Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 07.04.1948, Blaðsíða 6
*•*•*•*•**•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•*•* MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees 23. DAGUR. DAGUE álningarpenslar Hillupappír nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. Miðvikudaginn 7. apríl 1948 (Framhald). ljósrautt heldur. Eg sk aaluðvitað vera í rauðu ef þið haldið að slíkt hæfi betur". Maggie þagnaði og brosti um leið og hún leit spyrjandi á Soffíu. „Gráa efnið er ágætt", sagði Soffía. „En það þyrfti að stytta hárið". ,,Já, líklega þyrfti þess, en það bætir raunar lítið úr skák", svaraði Maggie. „Þegar það er stutt, er það um leið allt í þéttum liðum". Væri ekki ágætt að greiða það aftur og binda í hnút í hnakkan- um?" sagði Madame. „Við gætum gert kjóla, sem mundu fara Ijóm- andi vel við svoleiðis greiðslu. Og hárið er svo ljómandi fallegt, það væri synd að þynna það um of" „Við getum látið gera það seinna", sag'ði frú Carver. „Já, en það er ekki bara hátíð. Fleira kemur til greina", sagði Soffía. Það varð dálítil þögn. Soffía horfði á sígarettuna sína, Madame var að brjóta saman efnin. Frú Carver hafði ekki augun af tengda- dóttur sinni. Díana stóð á fætur allt í einu og sagði: „Eg þyrfti helzt að far.a Eg þarf að finna Mimi Fosíer. Er það ekki í lagí mamma?" „Jú, þú mátt fara", sagði móðir hennar. Þær héldu áfram að velja efni og máta kjóla. Það kostaði Madame talsvert erfiði að fá frú Carver til þess að samþykkja nokkra kjóla, dökkgrænan ullarkjól, mjög fallega gullbryddan samkvæmiskjól og síðdegiskjóla í bláum lit. Augljóst var, að frú Carver hafði ekki ætlað sér að kaupa smekklega og vandaða kjóla á tengdadóttur sína og í hvert sinn, sem Madame bar eitthvert efni upp-að hinu gullbjarta hári Maggie, varð Soffía Trethéwy 'þýng'ri og þyngri á brúnina. Þarna bjó eitthvað á bak við. Madame gatekki bétuí' séð en báðar konurnar væru fullar af hatri í garð ungu stúlkumnar. w . . En þær virtust báðar vera neýddar til þess að.umgangast hana. Ef til vill var eiginmaðurinn mjog ástfanginn af ungu konunni? Ekki var það ólíklegt eftir útliti hennar að dæma. Að minnsta kosti var augljost að þær þurftu að láta hana klæðast eins og hæfði fjöl- skyídunni. Unga frúin virtist fylgjast vel með því, sem var að ger- ast, en ekki var hægt að sjá að hún tæki sér það nærri. Það var eins og hún sjálf væri ákaflega áhugasöm fyrir því að lagfæra allt í fari sínu, sem gamla frú Carver þóttist geta fundið að, en ef einhverri ástæðu var gamla frúin ekkert hrifin af þessum áhuga. „Jæja," sagði Madame, „má eg koma með eitthvað af samkvæm- iskjólum?" • S „Nei, takk fyrir. „Ekki núna," sagði gamla frú Carver. „Við höfum sérstaklega gott úrval núna," hélt Madame áfram. „Við getum athugað það síðar," svaraði frú Carver stuttaralega og stóð á fætur. En unga frúin sat kyrr. „Við eigum eftir að athuga kápuna," sagði hún. Soffía sneri sér við og leit rannsakandi augum á hana. Tengda- . móðirin sagði: „Kápan, sem þú ert í, er mjög sæmileg." „Já, en eg var að hugsa um loðkápu. Það er kominn október og það fer að kólna í veðri." - Frú Carver settist aftur. Madame leit af einni á aðra. Gamla frúin vill ekki kaupa neitt almennilegt fyrir hana, hugsaði hún. Hún vill ekki gefa henni loðkápu. Ætli það merki, að hún ætli sér að vera laus við hana fyrir veturinn? Ætli að áætlunin sé þannig samin? Eg held eg treysti mér til þess aS veðja á stúlkuna. Hún lætur ekki kúga sig. „Eg á loðkápu sjálf, gerfihlébarða. Hún gengur í augun, en eg ef- astum að hún falli ykkur í geð," sag'ði Maggie. Soffía blandaði sér nú í málið. „Hvað varstu að hugsa um?" spurði hún. . „Mér flaug í hug að kaupa mink-kápu." Báðar konurnar litu undrandi á hana. „Kemur nokkuð annað til greina?" spurði Maggie. „Díana á bif- urkápu. Ykkur langar líklega ekki til þess að klæðast eins og hún. Eg get ekki komið auga á neitt'annað en minkakápu." „Minkur!" sagði frú Carver. „Nei, það kemur ekki til mála. Eg fékk . ekki fyrsta minkfelldinn fyrr en að eg var gift." „Já, en eg er gift," sagði Maggie. „Við eigum ljómandi fallegar kápur úr