Dagur


Dagur - 21.04.1948, Qupperneq 1

Dagur - 21.04.1948, Qupperneq 1
DAGUR óskar lesendum sinum nœr og jjcer gleðilegs s u m a r s! F orustugreinin: Mannfjölgunin í Reykjavík 1946 og 1947 samsvarar því að allir íbúar Akureyrar / hefðu flutt þang'að á 2 árum! j XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. apríl 1948 16. tbl. Heilffarvörusála KEAI öllum síarfsgreinum varð 68 milljónir kr. Þannig á ekki að afgreiða mál: Neitað um gjaideyri tii smávægi- legrar endurnýjunar á hitunar- tækjum elliheimilis AtNugið ttfrlngkri>gr afttut i tW'ta. Umsókn um gjaldeymis- og innflutningsleyfi. Fi-, )»•«] VfeQtecw# K.k>«i u,ÍB»a»r \ ttak» ujfrtin tJ.S.A. p 1.000:-- \ Z \ \ ■ ;; \ E ..V - Hf fl»taiOö»g)íit'líS 4 58 grci\rsl twr t bndi t ntatukum jr-mi jrú umtahfanc í ’rllícelntjVf.ið#. í. Tv« «ls«5»nt í úvark*t 11 tUise! SlH.f lr.# f KXÍ* 4 et þiiá \ái4 fi t*tA í*u nr. Sotlllf.ir. er nu *le#rl«E* •rullr.atgjaijtli XXI upjv nltwMr 4 clllhttisillr.u í *ltclu« kulcu*. «4 #r pví *lkil muiayn a úr v«r#l t»tt hl4 fclltu /frsl#. il.UJMimUnw í 5iO«l«iarvík ftÍ/X2tU? Til ViO«klj><ai*áðKln6, Keykjavik. 3kjal«l*rvfk, EyjafJorJaJtýaXM Umsóki^ sem send er í desember, svarað í apríl! Á s. 1. vetri eyðilögðust tvö ele- ment í miðstöðvarkatli elliheim- ilisins í Skjaldarvík og var ekki hægt að hita upp heimilið nægi- lega í niiklum kuldum þar sem varahlutir voru engir til. EIIi- heimilið sótti því hinn 23. des- ember um innflutnings- og gjald- eyrisleyfi til kaupa á nýjum ele- mentum, að upphæð kr. 1000.00. Janúar-, febrúar og marzmán- uðir liðu og ekkert svar barst frá gjaldeyrisyfirvöldunum. Það hef- ur ekki þótt mikið við það að at- huga í upphituðum skrifstofunum í Reykjavík, þótt gamalmenni norður í Skjaldarvík þyrftu að búa við ófulnægjandi upphitun. Það hefir ekki virzt ástæða þar til þess að hraða afgreiðslunni. Það er ekki fyrr en komið er vor, eða í þessum mánuði, að þetta stór- vægilega erindi er tekið til af- greiðslu. Hinn 8. apríl s. 1. stimpl- ar embættismaður Viðskipta- nefndarinnar á umsóknareyðu- blaðið, að umsókninni sé synjað, og póstleggur það síðan í Reykja- vík til umsækjanda. Tit sönnun- ar því, að hér sé rétt frá skýrt, fylgir mynd af plaggi þessu. Um- sóknin dags. 23. des. 1947. Svarið dags. í Reykjavík 8. apríl 1948. Munu flestir samdóma um, að þannig eigi ekki að afgreiða mál. Þessi erindislok elliheimilisins í Skjaldarvík minna á, að „það er löng leiðin til keisarans“, að embættismannavaldið í Reykja- vík hagar sér stundum eins og það búi á annarri stjörnu. Allir þeir sem eitthvað þekkja til inn- flutningsmálanna vita mæta vel, að á þessum rösku þremur mán- uðum, sem liðnir eru síðan um- sókn þessi var send, hefur margt verið flutt til landsins, sem ó- þarfara er en varahlutir í mið- stöðvarketil elliheimilisins í Skjaldarvík. Heimili þetta er hin þarfasta stofnun. Stefán Jónsson, sem hefir komið því upp, hefir sýnt mikla fórnfýsi með starfi sínu þar, og varið til þess bæði miklum fjármunum og tíma. Það er von-að mönnum blöskri, þegar slík stofnun og slíkur maður fær slíkt svar „frá keisaranum“. Þannig hlynnir embættismennsk- an að þessum þjóðfélagsþegn og því menningar- og líknarstarfi, sem hann hefir með höndum fyr- ir þennan bæ og