Dagur - 21.04.1948, Blaðsíða 2

Dagur - 21.04.1948, Blaðsíða 2
2 D AGUR Miðvikudaginn 21. apríl 1948 Kommúnistar og Marshall áætlunin Eftir hina ægilegu styrjöld við þýzka nazismann voru flestar þjóðir Norðurálfunnar efnislega og andlega særöar. Fórnir þær, sem þjóðirnar höfðu orðið að færa fyrir sigri sínum og frelsi undan ánauðaroki því, sem þeim var búið af heimsyfirráðastefnu naz- ista, voru svo stórar, að þær voru í miklum nauðum staddar. Jafn- vel Bretar, sem fyrir stríðið voru auðug þjóð, voru að því loknu orðnir fátækir. Þeir höfðu líka um sinn orðið að standa einir geg'n vopnavaldi nazista og berj- ast fyrir frelsi sínu og annarra þjóða. Þá sýndu Bretar aðdáun- arverða þrautseigju, sem ekki má gleymast. Við þá brezku þraut- segju réðu nazistar ekki. En þá var það, sem íslenzkir kommún- istar lögðu það til, að íslendingar tækju sér fyrir hendur að svelta brezku þjóðina, til þess að tryggja nazistum sigurinn, en snúa fisk- flutningum okkar til Rússa, sem þá voru í vinfengi við þýzku naz- istana. Þessi framkoma komm- únista í frelsisstríði Breta má heldur ekki gleymast. Uppsigling rauða fasismans. En einn var sá stríðsaðili gegn nazismanum, sem var aflögufær. Það voru Bandaríkin. Marshall samdi sína alkunnu áætlun, sem við hann er kennd. Hún beinist að því að hjálpa bágstöddum Evrópuþjóðum til þess að rétta við fjárhag sinn og atvinnulíf og koma því að réttan kjöl. Banda- ríkin vilja veita Evrópuþjóðun- um aðstoð við að geta hjálpað sér sjálfar. Sextán þjóðir hafa tekið þessu hjálpartilboði Bandaríkj- anna fegins hendi og bundizt samtökum um að koma fjárhag sínum á fastan grundvöll. Lögin um aðstoð Bandaríkjanna við endurreisnarstarfið hafa nú ver- ið afgreidd frá þingi þeirra, og glæða þau vonir manna um bjart- ari framtið í Vestur-Evrópu. En nú var stjórnarherrunum í Moskvu nóg boðið. Rússar höfðu átt veigamikinn þátt í að ráða niðurlögum nazismans, eftir að Þjóðverjar réðust á þá. Raunar urðu bandamenn þeirra í vestri að birgja þá upp að vopnum og vistum í varnarstríði þirra. En þegar bandamenn höfðu gersigr- að nazismann, fylltust rússnesku stjórnarherrarnir slíkum ofmetn- aði, að þeir þökkuðu sér einum sigurinn, og létu svo sem Vestur- veldin hefðu verið dáðlaus og duglaus í stríðinu við nazista. Létu nú forráðamenn kommún- ista í Rússlandi hið dólgslegasta, heimtuðu ótakmörkuð fríðindi sér til handa og að þeim væri á- tölulaust leyft að ráðsmennskast í öllum löndum Evrópu og skipa þar öllu að eigin vild. Nærliggj- andi smáríki lögðu þeir undir sín yfirráði og sviftu íbúa þeirra frelsi til sjálfsstjórnar. Ollum fór nú að verða ljóst, að í stað brúna fasisma var í upp- siglingu rauður fasismi, sem ógn- aði frelsi þjóðanna. Það leyndi sér heldur ekki, að í öllum lönd- um átti hinn rauði fasismi 5. her- deildir, sem voru boðnar og bún- ar til þjónustu við valdhafa Rúss- lands í einu og öllu. Ein slík her- deild er hér á íslandi, og stóð hún betur að vígi en í nágrannalönd- unum, vegna þess að nokkrir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins höfðu hossað kommúnistum á