Dagur - 07.04.1948, Síða 1

Dagur - 07.04.1948, Síða 1
Finimta síðan: Sagt frá sýningum Skag- firðinga á „Gullna hlið- inu“. Átök austurs og vesturs á ítalíu. AGUR i Forystugreinin: Tíðindi, sem varpa skugga á daginn og veginn. Hafís- fregnir og skemmdarstörf kommúnista. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 7. aprí!1948 14. tbl. DEILAN UM TOGVEIDIKJÖRIN: Útvegsmenn sömu Ingimar Eydal, fyrrv. ritstjóri, er 75 ára í dag Ingimar Eyc’ol, fyrsti ritstjóri Dags, ekti og einn gagnmerk- asti blaðamaður landsins, á 75 ára afmæli í dag. Þegar Ingimar lét af ritstjórn- inni í ársbyrjun 1945, var starfa hans minnzt ýtarlega hér í blað- inu. Samherjar hans og vinir sendu honum og kveðjur hér í blaðinu á 70 ára afmæli hans. Æviatriði hans og helztu störf eru því lesendum kunn og fæst af því endurtekið hér að þessu sinni. Ingimar Eydal og Dagur hafa átt samleið um 30 ára skeið. Hann var fyrsti ritstjóri blaðsins og fóstri þess og allt æviskeið þess hefur hann ýmist verið ritstjóri þess eða náinn samstarfsmaður. Hefui’ enginn íslenzkur blaða- maður fyrr né síðar starfað jafn- lengi við sama blaðið og hann. Ingimar Eydal er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir ritstörf sín. Dómbærir menn telja hann hiklaust í hópi merkustu blaða- manna landsins fyrr og síðar. Honum tókst snemma að gera Dag að áhrifaríku málgagni sam- vinnustefnunnar og Framsóknar- flokksins, þrótt fyrir fátækleg skilyrði, sem blaðið átti við að búa hið ytra. Ingimar átti þess aldrei kost, að gera blaða- mennsku að ævistarfi sínu. Blað hans gat ekki boðið honum líf— vænleg kjör og sjálfur varð hann að sinna öðrum umfangsmiklum störfum til þess að sjá sér og sínum farborða. En þótt blaða- mennskan hafi verið hjáverka- starf Ingimars, hefur hann átt verulegan þátt í því að skapa Aðalfundur Félags ungra Framsóknar- manna Félag ungra Framsóknarmanna hélt aðalfund fyrra sunnudag. Fundurinn var vel sóttur. Ný stjórn var kjörin og skipa hana: Valdimar Jónsson, form., Valgarður Frímann, ritari og Valdimar Baldvinsson, gjaldkeri. Meðstjói'nendur Björgvin Sæ- mundsson og Sigurjón Einarsson. Varaformaður er Richard Þór- ólfsson. í fulltrúaráð félagsins voru kjörnir: Halldór Helgason, Ás- geir Halldórsson, Jón Kristinsson og Valdimar Baldvinsson. bætt skilyrði fyrir eftirkomendur sína á blaðamennskubraútinni, gera blöðin áhrifameiri og mátt- ugri en áður var. Hæfileikar Ingimars og mannkostir hafa því vissulega rutt brautina fyrir þá þróun í blaðaútgáfu og tilhögun, sem hér er nú orðin, jafnframt því sem þeir hafa skipað honum hinn virðulegasta sess í hópi ís- lenzkra blaðamanna og stjórn- málamanna. Mun hann njóta virðingar og vinsælda sam- borgara sinna langt út fyrir raðir floksmanna sinna Og það mun mála sannast, að ekki mun hann sízt njóta virðingar í hópi þeirra manna, sem átt hafa vopnavið- skipti við hann á ritvellinum. Slíkur er drengskapur hans. Þegar Ingimar lét af ritstjórn Dags, í ársbyrjun 1945, hét hann því að styðja blaðið áfram eftir því sem kraftar leyfðu. Það heit hefir hann efnt. Stjórnmálagrem ar þær, sem hann að jafnaði ritar hér í blaðið, bera þess vott, að hann heldur andlegum