Dagur - 07.04.1948, Side 8

Dagur - 07.04.1948, Side 8
8 Miðvikudaginn 7. apríl 1948 Ferðafélag Akureyrar efnir fil 18 skemmtiferða um landið í sumar Lengsta ferðin níu daga sumarleyfisferð um Suðurland Samvinnukonur á fiúsmæðrakvöldi Tímarit Ferðafélags Akureyr- ar, „Ferðir“, 9. árg., er nýlega komið út og er þar birt ferða- áætlun félagsins á sumri kom- aridi. AUs efnir félagið til 18 skemmtiferða um byggðir og óbyggðir. Fyrsta ferðin verður farin 25. þ. m. en sú síðasta 29. ágúst. Ferðaáætlunin. Ferðirnar erú þessar: 25. apríl, um nágrénni Akureyrár, verður ekið að Kjarna og farið um Kjarnakamb á Súlumýrarbrúnir til Skíðastaða. Upplýsingar veitt- ar um helztu örnefni í landi bæj- arins. Önnur ferð verður farin 17. maí og er hringferð suður um Eyjafjörð, um. Grund, Djúpadal, flugvöllinn, Saurbæ, Munka- þverá, Brúnalaug og Laugaland. Þriðja ferðin er 30. maí og verður farið um Kötlufjall og Þorvalds- dal. Fjórða ferðin, 13. júní, um Laufás, Grenivík og Vaglaskóg, fimmta ferðin, 19. og 20. júní, til Grímseyjar. Sjötta ferðin, 26. júní, um Ásbyrgi, Dettifoss, Grímsstaði og Mývatnssveit, sjö- unda ferðin, 3. júlí, að Hólum í Hjaltadal, áttunda ferðin, 10. og 11. júlí, til Mývatns. Fimm daga öræfaferð. Hinn 10. júlí hefst fimm daga öræfaferð til Öskju og Herðu- breiðar. Verður ekið til Mý- vatnssveitar og suður hjá Grænavatni, um S*ellönd, Suður- árbotna, Ódáðahraun og Dyngju- fjalladal og gengið um Trölla- dyngjuskarð á Öskju. Síðan far- ið um Herðubreiðarlindir heim. Hinn 17. júlí hefst fimm daga Austurlandsferð og verða merk- ustu staðir Austurlands heim- sóttir. Önnur fimm daga ferð hefst 21. júlí, til Snæfellsness og Dala. Tólfta ferðin hefst 24. júlí um Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslur og 13. ferðin verður þriggja daga ferð um Laugafell, Jökuldal, Tungnafellsjökul og Vonarskarð. Sumarleyfisferð um Súðurland. Fjórtándaferðin hefst 6. ágúst og er níu daga orlofsferð um Suðurland, um Reykholt, Þing- velli, Hveragerði, Sámsstaði, Vík í Mýrdal, Gunnarsholt, Heklu, Skálholt, Laugarvatn, Geysi, Kerlingafjöll og Hveravelli. Fimmtánda ferðin er tveggja daga ferð um Dalvík og Ólafs- fjörð og 16. ferðin, 14. ágúst, um Fnjóskadal. Hinn 21. ágúst verð- ur farið að Laugai-felli og hinn 29. ágúst enda sumarferðirnar með berjaferð. Er ferðaáætlunin öll hin fjöl- breytilegasta og margar skemmtilégar ferðir ákveðnar um byggðir og óbyggðir. í þessu hefti „Ferða“ er, auk ferðaáætlunarinnar, sagt frá för félagsins í fyrra frá Akureyri um Sprengisand, og frá hinum forna Hólamannavegi, milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Félagar í Ferðafélagi Akureyr- ar geta vitjað þessa heftis „Ferða“, og Árbókar Ferðafélags íslands, til Björns Þórðarsonar eða Þorst. Þorsteinssonar. Skemmtikvöld F ramsóknarmanna n. k. laugardag Framsóknarfélag Akureyrar hefir skemmtikvöld að Hótel K. E. A. laugardaginn 10. þ. m. og hefst kl. 9 síðdegis. Til skemmt- unar verður: : Framsóknarvist, kvikmynd, erindi og dans. Hauk- ur og Kalli spila. Félagsmenn, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Hljómleikar