örmum sér á undanförnum árum og eflt þá til yfirráða í verká- lýðsfélögum og til valda í ríkis- stjórn. ■ Molotováætlunin. Rússar harðbönnuðu þjóðun- um á yfirráðasvæði sínu að gefa sig nokkuð að Marshalláætlun- inni og þiggja hjálp Bandaríkj- anna til endurreisnar í löndum sínum, og þær urðu að hlýða. í Moskvu var gerð eins konar á- ætlun, sem stefndi að því að koma í veg fyrir, að hjálp Banda- ríkjanna kæmi Vestur-Evrópu- þjóðunum að gagni. Kommúnist- ar í öllum þessum löndum voru að venju þæg verkfæri Moskvu- valdsins og hafa ekki legið á liði sínu að spilla fyrir viðreisnar- starfinu með því að vinna ötul- lega að sem mestu öngþveiti og upplausn, hver flokkur þeirra í sínu landi. Á þenna hátt reyna kommúnistar að undirbúa þann jarðveg, sem hæfur reyndist til valdatöku fyrir flokksdeildir þeirra í fyllingu tímans. Það hefur ekki getað farið fram hjá mönnum, að kommúnistar í hinum ýmsu löndum haga séi' nákvæmlega eins í baráttu sinni fyrir austrænu einræðis- og of- beldisstefnunni. Er þetta vottur þess, að þeir fá fyrirskipanir frá æðri stöðum um að fylgja á- kveðinni línu í það og það skipt- ið. Allir eru þeir samtaka um að hamast gegn fjárhagslegri við- reisn Vestur-Evrópu með hjálp Marshalláætlunarinnar. Allir túlka þeir hjálp Bandaríkjanna á þann hátt, að með henni sé verið að egna til styrjaldar. En hverju er verið að egna? Ekki vestrænu þjóðirnai', því að áreiðanlega þrá þær ekkert eins mikið og frið við uppbyggingarstarf sitt heirtia fyr- ir. Það gétur því vart verið öðr- um til að dreifa en Rússum. Með fjasi sínu um styrjaldarhættu eru kommúnistar að drótta því að herrum sínum í austri, að þeir þoli ekki fjárhagslega viðreisn Vestur-Evrópu og blómgun at- vinnulífsins þar, þetta sé Rússum svo viðkvæmt mál, að það kosti styrjöld frá þeirra liendi. Kommúnistar hóta stríði. Ef það kostar styrjöld frá hendi Rússa gegn Bandaríkjunum, að þau rétti bágstöddum þjóðum hjálpai'hönd fjárhagslega, eins og kommúnistar gefa í skyn, þá er þa það ekki annað en sönnun fyr- ir verulega lélegu innræti vald- hafanna í Rússlandi En til þessa mun ekki koma. Þetta er bara hótun frá kommúnistum, til þess að reyna að hræða menn til und- irgefni og fylgis við stefnu sína. Þess ahótunaraðferð notaði Einar | Olgeirsson í síðustu útvarpsum- ræðum á eldhússdegi. Hann þótt- ist allt í einu verða altekinn af hryllingi, gerði sér upp skjólfta í röddinni og sagðist sjá í anda allt Reykjavík í rústum eftir atom- sprengjuórás. Eina ráðið væri því að gera viðskiptalegt og stjórnar- farslegt vináttusamband við Rússa, reka stjórnina frá völdum og taka upp nýja stefnu bæði í utan- og innanríkismálum undir stjórn og leiðsögu kommúnista, líklega Brynjólfs, Áka og Einars Olgeirssonar. Mikið vanmat má það vera á hyggindum og hugsunarhætti fs- lendinga yfirleitt að bjóða þeim annað eins þrugl og þetta og teljó það muni beina þeim í áttina til kommúnista og Rússlands. Það verkar í þveröfuga átt; það munu kommúnistar sanna. Eilt af því, sem kommúnistar halda fram, er í því innifalið, að Bandaríkin ætli að gera þær þjóðir, er