Dagur


Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 5

Dagur - 17.03.1948, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 17 marz 1948 DAGU8 5 „Alræði öreiganna orðið að einræði ylir öreigunum" Frægir rithöfundar ræða árangur rússnesku byltingarinnar í sænska útvarpinu Eigi alls fyrir löngu efndi sænska útvarpið til umræðu um rússnesku byltinguna og árangur hennar. Þátttakendur voru fjórir norrænir rithöfundar, þeir Ey- vind Johnson, Arnulf Överland, Martin Andersen-Nexö og Erik Blomberg. 1 nýlegu dönsku tíina- riti er nokkuð greint frá þessum umræðum og þess m. a. getið, að rússneska sendiráðið í Stokk- hólmi hafi gert tilraun til þess að Överland yrði bannað að koma þarna fram vegna afstöðu hans til ráðstjórnarinnar. En austrænt lýðræði er ekki innleitt í Svíþjóð og fékk því ekki áorkað að bundið væri fyrir munninn á þessum víðkunna rit- höfundi. Fékk hann því að taka þátt í umræðunum. Samkvæmt frásögn þessa danska tímarits, fórust honum méðal annars orð á þessa leið: Byltingin sigraði en hefir valdið vonbrigðum. „Innan hvers þjóðfélags er jafnan ríkjandi nokkur togstreita, hagsmunaátök í milli þeirra, sem hafa völdin og hinna, sem búa undir þeim, átök í milli herra og þjóns, milli fátækra og ríkra. — •Alltaf eru fyrir hendi einhverjar réttlætiskröfur sem berjast verð- ur fyrir gegn meiri og minni and- spyrnu frá meira og minna við- bragðsfljótum einkahagsmunum. Þessi togstreita kemur upp á yf- irborðið sem þjóðfélagsleg ókyrrð, í verkföllum og valda- kreppum. Hún getur líka leitt til stríðs. Hlutskipti mikils fjölda manna er að lifa alla ævina í armæðu, fátækt og neyð. Sumir leita sér styrks í trúarbrögðunum, aðrir í voninni um þjóðfélagslegar end- urbætur eða byltingar, sem leiði til hamingjuríkara og réttlátara þjóðfélagsskipulags. í spilltum einræðisríkjum getur það komið fyrir, að vopnlaus fjöldinn snúist til varnar gegn kúgurum sínum. Slík uppreisn er réttlæt sem sið- ferðileg nauðvörn. Margir okkar höfðum þessa skoðun á rúss- nesku byltingunni. Við trúðum því, að hún væri upphaf nýrra tíma. Stefnuskrá kommúnista flutti loforð um pólitískt og efna- hagslegt frelsi og jafnrétti fyrir alla þegna og allar þjóðir, enginn átti að græða á neyð náunga síns, allir skyldu hafa rétt til vinnu og til þess að njóta ávaxta vinnunn- ar. Verkamenn og bændur skyldu vera sínir eigin húsbændur og í samfélagi skyldu þeir starfrækja búgarða sína og verksmiðjur. Þeir áttu sjálfir að velja stjórn fyrir ríki sitt, héruð sín og fyrir- tæki. Tillögur allra skyldu heyr- ast, enginn rödd skyldi árangurs- laust hrópa á réttlætið. Byltingin hefir sigrað, en hún hefir valdið okkur vonbrigðum. Laun forstjórans hundrað sinnum hærri en verkamannsins! Landið hefir verið gert að sam- eign og iðnaðurinn er ríkisstarf- ræktur. En í Sovét-Rússlandi eru laun forstjórans líka hundrað sinnum hærri en verkamannsins. Hið efnahagslega frjálsræði er aðeins fyrir yfirstéttina. Þar eru herrar og þjónar, fátækir og rík- ir, kapítalistar og próletarar. Samtök verkalýðsins eru orðin tæki fyrir stjórnendurnar og verkamennirnir geta engu ráðið um sín eigin lífskjör. Þeir eru í fjötrum nú eins og áður. Aðeins einn stjórnmálaflokkur er leyfður. Opinbér stjórnarand- staða er ólögleg og er skoðuð sem samsæri gegn ríkinu og dæmd samkvæmt