Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 1
Sjcunda síðan: Olafur Jónsson framk\ •stj. ræðir fræðslukerfið og nauðsyn endurbóta á því. Forustugreinin: Afgreiðsla Fjárhagsráðs og ríkisstjórnar á tillögum kaupstðaaráðstefnunnar. * XXXI. órg. Akureyri, miðvikudaginn 28. apríl 1948. 17. tbl. Kostnaður við sjúkra- hússbyggmguna orðinn hátt á aðra milljón kr. Á fundi bygginganefndar sjiikrahússins, hinn 21. þ. in., gaf framkvæmdastjóri nýbyggingar- innar, Gunnar Jónsson, skýrslu um fé þaö, sem komið cr í bygg- inguna, ásamt geðveikrahælinu, sem lokið er við. Er það alls kr. 1.853.000.00. Þar af hefir ríkið lagt fram kr. 1.110.000.00 en bærinn ásamt söfnun Kvenfél. Framtíðin, hefir lagt fram afgang'inn. Nú mun lít- ið fé handbært annað en það, sem Kvenfél. Framtíðin hefir í sínum vörzfum, en það mun vera um 100 þús. kr. Þá er óútborgað framlag bæjarins 1948 kr. 150.000 og ríkið á eftir að greiða um 500.000 kr., þar af eru 300 þús. kr. á fjárlögum þessa árs. Ákveðið var áð fela byggingameisturum að láta hefja innanhússhúðun ný- byggingarinnar hið fyrsta. Er svo róð fyrir gert, að unnið verði að innréttingu hússiíis í sumar. „Kaldbakur66 fékk hlaðafla á sex sólarhringum ,,Kaldbakur“ kom hingað af veiðum snemma á mánudags- morgun og var þá liðin vika síðan skipið lagði héðan á veiðar, en alls var það tæpa sex sólarhringa að veiðum. í skipinu munu hafa verið tæp 300 tonn af fiski, um 120 tonn karfi, 100 tonn þorskur og 70-80 tonn ufsi. Mestalla veið- ina fékk skipið á Halamiðum. Skipið fór héðan síðdegis á mánudag til Þýzkalands. Verður það fyrsta Þýzkalandssala þess. Búast má við því, að fyrir fiskinn fáist um 12000 sterlingspund. Baniakór Akmeyrar syngur á sunnudaginn Björgvin Jörgenson kennari við Barnaskólann hér hefur stofnað barnakór, sem ætlar að láta til sín heyra á sunnudaginn kemur. í kórnum eru 39 börn og á sunnu- daginn munu þrír einsöngvarar úr hópi þeirra syngja með kórn- um Björgvin Jörgenson hóf að æfa þennan kór eftir'barnaskóla- skemmtunina í vetur og syngur kórinn nokkur þeirra laga er þar voru flutt og mörg ný viðfangs- efni að auki. lagsráöi og Frá Skíðamóti íslands 1948 Sigurvcgarar í bruni — A-fL — á Skíðamóti íslands. Talið frá hægri: Ármann — afhendir verðl nunin — Magnús Brynjólfsson í. B. A., Haraldur Pálsson í. B. S., Gísli Kristjánsson í. Íí. R.. Ás- grímur Síefánsson í. B. S., Ásgeir Eyjólfsson f. B. R. Myndin er tekin í Snæhólursi við Akureyri að aflokinni keppni. KomsúnSstar vildu ekkl ganga undsr kjörorðunum „Móti kúgun, esnræði og ofbeldí' Bandalag starfsmanna rikis og bæja ekki jiátt- takandi í iiátíðahöldum 1. maí Verulegur hluti alþýðusamtak- anna í Iandinu hefur nú svarað tilraunum komúnista til þess aö gera 1. ma,í að haráttudegi fyrir alþjóðaliommúnismann gegn Iýð- ræðisöflunum í veröldinni. Á fundi fulltrúaráðs vei-klýðsfélag- anna í Reykjavík urðu snörp átök í milli lýðræðissinna og komm- únista um kjörorð þau, er verka- menn skyldu skipa sér undir hinn 1. maí. Neituðu kommúnistar að ganga undir kjörorðunum: „Frelsi, jafnrétti og lýðræði!" „Með hjálp til endui’reisnar Vest- ur-Evrópu“ „Gegn ofbeldi, ein- ræði og kúgun“. Hefur þeim lík- lega fundizt höggvið nærri sér og yfirboðurum sínum með því að fylkja liði undir slikum merkj- um! Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, sem jafnan hefur verið þátttakandi í hátíðahöldunum 1. maí, hefur nú ákveðið, að taka engan þátt í þeim. Er það svar bandalagsins við áróðri komm- únista og tilraunum þeirra til þess að gera hátíðisdag verka- lýðsins að áróðursdegi fyrir kommúnistaflokkana *og utan- ríkisstefnu Rússa. Hér á Akur- eyri mun starfsmannafélag bæj- arins engan þátt eig'a í hátíða- höldunum, frekar en önnur fé- lög innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Alþýðusamband Suðurlands mótmælir. Nú um helgina samþykkti Al- þýðusamband Suðurlands mót- mæli gegn áróðursfyrirætlunum kommúnista í sambandi við 1. maí. Var jafnframt skorað á Ut- varpsráð að koma í veg fyrir að kommúnistar fái að flytja áróður sinn í útvarpi í nafni verkalýðs- samtakanna í sanibandi við 1. maí hátíðahöldin. Bendir margt til þess að þær fyrirætlanir kommúnista, að gera 1. maí, að lofgerðardegi fyrir yfirgangs- stefnu