóð steinn yfir steini. Hesthúsið, sem hafði þvælst fyrir bæjarstjórninni í mörg ár, varð að lúta í duftið á skammri stundu. Þannig er það líka til, að ákvarðanir bæjar- stjórnarinnar séu framkvæmdar með röggsemi og skjótum hætti, varð mér hugsað þegar eg stillti mér upp í hóp hinna mörgu áhorfenda á torginu. En líklega ér það rétt hjá prédikaranum, að hið bogna geti ekki orðið beint, og óvéfengjanlégur sá dómur sögunnar, að framkvæmdavöld- um bæjarins endist ekki kraft- arnir á neinum lokaspretti. Eftir að stórikrani hvarf af torginu, að afloknu miklu dagsverki, hefir verið hljótt á hesthúslóðinni. Engin mannshönd hefir ennþá hreyft þar við rústum og braki, sem skilið var eftir að afloknu stóra áhlaupinu. Hugmyndin um rúmgott og þokkalegt bílatorg þarna ennþá fjarlæg hilling, en slappleikinn í framkvæmdum bæjarins aftur daglegt augna- gaman gesta og gangandi á hinni fjölförnu leið um Kaupvangs- torg. Þriðji verkfræðingurinn? MÉR HEFIR stundum flogið í hug, hvort bæta þyrfti þriðja verkfræðingnum við fram- kvæmdastjórn bæjarins til þess að fá lokið svo miklum fram- kvæmdum sem niðurlagi hest- hússins eða að fylla í holu í aðal- götu, án þess að til þess þurfi margra mánaða vangaveltur. Yf- irleitt má það vera fullkomið áhyggjuefni borgaranna, hversu hörmulega gengur að fá kippt í lag ýmsu smávægilegu, sem af- laga fer í bænum. Dæmin eru mörg. Það er gremjulegt að sjá bílana ár eftir ár aka ofan í sömu holurnar á aðalgötum bæjarins. Ekki mundi kosta mikið átak t. d. að fylla holurnar, sem eru á syðri mótum Hafnarstrætis og Kaup- vangstorgs. En þær eru búnar að vera þarna síðan snemma í fyrrasumar og fara síversnandi, og sjálfsagt búnar að skemma hjólbarða og bíla fyrir margfalt hærri upphæð en kostar að fylla þær og ganga frá þeim, svó að það endist lengur en einn rigningar- dag Og fjölmörg fleiri' dæmi mætti nefna, t. d. alla staurana, sem standa úti á miðjum um- ferrðarbrautum og umferðanefnd- f&3fc,4&#œ, jv&ppa in, sællar minningar, lagði til að fluttir yrðu úr stað fyrir einum tveimur árum síðan. Hvað skyldi annars vera búið að framkvæma mikið af þeim smávægilegu en nauðsynlegu lagfæringum, sem þessi nefnd samþykkti að gera þyrfti í hitteðfyrra? Væri gaman ef einhver úr nefndinni tæki sig til og teldi það saman. Það ætti ekki að vera ýkjamikið verk, en gæti varpað ljósi á viðbragðsflýti framkvæmdastjórnar bæjarins. Vantar botninn. ÞAÐ ER raunalegt að þurfa að vera að jagast um svona mál ár eftir ár. Manni virðist að ekki þurfi um það að deila, að ljúka þurfi framkvæmdum, sem hafnar eru, á sómasamlegum tíma, né heldur að halda þurfi við aðal- vegum og öðrum mannvirkjum bæjarins svo að í sæmilegu lagi geti kallast. En það er sorgleg staðreynd, að það er ekki einu sinni deilt um þetta, heldur þumbast við, ekkert sagt og lítið gert. Það er eins og botninn í öllu framkvæmdakerfi' bæjai-ins sitji suður í Borgarfirði. Kröftugar skammir. „VERKAMAÐURINN" fræðir okkur stundum á því, að vondir menn byggi Bretland og Banda- ríkin. Þegar þeir eru ekki að of- sækja svertingja eða skjóta á uppgjafahermenn (sbr. frásögn síðasta Verkam.) eru þeir að senda stjórnmálamönnum í öðr- um löndum skeyti, sem hafa hin örlagaríkustu áhrif, geta jafnvel „breytt gangi mannkyns- sögunnar". Ljótu símskeytin það. En samkvæmt upplýsingum þessa grandvara kommúnistamálgagns, „er auðsætt, að skammir þeirra og ávítur (þ. e. brezkra og bandarískra stjórnmálamanna) hafa nægt til þess að brjóta þrek