því. Til þess að hafa upp á slíkum samsærum er leyni- lögregla sem forpestar allt þjóð- félagið með njósnum og launar hinar auðvirðilegustu kærur borgaranna á hendur hver öðr- um. Lögreglan pínir játningar út úr sakborningunum og þeir eru dæmdir án þess að fá tækifæri til þess að verja mál sín. Réttarfarið er orðið háðung við hugtakið. Milljónir manna eyða ævidögum sínum í fangabúðum, sem ekki eru um margt fremri þeim, sem voru í Þýzkalandi. Og þó er eitt hörmulegast: Hvert neyðaróp er kæft, ekki eitt andmælaorð nær eyrum almennings af því að blöðin eru í sama básnum og hafa aðeins einu hlutverki að gegna: að forheimska fólkið. Nýr National-sósíalismi. f stríðinu og síðan því lauk, hef- ir Sovét-Rússland lagt undir sig landsvæði, sem eru meira en ein milljón ferkm. að stærð og hefir tvöfaldað íbúatölu landsins, ann- að tveggja með innlimun eða með því að neyða kommúnistísku ein- ræði upp á nágrannalönd sín, og gera þau að leppríkjum. Sovét- stjórnin hefir framkvæmt þessar aðgerðir með sömu, ruddalegu aðferðunum og Hitler og SS- sveitir hans notuðu. Og þessi ógnarstjórn á eftir að leggja hramm sinn yfir gjörvalla Ev- rópu, ef hún verður ekki stöðvuð í tíma. Bjdtingin hefir borið þá ávexti, sem hanga í gálgatrénu. Alræði öreiganna er innantómt slagorð. Það er bara ein tegund alræðis, og það er í höndum leynilögreglumiar. Sovétríkin kallast sósíalisk og demokratisk. En þar er enginn sósíahsmi og ekkert lýðræði. Þar er nýr nat- ional-sósíalismi.“ Eftir þessa skorinorðu ræðu Överlands tók Martin Andersen- Nexö til máls, en hann heíir lengi verið einn af samferða- mönnum kommúnista. Hann kvað rússnesku byltinguna stærsta viðburð mannkynssög- unnar síðan kristni hófst. Sænski rithöfundurinn Eyvind Johnson sagði m. a.: Lögregluríki. „Þegar rússneska byltingin brauzt út, var eg sautján ára og meðlimur í ungsósíalistafélags- skap. Rússarnir létu verkin tala. Þeir notuðu ofbeldi, en sögðu að það væri nauðsynlegt í þetta skipti til þess að steypa lögreglu- ríki zarsins. Þegar því væri lokið, mundi frelsið og bræðralagið halda innreið sína. Hvernig lítur út innan landamerkja Rússlands í dag, eftir 30 ára reynslu? Land- ið er orðið stærsta og augljósasta lögregluríki heims. Einstaklings- frelsi er ekki lengur til í Rúss- landi. Rússneskur almenningur veit næsta lítið um það, sem ger- Eg heyrði það fyrst í tilkynn- ingum útvarpsins, að Júlíus Stef- ánsson, kennari og sýslunefnd- arniaður frá Efstalandi, væri dá- inn. Síðar hefi eg frétt, að hann hafi verið fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri 3. febr. sl., en það var 43. afmælisdagur hans, og andast þar 9. sama mánaðar. Eg á margar bjartar og hlýjar endurminningar um Júlíus sál., allt frá því hann var barn að aldri, og eg marg reyndi dreng- skap hans og fölskvalausa vináttu í minn garð. Fáein minngarorð verða því létt á metunum frá minni hendi, þó öðru sé nú ekki til að dreifa eins og komið er. Júlíus var fæddur 3. febr. 1904 að Öxnhóli í Hörgárdal (eftir því sem eg bezt veit), en mjög ungur fluttist hann með foreldrum sín- um að Þverbrekku í Óxnadal og þar ólst hann upp. Síðar fluttust foreldrar hans að Efstalandi í sömu sveit og bjuggu þar í mörg ár, dvaldi Júlíus þá oftast með þeim, þess vegna er mér, og lík- lega flestum Öxndælingum, tamast að kenna hann við þann bæ, þó hann teldi sér annars staðar heimili hin allra síðustu ár. ...........: r, ... Eg þekkti Júlíus frá því hann izt í öðrum löndum. Alræði ör- eiganna er orðið að.einræði yfir öreigunum. Rússneska stórveldið er orðið afturhaldssamasta her- veldi heimsins. Arftakar bylting- arinnar reisa veldi sitt á leyni- lögreglu, fangelsum, brottflutn- ingi fólks og innlimun smáríkja. Það er fleira sameiginlegt með kommúnistaríkinu og nazistarík- inu en er ólíkt með þeim.