þetta hérað. Aðalfimdur Kaup- félags verkamanna Aðalfundur Kaupfélags Verka- manna hér í bænum var haldinn sl. fimmtudag. — Samkvæmt skýrslu framkvæmdastjórans, Erlings Friðjónssonar, varð vöru- sala félagsins á árinu 1947 kr. 1.206.719.07 og hafði aukist um 29% að krónutali á árinu. Sam- þykkt var að greiða félagsmönn- um 10% arð. Stjórn félagsins skipa: Halldór Friðjónsson, for- maður, Jón Austfjörð, Jón M. Árnason, Júníus Jónsson og Sig- urður ■ Sölvason. Skagfield vel fagn- að á hljómleikum í fyrrakvöld Sigurði Skagfield óperu- söngvara var ágætlega fagnað af fullu húsi áheyrenda, er hann lét til sín heyra liér í fyrsta sinn í mörg ár í Nýja-Bíó á mánudags- kvöldiö. Bárust honum fögur blóm og var hann ákaft hylltur Varð hann að endurtaka mörg lögin á söng- skránni. Operuaríurnar settu aðalsvip á efnisskrána. Þar voru aríur úr Skæruliðunum eftir Weber, Tosca og Manon Lescaut eftir Puccini, Cavaleria Rusticana eft- ir Mascagni, Fidelio eftir Beet- hoven og Carmen eftir Bizet. Auk þess 7 ljóðræn lög eftir inn- lenda og' el'lenda höfunda. Hin bjarta og þróttmikla rödd Skag- fields naut sín án efa bezt í óperuaríuriurh. Fór þar saman hrífandi söngur og skemVntiIeg frámkoma. En yfirleitt má um þessa hljóm- leika segja, að þeir hafi verið mjög glæsilegir. Fritz Weis- shappel lék undir af smekkvísi. Hljómleikar þessir voru á vegum Tónlistarfélagsins og voru endur- teknir í gærkveldi. íbáar Reykjavík- nr nærri 54 þús. íbúunum í Reykjavík hefir fjölgað um rúmlega 5650 á síðast- liðnum tveim árum, þar af um rösklega 2 þúsund 1946 og um tæp 3 þúsund sl. ár. Við síðasta manntal voru íbú- arnir í Reykjavík samtals um 53.840. Eru þar með taldir allir þeir, sem skráðir voru í bænum við manntalið sl. haust, einnig fólk, sem telm- sig eiga lögheim ili annars staðar. Haustið 1946 voru íbúar Rvík ur skráðir 51.011, en árið áður 48.186. Skemmtikvöld F ramsóknarmaitna n. k, sunnudag Framsóknarfélag Akureyrar hefir skemmtikvöld að Hotel KEA sunnudaginn 25. þ. m. — Til skemmtunar verður: Framsókn- arvist, erindi og dans. Skemmt- unin hefst kl. 8.30 síðd. stundvís- lega. Síðasta sinn sem Framsókn- arvist verður spiluð að þessu Áðalfimdur samþykkir 4 % arðs- úthlutun - Astæður félagsmanna hafa enn batnað verulega Rætt um ýmsar nýjungar á aðalfundi Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga var settur í Nýja-Bíó kl. 10 árdegis á mánudaginn og lauk honum í gær. Fundinn sóttu 234 full- trúar frá 24 félagsdeildum, í umboði 4656 félagsmanna. Hafði félags- mönnurn fjölgað um 118 á árinu. Þá sátu og fundinn stjórn félagsins, framkvæmdastjóri, endurskoðendur og margir gestir Fundarstjóri var kjörinn Hólmgeir Þorsteinsson á Hrafnagili. Þórarinn Kr. Eldjárn, hinn ný- kjörni formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnarinnar. í fundar- byrjun minntizt- hann Einars Árnasonar á Eyrarlandi, sem andaðist í nóvember sl., rakti störf hans fyrir félagið og giftu þá, sem jafnan hefði fylgt störf- um hans. