Dagur


Dagur - 24.03.1948, Qupperneq 1

Dagur - 24.03.1948, Qupperneq 1
Finunta síðan: Grein eftir Karl Kristjáns- son um viðskipti lands- manna við embættismanna- vald höfuðstaðarins. F or ustugreinin: Bréfaviðskipti kommúnista og nazista á árunum 1939—- 1941 og viðburðir síðustu mánaða. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. marz 1948 12. tbl. Ákveðið ðð heljast hand a um nýja viðbólarvirkjun Laxár 20 ára starf fyrir mjólkurmál héraðsins Annars staðar í blaðinu er greint frá ársfundi Mjólkursamtags KEA, sem haldinn var sl. fimmtu- dag. Á fundinum var minnzt 20 ára starfsafmælis Mjólkursamlags KEA og samþykkti fundurinn að flytja Jónasi Kristjánssyni samlagsstjóra þakkir fyrir 20 ára starf lians í þágu mjólkurmála héraðsins. Jónas liefir veitt samlaginu forstöðu frá stofnun þess. Myndin er af Jónasi í rannsókn- arstofu samlagsins. Mjólkurframleiðsian í héraðmu jókst um 12.7% á síðastliðnu ári Mjólkursamlag K. E. A. hefur tekið á rnóti 56 milljónum lítra á 20 ára starfsskeiði og greitt fyrir þá um 40 millj. kr. Aðalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn að Hótel KEA s. 1. fimmíudag. Fundinn sóttu 112 fulltrúar félagsdeildanna ásamt stjórn KEA, framkvæmdastjóra og forstjóra Mjólkursamlagsins. Á þess- um fimdi var þess minnzt, að hinn 6. marz s. 1. voru liðin 20 ár síðan mjólkursamlagið hóf vinnslu, en bað var fyrsta samvinnumjólkur- samlagið með því sniði hér á lan di. AtvimiumálaráSuneytið hefur heim- ilað að hefja framkvæmdir og bæjar stjórnin samþykkt fyrir sitt leyti Sainniiigum um eiguatilhögun frestað í skýrslu sinni til fundarins sagSi Jónas Kristjánsson sam- lagsstjóri, að á þessu tímabili hefði samlagið tekið á móti um 56 milljónum lítra af mólk og greitt framleiðendum um 40 milljónir króna. Framför í iðn- aðinum hér og mjólkurfram- leiðslunni almennt hefur orðið geysileg á þessu tímabili. Fyrsta daginn, sem samlagið starfaði tók það á móti 1600 lítrum mjólk- ur. Nú getur það tekið á rnóti 30 þúsund lítrum á dag. Aukning framleiðslunnar. Skýrsla samlagsstjórans bar það með sér, að mjólkurfram- leiðslan í héraðinu fer enn vax- andi. Alls tók samlagið á móti 6.074.782 ltr. mjólkur á árinu 1947 og*er það 12,7% aukning frá árinu á undan. Samlagið hafði greitt bændum kr. 1,08,59 á hvern lírta, en fundurinn samþykkti nú, skv. tillögu stjórnar KEA, að greiða kr. 0,38 uppbót á itr. Verð- ur meðalverð ltr. á árinu 1947 því kr. 146,59. í tilefni af 20 ára starfi Jónas- ar Kristjángsonar fyrir mjólkur- mál héraðsins samþykkti fund- urinn eftirfarandi tillögu: ,.Ársfundur Mjólkursamlags KEA 1948, þakkar samlagsstjóra 29 ára ötula baráttu fyrir vel- gengni þssarar framleiðslu. Sönui leiðis þakkar fundurinn stjórn og framkvæmdastjóra KEA og starfsfólki samlagsins.“ Starfsemi Sæðingarstöðvar SNE. Á fundinum flutti Hjörtur Eldjárn, forstöðumaður Sæðinga- stöðvar SNE, sem rekin er í húsakynnum Mjólkursamlags- ins á Grísabóli, skýrslu um starf- semi stöðvarinnar á s. 1. ári. Á árinu voru sæddar 1971 kýr og höfðu 70% haldið við fyrstu sæðingu en við aðra sæðingu rúmlega 15%. Við 1. og 2. sæð- ingu rúmlega 85,7%. Votheysgerð og byggingamál. Gunnar Kristjánsson bóndi á Dagverðareyri flutti erindi um votheysgerð. Urðu allmiklar um- ræður um það mál og bygginga- mál sveitanna almennt. Sam- þykkt var tillaga þess efnis, að rannsakað yrði hvað KEA gæti gert til þess að styðja bygginga- mál sveitanna, og þá sérstaklega byggingu hentugra votheys- gryfja. Á fundinum kom fram sú skoðun, að hentugt mundi að nota steypumótasamstæður svip- aðar þeim. er sænskir bændur nota nú síðustu árin til votheys- gryfjugerðar. Mikil aðsókn að „Hamrimim“ Leikfélag Akureyrar sýndi „Hamarinn“ í fyrrakvöld og gær kvöld við húsfylli. Ætlað var að þetta yrðu sjðustu sýningarnar en vegna hinnar gífurlegú að- sóknar hefur félagið ákveðið að sýna leikinn enn eftir páska, en ekki er ákveðið hvaða dag það verður. Mun það verða auglýst