Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 7. apríl 1948 D AGUR 3 Fréttapistlar tir Skagafirði: Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Gullna hliðir ífölsku kosningarnar: Afök miffi austurs og vesfurs Úrslit þeirra örlagarík fyrir Evrópu Útþennslu- og yfirgangsstefna Sovétstjórnarinnar, ásanit undir- gefni konnnúnistaflokka allra landa við hið rússneska vald, gerir ítölsku þingkosningarnar, sem fram eiga að fara 18. þ. m., að einum mikilvægasta atburði Evrópu nú um nokkurt sinn. Það, sem um er barizt, er raunverulega það, hvort ítalski kommúnistaflokkurinn muni fá fleiri eða færri atkvæði nú en í þingkosningunum árið 1946, en þá hlaut hann rétt um 20% atkvæða, og hvort íakast muni að koma ítalíu undir yfirráð Moskvavaldsins eða ekki. , í fréttapistlum héðan úr firð- inum, sem birtust í 9. tbl. Dags þ. á., var frá því skýrt, að Leik- félag Sauðárkróks væri að æfa Gullna hliðið í tilefni 40 ára af- mælis síns. Þótt eg teldi mig hafa fyrir þessu alltraustar heimildir, reyndist það þó rangt hvað aldur fél. áhrærði. Það er stofnað 13 .apríl 1888 og er því 60 ára innan skamms. Hlutað- eigendur eru hér með beðnir velvirðingar á þessari missögn. En nú er sýning Gullna hliðs- ins á Sauðárkróki orðinn veru- leiki. Þegar þetta er ritað, stend- ur yfir 7. sýningin. Og enn munu nokkrar eftir. Aðsókn hefir verið mjög mikil. Er ekki einasta, að fólk hafi fjölmennt hvaðanæfi úr Skagafirði, heldur hafa og Hún- vetningar komið í hópum, sömu- leiðis Siglfirðingar. Og hvernig er svo dómur sýningargesta? Yf- ir höfuð á eina leið: Með sýningu Gullna hliðsins hefir Leikfélag Sauðárkróks leyst af hendi þrek- virki. Leikendur valda vel hlut- verkum sínum, sumir gera þeim ágæt skil. Sumir, sem séð hafa leikinn áður, ,ýmist á Akureyri eða í Reykjavík segja, að leikur Eyþórs Stefánssonar (Óvinur- inn) og Guðrúnar Pálsdóttur (Kerling), taki því jafnvel fram. Eg hefi ekki átt' þeirri auðnu að fagna, að sjá léikinn á sviði fyrr 'en nú og 'get-því ekki um þetta dæmt. En fyrr mun vel gert en farið er fram úr Lárusi Pálssyni, Jóni Norðfjörðog Arndísi Björnsdóttur, Eitts og þeit- vita, sem séð hafa eða heyrt Gulina hliðið, er það , einkum borið uppi af 3 persón- um: Jóni bónda, konu hans og Óvininum. Eg hefi alltaf skilið leikinn þannig, að í raun og veru væri þetta aðeins einn ein- staklingum, sem af tæknilegum ástæðum er klofinn í þrennt. Kjarni verksins er hin eilífa glíma, linnulausu átök, sem eiga sér stað í hverri mannssál milli ills og góðs, sveipuð sígildum töfrabúningi þjóðsögunnar. Eg ætla ekki að fara að ræða hér skilning minn á þessu skáldverki Davíðs, en mætur maður hefir nýlega talað um Jón gamla sem óþokka. Er það nú ekki full fast að orði kveðið? Er ekki Jón, eins og aðrir, að verulegu leyti það, sem uppeldið og samtíðin hafa úr honum gert? Uppeldi niður- setninga og olnbogabarna mann- félagsins hefir sjaldan miðað að því, að móta barnshugann á hinn betri veg. Okkur er sagt að Jón hafi verið þjófur. En spúrningin, viðfangsefnið er ekki þetta: er maðurinn þjófur? heldur: af hverju er hann þjófur? Gullna hliðið mun reynast því athyglis- verðara og lærdómsríkara verk, sem því er oftar og betur gaum- ur gefinn. Skal nú