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hinn látna samvinnuleiðtoga. í skýrslu þeirri, er Þórarinn Kr. Eldjái'n flutti af hálfu stjórnarinar, um helztu framkvæmdir á sl. ári, voru þessi atriði helzt: Keypt var bíláverkstæði í Dalvík til þess að annast vélaviðgerðir fyrir félags- menn í Dalvík og Svarfaðardal. Keypt hálf jörðin Sjáland í Grímsey ásamt íbúðarhúsi fyrir útibússtjóra félagsins þar. Keypt- ir olíukynntir katlar úr Hvalfirði fyrir ketilhús Mjólkursamlagsins, sem ákveðið er að reisa í Grófar- gili. Hafin viðbótarbygging fyrir Skipasmíðastöð félagsins á Odd- eyrartanga og húsrúm ætlað þar fyrir málmhúðunarverkstæðiþað, sem félagið hyggst koma á fót. Haldið áfram byggingu verzlun- arhússins við Hafnarstræti og hraðfrystihúsa í Dalvík og Hrís- ey. í skýrslu sinni um rekstur og hag félagsins rakti Jakob Frí- mannson framkvæmlastjóri mjög ýtarlega starfrækslu einstakra deilda félagsins skýrði frá hag þeirra á árinu og las upp reikn- inga þeirra. Af skýrslu hans kom í Ijós, að heildarsala allra starfs- greina félagsins á innlendum og erlendum afurðum varð um 68 millj. króna og er það hæsta upp- hæðin í sögu félagsins. Vegna lækkaðrar álagningar og aukins tilkostnaðar varð heildarafkoma félagsins ekki eins góð og áður. Rekstursafgangur til ráðstöfun- ar fyrir aðalfund af almennri, á- góðaskyldri úttekt varð 271.588,72 og lagði stjórnin til að greiddur yrði 4% arður. Ennfremur að brauðgerðin greiddi 5% arð og lyfjabúðin 5% arð. Samkvæmt skýrslunni voru innstæður fé- lagsmanna í innlánsdeildum, stofnsjóðum og viðskiptareikn- ingum kr. 19.747.108,14 en skuld- ir þeirra kr. 337.458,50. Höfðu ástæður félaganna gagnvart fé- laginu batnað á árinu um kr. 2.004.584.89. Innstæðan í stofn- sjóði var í árslok kr 3.324.584.89 og hafði aukist um 294.279.73. — Útborgað úr - stofnsjóði á árinu samtals kr. 102.745,70. Innstæður félagsmanna í innláns- deild námu kr. 10.805.685,74 og höfðu aukist um kr. 1.329.189,18 á árinu. Árið 1947 greiddi félag- ið um' 450 þús. kr. til félagsmanna, sem arð af viðskiptum ársins 1946, fyrir utan arð af lyfjabúðar- og brauðgerðarvörum. í skýrslu framkvæmdastjóra og endur- skoðenda, kom fram, að eignir fé- lagsins eru varlega metnar og l'járhagur þess mjög traustur. Byggingamál sveitanna. Á fundinum urðu allmiklar umræður um byggingamál sveit- anna í tilefni af tillögu frá stjórn félagsins. Er tillaga þessi svo- hljóðandi: „AðaKundur KEA felur stjórn félagsins að gangast fyrir stofnun hlutafélags til að annast bygg- ingaframkvæmdir fyrir félags- menn.“ Ætlunin er að þátttakendur í félagi þessu verði, auk kaupfé- lagsins, byggingamenn og verka- menn og taki það að sér bygg- ingaframkvæmdir. Munu menn gera sér vonir um, að með þess- um hætti muni e.‘ t. v. takast að greiða úr þeim erfiðleikum, sem á því eru að fá fagmenn til vinnu við byggingar í sveitum. (Framhald á 8. síðu). Á aðalfundi KEA í gær, báru 27 fulhrúar úr ýmsum deild- urn félagsins fram svohljóð- andi tillögu: „Aðalfundur KEA, haldinn á Akureyri 19. og 20. apríl 1948, skorar eindregið á ríkis- stjórnina að fresta fyrst um sinn framkvæmd þess ákvæð- is hinna nýju fræðslulaga, að gagnfræðadeild skuli lögð nið- ur við Menntaskólann á Ak- ureyri. Telur fundurinn að af- nám deildarinnar yrði til mik- ils óhagræðis fyrir Akureyrar- bæ og þó einkum nærliggjandi hérúð.“ Steingrímur Jónsson, fyrrv. bæjaríógeti hafði framsögu í málinu. Var tillagan samþykkt í einu hljóði.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.