Dagur - 17.03.1948, Síða 8

Dagur - 17.03.1948, Síða 8
8 Miðvikudaginn 17. marz 1948 Dagur Hlðupið í Skjðifandafljóti á dög- unum eyðilagði brfr og vegi Bærinn Húsabakki var í mikilli hættu Vegasamband við Kalda-Kinn og Skriðuliverfi rofið Óljósar fregnir hafa til þessa borizt af hlaupinu í Skjálfanda- fljóti á dögunum, en nú hefir Baldur Baldvinsson, bóndi á Ófeigsstöðum, sent Degi ýtarlega frásögn um hlaupið. Er af henni Ijóst, að þetta lilaup er það mesta, sem orðið hefir í manna minnum ■og hefir það valdið mikilli eyði- leggingu. Frásögn Baldurs fer hér á eftir: — Fyrri hluta þessa vetrar hlóð niður mikilli fanndyngju hér í Suður-Þingeyjarsýslu. Var um- fei'ð teppt svo mánuðum skipti. Laust fyrir síðustu mánaðamót brá til sunnanáttar með geysileg- um leysingum, er stóðu á aðra viku. Tók snjóalög svo ört, að ná- lega varð alautt í byggð. Að kvöldi fimmtudagsins 4. marz flæddi Skjálfandafljót úr farvegi sínum, nokkuð sunnan við brúna, austur frá Ofeigsstöð- um. Braut það ísinn fljótlega norður að brúnni og hlóð þar upp stórfenglegri jakahrönn, sem tók allt að brúarpalli og lagðist með feiknaþunga á brúna. Við jaka- stífluna óx flóðið hröðum skref- um og vall kolmórauð jökulelfan, austur og vestur yfir Fljótsbakk- ana. Um kl. 11 að kveldi var undir- lendið, sunnan akvegarins, allt undir vatni og steyptist vatns- flaumurinn þá með fullum þunga norður yfir veginn og fylgdi hon- um ægilegt ísrek og þungur nið- ur. Fór þá nóttin í hönd og ekki hægt að fylgjast með hamförum flóðsins vegna myrkurs. Sýnilegt er þó, að um nóttina hefur stífl- an við Fljótsbrúna brostið og sprengt ísinn norður að eyju í Fljótinu, er Staðarbakki nefnist. Hefur þar stífla myndazt að nýju og ausið jakaspýjum á báða bóga. Uinflotinn bær. Bærinn Húsabakki, er stendur á sléttunni, vestan við Garðsnúp, en austan Skjálfandafljóts, var í mikilli hættu. Bóndinn þai', Ing- ólfur Indi'iðason, vai'ð flóðsins var fyrir háttatíma og fór ekki úr fötum um nóttina. Svall flóðið við bæjarhlað, hlóð þar upp fei'legum jakahrönnum og vatnaði að hús- ti'öppum. Var túnið allt undir vatni. Fór vatn inn í peningshús og hlöður, en þó ekki til stór- skaða, þar sem bóndinn gei'ði sitt til vai'nar. Túngirðing, er stóð austan bæjai', -sópaðist á burt. Að moi-gni föstudagsins 5. marz var stói'fenglegt um að lit- ast. Allt láglendið, milli Gai'ðs- núps og Kinnarfjalla, einn vatns- fjörður, það sem augað eygði. ís- boi-gir, hx-ó og hey, stóðu eins og strönduð skip upp úr flóðinu. — Um hádegi tók að fjara og „setti niður“ mjög ört, en mikill vöxtur var þó í Fljótinu. Laugardaginn 6. mai'z gekk veður til norðanáttar með nokkru frosti og mikilli fannkomu, er stóð fram á næsta dag. Við hríð þessa krapaði Skjálfandafljót all- mjög. Vai'ð ki'ap-stappan svo þykk, að hefti eðlilega frami-ás vatnsins. Aðfai-anótt mánudags 8. marz, flæddi Fljótið að nýju og beljaði yfir akveginn beggja megin Fljótsins. Steig Fljótið nú fullt eins hátt og í fyrra hlaupinu. Tók það þá yfir minna svæði, þar sem hinn nýfallni snjór hlóðzt í garða og hefti frami-ás þess verulega. Ekki var þá heldur um ísrek að ræða. Fyx-ra hlaupið varaði í ca. 20 klukkustundir, en það seinna litlu skemur. Miklar skemmdir. í flóðum þessum ui'ðu að sjálf- sögðu miklar skemmdir á svæði því, er þau náðu yfir. Á ríkisveg- inum frá Ofeigsstöðum að Húsa- bakka löskuðust verxilega tvær bi'ýr og þriðja brúin flaut af stöplum, en náðist, án mikilla skemmda. Slitlag þvoði gei'sam- lega af veginum á all-löngum kafla og víða ui'ðu meh'i