þátt taka í Marshall- áætluninni, sér háðai' og lönd þeirra að nýlendum sínum, þar á meðal íslands. Hvaðan hafa kommúnistai' upplýsingar um þetta? Vissulega ekki frá ráða- mönnum þeirra þjóða, sem að Marshalláætluninni standa. — SannleikUrinn um þessa banda- rísku nýlendustofnun er aðeins eins og hver annar skáldskapur eða heilaspuni, sem kommúnistar gefa út á strætum og gatnamót- um um þessar mundir, til þess að reyna að spilla -fyrir góðu sam- komulagi við okkur vinveitt stórveldi og draga athygli manna frá sívaxandi yfirráðastefnu og valdadraumum stórhöfðingjanna í Sovétríkjunum. Tvö öfl. Það eru tvö öfl, sem togast á um viðreisnina í Vestur-Evrópu. Bandaríkin vilja með fram- kvæmd Marshalláætlunarinnar styðja að því, að sárin eftir síð- ustu heimsstyrjöld læknist. Þeim fylgja að málum allir fjálshuga menn. Kommúnistar allra landa vilja ýfa sárin, svo að valdhafar Rússlands eigi hægra með færa út yfirráð sín. Þess vegna berjast þeir með vopnum lyga og svika gegn framkvæmd Mars- halláætlunarinnar. NÝJA P>íÓ................i i sýnir á morgun, 1. sumar- \ I dag, kl. 3—5 og 9: | HÁTÍÐASUMARIÐ | i („Céhtennial Summer“) \ \ Amerísk litkvikmynd frá i 20tli Century-Fox. i Leikstjóri: i Otto Preminger. \ i Yfirkyikmyndari: i f Ernest Palme. i Kvikmyndaleikritið byggði j i Michael Kanin á sögu eftir i Albert I. Idell. i Aðalhlutverk: i JEANNE CRAIN CORNEL W1I.DE LINDA DARNELL • IIMIIIIM ■ ••••••• illllimillr Gróandi jörð: Of fáar hendur vinna framleiðslustörfin Eftir JÓN H. ÞORBERGSSON óþekkt (t. d. sláttuvélin sást vart hér í landi fyrri en 1910). j Fólkið var bá margt í sveitunum og lifði víða við þröngan kost, j af því að jarðyrkjan var svo mjög án umbóta. Verkafólk bar j þá lítið úr býtum og húsmennskufólkið lifði sultarlífi svo og \ fjöldi bænda. Var því raunar eðlilegt að fólk flytti þú burt úr j sveitunum, begar rýmkaðist um atvinnu til sjávarins. | En nú er bessi fólksstraumur, úr sveitunum í kaupstaðina, = kominn út í hinar mestu og hættulegustu öfgar. Þjóð, þar sem i nær 70% af fólkinu hefir heimilsfang í kaupstöðum, þarfnast j allt of mikils innflutnings frá erlendum bjóðum. — Nýlega var j Finnlendingum talið bað til gildis, að um 70%, af þjóðinni j væru bændur og búalið. — Jafnvel þótt eitthvað yfir 20% af j þjóðinni sé talið að stunda ýmiss konar iðnað, er suint af hon- j um óbarft og ótryggt og byggður á erlendri hrávöru. Enn- j fremur, þegar á það er litið, að aðeins um 15% af þjóðinni = stundar framleiðslu til sjávarins, er það auðsætt að hinir „óá- j byrgu“ borgarar þjóðarinnar eru orðnir ískyggilega fjölmenn- j ir. Þeir eru hættulegir, bæði vegna fjárhags og siðmenningar i með þjóðinni, þegar starfsemi þeirra er neikvæð. — Off jölgun j fólks í borgum og kaunstöðum er talið þióðanna böl. Mun j nokkur þjóð þjást meira af slíku böli heldur en íslendingar? j Mun nokkur bjóð eiga svo stóra höfuðborg eins og við í hlut- j falli við fólksfjölda landsins? Vegna ofmikilla fyrirráða í j landsmálum hinna óábyrgu (sem ekkert framleiða), er tala j launamanna, lifnaðarhættir óábyrgra, laun og