Skagfields í næstu viku Vegna fyrirspurna um komu hans hingað, hefir blaðið fengið þær upplýsingar hjá formanni Tónlistarfélagsins, að hans sé ekki von hingað fyrr en í þyrjun næstu viku, ef veður leyfir. Mun Fritz Weisshappel verða honum til aðstoðai'. Fræðsludeild KEA gengst um þessar mundir fyrir ýmis konar fræðslustarfsemi fyrir húsmæður á félagssvæðinu. Enn sem komið er hefir þessi starfsémi aðallega verið hér á Akureyri, en með vor- inu mun deildin efna til svipaðrar starfsemi úti í deildunum eftir því sem við verður komið. — Myndin er frá einu fræðslukvöldi deildarinnar fyrir skemnistu. Er hún tekin í Nýlenduvörudeild félagsins, þar sem fór fram sýnikennsla í meðferð ýmis konar matvæla, einkum niðursoðimia. Hafa þessi fræðslukvöld verið vinsæl og íjölsótt. Hafíshroði á breiðu svæði úti fyrir Norðurlandi Kolabirgðir víðast hvar nægilegar - korn- og fóðurvörubirgðir af skornum skammti í höfnum norðanlands og vestan S. 1. mánudag urðu bátar á leið frá ísafirði til Dýrafjarðar varir við hafíshroða úti fyrir Vestfjörðum og töldu landfasta ísspöng við Galtarvita við Súgandafjörð. Um svipað leyti bárust fregnir frá Horni um ísrek þar undan landi og síðdegis á mánudag komu fregn- ir um almikið ísrek við Grímsey. Var af þessum fregnum ljóst, að allmikill hafíshroði er á reki á breiðu svæði undan Vestfjörðiun og Norðurlandi. Hefur norðaustan garðuriiui. sem- gengið hefur yfir síðan um mánaðarmót fært ísinn að landinu. Hinsvegar er ennþá óljóst, hversu mikið ísmagn er og hvort aðalísspöngin er langt eða skammt undan, þar sem dimm- Útsvörín hækkuð um 275 þús. kr, Kommúnistar vildu 400 þús. kr. gjaldahækkun Síðari umræða um fjárhags- áætlun bæjarins fór fram á bæj- arstjórnarfundi í gær. Meirihluti bæjarráðs hafði lagt til. að gerðar- yrðu nokkrar út- gjaldahækkanir.'Nema þær sam- tals 275 þús. kr. og var útsvars- áætlunin hækkuð til samræmis við þessar tillögur. Verða útsvör- in þá samtals 4.629.000 kr., og er það 146.000 kr. hækkun frá því í fyrra. Hækkanir bæjarráð,s. Hækkunartillögur meirihluta bæjarráðs, er samþykktai' voru, eru þessar: Til Rauðakross Ak- ureyrar 20.000 kr. gegn því skil- yrði að Rauðikrossinn hafi í þjónustu sinni eina fastráðna hjúkrunarkonu er hafi á hendi hjúkrun og aðstoð í heimahúsum. Til sunnudagaskóla og æskulýðs- starfsemi þjóðkirkjunnar kr. 5000.00. Framlag til dráttarbraut- ar á Oddeyrartanga kr. 150.000, vaxtalaust lán til hafnarinnar. — Framlag til vega hækkað um 100.000 kr. Hækkunartillögur kommúnista. Kommúnistar fluttu að venju allmargar sýndartillögur til hækkunar. Námu þær rösklega 400 þús kr. og vildu þeir hækka útsvörin um hluta af því, en aðra tekjuliði, þ. á. m. áætlaðan stríðs- gróðaskatt til bæjarins um af- ganginn. Þessar tekjuáætlanir kommúnista fá ekki staðist, t. d. ekki stríðsgróðaskattsaukningin, og hefði því orðið að hækka út- svörin um rösklega 400 þús. kr., ef að ráðum þeirra hefði verið farið. Fleiri brezkir skíða- menn væntanlegir Hér var fyrir páskana brezkur skíðamaðui' á vegum British Ski Club. Mun honum hafa líkað vistin allvel, því að nú hafa fleiri brezkir skíðamenn boðað komu sína. Munu tveir væntanlegir um næstu helgi og nokkrir til viðbót- ar munu hafa boðað komu sína um 20. þ. m. viðri hafa hamlað því að hægt væri að fljúga til athugana, og skip, sem leið haía.