“ var lítið barn, en veruleg kynni okkar hófust þó fyrst haustið 1914, er hann var 10 ára garnall. Þá kom hann í skóla til mín, en eg var þá barnakennari í sveit minni. Þessi 10 ára sveinn lét ekki mikið yfir sér, er hann kom í barnaskólann, fremur en hann gerði síðar á lífsleiðinni, og eg held, að hann hafi hálf kviðið skólavistinni. En fljótt komst eg að raun um, að hann var ástund- unarsamur við námið og svo sið- prúður, að á betra varð ekki kos- ið. Sá eg þá þegar, að hann mundi verða drengur góður, sem og reyndist rétt. Hann stundaði síðan nám hjá mér nokkrar vikur hvern vetur þar til hann lauk fullnaðarprófi méð góðri eink- unn. Nokkrum árum síðar hélt eg unglingaskóla part úr vetri. Júlíus sótti þann skóla og komu þar hin sömu einkenni í ljós og á hafði borið í barnaskólanum. En hann var þá orðinn þroskaðri, og eg varð þess fyllilega var, að hann mundi verða áhugamáður um almenn mál og vilja vinna sveit sinni og landi það gagn, er hann mátti. Um tvítugsaldur gekk Júlíus í Bændaskólann á Hólum í Hjalta- dal og varð búfræðingur þaðan. Eftir það vann hann við algeng búnaðarstörf heima í sveit sinni um nokkur ár. Var hann þá oft heima með foreldrum sínum á Efstalandi, en vann þó oft annars staðar. Þar á meðal vann hann oft hjá mér, bæði í kaupavinnu og sem vetrarmaður. Eitt sinn, er eg var langdvölum fjarri heimil- inu (á Alþingi) fól eg honum alla umsjón bús míns úti við og auk þess nokkur opinber störf, er eg gengdi þá í sveit minni. Voru þetta samtals mikil störf fyrir einn mann ,enda mun vinnutími hans hafa verið langur dag hvern, þó hann tæki ekkert eftirvinnu- kaup. En störf þessi leysti hann af hendi með alveg stakri trú- mennsku og samvizkusemi og skilaði öllu af sér í bezta lagi um vorið. Og eftir því var dagfarið á heimilinu: prúðmennska í hví- vetna, glaðværð, þó án allra ærsla, og greiðvikni við hvern mann. Eg álít að framkoma Júlí- usar á mínu eigin heimili lýsi manninum töluvert og því sé mér bæði ljúft og skylt að geta hans. Eftir þetta varð Júlíus barna- kennari til dauðadags, lengst x Öxnadalshreppi, en þó stundum í hluta Glæsibæjarhrepps. Ekki var hann neitt séi'staklega undir það búinn að gerast kennax'i; hafði aldrei í kennaraskóla kom- ið. Hlýtur þetta starf því að hafa verið honum all erfitt í fyrstu. En af venjulegri samvizkusemi sinni varði hann sínum ítrustu kröftum til að leysa starfið sem (Framhald á 6. síðu). Arnulf Överland, hinn víðkunni, norski rithöfundur, er rægður og ofsóttur af konimúnistum fyrir að þora að bera sannleikaixum vitni, nú eins og í tíð Hitlers, þegar hann varð að þola fangelsi fyrir bersögli sína. Överland er væntanlegur til íslands í maí á vegum Norræna félagsins og mun flytja hér fyrirlesíra. Dánarminning JÚLÍUS STEFÁNSSON frá Efstalandi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.