Dagur - 24.03.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 24.03.1948, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 24. marz 1948 Fréttaflu tningur „Þjóðviljaiis“ frá verldýðsfélögunum: snua staoreynaum vi og reyna þannlg é dylja ósigra sína Kommúnistar bíða nú hvcrn ósigurinn á fætur öðrum í verklýðs- félögunum úti um land. Þeir urðu að setja ofan á Eskifirði, fengu hina herfilegusíu útreið í Húsavík og í Ólafsfirði töpuðu þeir kosn- ■ingunni í vcrklýðs- og sjómannafélaginu við lítinn orðstír. Þessir ósigrar hafa komið illa við kaun Moskvakommúnistanna sem skrifa •Þjóðviljann og Verkamanninn og hafa heir gert ítrekaðar tilraunir tii hess að breiða yfir há með röngum fréttaflutningi. Þjóðviljinn birti t. d. 29. febr. sl. mjög rangar og villandi fregnir af kosningunni í Ólafsfirði til þess að breiða yfir ósigur sinna manna þar. Nú hcfir fyrrv. formaður Verklýðs- og sjómannafélags Ólafsfiarðar, Randver Sæmundsson, skrifað blaðinu greinargerð um ósigur kommúnista í Ólafsfirði og hrekur hann þar fregnir Þjóðviljans. Randvcr segir: í Þjóðviljanum, 29. febr. þ. á., er birt fregn frá aðalfundi Verka- lýðs- og sjómannafélagi Olafsfj., er haldinn var 22. febr. sl. í fregn þessari er skýrt mjög rangt og villandi frá gerðum fyrrv. félags- stjórnar í sambandi við umrædd- an fund og get eg, sem fyrrv. for- maður félagsins og fundarstjóri á fundi þessum, ekki látið hjá líða, að leiðrétta missagnirnar, hvort sem fréttaritarinn hefir, af ásettu ráði, sent ósannar fregnir af fundinum, eða Þjóðviljinn hef- ir tekið það upp hjá sjálfum sér. Er kosning var að hefjast, kom fram fyrirspurn um hvort allir, er inni voru hefðu kosningarétt. Þessari fyrirspurn svaraði eg með því, að lesa upp úr lögum félags- ins þá grein er um þetta fjallaði, en þar stóð meðal annars, að unglingar innan 16 ára aldurs hefðu ekki kosningarétt og til- kynnti eg þetta, en lét að því búnu hefja kosningu formanns. Þegar búið var að kjósa for- mann og birta atkvæðatölur, er mér tilkynnt, að nokkrir ungling- ar innan 16 ára hefðu kosið, þrátt fyrir þaðað eg var búinn að lýsa því yfir, að slíkt væri ekki leyfi- legt. Og er eg hafði fullvissað mig um að rétt væri frá skýrt, lýsti eg því yfir, að eg teldi kosn- inguna ógilda og yrði því kosiö að nýju. Þessu næst. skipaði eg öll- um þeim unglingum, er ekki hefðu kosningarétt, að standa upp og færa sig út að vegg húss- ins, og urðu þeir við því. Um þennan þátt fundarins seg- ir Þjóðviljinn orðrétt: „Þegar talningu var lokið og sósíalisti hafði sigrað, þótti stjórninni mál- ið taka að vandast, greip hún þá til þess ráðs að ógilda kosninguna á þeirri forsendu, að einhver inn- an 16 ára myndi hafa greitt at- kvæði, en meðan þvælt var um þetta voru sendir út smalar til að ná í atkvæði." Þarna skrikaði Þjóðv. fótur á sannleiksbraut- inni. Stjórnin gerði engar sér stakar ráðstafanir vegna þess, að sósíalisti var kosinn, þvert á móti. Hún gat vel unnt sósíalist- um þess „sigurs“ að koma Axel Péturssyni í formannssæti, þar hæfði prýðilega hvað öðru for- ingi og fylgismenn. Hins vegar fannst henni skylda sín, þegar vitað var að nokkur atkvæði voru ógild, að láta kjósa upp að nýju, enda komu