nánar síðar. Góð aflasala ,Kaldbaks‘ Akureyrartogai'inn „Kaldbak- ur“ seldi afla sinn í Fleetwood hinn 14. þ. m., 3971 kit fyrir 12.391 sterlingspund. Líklegt má nú telja að hafizt verði handa um nýja virkjun Laxár við neðra fallið svokallaða á þessu ári. Atvinnumálaráð- herra hefir með bréfi til bæjar- stjórnarinnar lagt til, að verkið verði hafið samkvæmt heimild í þingsályktunartillögu frá 24. maí 1947, og hraða eins og kostur er. Bæjarráð og Rafveitunefnd gerðu svofellda ályktun í mál- inu: Bæjarráð og Rafveitunefnd leggja til að bæjarstjórn sam- ■þykki að hafin verði á næsta vori viðbótarvirkjun við Laxá hjá Brúum og að Akureyrarbær leggi fram sem bráðabirgðalán kr. 500,000,00 á þessu ári til virkjunnar. Ákvörðun um eignatilhögun frestað. Áður hefur verið' greint frá samningaumleitunum rafveitu- nefndar og raforkumálastjóra um eignatilhögun fyrirtækisins. Varð ekki samkomulag um uppkast að frv. til laga um virkjunina, sem raforkumálastjóri lagði fram. í bréfi sínu til bæjarstjórnarinnar leggur atvinnumálaráðherrann til að samningumumeignatilhög- un virkjunarinnar í milli bæjar og' ríkisins verði frestað um sinn en virkjunin hafin þegar. í bréfi ráðherrans segir svo: , „Með skírskotun til umræðna þeirra, sem fram hafa farið und- anfarna daga milli nokkurra full- trúa Akureyrarkaupstaðar ann- arsvegar og fulltrúa ríkisstjórn- arinnar hinsvegar um viðbótar- virkjun Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu og um það, hver skuli síðar eiga þá virkjun og reka, skal yður hérmeð tjáð, herra bæjarstjóri. að ráðuneytið tel- ur rétt að skjóta umræðunum um eig'natilhögun virkjunarinn- ar á frest um stundar sakir, en að framkvæmd virkjunarinnar verði hafin á grundvelli heilmild- ar þeirrar, sem veitt er í þingsá- lyktun frá 24. maí 1947 og hraðað svo sem kostur er. í téðri þingályktun er ríkis- stjórninni veitt heimild til að hefja framkvæmd á viðbótar- virkjun í Laxá í Suður-Þingeyj- arsýslu og að taka í því skyni lán að upphæð allt að þrem millj- ónumkróna. Ríkisstjórnin hefir nú einnig í athugun, hvernig út- vegað verði allt það lánsfé, sem þurfa mun bæði til Sogsvirkjun- arinnar og Laxárvirkjunarinnar. En útvegun lánsfjár er, svo sem kunnugt er, miklum erfiðleikum bundnir, sem stendur. Verður eigi séð, að komist verði hjá því að taka erlendis lán fyrir erlend- um kostnaði við virkjanirnar, og cr þó ekki vitað hver skilyrði eru fyrir hendi um tölu slíkra lána. Eins og stendur er ekki vitað með neinni vissu, hvenær takast megi að fá hin innlendu lán, en á- ætlanir gera ráð fyrir, að hinn innlendi kostnaður af fram- kvæmd Laxárvirkjunarinnar verði á árinu 1948 kringum 2,7 milj. kr. Er full þörf þess að all- ir aðilar leggist á eitt um að tryggja það að þetta fé fáist. Vill ráðuneytið beina þeirri fyrir- spurn til bæjarstjórnar Akureyr- ar, hvað hún treystist til að gera í þeim efnum. Jafnframt mun ráðuneytið láta ljúka öðrum undirbúningi undir virkjun svo að ekki standi á aieinu að hefja vinnu þegar fé er fyrir hendi til þess. Þá vill ráðuneytið ekki láta Framhald á 8. síðu. Frumvarpið iun nýskipun verzl- miarmálanna fellt Al|)ýðufIokkurinn gekk í lið með heild- salavaldinu Þau tíðindi gerðust í efrideild sl. mánudag, að frumvarpið um nýskipun verzlunarmálanna, þ. e. að innflutningsleyfum skuli hagað í samræmi við skilaða skömmtunai'miða, var fellt í efri deild fyrir atbeina Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins. Aðeins Hannibal Valdimarsson greiddi frumvarpinu atkvæði af Alþýðuflokksmönnum í deild- inni, ásamt Framsóknarmönnum og kommúnistum. í neðri deild hafði Gylfi Þ. Gíslason greitt frumvarpinu atkvæði og þar átti það meira fylgi að fagna. Það vekur mikla athygli, að það skyldu vera þingmenn Alþýðu- flokksins, sem þarna gengu í lið með heildsalavaldinu til þess að tryggja þeim áframhaldandi for- réttindi í innflutningsverzlun landsmanna.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.