hans (þ. e. Jans Masaryk) á bak aftur," og þrengja þannig að hon- um, að hann tók það örþi*ifai-áð að fremja sjálfsmorð. Að öðru leyti sér blað þetta ekki ástæðu til að setja sjálfsmorð Masaryks í samband við framferði kömmún- ista í Tékkóslóvakíu eða afskipti erlends stórveldis af innan lands- málefnum Tékka. Líklega geta erlendir kommúnistar aldrei lát- ið svo lygilega og vitlausa full- yrðingu frá sér fara, að hún þyki ekki hæfilegt lesefni í blaði, sem dregur jafn skarplegar ályktanir af framvindu mannkynssögunnar og þarna er gert. Vörobifreið, Dagleg fæða Flest allar fæðutegundir eru langtum fábreyttari að efnum en mjólk. Þess vegna þurfum vér á margs konai matvælum að halda. „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði," heldur ekki af kjöti eingöngu, fitu eða sykri, heldur þarf fæðan að vera skynsam- lega blönduð, svo að okkur verði gott af. Reynslan sýnir svo að fullorðinn, starfandi maður þarf dag- lega: 60—100 gr. af eggjahvítuefnum. 500—600 gr. af kolvetni (mjöli og sykri). 50— 60 gr. af fitu, auk vatns, steinefna og bæti- efna (vitamin). Eggjahvítuefni. Aðalhlutverk þeirra er að byggja upp og viðhalda vefum líkamans og ýmsum • líffærum. Þegar fóstur þroskast eða barn er að vaxa, eru því eggjahvítuefnin mjög mikilvæg. Þau eru í fæðu úr dýraríkinu: Mjólk ,eggjum, fiski og kjöti aðallega. f fæðu úr jurtaríkinu: Baun.- um, ertum, mjöli og grjónum og ýmsum belgávöxt- um. f soyabaunum er mikið af eggjahvítuefnum. Fita gefur líkamanum þrótt og heldur líkamshit- anum uppi (eldsneyti við bruna í líkamanum). — Þau efni fáum við úr: Smjöri, mjólk, feitu kjöti, fiski o. fl Líkaminn getur og fitnað af kolvetnum (mjölvi og sykri), en þau eru gerð úr sömu frum- efnum og fitan. Sykur og mjölvi geta komið í stað feitmetis og verið líkamanum til sömu nota. Steinefni þarf líkaminn fyrir beinin og efnaskipt- inguna. Kalksölt eru nauðsynleg beinum, tönnum og taugakerfinu, járn er nauðsynlegt fyrir normala samsettningu blóðsins. í osti og mjólk er mikið kalk. Járn er í: lifur, eggjum, spínati, salati, baunum og grófu mjöli. — Steinefni fáum vér og blönduð saman við margs konar fæðuteg. Vatn fáum vér ,meira\og minna í öllum mat. KALÓRÍUR — HITAEININGAR. Chevrolet 1934, með nýj- um mótor, til sölu. Aðalsteinn Ólajsson, Melgerði, Saurbæjarhr. Vísindamenn hafa fundið að matvælin framleiða jafnmikinn hita, hvort sem þeim er brennt utan líkamans, eða í honum, eftir að þeirra er neytt. Hitinn, sem fram kemur er mældur með áhaldi er nefnist á erlendu máli „Kalorimeter" og einingarn- ar eru „kaloriur" eða hitaeiningar. 1 hitaeining er það hitamagn, sem þarf til þess að hita 1 lítra af vatni um 1 gráðu á Celcius. Hver starfandi maður þarf um 3000 hitaeiningar daglega, ef vel á að vera. Sá. sem liggur í rúmi, kemst af með 1800. Matvæli, sem hafa mesta fitu að geyma, gefa mestan hita. 1 gr. af fitu gefur 9.3 hitaeiningar. — 1 gr. af eggjshvítuefni gefur 4.1 hitaeiningar. SMÁBARNA-LEIKFIMIN. Smábarna-leikfimin, sem Fræðsludeild KEA hef- ir hafið með börnum hér í bæ, hefir þegar náð miklum vinsældum. Alls sækja þessa tíma 78 börn á aldrinum 4, 5 og 6 ára. Húsmæður, sem vilja vera með á fræðslukvöldum deildarinnar geta gefið sig fram við Fræðsludeild KEA (Hótel KEA). • Kalk notast ekki líkamanum nema D-vitamín séu fyrir hendi. — D-vitamín eru því mjög mikilvæg fyrir líkamann, en þau fáum við í eggjum, smjöri, íifur og lýsi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.