fram ákveðnar raddir um það frá fundarmönnum sjálf- um. Þjóðviljamenn hefðu e. t. v. haft einhverjar aðrar aðferð,ir. Að það hafi verið sendir út smalar er mér alveg ókunnugt um, og að stjórnin hafi staðið fyr- ir því, eru helber ósannindi. Ann- ars ætti Þjóðv. að tala sem minnst um smalamennsku í sambandi við fundi verkalýðsfélagsins hér í Olafsfirði og spursmál hvort liðsmönnum hans er nokkur greiði ger með því að minna á slíkt, og væi'i freistandi að rifja upp nokkur atriði í því sambandi, ef frekara tilefni gæfist. Þegar kosning hafði farið fram að nýju, kom í Ijós, að formanns- efni „samfylkingar stjórnarflokk- anna“, eins og Þjóðviljinn kallar það, hlaut 45 atkv., en „samein- ingarmaðurinn1:, Axel Pétursson, hlaut 44 atkv. „Nú var stjórnin ekki sein á'sér að lýsa kosning- una lögmæta,“ segir Þjóðviljinn. Svo mörg eru þau orð, enginn skildi efast um sannleikann!! Áð- ur en eg byrjaði að lesa upp at- kvæði í seinna skiptið, gerði eg þa fyrirspurn. hvort nokkur hefði við kosninguna að athuga, og var það ekki, og á þeim forsendum taldi eg kosninguna lögmæta og geri það enn. Var nú kosningu haldið áfram og fór hún þannig, að „sameiningarmenn11 fengu einn mann kosinn í stjórnina af fimm. Kl. 11.30 varð samkomulag um að fresta fundi vegna þess, hve fundarmenn voru orðnir fáir. Næstu daga á eftir þessum sög'ulega fundi gengu þær sögur um bæinn, að „sameiningar- menn“ væru óánægðir með úrslit kosninga og myndu ætla sér að fara fram á ógildingu þeirra, en á hvaða forsendum vissu menn ekki. Fimm dögum seinna fór eg fil Reykjavíkur. Bregða þá „sam- einingarmenn“ við og senda hin- um nýkjörna formanni áskorun, undirritaða af 25 félögum, kon- um og körlum, þar sem þess er krafizt, að boðað verði til nýs að- alfundar og gerðir fyrra fundar gerðar ógildar, að öðrum kosti verði Alþýðusambandi íslands sent málið til úrskurðar. For- maður kallaði strax sarnan stjórnina og var samþykkt að verða við þessum kröfum. Það sem einkum mun hafa ráðið því er að nýja stjórnin mun þótzt sjá fyrir, að „einingar- menn“ mundu nota þetta tæki- færi til árása á hana og á allan hátt reyna að torvelda störf hennar. Þá mun stjórnin einnig hafa séð í hendi sinni, að úr- skurður stjórnai' Alþýðusamb. ísl. myndi vafalaust verða „ein- ingarmönnum“ í vil, eins og hún (það er stjórn Alþ.sam.) er nú skipuð, án tillits til málefna. Síðan var boðað til nýs fundar og hann haldinn 2. marz sl. og fór kosning á þann veg, að Gunn- ar Steindórsson, formannsefni lýðræðisflokkanna, hlaut kosn- ingu með 89 atkv., en formanns- efni „sameiningarmanna“, Krist- inn Sigurðsson, hlaut 59 atkv., að öðru leyti fór kosning þannig, að lýðræðisflokkarnir fengu fjóra menn kjörna, en „sameiningar- rrtenn“ einn. Eftirtektarvert við þessa kosn- ingu er það,. að formannsefni þeirra „einingarmanna" frá fyrri fundinum er nú hvergi nefndur, og ekki stungið upp á honum í eina einustu trúnaðarstöðu í fé- laginu. Sennilega hefir „einingarmönn- um“ fundist, þegar þeir fóru að athuga sinn gang, að framkoma hans á fyrri fundinum hafi eklci verið beinlínis sigurstrangleg. Að endingu vil eg fara nokkr um orðum um kröfur hinna 25 „einingarmanna" um nýjar kosn- ingar, en þær