átt undan ströndinni, haf lítið séð fyrir snjó- muggu. Vegna óveðursins hefur lítið verið um skipaferðir. Þó er þetta vitað: S.l. mánudag réri bátur úr Önundarfirði og gat hann lagt línu sína hindrunarlaust á miðum út af firðinum. Sá aðeins fáa jaka á reki. „Goðafoss" hýi, sem kom til ísafjarðar í gærmorgun, varð ekki var við neitt ísrek. ísrek það, sem landfast varð við Gríms- ey s. 1. mánudag, losnaði í gær og sáust aðeins fáir jakar á reki með fram eynni, en dimmviðri varn- aði útsýni til hafsins. Isreks varð vart undan Ströndum á fleiri en einum stað. Birgðamálin. Þótt fregnir þessar séu af skornum skammti og of snemmt að ráða af þeim nokkuð ákveðið um hafíshættu á þessu vori, er samt ljóst, að ís muni hafa nálg- ast landið og verði áframhald á norðlægri átt, er ekki að ósekju að menn óttist að hafís kunni að verða landfastur. Er þá éðlilegt að spurt sé: Hersu eru Norðlend- ingar og Vestfirðingar viðbúnir þeim válegu tíðindum? Ekki er imnt að svara þeirri spurningu svo að tæmandi sé, en benda má á eftirfarandi: Samkvæmt upp- lýsingum sem blaðið hefur afláð sér bæði hér og frá Vestfjörðurri, munu kolabirgðir vera nægilegar í flestum höfnum. T. d. munu nægileg kol til hér á Akureyri, á ísafirði og fleiri vestfirzkum höfnum. Aftur á móti munu birgðir af kornrriat og fóðurvör- um vera litlar. Samkvæmt upp- lýsingum frá KEA, á félagið verulegt magn af þessum vörum í Reykjafossi, sem nú liggur í Reykjavík, er nýlega kominn þangað frá Ameríku. Eru. þessat' vörur skráðar beint hingað með skipinu, og ekki umhlaðnai' í Reykjavík. Er þess að vænta, að skip þetta verði sept hið bráð- asta norður. Goðafoss nýi, sem nú er á leið kringum landið, flytur aðallega sement og tilbúinn áburð. Ymsar vörur ganga nú mjög til þurrðar í verzlunum. Sú stað- reynd, ásamt hafísfregnunum, hlýtur að verða til þess að sann- færa menn betur en áður um nauðsyn gagngerðra breytinga á innflutnings- og siglingafyrir- komulaginu til landsins. Ef svo váleg tíðindi gerazt, að hafís léggst að landinu, þá er einokun Reykjavíkur á siglingum og inn- flutningaverzlun ekki aðeins orð- in til fjárhagslegra þyngsla fyrir Norðurland, heldur en hún bein- línis stórhættuleg fyrir alla af- komu fólksins. Þessi viðvörun — og vonandi verður það aðeins viðvörun — ætti því að þjappa Norðlendingum fastar saman um þá kröfu, að framkvæmd tiUagna kaupstaðaráðstefnunnar og yfir- lýsts vilja Alþingis, í innflutn- ings- og siglingamálum, verði tafarlaust hafin. Ársþing Í.B.A. hefst í kvöld Ársþing íþróttabandalags Ak- ureyrar hefst í íþróttahúsinu í kvöld kl. 8.30 e. h. Framhald þingsins verður síðan eftir hálfa aðra viku og er búizt við að því ^ véi'ði lökið urri - aðra- helgi. Sex íþróttafélög bæjarins sækja þetta þing; Fúlltrúar eru yfir 30 talsins.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.