kaup þeirra allt, i keyrt svo úr hófi fram, að slitið er úr réttu samhengi við fram- i leiðsluskilyrði landsins og möguleika til afkomu og sölu inn- i lendrar framleiðslu á erlendan markað. Þessu til sönnunar i má benda á flóttann frá framleiðslunni, kapphlaups manna um i að komast á opinber laun, meðgjöf úr ríkissjóði með útflutt- j um framleiðsluvörum og margt fleira. i í HINUM MANNMÖRGU kaupstöðum liér, og þá einkum i höíuðborginni, er nú margt fólk á fleytingi, vegna stríðspen- j inganna, sem nú eru að fjara út. En hvað tekur þá við fyrir i því? Síðan um aldamót má telja að árgæzka hafi verið mikil j hér í landi, ísaár vart nokkur og öflun mikil til lands og sjávar. i Hvernig mundi verða umhorfs í þessum ofstóru bæjum, nieð j hina allt of mörgu „óábyrgu“, ef að bæru ísaár og aflaleysi til i sjávarins í stórum stíl og bað ef til vill fleiri ár í röð? Ef at- I vinnuleysi fellur á, fljótlega, ofan í dýrtíðina, hvernig ætla þá i hinir „óábyrgu“, þeir, sem ekkert framleiða, ekki eru á föst- i um launum, að lifa? Eða hvernig verður bá hægt að fram- | fleyta öllum þeim fjölda, þegar tneðalfjölskylda telur sig þurfa i 30—40 þús. kr. á ári, til að halda sér uppi? Eða hvað verður þá | um börnin, sem fæðast í „bröggum“ og smáskúrum í útjöðrum I höfuðborgarinnar, bar sem varla, og ekki rúmast eitt lítið § barn til viðbótar? Húsaskotrurinn hlýtur að fylgja höfuðborg- 1 inni um ófyrirsjáanlegan tíma og, á venjulegum tímum, hlýtur i atvinnuleysisbölið að bjá hessa allt of mannmörgu bæi, eins = og t. d. Reykjavík, ekki sízt þegar svo óvænlega horfir, að i framleiðendum fækkar (prósentvís) og iðnaðurinn verður að i byggjast á innlendri framleiðslu, fyrst og fremst. j VEGNA OFSTREYMIS fólks úr svcitum landsins og of litla j framleiðslu bar, eru árlega fluttar inn fyrir milljónir króna i landbúnaðarafurðir, sem hægðarleikur er að framleiða hér j heima. Má þar til nefna smjör og garðmat. Ýmsar aðrar land- i búnaðarvörur eru fluttar inn í stærri stíl, vegna bess að inn- j lenda varan er ekki fyrir hendi. Það er vitað, að til er margt i fólk í kaupstöðum landsins er smakkar varla nokkurn tíma j nýmjólk, sem heitið getur, og vöntun á garðmat og smiöri er i ákaflega mikil hrátt fyrir innflutninginn. Nú er þjóðin í gjald- 1 eyrisvandræðum — og hlýtur að verða áfram. — Hún þjáist i af oftrú á aukna verzlun, viðskinti við aðrar bjóðir, á öllu j mögulegu, ætu og óætu. — Eina leiðin, sem varanlega má e telja ,til þess að eignast gjaldeyrir er að auka framleiðsluna í I landinu sjálfu. Auka framleiðsluna til Iands og sjávar. Það I verður að gerast, ef bjóðin á að verða langlíf í landinu, sem i sjálfstæð þjóð. Hún verður að læra að meta að verðleikum að- \ alatvinnuvegi sína landbúnað og sjávarútveg. Ilvort tveggja i hefir sína sérstöðu um eitt og annað til gengis og affalla. — j Skipin — bújarðirnar á sjónum — eru innflutt vara, sala sjáv- i (Framhald á 6. síðu). j mniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiniíiiiiiiiiiiiiHiniiiiiiiiiiiifiiiiiiiiii

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.