eru byggðar á eft- irfarandi: 1. Að fleiri atkvæðaseðlar hefðu verið í umferð, en kjósendur voru, er kjósa skyldi formann seinna skiptið. Þetta er rétt, það sem það nær, og það eina, sem rétt er í áskorunarskjalinu. Þannig var, að á meðan verið var að lesa upp atkvæði í formanns- kosningu í fyrra skiptið, lét eg útbýta seðlum til kosningar á gjaldkera, en þar sem margir höfðu kosið gjaldkera á sinn miða er ákveðið var að endurtaka kosningu formanns, og varð því auðvitað að láta þá fá nýja miða, en eg taldi, og lýsti því yfir, að eg teldi engan er inni var, svo mik- inn ódreng, að hann færi að kjósa formann á tvo miða, og það eitt veit eg, að fram að þessum tíma hafa sósíalistai' í Olafsfirði ekki talið ólaffirzka verkamenn lík lega til svoleiðis athafna. 2. Bréfritarar haldá því fram að riokkrir utanfélagsmenn hafi verið staddir inni, þegar kosið var. Eg skora á þá að gefa upp hverjir þeir utanfélagsmenn hafi verið, og hvort þeim hafi veríð úthlutað atkvæðaseðlum. 3. Að eg hafi ekki orðið við eindreg'num tilmælum eins fund- armanns um að láta telja kjós- endur og kjörseðla. Þetta eru ósannindi. Það komu engin til- mæli fram um slíkt. Hins vegar kom fram fyrirspurn frá Kristni Pálssyni, hvort ekki væri réttast að láta telja fundarmenn og at- kv.seðla og sá eg ekki ástæðu til að láta gera það, enda hefir það ekki verið venja við kosningar félaginu, og minnist eg þess ekki, að sósíalistar hafi látið fram- kvæma slíka talningu, meðan þeir voru einir við völd. Með framanrituðu hefi eg sýnt fram á, að frásögn Þjóðviljans um afskipti fyrrv. stjórnar Verka- lýðs- og sjómannafél. Olafsfjarð- ar, af formannskosning t í nefndu félagi, svo sem að stjérnin hafi tekið það upp hjá sér að ógilda kosningu formanns að ástæðu lausu, er uppspuni einn, og ætti Þjóðviljinn að sjá sóma sinn í þv að afla sér ábyggilegri heimilda næst þegar hann fer að láta mál efni verkalýðsins i Ólafsfirið til sín taka. Randver Sæmundsson. Gróandi jörð: - hinn mikli fjársjóður þjóðarinnar Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON LANDIÍÚNAÐUR. — Það felst mikill ónotaður fjár- sjóður, í hinni óhreyfðu mold. Aðeins lítið brot af bví landi, sem hér er auðunnið til ræktunav er komið í rækt. Frændur okkar í Noregi — sem eru ákaflega duglegir jarðræktarmenn — segjast öfunda okkur af hinum miklu, óræktuðu, jarðvegs- ríku víðlendum. Þeir stríða mest, í sinni nýrækt, við grjótið og jarðvegsleysið. Þá vantar moid í jarðveginn og grjótruðn- ingurinn er nriklu crfiðari og dýrari, heldur en nokkur framræsla. Ef íslenzka þjóðin á langa framtíð fyrir höndum, fær að vera í friði í sínu eigin landi, hlýtur liún, fyrr eða siðar, að læra að meta ræktunarskilyrði landsins, samkvæmt verðleik- um, langsamlega betur heldur en hún kann nú að meta þau. Þegar nytjalítið eða nytjalaust land er tekið til ræktunar, myndast höfuðstóll, sem með umhirðu og viðhaldi, gefur góð- an arð, hvort heldur er í heyi eða garðmat, og bessi höfuðstóll er, við venjuleg skilyrði, varanlegur um aldir. Ein fjölskylda getur lifað góðu lífi á aðeins 10 ha. af ræktuðu landi, þar sem sæmileg aðstaöa er til beitar búpeningi. Hér í landi eru skil- yrði fyrir mikla