nokkuð vikið að ein- stökum hlutverkum og meðferð þeirra. Má þá fyrst frægan telja fjandann sjálfan, leikinn af Ey- þóri Stefánssyni. Er skemmst af því að segja, að engan hefi eg hitt, sem ekki telur leik Eyþórs í þessu vandasama og vanþakkláta hlutverki með miklum ágætum. Einstaka maður hefir haft orð á því, að Eyþór skorti raddstyrk. Ekki finn eg til þess .Raddblær og áherzlur eru góðar. Og út í gegn var leikur Eyþórs slíkur, að aldrei slaknaði á. Undanfarin ár hefir Eyþór leikið hvert hlut- verkið öðru erfiðara. Fjöl- breyttni þeirra hefir verið svo mikil, að reynt hefir á krafta leikarans til hins ýtrasta. Og þótt ekki verði sagt, að þeim hafi öll- "m verið gerð jafngóð skil, þá hefir Eyþór þó sýnt, að honum má hiklaust skipa í röð okkar beztu leikara. En eins og eg gat um áður hér í blaðinu, leggur Eyþór gjörva hönd á fleira en leiklistina. Myndi það ekki at- hugandi fyrir okkur Skagfirð- inga, að reyna að búa svo að honum, að hann geti eftirleiðis helgað sig hugðarefnum sínum í ríkara mæli en verið hefir hing- að til? Guðjón Sigurðsson leikur Jón bónda. Guðjón er enginn ný- græðingur á leiksviði. Hann hef- ir leikið á hverjum vetri í mörg ár og jafnan verið vel fagnað. Oft hefir það fallið í hlut Guð- jóns að sýna glensmiklar og gleiðgosalegar ýfirborðsmenn og er þá stundum freistandi að láta gamminn geisa. Það hefir líka hent, að mér hefir þótt leikur Guðjóns full ærslafenginn. Á því bar ekki í þetta sinn. Guðjóni tekst að sýna þennan orðhvata og óvægna kjarkvarg, sem hikar ekki við að bjóða byrginn bæði jarðneskum og himneskum yfir- vörðum, á þann hátt, að eftir verður munað. Kerling Jóns er leikin af frú Guðrúnu Pálsdóttir. Ekki minnist eg þess, að hafa séð Guð- rúnu hér á .sviði í stærri hlul- verkum fyrr en í fyrra vetur. Þá lék hún Staðar-Gunnu í Manni og konu. Því hlutverki gerði hún að allra dómi ágæt skil En þótt Staðar-Gunna sé að vísu ekki á allra meðfæri þá er þá Kerling þeirra Jóns og Davíðs æði mikið erfiðari viðfangs. En þeir, sem fólu frú Guðrúnu þetta vanda- sama hlutverk, virðast vel hafa vitað hvað þeir voru að gera. Frúin túlkar það af þeim næm- leik og skilningi, að nálega hvergi ber skugga á. Einna veik- astur fannst mér leikur hennar í 1. þætti en úr því er hann líka hnökralaus og þá hvað beztur þegar mest á reynir. Frú Jórunn Hannesdóttir leik- ur Vilborgu grasakonu, að vísu ekki ýkja mikið hlutverk en þó þannig frá hendi höfundarins, að töluvert svigrúm er til þess fyrir góðan leikara að gera mikið úr því og um það svíkst frú Jórunn hvergi. Það hríslast um mann hrollkennd lotning fyrir þessari forneskjulegu og hamrömmu seiðkonu, sem rær fram á gráðið yfir deyjandi manni í flöktandi draugaskímu fátæklegrar bað- stofu, þylur særingarþulur og önnur aldin fræði, gengur hik- laust á hólm við forynjur úr því neðsta, trúir á lækningamátt grasa en syngur guðsorð með dræmingi. Árni Gíslason leikur hrepp- stjórann, Þórður Sighvats og Kristín Sölvadóttir gamla hús- bændur Jóns, Hálfdán Sveinsson jjóf, Tómas Halgrímsson böðul, Þorsteinn Sigurðsson drykkju- mann, Anna Pála Guðmundsdótt- ir hjákonu Jóns, Guðvarður Sig- urðsson ríkisbubba og Guðm. Björnsson hinn hrottafengna sýslumann. Oll eru hlutverk