kröftum óskertum, þrátt fyrir háan aldur. Dagur telur það happ fyrir sig og þau málefni, er hann ber fyrir brjósti, að fá að njóta hæfileika hans enn um sinn. Vinir hans og samherjar, fjær og nær, senda honum hlýjar árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans, og flytja honum þakkir fyrir langt og gifturíkt starf. Norðlenzkt söng- mót á Akiireyri í sinnar Hekla, Samband norð- lenzkra karlakóra, minn- ist hundrað ára afmælis Magnúsar Einarssonar organista í sumar er aldarafmæli Magnús- ar Einarssonar organista og hefir „Hekla“, Samband norðlenzkra kaiiakórg, ákveðið að minnast þess með söngmóti hér á Akur- eyri dagana 12. og 13. júnf n.k. Eru æfingar undir mót þetta þeg- ar hafnar og annar undirbúning- ur. Er m. a. verið að undirbúa veglega söngslcrá, þar sem Magn- úsar Einarssonar og brautryðj- andastarfs hans verður rækilega minnzt. Þá mun söngskráin og flytja myndir af öllum kórunum, sem þátt taka í mótinu. Þegar er kunnugt um þessa kóra: Karla- kór Mývatnssveitar, Karlakór Reykdæla, Karlakórinn ,,Þrym“ í Húsavík, Karlakórinn Heimi í Skagafirði, Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps og svo kórana hér á Akureyri, Geysi og Karlakór Akureyrar. Skorað á ríkisst jói niiia að fresta afnámi gagn- fræðaáeildarinnar Á síðasta bæjarstjómarfundi var til umræðu tillaga þess efnis, að skora á menntamálaráðherra að fresta afnámi gagnfræða- deildar Menntaskólans ó Akur- eyri. — Tillögu þessari var vísað til bæjarráðs og á fundi 30. f. m. var þessi áskorun sam- þykkt einróma í bæjarráðinu. — Tillaga þessi var tekin til með- ferðar á bæjarstjórnarfundi í gær, en afgreiðslu ekki lokið, er gengið- var frá blaðinu í gær- kveldi í pressuna. Leitað kaupa á 500 tonna drátfarbraut Akureyri býður 335 þús. kr. í braut Slippfélagsins í Reykjavík í sambandi við fyrirællanir bæjarins að koma upp dráttar- braut norðan á Oddeyri, hafa að undanförnu verið gerðar athug- anir um kaup á hæfilegum brautum til þess að' geta tekið upp allt að 500 tonna skip. Bærinn hefir nú ákveðið að gera 335 þús. kr. boð í 500 smá- lesta drátlarbi’aut, sem er í eigu Slippfélagsins í Reykjavík. Braut þessi er notuð, en talin í styrk- hæfu ásigkamulagi, Fleiri aðilar en Akureyri munu hafa hug á að kaupa braut þessa, og er því ekki víst að tilboði baejarins verði telcið. Var frestur til að skila tilboðum útrunninn í gær. ogin Kröfur koramúnista liér óbilgjarnar og hættnlegar fyrir atvinnulíf bæjar og héraðs. - Stjórn Útgerðarmanna- félags Akureyrar hrekur blekkingar kommúnistaliðsins Deila sú, sem kommúnistaforsprakkarnir í Sjómannafélagi Akur- eyrar efndu til í sambandi við kjör siómanna á togveiðibátum, hefir nú komið fyrirhuguðum togveiðum hér í strand. Ekkert samkomu- leg hefir náðst um málamiðlun sáttasemjara. Felldu báðir aðilar miðlunartillögu hans sl. fimmtudag, sjómenn 53 : 8 atkv., en útgerð- armenn með öllum greiddum atkvæðum, 17 talsins. Þess ber þó að geta, að sjómenn í Hrísey hafa samþykkt tlliögu um að leyfa togbátum að fara á veiðar fyrir sömu prósentukjör og giltu í fyrra, en með nokkr- um öðrum breytingum. Rangfærslur kommúnistablaðs. Kommúnistablaðið hér birti grein um