Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 2
DAGUR Miðvikudaginn 7. apríl 1948 Sfjórnarandstaðan á isianai er lítið tannhjól í stórri vé í eldhúsumræðum þeim, er nýlega fóru fram á Alþingi, upp- lýsti Bjarni Benediktsson utan- ríkismálaráðherra, að - höfuð- spámaður kommúnista allra landa, Lenin hinn rússneski, hefði í riti sínu „Barnasjúk- dómur vinstri stefnunnar í komm únismanum", skrifað: „Við verðum að vera reiðubún- ir að nota brögð, svik, lögbrot, að skjóta undan og fela sann- leikann." Og ennfremur hefði Lenin gefið kommúnistum þetta boðorð: „Við getum og verðum að rita á því máli, sem sáir meðal fjöldans, hatri, viðbjóði, fyrhiitn- ingu og svipuðum tillfinningum til þeirra, sem aðra skoðun hafa." Þegar litið er til þess, að kommúnistar líta á rit Lenins eins og strangtúarmenn líta á heilaga ritningu, þá er sízt að furða þó að stjórnarandstaðan á íslandi haldi fast við þessi boð- orð Lenins, enda hafa kommún- istar gert það af fremsta megni. Sannaðist það meðal annars í eld- hússumræðunum. Það er löngu kunnugt, að kommúnistar eru þrælbundnir á klafa erlends stórveldis, þar sem flokkseinræði ríkir. Komm- únistar sanna þetta sjálfir með orðum og athöfnum, kommún- istar hér á landi ekkert síður en í öðrum löndum. Þeir eru ekki sjálfráðir orða sinna og gerða, eða eins og Eysteinn Jónsson orðaði það í útvarpsræðu sinni: Þeir eða „flokkur þeirra er að- eins lítið tannhjói í stórri vél, og tannhjólið ræður ekki gangi vél- arinnar." Af þessu leiðir það, að komm- únistar taka ekki afstöðu til manna og málefna með hugsmuni og farsæld íslands fyrir augum, heldur miða alla framkomu sína við vilja Rússa og láta stjórnast í sm'áu og stóru af fyrirmælum frá þeim stóru í Moskvu. Eins og vindrellan snýst eftir því, hvað- an og hvernig vindurinn blæs í það og það skiptið, þannig haga kommúnistar sér í hverju máli samkvæmt vindstöðunni austur þar. Þeir eru því alltaf til reiðu að beita brögðum, svikum, lög- brotum og fela sannleikann að boði Lenins, ef þeir telja það á- vinning fyrir Stalin og Sovét- ríkin. Og þeir hafa vökulan áhuga fyrir því að sá í huga fjöldans hatri, viðbjóði og fyrhiitningu gegn öllum þeim, sem líta öðru- vísi á málin en húsbændur þeírra, og ekki vilja möglunarlaust beygja sig undir ok kommúnis- mans, sem kommúnistar kalla hið eina og sanna frelsi. Kommúnistar hafa með falsi og fláræði reynt og villa á sér heim- ildir með því að skipta um nafn á flokki sínum og nefna hann Sameiningarflokk alþýðu — Só- síalistaflokkinn. En þó að þeir hafi á þenna hátt reynt að breiða yfir nafn og númer til þess að dylja innræti sitt, þá gægjast jafnan úlfshárin út undan sauð- argærunni, svo að enginn heil- skyggn maður ætti að þurfa að láta blekkjast af þessu bragði kommúnista. Kommúnistar klifa jafnan á því, að Bandaríkin hafi herstöð hér á landi. Þessu halda þeir ekki aðeins fram hér, heldur og úti um heim. Þetta á að sýna frekju og yfirgang stórþjóðar gagnvart smáþjóð. Það vita allir, komm- únistar líka, að þetta er rheð óilu ósatt. Bandaríkin fóru að vísu frám á að fá herstöðvar leigðar hér á landi, en því var afdráttar- laust neitað, og tóku Bandarík- in þeirri neitun með jafnaðar- geði og höguðu sér að öllu eins og ísland væri þeim jafnrétt- hár aðili við samningsgerð. Þetta geta menn nú borið saman við framkomu Sovétríkjanna við ná- granna ríki sín, sem þau „þegj- andi og hljóðalaust", eins og skáldið frá Laxnesi orðaði það, hafa gieypt í sig og innlimað, án þess að spyrja íbúa smáríkjanna um vilja þeirra. Þessi urðu óiióg Austur-Póllands, Bessarabíu og baltnesku landanna samkvæmt samningi, sem Rússar gerðu við nazista Þýzkalands á sínum tíma. Síðan hefir röðin komið að Júgó- slavíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu og nú allra síðast að Finnlandi. 