Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 4
4 DAGUR Mið'vikiidaginn 7. apríl 1948 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árganguiinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Prentverlc Odds Björnsson'ar h.f. Akureyri „Landsins fomi fjandi44 - og hinn nýi í HRlÐARUPPROFINU á þriðjudagsmorgun- inn, þegar þessar línur eru ritaðar, eru ýmsir dökkir svipir á sveimi, er varpa skugga á daginn og stundina. Og enginn veit nema þá skugga kunni að bera langt inn í framtíðina. Um páskana var hér bjart og hlýtt sólarheiði, vor um alla ver- öld okkar Norðlendinga. Brunhlífar trjánna í görðum okkar voru teknar að þrútna og losna, en græn blöð gægðust út úr verpinum og upp úr dökkri og hrjúfri moldinni í skjólinu sunnan und- ir húsveggjunum, þar sem sólin vermdi glaðast og hlýjast. Hugur mannanna fylltist bjartsýni og lífs- gleði. Vinnufúsar hendur þráðu að taka til starfa við öll hin mörgu og þýðingarmiklu verkefni og voryrkjur á sjó og landi. EN NAPUR og hráslagalegur norðaustangarð- urinn, er blásið hefir drunga og dauða inn yfir strendur og héruð landsins síðustu sólarhringana, var býsna fljótur að draga vorhugana ofan úr skýjunum, niður á hina köldu og ómildu jörð veruleikans. Ekkert er líklegra en að tréin, sem losað höfðu um brunhlífarnar, toppkali í hinum napra frostgjósti, og hitt er öldungis víst, að vor- yrkjurnar verða enn að bíða betri tíma. Og í gær barst sú fregn á bylgjum ljósvakans út yfir sveit- ir og bæi, að hafísinn, „landsins forni fjandi11, sé á sveimi úti fyrir ströndunum og kunni þá og þeg- ar að loka vík hverri og vog hér á norðurhjaran- um. Sízt er óeðlilegt, þótt sú spurning vakni í því sambandi, hvernig við Norðlendingar séum við því búnir að mæta þeim örðugleikum, er af því hlytu að stafa, ef sú saga kynni að endurtaka sig nú, sem oft hefir áður gerzt í þessum landshluta, að hafþök teppi siglingar og samgöngur langt fram á sumar. Hvað líður birgðum okkar, jafnvel af brýnustu lífsnauðsynjum, nú á þessum tímum skömmtunar, hafta og hvers konar takmarkana á vöruflutningum til landsins, og þá ekki hvað sízt norður hingað á „útskæklana“? EN ÖNNUR TÍÐINDI hafa einnig gerzt síðustu dagana, er varpa skugga á daginn og yeginn. Það er vissulega ekki giftusamlegt, að nokkrir sjómann hér í bænum, skuli nú hafa horf- ið að þeim ráðum kommúnista að neita að semja um sömu kjör á togbátunum hér nyrðra eins og sjómannafélögin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa þegar fyrir alllöngu fallizt á fyrir sína menn. Það er út af fyrir sig vissulega mikið alvörumál, að tilraun er til þess gerð að koma í veg fyrir vax- andi útgerð héðan með því að leggja henni þyngri kostnaðarbyrðar á herðar en sams konar útvegi annar staðar á landinu. Það er algilt viðskipta- og atvinnulögmál, að útgerðin færist þangað, að öðru jöfnu, sem útgerðarkostnaði er bezt í hóf stillt, og vel gæti þessi óbilgjarna og tilefnislitla deila orðið rothögg á þær vonir, sem tengdar eru við vaxandi útger ðhér í bænum. Hitt vekur þó í bili engu minni athygli, að vinnumálalöggjöf okk- ar skuli vera svo háttar, að ekkert aðhald eða eftirlit virðist vera með því hvers konar fólk það er, sem fær að ráða lofum og lögum í ýmsum stéttafélögum, er geta þó tekið svo afdrifaríkar ákvarðanir fyrir hönd allrar stéttarinnar. Kunn- ugir menn fullyrða t. d., að aðeins nokkur hluti félagsmanna „sjómannafélagsins" hér séu starfandi sjómenn, eða hafi jafnvel stundað sjó á síðustu árum. Og tiltölulega sárafáir fé- lagsmanna munu hafa beinna hagsmuna að gæta í sambandi við kaup og kjör á togbátum, þótt hinir kommúnistisku húsbændur þeirra reki þá nú út í þá óhæfu að stefna útgerð héðan í beinan voða méð vinnustöðvunum og ófriði út af málefni, er kemur þei mþannig lítt eða ekki við. Vinnubrögð kommúnista í sam- bandi við atkvæðagreiðslu þá, er fram hefir farið síðustu dagana í tilefni af þessari deilu, eru fróðlegur þáttur, þótt hann verði ekki rakin hér nánar í bili. En líklegt er, að hin dauða hönd, er nú hvílir á stjórnvöl verkalýðs- mála okkar íslendinga, muni