kjaradeilu þessa sl. föstudag og var þar að venju flestu öfugt snúið. Nú hefir stjórn Útgerðarmannafélags Akureyrar sent . Degi greinargerð «m málið, Eru rangfærslur kommúnista- blaðsins hraktar þar lið fyrir lið. í greinargerð Útgerðarmannafé- lagsins segir svo: „Hinn 2. apríl síðastliðinn skrifar Vei’kamaðurinn grein um sjómannadeiluna. Blaðið fer með svo miklar blekkingar og hrein ósannindi, að útgerðarmenn sjá sér ekki annað fært en benda almenningi á hið sanna í þessu máli. í fyrirsögn greinar blaðsins segir með stóru letri: „Hvers vegna vilja útgerðarmenn ekki miða kröfur sínar við ísafjöi’ð og Reykjavik." Hér er reynt að blekkja sjó- menn á hinn herfilegasta hátt, með því að gefa í skyn, að út- gerðai'menn vilji ekki semja um sörnu kjör og í Reykjavík, en það er einmitt það sem útgei’ðarmenn við Eyjafjöi’ð vilja. Þeir vilja semja uin, sörnu kjör og stærstu sjómannafélög landsins hafa. Þá segir einnig í fyi'ii'sagnar- kafla, að útgerðarmenn hafi nú undanfarið ekki mátt heyra nefndar kjai-abætur sjómönnum til handa. Þetta staðhæfir blaðið jafnvel þótt Vitað sé, að um stór- ar kjarabætur er að ræða frá því, sem áður var. í fyri'a var háset- um á togbátum, sem fiska í ís, tryggðar 325, krónur auk vei'ð- lagsuppbótar. á mánuði, en nú er samið í Reýkjavík um 578 krón- ur ,auk vei'ðlagsuppbótar. Hafa útgerðann. hér boðist til þess að greiða þá tryggingu. Hér er sjómönnum tryggt sama kaup og sumum fagmönnum er greitt í landi (t. d. bílstjórum). Þetta kallar Verkamaðurinn engar kjarabætur. X þessu sambandi má taka það fram, að útgerðaxmenn eru stöð- ugt að ganga inn á kjarabætur við sjómenn, og hafa gert það nú síðastliðin 17 ár. Má til dæmis nefna að í fyrra höfðu hásetar á flutningabátum innanlands 500 kr. á mánuði auk verðlagsupp- bótar, en samkvæmt þeim kjör- um, sem gilt hafa hér síðan um síðastliðin áramót og skráð hefir verið eftir, þó ekki sé þar um samningsbundin kjör að ræða, er kaupið 620 krónur á mánuði auk vei'ðlagsuppbótar og 4% orlofsfé, ofan á allt saman. Er hér nm stór stökk að ræða til hagsbóta fyrir sjómenn, bæði á flutningaskipum og togbátum (hin hækkaða trygging). Hins vegar vilja útgerðarmenn ekki hækka pi'ósentukjörin. Eru þau nú farin að kosta útgerðar- menn svo stóran hluta af aflan- um, að engum heilvita manni dettur í hug að þau geti hækkað með nokkurri sanngirni. 39% kosta 70%! Þessi 39% kjör, sem sjómanna- félagið hér fer fram á mundu til dæmis í sumum tilfellum (ef tog- bátar sigla með afla sinn sjálfir) kosta útgerðarmenn um 70%, og skal það skýrt nánar: Ef togbátur selur afla sinn í Englandi fyrir 3000 pund, þá fær skipið 2400 pund fyrir aflann (20% í toll og löndun) þá fá skip- verjar af þessu 1500 pund (um 50% af 3000 pundum) en skipið það sem eftir er, 900 pund, eða ca. 30%. Hér er fai'ið fram á að skipvei'jar taki hlut úr því, sem skipið aldrei fær, því að vitað er, að, þegar skip selur í Englandi fyrir 3000 pund, þá fær það í raun og veru aðeins 2400 pund fyrii'. aflann. Þessi . úbilgjarna ki'afa gerir auðvitað ekki annað en að útiLoka að togbátar sigli með afla sinn. (Framh. á 3. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.