og minni skemmdir á undii'byggingu. Fljótsbi'úna sjálfa sakaði ekki. Hefur hún nú staðizt þá prófi'aun, sem skapa mun henni, Ái-na Páls- syni verkfræðing og Sigui'ði Björnssyni bi'úasmið, langan ald- ur. Sýsluvegurinn í Ut-Kinn galt mikið afhroð í flóðinu. Reif það með sér nýbyggða brú, af Polla- kíl, og fæi'ði á sæ út. Auk þess urðu gífurlegar skemmdir á veg- inum, sem var ungur og illa gró- inn. Hefur síðasta ái'sfi'amlag til vegarins algei'lega runnið hér út í sandinn. Sauðfjái’veikivai’nagii'ðingin, er liggur með Skjálfandafljóti, vai'ð fyrir stói-um áföllum. Er hún ger- eyðilögð frá Fljótsbrú norður undir Húsabakka. Mun það vera allt að þriggja km. vegalengd. Víða annai’s staðar hefur hún orðið fyrir smáskemmdum. Til viðbótar því, sem hér hefur vei'ið frá skýrt, hafa ýmsir bænd- ur orðið fyrii' meira og minna tjóni, á heyjum og girðingum og misst brýr af ám og lækjum. Vegasamband rofið. Bændur í Kalda-Knin og Skriðuhverfi eru nú vegalausir í bráð. Kemur það sér mjög illa, þar sem nú er rofið sambandið við nýju mjólkurstöðina í Húsa- vík, en þangað var flutt mjólk áður annan hvorn dag. Skemmd- ir á vegi og brúm væri að vísu hægt að bæta fljótlega ef tíðarfar yrði hagstætt. En á stórum hluta vegarins, er flóðið gekk yfir, rísa nú mannháar ísborgir, sem ekki Flytur mikilvægan boðskap Truman Bandaríkjaforseti mun ávarpa báðar deildir Kongressins í dag og flytja þingheimi mikil- vægan boðskap. Það er aðeins þegar um mikilvægustu atburði er að ræða, sem forsetar Banda- ríkjanna flytja þinginu boðskap á þennan hátt. Almennt er talið að forsetinn muni ræða síðustu við- burði í Evrópu og hið liættulega ástand. verður eytt í snöggu áhlaupi, nema jarðýta kynni að leysa þann vanda. Skjálfandafljót hefur slitið fjötra sína fyrr, og síðast 11. marz árið 1945 og þá eftir viku leys- ingar. En eigi muna menn áður jafn tröllslegt hlaup sem þetta síðasta". FjárveitingavaSdlð skilningssljóft á málefni Akureyrarkaupstaðar Engin fjárveiting til sjálfvirku símastöðvar- innar - aðeins 75 þús. kr. til liafnarendurbóta Lítill skilningur virðist ríkja hjá fjárveitingavaldinu á þörfum Akureyrarkaupstaðar iyrir fé til aðkallandi framkvæmda í bæn- um. Virðist bærinn verða mjög útundan um fjárframlög ríkisins til aðkallandi, verklegra fram- kvæmda, enda málefnum hanslítt sinnt á Alþingi og linlega haidið á héðan af framkvæmdastjóra bæjarins. Það er nú vitað, að fjárveit- inganefnd Alþingis leggur til að fjárveiting til hafnarendurbóta hér verði aðeins 75 þúsund krón- ur í stað 800 þús. króna, er bærinn sótti um til nýbygginga og end- urbóta við höfnina. Er þessi lága fjárveiting, miðað við aðrar hafn- ir, réttlætt með því, að bærinn hafi ekki látið vinna fyrir allt það framlag, er höfninni hér var ætl- að á síðustu fjárlögum, en ýmsar aðrar hafnir hafi farið fram úr áætlun um framkvæmdir og séu því í meiri fjárþörf en Akureyr- arhöfn á þessu ári. Ástæðan til þess að ekki hefir verið hafizt handa um þær hafnarendurbætur hér, sem lengi hafa verið á döf- Forustumenn lýðræðisins í Tékkóslóvakíu: Annar pólitískur fangi - hinn fremur sjálfsmorð Síðastliðinn miðvikudag spurðust þau tíðindi um heim allan að Jan Masaryk, utanríkisráðherra Tékka, sonur Tómasar Masaryk, hefði framið sjálfsmorð með því að kasta sér út um glugga á skrifstofu sinni í Prag, aðeins nokkrum dögum eftir að kommúnistar höfðu með ofbeldi hrifsað völdin í sínar hendur. Masaryk varð 62 ára gamall og naut alla ævi mikils álits sem víð- sýnn og drenglyndur stjórnmálamaður. — Fullvíst