sízt reynast þjóðinni þarfari eða giftusamlegri en hinn „forni fjandi“, hafísinn, er nú sveimar úti fyrir ströndinni. FOIÍDREIFAR Hvert stefnir? H. J. skrifar okkur bréfkorn um það, að áhuga manna fyrir fögr- ljóðum og listum hafi hrakað. H. J. segir svo: „SKEMMTILEGT var útvarps- erindi Ragnars Ásgeirssonar, laugardaginn 13. marz sl. Erindið um Pál Olafsson og ljóð hans. Mikill var sá munur að hlýða á það ,eða t. d. leikrit, sem fjallar um ömurlegt heimilislíf og flækj- ur hálfbrjálaðra auðnuleysingja, glæpakvenna og grimmdarseggja. Vel má þó búast við, að ýms- um hafi þótt lítið til hins ágæta erindis R. Ásg. koma. Það er hryggileg staðreynd, að ást ís- lenzkrar þjóðar á fögrum ljóð- um fer óðum þverrandi. Margt fólk, þótt allvel sé gefið, fyllist nú á dögum eins konar hryllingi, ef minnst er á.ljóð. — Snilldar- kvæði okkar góðu og gömlu skálda eru nú að litlu metin, einkum af hinni yngri kynslóð. ÝMSIR UNGLINGAR, sem voru að vaxa upp fyrir 25—30 ár- um, skrifuðu upp heil úrvals- kvæði og lærðu þau og sungu. — Skyldi slíkt vera mjög algengt nú? Það mætti freistast til þess að álíta, að menn hugsi sem svo, að fögur ljóð gefi lítinn arð nú á þessari peningaflóðs- og vélaöld. Og það er náttúrlega sannleikur. En sé svo komið, að menn telji allt einkis virði, sem eigi færir þeim fjármuni í pyngju, þá er þjóðin í háska stödd. Einblíni menn aðeins á efnisleg verðmæti, en láti sig litlu eða engu skipta hin andlegu verðmæti, er varla hægt að nefna allan hinn mikla lofsöng um framfarir okkar á síð- ari árum annað en óvitahjal. ATHYGLISVERT er það, hversu margir láta sér nú á dög- um umhugað um ytra útlit bóka. Vitanlega er eigi nema gott að segja um vandaðan frágang bóka. Slíkt lýsir smekkvísi. En umbúð- ir eru alltaf umbúðir. Það er með ytra útlit bókanna eins og menn- ina. Göfugur maður og vitur get- ur verið í tötralegum klæðum og húsakynni hans hrörleg. Aftur ó móti má sjá fávíst lítilmenni i fögrum skrúða búandi í glæsilegu stórhýsi. En hvor er meira virði? Þannig er með bækur. Bók, sem full er af göfugum hugsunum og rituð á fögru máli, þroskar les- andann, en illa samin bók og fá- tæk af fegurð, getui' aldrei orðið neinum til þroska, hversu skraut- lega, sem kjölur hennar er gyllt- ur. — En þetta er svona á fleiri sviðum. Það, sem er íburðarmikið og glæsilegt við fyrstu sýn, virð- ist eiga ákaflega greiðan aðgang að hugum manna. Það er eins og menn forðist að skyggnast undir yfirborðið. SVO AÐ VIKIÐ sé aftur að bókmenntunum, þá má furðulegt teljast að smekkur manna á því sviði skuli vera sá er raun ber vitni, nú á tímum svo almennrar menntunar, sem þeim, er nú standa yfir. Enginn vafi leikur á því, að þjóðin sækir of mikið í útlendar bókmenntir, en gengur fram hjá ýmsu því bezta í sínum eigin. Það er náttúrlega ekkert við því að segja, þótt menn grípi í útlenda skemmtisögu við og við, en þegar svo er komið að menn taka sér óþverraorð í munn, er þeir sjá bók eftir íslenzkan höfund, þá er naumast hægt að segja, að menn- ingarástandið sé á mjög háu stigi. Mörgum góðum og vitrum mönnum nú á tímum er ástand þetta ærið áhyggjuefni. Og er það sízt að furða. Það er ánægjulegt að minnast hins nýja skipastóls Islendinga, aukinnar ræktunar, bættra húsa- kynna til sjávar og sveita, gréiðra samgangna auk margs annars, en meti þjóðin ekki fyrst og fremst fórnfýsi, drengskap og aðrar dyggðir og finni sannan unað í fögrum bókmenntum og listum, þá má með fullum rétti segja að hún hafi starað sig blinda á um- búðirnar, en gleymt kjarnanum.