Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 4

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 4
D A G U R Miðvikudaginn 28. apríl 194S. Spádómsgáfa kommúnista bregst. Um þær mundir er dýrtíðar- Jögin voru sett á síðasta vetri, spáðu kommúnistar því, að fram- færsluvísitalan þyti bráðlega upp í 350 stig, og yrðu því launþegar snuðaðir um 50 stig, eftir að kaupgreiðslur væru miðaðar við 300 stig. Spádómsgáfa kommúnista varð sér þarna tíl skammar, því að vísitalan reyndist aðeins 319 stig. Lækkún kaupgjaldsins varð því ekki riema tæp 6%, eins og hver maður með nokkra reiknings- kunnáttu getur séð. Þegar kommúnistum var ekki lengur stætt á spádómsgrundvelli sínum, reiknuðu þeir út kaup- tapið fyrir verkarhenn og kváðu það vera 10%, en ekki tæplega 6% eins og það raunverulega var. Þarna smurðu foringjar komm- únista 4% á hið rétta tap, og vit- anlega gerðu þeir það vísvitandi og af ráðnum hug til þess að blekkja þá, er þeir þóttust vera að vinna fyrir. Dýrtíðin kostar ríkissjóðinn 55 milljónir. Þessi 6% lækkun á kaupgjaldi . var vitanlega gerð með það f'yrir augum, að aðalatvinnuvegir okk- ar gætu borið sig með þeim til- kostnaði, sem er innanlands og því markaðsverði, sem um er að ræða erlendis. Það er hin gífur- lega dýrtíð, sem kommúnistar áttu sinn þátt í að mynda og efla, sem alls staðar er í veginum. í 19. grein fjárlaganna fyrir ár- ið 1948 er gert ráð fyrir 55 millj. kr. útgjöldum, til þess að halda framleiðslukostnaðinum niðri og til að bæta upp útflutningsverð- ið. Dýrtíðin er svo þungur baggi á ríkissjóði og þar með allri þjóð- inni að verja verður fjórða part- inum af öllum gjöldum ríkissjóðs í baráttunni gegn henni. Svona er ósamræmið orðið gegndarlaust milli framleiðslukostnaðar og sölumöguleika erlendis. Þetta .hryggilega ástand er að miklu leyti sjálfskaparvíti. Fyrrv. stjórn eyddi 1300 millj. kr. af er- lendum gjaldeyri á þann veg, að aðeins tæpur fjórði hluti þeirrar upphæðar fór til nýsköpunar- framkvæmda. Með kommúnista innanboi-ðs á stjórnarfleytunni tókst fyrrv. stjórn að snúa hin- um mestu fjáröflunarárum, sem yfir ísland hafa komið, í óáran. Og nú er svo komið að verja verður 55 millj. kr. úr ríkissjóði til þess að mæta hallarekstri framleiðslunnar. Ekki geta kommúnistar skotið sér undan ábyrgð gjörða sinna, meðan þeir voru í stjórn, á þeim grundvelli, að þeir hafi ekki ver- ið varaðir við eyðslustefnu sinni og dýrtíðarskrúfu. En á þeim tímum var öllum viðvörunum Framsóknarmanna mætt með gíf- uryrðum um bölsýni og aftur- hald, og svo langt tókst komm- únistum að leiða forsætisráðherra sinn, að hann las blessunarorð yfir verðbólgu og dýrtíð þrátt fyrir öll fyrri ummæli sín. Abyrgðarleysi kommúnista. >, Bardagaaðferðir kommúnista eru alltaf sjálfum sér líkar. Þeir kenna núverandi stjórn um allt það öngþveiti, er þeir sjálfir hafa átt þátt í að skapa. Á sama tíma og ríkisstjórn og flokkar hennar tefla á fremsta hlunn með að veita atvinnuvegunum og vinn- andi fólkj. þann stuðning, sem ríkissjóðurinn frekast þolý', berja kommúnistar það blákalt fram, að ríkisstjórnin setji af fremsta megni fót fyrir atvinnuþróunina í landinu," sé vitandi vits að búa til atvinnukreppu í þeim ákveðna tilgangi að gera eymd almennings sem mesta. Á sama tíma og hið mikla ósamræmi er milli tilkostnaðar framleiðslunnar og söluverðs hennar á erlendum mörkuðum, sem hér að framan er vikið að, róa kommúnistar að því öllum árum að hækka framleiðslu- kostnaðinn með síauknum kaup- gjaldskröfum og verkfallstil- raunum í sambandi við þær. Er þetta eitt með öðru glöggt dæmi um frámunalegt