er talið að ástæðan til hinna liömru- legu afdrifa hans sé sú, að hann hafi ekki treyst sér til þess að lifa lengur við andlega kúgun kommúnista, og þá staðreynd, að land hans, sem hlaut sjálfstæði fyrir glæsi- lega baráttu föður hans, væri gert að mátt- lausu leppríki rússnesku stjórnarinnar. — Kommúnistar hvarvetna hafa reynt að halda því fram, að Masaryk hefði tekið sér svo nærri aðfinnslur vina sinna erlendis vegna þátttöku hans í stjórn Gottwalds, að hann hafi sturlast af þeim sökum og ráðið sér bana. Það er eftirtektarvert að íslenzku kommúnistablöðin eru engir eftirbátar ann- arra kommúnistamálgagna, að bera slíkar fjarstæður á borð fyrir lesendur sína. Er það ennþá ein ábending um niðurlægingu og andlega formyrkvun íslenzkra kommún- istaforsprakka. Með Masaryk er fallinn í valinn einn af öruggustu stuðningsmönnum lýðræðis og frelsis í Tékkóslóvakíu, en hinn aðalleiðtogi þjóðarinnar um áratugi, Euard Benes forseti, er pólitískur fangi kommún- ista og hefir livergi komið fram opinberlega eða látið til sín heyra, síðan valdarán kommúnista hófst. — Margir sendiherrar Tékkóslóvakíu, svo og aðalfulltrúi landsins hjá Samcinuðu þjóðunum, haía sagt af sér og fardæma ofbeldi kommúnista. Jan Masaryk. Euard Benes. inni, er hins vegar sú, að Vita- málaskrifstofan, sem á að hafa yfirumsjón með endurbótum og nýbyggingum og útvegun efnis, hefir haldið mjög slælega á mál- unum fyrir hönd bæjarins og lítt eða ekkert aðhafst til þess að hefja fyrirhugaða viðgerð Torfu- nefsbryggjunnar. Virðist fram- kvæmdastjóri bæjarins hafa ver- ið þolinmóður við þessa ríkis- stofnun og lítið hafa gert til þess að halda málinu vakandi. Þá verður heldur ekki séð að hafn- arnefndin hafi gengið eins ríkt eftir því að framkvæmdir væru hafnar, og nauðsynlegt var til þess að koma málinu fram. — Kommúnistar hafa enga sérstöðu í þessu efni, eins og „Verkam.“ vill vera láta. Fulltrúar þess flokks hafa enga sérstaka rögg- semi sýnt af sér í þessum málum, hvorki í bæjarstjórn né hafnar- nefnd. Sú tilraun, sem gerð hefir verið til þess að koma einum þæt.ti hafnarmálanna é rekspöl — þ. e. byggingu dráttarbrautarinn- ar — var gerð að forgöngu Fram- sóknarmanna. Afdrif málaleitun- ar bæjarins í höndum fjárveit- ingavaldsins mætti nú e. t. v. vei’ða til þess, að framkvæmda- stjórn bæjarins rumskaði og krefðist þess af Vitamálaskrif- stofunni, að hún hæfist þegar handa eða skilaði málinu af sér til framkvæmdastjóra eða nefnd- ar, er falið væri að hafa umsjón verksins á hendi. Augljóst er, að núverandi aðgerðarleysi í mál- efnum hafnarinnar er stórhættu- legt öllu athafnalífi bæjarins. Símastöðin. Þá vekur það sérstaka athygli, að engin fjárveiting er ráðgerð til þess að koma upp sjálfvirku símastöðinni hér, sem nú er full- smíðuð í Svíþjóð og tilbúin til út- flutnings ef ekki stendur á leyf- um stjórnarvalda hér. Hins vegar er áætluð rífleg fjárveiting til ennþá einnar stækkunar Reykja- víkurstöðvarinnar. Er þessi af- greiðsla algjörlega óþolandi og óréttlætanleg, en jafnframt áminning.til bæjarmanna um það, liyað það getur kostað að senda úrræðalitla menn á þing. Meistarakeppni í bridge lokið Meistaraflokkskeppni í brids lauk hér á Akureyri síðastliðir sunnudag, meistarar að þess sinni er- sveit Svavars Zóphonía! sonai', aðrir í sveitinni eru: Jc Stemgrímssorn. Björn Einarssc og Jónas Stefánsson, þeir unr einnig.. ,JVIorgunblaðsskjöklint fyrir þetta- ár. sem er farandgrij ,uir ag-ekkr vTnnst tii.eignar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.