selskinni," greip Madame fram í. „Selskinn, nei, það kemur ekki til mála," sagði Maggie. „Svart klæðir mig alls ekk. Eg gæti auðvitað notað silfurref, en einhvern veginn finnst mér að frú Carvér mundi ekki falla það í geð heldur. Nei, eg sé engan möguleika nema minkkápu." „Hvað hafið þér að bjóða af mink-kápum?" spurði gamla frúin stuttaralega. (Framhald). Útungunaregg af stofnum Fuglakynbótabús- ins Hreiðurs til sölu í apríl og maí. Rhode Island rauðir, hreinkynja, Rliode Island x Brúnir ítalir, kynblendingar. Einnig nokkrir ársgamlir kynbótalianar, brúnir ítalir, til sölu. Sigurjón Kristjánsson, Brautarhóli, Svarfaðardal. Litaði lopiim er nú að byrja að koma aftur á lager. | Ýmsir fallegir litir þegar komnir, svo § sem hárautt, ryðrautt, og fleiri litir I I eru á leiðinni. { | Ullarverksmiðjan GEFJUN | Sími 85. I 'l'IIIIIMIIIIIIIIIMIIllllllIIMIIIIIIIIIIIIIHIIItlllllllllllllllllMlllllllllllltlllllllllllllltl.....IMIIMMIMMIMIIIIMIMIMMIMMII* jólkurkönnur Smjörkúpur Sykursett úr gleri. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. Hrökkbrauð, íslenzkt Ger, í pökkum Soyjamjöl, í pökkum Maísduft, í pökkum Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú Leusblaðabækur og Innlegg komið aftur Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin 2—14 mm., nýkomnir. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin Starfsstúlkur Kaupakonur Vormann Sumarmann Ársmann Unglingspilta vantar frá 1. og 14. maí. Talið sem fyrst við VINNUMIÐLUNAR- SKRIFSTOFUNA Viðtalstími 14-17 e. h. Auglýsing Heilbrigðisnefnd vill vekja athygli almennings á 33. gr. heilbrigðissamþykktar bæjarins sem hljóðar á þessa leið: Það er skylda hvers þess er slátrar nautum, hestum eða svínum að ráðfæra sig við dýralækni, þegar grunur leikur á að einhver sjúkleikur finnist í kjöti eða innýflum dýranna, sem óttast má að valdi sjúkdómi á mönnum, ef neytt er. Enginn má hafa til matar kjöt eða slátur af sjálfdauðum skepnum eða þeim, sem drepnar hafa verið vegna krankleika, nema dýralæknir sé tilkvaddur og dæmi það ósaknæmt. Óheimiit er a'ð selja kjöt af nautgripum, hrossum svínum og sauðfé í opinberum kjötsölustöðum nema slátrað hafi verið í viðurkenndu sláturhúsi enda hafi kjötið verið flokkað og stimplað af dýralækni eða öðrum löggiltum kjötsko'ðunar- manni. Ef selja á kjöt í kjötsölustöSum bæjarins frá slátur- húsum utan hans, skal heilbrigðisskoðun fara fram .að nýju, áður en sala þess hefst. HEILBRIGÐISNEFNDIN Verð á húðum og skinnum Vegna verðhækkunar greiðum við eftirtalið ver& Kálfskinn I. fl. kr. 20,00 stk. Kýrhúðir — — 3,60 kgr. Hrosshúðir — — 2,50 — VERZLUNIN EYJAFJÖRÐUR H. F. BÍLASALA Til greina getur komið sala á fjórum 26-manna langferða- bílum í góðu ásigkomulagi og útliti. Bílunum getur fylgt bæði einföld og tvöföld afturhjól, varahjól og aukahjólbarðar ásamt varahlutalager (jafnvel samkomulag^ um viðgerðir). Tilvalið fyrir nokkra vörubílstjóra aS mynda meS sér félag um kaup- in. ÁkvörSun verður að vera tekin fyrir 18. þ: m. Viðtalstími kl. 10 til 11 daglega. BIFREIÐASTÖÐ AKUREYRAR H. F. Kv. Kristjánsson. HÓTEL AKUREYRI Hafnarstræti 98. — Sími 271. iiiiiiiiiiiiiMiiiirifMiMMiiiiMniiiiiiiiitiiiMniiiiiiiiiiHiiiiHiiiiiiitiiiiiiitiifiiiinitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiii]|"Z 1 — GRÓANDI JÖRÐ (Framhald af 2. síðu). flest heimili, sem eg þekkti, án eldstóar, án skilvindu, án prjónavélar og jafnvel án saumavélar, án kerru o. s. frv. Vinnutíminn í sveitínni var langur allt árið og um sláttinn allt að 16 tímum á dag. Þá var marga tíma árs þrældómur í sveituntim og \iótt mikið sé þar enn unnið, þá er leilíur að leysa sveitaverkin af hendi nú, á móti því sem áður var. Þótt ýmislégt standi enn til bóta í sveitunum, má þó raunar segja að bar vanti nú ckkert eins tilfinnanlega eins og fólk. Fólk, sem trúir á sveitirnar, á mátt moldarinnar, á sjálfs síns mátt og á málefnið, landbúnaðinn, sem hinn sígilda menningar- grundvöll bjóðarinnar. ^llUMMtllIMIIIIItlltMtltMIMIMMtMMMIIMIMIIIIII IIMIMMIMIMtMMIMIMIMIIIMIMMIMIMIMIMMIMMIMIMIMIIIMIMMlMMIIa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.