“ Þetta voru orð H. J. og hefir hann mikið til síns máls, en er e. t. v. óþarflega svartsýnn á ástandið. Út um hvippinn og hvappinn f einu blaði Þjóðviljans á dögunum mátti telja 8 svívirð- ingar um Bandaríkin í fyrirsögn- unum einum saman. Áróður Rússa og Rússaþjóna gegn Bandaríkjunum keyrir nú úr hófi fram. Metið í því efni mun þó mega finna í leikriti eftir rúss- neska skáldið Simonov, sem nú er sýnt í Moskvu. Þar er látið liggja að því, að Roosevelt forseti hafi verið myrtur árið 1945. Rússneska blaðið Trud hefir ný- lega gert leikrit þetta að umtals- efni og gefur hið sama í skyn. ★ Norðmenn eru nú að undirbúa byggingu nýtízku gistihúss í Osló. Gistihúsvandræði eru þar mikil. Segja norsk blöð, að nú séu hót- elrúm 300 færri en fyrir stríð. Hið nýja hótel á að hafa 314 herbergi og verða þar öll nýtízku þægindi, þó enginn lúxus. Hótelið er byggt í tveimur samtengdum álm um og er önnur álman 11 hæðir en hin 6. Kostnaður allur er á- ætlaður 13 millj. króna. Hvenær lærum við að ganga vel um? Eg hefi oft verið að velta því fyrir mér, hvernig á því kunni að standa, að umgengni okkar á opin- berum stöðum, skuli vera jafn grátlega ábótavant og raun ber vitni um. — Þegar eg segi „opinberum stöðum“, á eg aðallega við hótel og samkcmustaði, og í þeim húsum eru herbergi, sem ómissandi og sjálfsögð eru á hverjum slíkum stað, en það eru snyrtiklefar og salerni. Það eru þessi herbergi, sem eg vildi ræða lítillega að sinni. — Þeir, sem eru tíðir gestir á hótelum hljóta að veita því eftirtekt, hve geysilega ábóta- vant umgengni okkar er á þessum stöðum. Aðkoman þar er oft og einatt með þeim ósköpum að því verður varla lýst. Þvottaskálarnar óhreinar, oft hálfar af vatni, sem ekki kemst leiðar sinnar sökum þess að heilmikill fjöldi sígarettustubba hefir stoppað niðurrennslið, — handklæðið er venjulega í hnút út í einhverju horninu, annað hvort rauðrósótt af varalit eða kol- mórautt af aurblöndu eða skóáburði, ja, það eru ótrúlega mörg hlutverk., sem handklæðið fær að leika. Og svo mæti lengi telja: Heilar rúllur af pappír eru settar í klósettskájina, veggirnir krítaðir og á þá skrifaður ýmis ósómi — varalitur hefir og sézt á veggjunum, myndir af vörum ungu blómarósanna, sem kyssa veggina, líklega til þess að sjá lögun vara sinna eða til að reyna litinn — éða kannske af því að ekkert annað betra fæst til að kyssa!!! Maður gæti freistazt til að halda, að hér væri á ferð fólk, sem aldrei hafi komið í mannabústaði, aldrei hafi umgengizt annað fólk, — hafi sem sé dottið niður á jörðina af annarrlegri stjörnu þar! sem allir skríða á fjórum fótunx og,jal'ma! Það, sem mér þykir grátlegast í þessu sambandi er það, að konur skuli ekki standa sig neitt betur á þessum vettvangi en karlar. Frá því er langur veg- ur. Sá staður, sem þeim er merktíur :0g ætlaður, er Öft öllu ver útlítandi en klefi karlanna. Já, hvernig finnst ykkur? —Getum við konur ekki reynt að beita áhrifum okkúr' til þesS 'að koma í veg fyrir annan eins skrælingjahátt' og lýsir sér í framangreindu? Það þarf að ræða málið oft í héimilUm ög Skólum. Það þarf að skapa sterkt álit gegn slíkum aðferðum og framferði, sem hér á sér stað. Hér er ekki hægt að kenna börnunum um. Þau koma örsjaldan á slíka staði. Nei, í þessu tilfelli er það fullorðna fólkið — fólk- ið, sem börnin læra af og taka sér til fyrirmyndar. Það er alls ekki og engan veginn sæmandi fyrir okkur nú, er við höfum eignast fögur hús og híbýli, að ganga um þau eins og fjós forfeðraokkar. Það er mikið talað um menningu í ýmsum sam- böndum og skort okkar á henni hér og þar, og eg vildi mega bæta við einni tegund enn, sem okkur skortir gjörsamlega, en sú heitir klósettmenning. Puella. —o— Fjölmennt á uppeldisnámskeiði Fræðsludeildar K. E. A. Uppeldisnámskeið Fræðsludeildar KEA hófst s. 1. mánudagskvöld í Gildaskálanum við húsfylli. Frk. Anna Snorradóttir, forstöðukona, setti námskeiðið, skýrði tilhögun þess og tilgang. Verða fluttir fyrir- lestrar á hverjum mánudegi í Gildaskálanum kl. 8,30 og sýndar kvikmyndir. Alls 8 fyrirlestrar. Á mánudagskvöldið talar Egill Þórláksson kennari um óhlýðni barna og orsakir hennar og síðan voru sýndar tvær fræðslukvikmyndir. SKÖMMTUNARMIÐARNIR GILDA AFRAM. Skömmtunaryfirvöldin hafa hætt við að ógilda fatnaðar- og búsáhaldaskömmtunarmiðana að hálfu um þessi mánaðamót eins og áður var búið að til- kynna. SfS hafði skrifað Fjárhagsráði um málið og varð það úr, að lá:ta miðana gilda áfram til loka skömmtunartímabilsins, með tilliti til vöruþurðð- arinnar úti á landi. Var þetta sjálfsögð ráðstöfun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.