Rússa í alþjóðamálum, eigi mikilli og vaxandi andspyrnu að mæta í verklýðsfélögunum og samtökum launamanna, víðs veg- ar um landið. LISTAMANNASTYRKIR. Nýlega er lokið úthlutun fjár þess, er Alþingi ætlaði til lista- mannalauna. Illutu þessir Akur- eyringar styrk: Davíð Stefánsson, Friðg. H. Berg, Heiðrekur Guð- mundsson, Jón Norðfjörð, Kristín Sigfúsdóttir, Kristján Einarsson og Steindór Sigurðsson. Fulltráar Framsóknarflokksins stóðu eiiiir með réttlætiskröfum dreifbýlisins Nýjar úthlutmiarreglur taka gildi, en fást ekki birtar Það er nú kunnugt orðið, að fulltrúar Siálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins í ríkisstjórn og fjárhagsráði hafa fellt tillögur um ao taka upp nýiar reglur um veitingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa samkvæmt ályktunum kaupstaðaráðstefminnar, sem haldin vnr í Reykjavík j febrúar. Frá þessu er skýrt í viðtali, sem Tíminn birti fyrir nokkru við Hermann Jónasson, annan fulltrúa Framsóknar- fíokksins í Fjárhagsráði. í stað þess að verða við kröf- um almennings úti á landi um leiðréttingar á ríkjandi ófi’emd- arástandi í verzlunarmálunum, hafa fulltrúar þessara stjórnar- flokka nú samþykkt nýjar út- hlutunarreglur, sem þ ó hafa ekki verið birtar en eru, að sögn kunnugra, mjög loðnar og fjarri því að vera fullnægjandi svar við eindregnum óskum kaupstaða- ráðstefnunnar um úrbætur. Stuðningur Framsóknarf lokksins í viðtali þessu rekur Hermann Jónasson þann stuðning, sem fulltrúar Framsóknarflokksins hafa veitt málefnum dreifbýlis- ins í verzlunarmálunum. Mið- stjórnarfundur Framsóknar- flokksins var haldinn um líkt leyti og kaupstaðaráðstefnan starfaði og samþykkti miðstjórn- in með samhljóða atkvæðum, að leggja fyrir fulltrúa sína í Við- skiptanefnd, Fjárhagsráði og rík- isstjórn og Alþingi, að berjast fyrir því, að tillögur kaupstaða- ráðstefnunnar í verzlunarmál- unum næðu fram að ganga. Hafa fulltrúar flokksins eindregið fylgt þessari stefnu. Hermann Jónasson skýrir svo frá gangi þessara mála í Fjárhagsráði: „..Hinn 26. febrúar bárum við Sigtr. Klemenzson fram tillögu um svar við málaleitan fulltrú- anna utan af landi. „Fjárhagsráð samþykkir að út- lilutun gjaldeyris- og inn- flutningsleyfa á árinu 1948, skuli eftir því, sem við verður komið, gerð í samræmi við þær tillögur er samþykktar hafa verið af hendi fulltrúanna af Vcstur-, Norður- og Austur- landi.“ Þessi tillaga var síðan rædd og hinn 4. marz var samþykkt til- laga í Fjárhagsráði um að fresta afgreiðslu tillögunnar, unz til- lögur Viðsltiptanefndar hafa bor- izt Fjárhagsráði. Þessi tillaga var samþykkt gegn atkvæðum okkar Sigtr. Klemenzsonar.11 Réttlætiskröíurnar kistulagðar. Enn segir svo í þessu viðtali við Hei'mann Jónasson: „. . . . Hinn 2. apríl voru lagðar fram tillögur frá meirihluta Við- skiptanefndarinnar um reglur um skiptingu innflutningsins, en í Viðskiptanefnd hafði Sigurjón Guðmundsson (fulltr. Framsókn- arflokksins) greitt atkvæði með tillögu fulltrúanna af Vestur- Norður- og Ausurlandi. Enn á ný fluttum við Sigtr: Klemenzson breytingartillögur við þessa til- lögu meirihluta Viðskiptanefnd- ar, þess efnis, að úthlutun inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfa yrði gerð í samræmi við fyrrnefndar tillögur kaupstaðaráðstefnunnar og ennfremur bárum við fram til- lögu um nánari útfærzlu þeirra. Þessi tillaga var felld eins og aðr- ar tillögur okkar, með 3 atkv. gegn 2, og áfrýjuðum við Sigtr. Klemenzson þeim ágreining til r íkisst j órnarinnar. (Framhald af bls. 5). NoFskir járnbraut- arteinar í clrátlar- brautina hér Áður hcfir verið greint frá því hér í blaðinu, að tilboði Akureyr- ar í dráttarbraut Slippfélagsins í Reykjavík, cn það var 335 þús. kr., var ekki tekið. Mun di áttarbraut þessi þó \ era óseld ennþá, en eigendur ófúsir að ganga að þeim tilboðum, sem bárust. Eftir þessi málalok, fól hafnarnefnd Gísla Kristjánssvni framkvæmdastjóra, að leita til- boða á brautum erlendis frá. Á fundi nefndarinnar'19. þ. m. var ákveðið að taka tilbo.ði frá A/S Mjölner í Bergen, þar sem firmað býðuv 600 metra af járnbrautar- teinum til afgreiðslu í Bergen. — Mun vera von á efni þessu hing- að í sumai'.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.