þessi lítil en vel og trúlega af hendi leyst. Elinborg Jónsdóttir og Valdimar Guðmundsson leika foreldra kerlingar mjög hlýlega. Presturinn er leikinn af Árna Jóhannssyni. Sumum finnst leik- ur hans stundum dálítið þröng- ur en mér finnst þess vart að vænta að neinn sólargeisladans sé yfir fasi þessa þumbaralega strangtrúarmanns, jafnvel þótt hann hafi hlotið inngöngu í sam- félag heilagra. Helga, vinkona kerlingar og bóndi eru leikin af Dagrúnu Halldórsdóttur og Sveini Sölvasyni. Þau kunna að vísu vel við himnaríkisvistina en yfir andlit vinkonunnar líður samt kankvíst og ögrandi bros, er hún minnist skuggsælla nátta jarðlífsins. Og það má heyra og sjá á Sveini bónda, að hann vildi gjarna geta horfið til fyrri heim- kynna og vappað kringum ærnar um sauðburðinn. Svavar Þor- valdsson fer mjög smekklega með hlutverk fiðlungsins og nafni hans Helgason er myndar-' legur höfuðengill. Lykla-Pétur er leikinn af Valgarð Blöndal. Valgarð er reyndur og góður leikari, enda tekst honum vel að sameina hina föðurlegu hlýju og óbifanlega strangleika þessa óskeikula embættismanns himn- anna. Páll postuli er yfirbragðs- mikill og festulegu i meðferð Sigurðar P. Jónssonar. Frú Jó- hanna Blöndal fer með hlutverk Maríu meyjar og er lelkur henn- ar í senn tiginn og mildur. Auk þess eru svo þarna á ferð englar og púkar. Leikstjórn hafa þeir sameigin- lega á hendi Eyþór Stefánsson og Valgarð Blöndal. Ljósameistari er Kristján E. Magnússon og ferst það vel úr hendi. Ekki má ljúka þessum línum án þess að minnast leiktjalda- málarans Sigurðar Snorrasonar. Sigurður hefir annast tjalda- málningu fyrir Leikfél. nokkur undanfarin ár og er ekki ofmælt þótt sagt sé að handbragð hans hafi vekið óskipta aðdáun, eink- um þegar þess er gætt, að Sig- urður hefir litla eða enga tilsögn hlotið í málaralistinni. Er það mikið lán fyrir Leikfél. að fá not- ið aðstoðar slíks hagleiksmanns sem Sigurður er. Leikfélag Sauðárkróks byrjar nú senn 7. áratuginn. Á liðnum árum hefir það sýnt marga sjón- leiki og margvíslega. Má og segja, hróður þess hafi vaxið með hverju nýju viðfangsefni. Og nú hefir það lagt í Gullna hliðið, leikrit, sem talið er að erfiðleik- um hafi verið bundið að setja á svið í sjálfri hinni risavöxnu Rvík, vegna húsnæðisvandræða. Hvað mun þá um Sauðárkrók? Því er heldur ekki að neita, að hin erfiðu ytri skilyrði setja að nokkru mark sitt á sýningarnar. Á þessum merku tímamótum fé- lagsins get eg ekki óskað því annars betra en að það eignist sem fyrst aðgang að húsakynn- um, sem samboðin eru þeim leikhæfileikum, er það hefir á | að skipa. Þórir jökull. f þessari kosningabaráttu, al- veg eins og í Frakklandi, en þar fara þingkosningar fram í maí, er Marshalláætlunin og þýðing hennar, mikið ágreiningsatriði. — ítalska stjórnin, undir forustu de Gasperi, og flokkar hennar, halda því fram, að Marshallhjálpin verði mikill léttir í viðreisnar- baráttu ítölsku þjóðarinnar og fyrir tilkomu hennar muni takast að endurreisa svo málefni lands- ins, að ítalskt lýðríki muni rísa á legg innan tíðar. Kommúnistar, undir stjórn Togliattis, halda hins vegar fram Kreml-línunni, að Marshalláætlunin sé amerískur imperíalismi, og ætlunin sé að beygja ítalíu undir „dollaravald- ið“. Aðstaða flokkanna. Árið 1946 hlutu Kristilegir Demókratar, flokkur foi'sætis- ráðherrans, 7,876,000 atkvæði, sósíalistar 4,500,000 atkv., komm- únistar um 4,200,000 atkv. og aðrir flokkar um 4 millj. Meiri- hluti mið- og hægriflokkanna varð um 1 millj. atkv. umfram kommúnista og samferðamanna péirra. Kommúnistar eiga ekki sæti í núverandi ríkisstjórn, en stjórnih og flokkar hennar gengu þó ekki til kosninganna í banda- lagi. Það er því ekki útilokað, að kommúnistar og fylgiflokkar þeirra fái svo sterka aðstöðu í kosningunum, að þeim takizt að mynda stjórn. Áhrif atburðanna í Tékkóslóvakíu. í þessum útreikningum er mið- að við það,' að þingræðisfyrir- komulag verði ríkjandi áfram og að kórAníúriistum takist ekki að brjótast til valda nema þeir nái nægilegu þingfylgi. En atburð- irnir í Tékkóslóvakíu hafa vakið menn til umhugsunar um aðra möguleika fyrir kommúnista. Þar réðu kommúnistar ekki yfir nema 38% af þingmönnum, en þeir náðu öllum völdum eígi að síður undir sig. Það er engan veginn óvíst, að eitthvað svipað verði reynt á ítalíú. Þó er aðstað- an þar öllu erfjðari fyrir komm- únista. ítalía á ekki landamæri að Rússlandi og milljónaherir Rússa eru ekki eins og reidd hnútasvipa yfir höfði ítölsku þjóðarinnar. Hins vegar eru Júgóslafar nágrannar ítala, og Tító og stjórn hans gengur í hví- vetna erinda einvaldanna í Kreml. í milli þessarar kommún- istastjórnar og ítalíu eru aðeins þunnskipaðar hersveitir Breta og Bandaríkjamanna í Trieste. Vestrænt bandalag. Það er ekki aðeins Marshall- áætlunin, sem deilt er um á ítalíu við þessar kosningar. Vest- urbandalagið er þar mjög á dag- skrá. Afstaða ítalíu til nánara sambands vestrænna þjóða fer eftir kosningaúrslitunum Osigur kommúnista þar mundi verða til þess að treysta bandalagið og þoka ítalíu nær því, en sigur kommúnista mundi enn til þess að auka ágang og óbilgirni kommúnistaflokkanna í Evrópu. Úrslitin á ítalíu koma og til með að hafa mikil áhrif á kosningarn- ar í Frakklandi í maí. Osigur þeirra á ítalíu mundi vissulega hafa mikil áhrif á kosningabar- áttuna þar. Yfirleitt mun mega segja, að kosningarnar á ítalíu 18. apríl séu orðnar meira en að- eins innbyrðis barátta stjórn- málaflokkanna á ítalíu. Þær eru einn liður í átökunum milli aust- ur og vesturs, í milli hins lýð- ræðislega þjóðskipulags vest- rænna landa og hinnar austur- lenzku einræðisstefnu. Úrslit þeirra munu hafa mikil áhrif á gang alþjóðastjórnmálanna um ófyrirsjáanlega framtíð. Skemmtisamkoma verður haldin i Saurbæ næst- komandi laugardag. Sýndur verður sjónleikurinn „Happ- ið“, í síðasta sinn. Dans á eftir. Kaffi á staðnum. Samkoman hefst kl. 9 e. h. Mótorhjól til sölu. Afgr. vísar á, Atvinna Dugleg og.þrifin stúlka get- ur fengið atvinnu frá 1. maí n. k. við létt og hreinlegt innistarf. Framtíðaratvinna getur komið til greina.. — Upplýsingar í sírna 408. Tapast Þann 23. 3. tapaðist gúmmíkápa af bíl, á veginum frá Dagverðar- eyri að Möðruvöllum í HörgárdaL Finnandi beðin að skila henni I Hafnarstræti 103 (uppi), Akur- eyri. — Finnur Árnason. ■ Stúlka getur fengið herbergi og fæði frá 1. maí í miðbænum gegn hús- hjálp. — Afgreiðslan vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.