landnámsstarfsemi. Ræktaða landið veitir viðurværi og æfinlegt öryggi í varanleikanum. Með ræktun er aukin fegurð landsins og með engu öðru fremur. Þótt víða sé fagurt um að lilast á landi liér, er þó ræktað land, í bláma sumarsins, fallegast af öllu. Það, sem ekki er þó minnst um vert í ræktunarstarfinu er, að það er mannbætandi. En öll okkar framtíð, sem menningarþjóðar byggist á því, að fólkið sé gott og batnandi. Heiðarleg og nauðsynleg störf göfga manninn, en engin störf eru jafnvel til þess fallin, sem jarð- ræktarstörf. Maöurinn uppsker ekki úr skauti jarðar án þess að offra kröftum sínum. En offrið er stór dyggð, sem hlýtur að verða samgróin jarðyrkjumanninum. Við ræktun jarðar og uppskeru verður hugur þess, sem framkvæmir, að vera vel á verði, vel vakandi, en það þroskar greindina. Ilann íinnur að ábyrgðin hvílir á honum sjálfum, hann getur ekki velt henni yfir á aðra og læíur sér ekki detta það í hug. Það eykur mann- skap hans og' gerir hann að sterkum og nauðsynlegum þjóð- félagsborgara. En hversu sterk yrði ekki bjóðin, ef allir væru þessu líkir. — Eins og sálin þroskast vel og verður styrk lijá jarðyrkjumanninum, þannig verður og líkaminn styrkur og þolinn, við hæfilega vinnu og áreynslu. Ekkert starf, eins og jarðyrkjan, gefui' manninum eins góða aðstöðu til þess að liug- leiða dásemdir skaparans, sem er mikilsvirði til þroska. — Þeir, sem temja sér að offra fyrir góðan málstað, verða jafnan hæfastir til tillitssemi við aðra, sem er stór dyggð. Þannig get- ur starf jarðyrkjumannsins leitt hann inn á æðri lögmálssvið, er verði til framkvæmda á mikilsverðum fyrirætlunum eins og t. d. þessum: Berið hver annars byrðar og neytið braúðsins í sveita yðar andlitis. — En með því kemur skyldutilfinningin, að lúta æðra valdi, og skyldutilfinningin við sjálfan sig, land sitt og þjóð. En sá sem stjórnast af henni er vel þjálfaður. — AUKIN JARÐYRKJ gefur höfuðstól, veitir lífsviðurværi, skapar öryggi — sjálfstæði — eykur fegurð, miðar fólkinu, sem vinnur jarðyrkjustörfin, áfram í áttina að háleitu menn- ingarmarki. En um leið styrkir það aðstöðu allrar þjóðarinnar, eins og hvert annað þjóðholt starf. HÉR HEFIR VERID vikið lítillega að memiingarlegu gildi jarðyrkju og landþúnaðar. En um leið eru þetta meginatriði í menningarbaráttu hinna siðuðu þjóða. Það er leitast við að aulta höfuðstólinn. lífsviðurværið og öryggið í hverju landi og það á að gerast á þennan hátt en ekki með vopnum — það er reynt að fegra lífið og umhverfið. Fólkið í bæjunum, sem hefir engan gróinn blett til umráða, skreytir stofur sínar og her- bergi, sumir telja það hégóma, en aðalástæðan fyrir því er löngun fólksins eftir fegurð. Það er sótt fram til meiri siðfág- unar ,til meiri þekkingar, en bekkingin, sem vinnzt í sam- bandi við hina lífrænu náttúru, er hin dýrmætasta. LANÐBÚNAÐURÍNN er marghliða grundvöllur, menningu þjóðanna til vaxtar. — Að hverfa frá landbúnaði er að van- rækja eftirsóknarverð lífssldlyrði og hafna tækifærum til auk- innar menningar. Æskulýður, sem elzt upp við iðjuleysi, er á hættulegri leið, þess verða hinir eldri að gæta. En æskan á að bæta framtíBina. (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.