011 þessi lönd nú ófrjáls og undir oki landi er takmarkalaus yfir frels- kommúnismans. Fögnuður kommúnista á ís- isafnámi þeirra þjóða, er búa í fyrrgreindum löndum, af því að það eru Rússar, sem standa að því. Allar aðrar þjóðir, sem enn njóta frelsis eru í augum kommúnista á hræðilegum villi- götum, þar á meðal íslenzka þjóð in. Ekki þarf að efa, að innsta og heitasta þrá kommúnista er, að íslenzka þjóðin hverfi í náðar- faðm Rússa og fái þar að njóta paradísarsælunnar í félagi með Tékkum, Pólverjum og öðrum undirokuðum smáþjóðum, sem nú gráta innri tárum missi frels- is síns og mannréttinda. En ef íslendingar beygja sig ekki undir vilja kommúnista, hót- ar Einar Olgeirsson þeim kjarn- orkusprengjum, sem leggja muni Reykjavík, Hafnarfjörð og Kefla- vík í rústir. Þannig talar stjórn- arandstaðan á íslandi um þessar mundir. Hún heldur því fram, að dagur fullkomins frelsis sé fyrir dyi'um hér á landi, ef ís- lendingar hafi vit á að láta hnýta sig viðskiptalega og stjórnarfars- lega við Sovétríkin. Þessi dagur frelsisins yrði á þá leið, að allir flokkar á íslandi yrðu bannaðir, nema Sameiningarflokkur al- þýðu —¦ Sósíalistaflokkurinn, og öll blöð yrðu bönnuð, nema Þjóð- viljinn og Verkamaðurinn. Allir aðrir en hreinræktaðir komm- únistar yrðu sviftir málfrelsi, rit- frelsi og skoðanafrelsi. Við og við yrðu svo gerðar hreinsanir, þar sem hálfvolgir kommúnistar yrðu fangelsaðir eða látnir hverfa á annan hátt. Allir íslendingar, að undanteknum nokkrum ofsatrú- ar komúnistum, munu aldrei af l frjálsum vilja gangast undir þann ig lagað frelsi, og þeir munu allir sem einn berjast gegn því, að kommúnistum takist að hneppa þá í fjötra ófrelsis með ofbeldis- athöfnum og hótunum um atom- sprengjur. í innanlandsmálum hefir stjórn arandstaðan þenna boðskap að flytja: Stjórnin hefir aðeins eitt áhugamál, að búa til fjárhags- kreppu. Hún fæst ekki til þess að selja réttum aðila útflutnings- vörur landsins. Sá aðili er Sovét- ríkin. Væri öllum viðskiptum snúið þangað, fengist nægur gjald eyrir. Peningaskort er ofur auð- velt að leysa. Til þess þarf ekki annað en láta Landsbankann prenta fjallháa bunka af seðl- um, svo að allir hafi f ullar hendur fjár. Svona gagnrýni nota aðeins þeir, sem eru algerlega rökþrota. Allir vita, að viðskipta er leitað af fyllstu alvöru jafnt í austri og vestri. En samningar í austurátt um viðskipti þar hafa gengið fremur treglega, og það hefir komið berlega í ljós, að* betri viðskiptakjara er ekki að vænta þar en annars staðar. Útgáfa ó- takmarkaðrar seðlafúlgu, til þess að rétta við fjárhaginn, er svo mikil fjarstæða, að ekki er orð- um að eyðandi. Sú röksemd er hliðstæð því, er kommúnistar bera það mjög í stélinu, að ekki þurfi annað en hækka tekjuliði fjáiiaganna á pappírnum, til þess að tekjur og útgjöld standist á. Stjórnarandstaðan á íslandi — litla tannhljóiið í stóru vélinni —; er samsett af mönnum, sem lengi hafa verið vikaliðugir vio Rússa. Þegar Bretar stóðu einir uppi í síðustu styrjöld gegn yfirgangi nazista, kröfðust kommúnistar þess, að íslendingar sveltu Breta og neituðu þeim um að senda þeim fisk. En þá var vinátta milli Stalins og Hitlers. Á sama tíma kölluðu kommúnistar Bretavinn- una glæpsamlega, en eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa, nefndu komúnistar sömu vinnu land- varnarvinnu. Þessi snöggi snún- ingur tannhjólsins er táknandi um hundslega undirgefni komm- únista gagnvart stóru vélinni — Sovétrík j unum. Brjóstheilir mega foringjar kommúnistaflokksins vera, að geta eftir allt það, er á undan er gengið, litið kinnroðalaust fram- an í nokkurn mann. töskurnar marg ef/hspurðu eru komnar. Hafnarbúðin h. f. Skipagölu 4 — Sírni 94. Hóffjaðrirnar eru komnar. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Gróandi jörð: Sveitirnar skortir mest fólk, sem trúir á mátt moldarinnar Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON Um síðustu aldamót var fóiksfjbidi heimilisfastur í sveit- um landsins, að meðtöidu fólki í þornum, með færri en 300 íbúum, rétt um 63 þúsundir manna. Þá voru íbúar Reykja- víkur tæplega 7 þús. og í kaupstöðum með fleiri en 300 íbú- um tæplega 9 þúsundir. fbúatala landsins var bá um 78 V-i þúsund manns. Árið 1946 er sú breyting orðin á bessum töl- um að í Reykjavík búa þá 48,954 manns, í öðrum kaupstöð- um, með fleiri en 300 íbúum, búa 41,642, eða samtals í þessum bæjum eru íbúarnir 90,596. íbíiar landsins eru þá samtals 132,750. Hlutfallið verður þá þannig: Um aldamótin búa í kaupstöðum — með fleiri en 300 íbúa — tæplega 20% þjóðar- innar, en árið 1946 er þessi tala hækkuð upp í nær 70% (68,6%). Hve mikið framleiðendum hefir fækkað síðan 1940 er mér ekki kunnugt. — Seint á öldinni, sem leið, streymdi fóikið í þúsundatali úr sveitum landsins til Ameríku. En um aldamótin fer fólkið að streyma úr sveitunum í bæina og helzt svo enn. Má segja að bað hafi markað tímamót í atvinnusögu bæjanna, þegar fslandsbanki var stofnaður og hóf að veita lán í.aukinn sjávarútveg (1904?). Bæirnir urðu á undan sveitunum með bætt húsakynni til íbúðar og ýmiss konar þægindi til daglegs lífs. Þar var fólkið ekki einangrað og naut skemmtanalífs meira en í sveitunum. f bæjunum hefir svo kaupið, vinnulaunin, farið síhækkandi og hefir það átt mestan þátt í því að draga fólkið til bæjanna, jafnvel þótt svo hafi oftast verið að vinnandi alþýða hefir átt betri aðstöðu til efnalegs sjálfstæðis í sveitunum heldur en í bæjunum. Þótt langt sé síðan að landbúnaðurinn átti forvígismenn, er þó ekki fyrr en á síðasta tug 19. aldarinnar, að sér fyrir tíma- mótum, sem varanleg urðu í sögu landbúnaðarins. Þá fer töiuvert'að bera á'„búfræðinguhum", einkum í því að ráðast á þýfið í túnunum. Landbúnaðarsýningin 1921 blés riýjum anda í jarðyrkjuna. En fólksstraumurinn úr sveitunum fór stöðugt vaxandi og dró mjög úr öllum umbótum þar. Með því líka að bændur höfðu lengi vel ófullkomin verkfæri. En yfirleitt sýndu bændur mikinn áhuga og dugnað eftir að þeir eygðu nýjan tíma með slétt og stækkandi tún, betri húsa- kynni o. s. frv. Eg þekkti bónda, sem á ellefu árum sléttaði, með ofanristuaðferðinni, 24 dagsláttur (ca. 8 ha.). Eg þekkti líka bónda er lagði svo mikið kapp á ofanristu, að hann vann að því við lugtarljós í skammdeginu, begar bíð var jörð. Annars má nefna hér nokkrar tóiur, sem sýna að bændur voru ekki iðjulausir. Frá því um aldamótin og til 1944 fækk- aði fólki í sveitum um nær 20 þúsundir. Á sama tíma nam túnasléttan þúsundum ha. og túnaukinn nam á þessum áruxn 20 þús. ha., en við það tvöfaldaðist stærð túnanna. Töðufengur óx meira en nam stækkun túnanna, fyrir betri-ræktun, eða nær þrefaldaðist. Árið 1900 er tóðufallið 540 þús. hestar, en 1944 um 1400 þús. hestar. Töðuaukningin á þessum 44 árum nam 860 þús. hestum, en það var fóður handa 21,500 kindum, með því að ætla hverri 40 hesta. Á þessum sama tíma stækk- uðu matjurtagarðar um 800 ha., eða nær fjórfölduðust. Eitt- hvað af þessum jarðabótum er unnið í kaupstöðum. Þessar framfarir (víðast gerðar með ófullkomnum áhöidum) hafa kostað miklar fórnir, marga vinnutíma og marga svitadropa og marga tugi milljóna króna. Vegna þessa er þjóðin að mikl- um mun ríkari og betur sett og má vera þakklát þeim, sem unnið hafa. Aðeins síðan 1944 hefir stórum batnað aðstaða bænda til aukinna jarðabóta, vegna aukins og bæfts véla- kosts. Samkvæmt mælingum trúnaðarmanna Búnaðarfélags fslands er árið 1945 unnin 238 þús. dagsv .meira að jarða- bótum heldur en árið 1944. Tvö síðustu árin vantar skýrslur um jarðabæturnar, en þær eru óefað mjög vaxandi. Að sjálf- sögðu hafa búnaðarskólarnir, búnaðarfélagsskapurinn og svo einstakir brautryðjendur, átt sinn góða þátt í framförunum. Breytingar hér á landi síðar um aldamótin síðustu eru, sem allir vita, stórkostlegar. Landið okkar nú umbótanna land, sérstaklega á verklegum sviðum. í sveitunum eru, í landi umbótanna, algerlega horfinn, síðan þá, stór hópur verka, sem ekki varð komizt af án, svo sem öil vinna við fráfærur, tó- vinna, fatasaumur og skógerð, moldarvinna við heygeymslu og viðhald húsa o. fl. Nú þarf ekki að flytja aðdrátt á hestbök- um eða jafnvel bera á bakinu. Nú þarf ekki að aka í hjólbör- uní og bera vatn í fötum. Þetta allt og margt fleira, seni hlóð upp annríki á heimilunum, er horfið. f æsku minni man eg (Framhald á 6. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.