ábyrgðarleysi kommúnista gegn ástandinu inn- anlands. Þeir þykjast vera að vinna fyrir alþýðuna, en hér er aðeins um sýndarbaráttu að ræða, eða eins og viðskiptamála- ráðherra orðaði það á dögunum: „Hún er einvörðungu og ein- göngu rekin sem sýndarleikur og glæfraspil til þess að reyna að skapa upplausn, sem síðar væri hægt að hafa af pólitískari ávinning." Þetta skilja nú orðið allir, nema fáfróðustu og blindustu fylgismenn kommúnista. Rök fyrir þá fáfróðu. Kommúnistar halda því fram, að ríkisstjórnin geri það að gamni sínu að fullnægja ekki lánsfjár- þörf landsmanna. Rétt er það, að mikill skortur er orðinn á lánsfé til margvíslegra framkvæmda einstaklinga og hins opinbera. — Ýmsum framkvæmdum hefir orðið að fresta vegna féleysis. En það vita allir, að þetta stafar frá eyðslustefnu fyrrv. stjórnar og fjársukki því, er kommúnistar stóðu fyrir. Ef þeir hefðu hagað sér eins og menn með viti og hugsað til framtíðarinnar, hefði ríkið nú getað átt gilda sjóði, sem grípa hefði mátt til, en í stað þess var safnað lausaskuldum, sem talið er að nemi á annað hundrað millj. kr. En þó kastar fyrst tólfunum, þegar kommúnistar hamra á þeirri fjarstæðu, að auðvelt sé að bæta úr lánsfjárleysinu með auk- inni seðlaútgáfu. Kommúnistar vita vel, að þetta er Lokaráð, sem ætlað er til þess að slá ryki í augu fáfróðasta hluta almennings og blekkja hann. Aukin seðlaútgáfa, sem ekkert er á bak við, er trygg- asta ráðið til að eyðileggja fjár- hagskerfi þjóðarinnar og skapa efnahagslegt öngþveiti. Þessi rök kommúnista eru því aðeins ætluð þeim fáfróðu og skilningslitlu. Falskar ávísanir. Kommúnistar bölsótast út af því að lán úr Stofnlánasjóði hafi verið stöðvuð. Einar Olgeirsson var í nýbygg- ingaráði í tíð fyrrv stjórnar. Þá voru veittar 100 millj. kr. til A- lána Stofnlánasjóðs. Einar var þá með í því að ávísa 148 millj. kr. á sjóð, sem hann vissi að ekki hafði yfir að ráða nema 100 milljónum. Hann gaf því út falskar ávísanir að upphæð 48 milrjónir króna. Svo spyr E. O. fullur vandlæting- ar: Því eru ekki greiddar 148 millj. kr. úr 100 millj. kr. sjóði! Þetta er ágætt dæmi um mála- tilbúnað og bardagaaðferðir kommúnista fyrr og síðar. Þeir gera ótakmarkaðar kröfur til hvers konar fjárútláta, þó að þeir viti vel, að ómögleguleiki sé á að fullnægja þeim. Svona hagar stiórnarandstaðan sér, þegar hún finnur sig rökþrota með öllu. Öllu snúið öfugt. . Einar Olgeirsson sagði í eld- húsumræðum á dögunum, að byggingariðnaðurinn væri hnepptur í f jötra og framkvæmd- ir hans stöðvaðar að mestu. Hvað er nú hæft í þessu? í fjárfestingaráætlun fjárhags- ráðs eru ætlaðar yfir 300 millj. kr. til byggingaframkvæmda á yfirstandandi ári, eða 3/4 alls út- flutningsins, eins og hann er áætlaður. Gert er ráð fyrir, að notuð verði á þessu ári til bygginga 50 —60 þús. tonn áf sementi og ann- að byggingarefni samkvæmt því, og er það með því mesta, sem nokkurn tíma hefir verið notað hér á landi. Þetta segja kommúnistar að sé stöðvun á byggingasarfseminni í landinu. Ekki haf a kommúnistar sér það til afsökunar, að þeir viti ekki betur en þeir láta, því að þeir hafa haft skýrslur fjárhagsráðs með höndum og meira að segja gefið þær út á prenti. Þetta sýnir, að kommúnistar snúa öllu öfugt, þegar þeim býður svo við að horfa, segja hvítt svart og svart hvítt í áróðri sínum og láta sig engu skipta um sannleikann í hverju máli. Þeir treysta því, að ósannindin verki alltaf á ein- hverja, en virðast ekki gæta þess, að þegar öllu er á botninn hvolft, verða þau til meira tjóns en ávinnings fyrir málstað þeirra. Hræsnin á hástigi. Á eldhúsdegi deildi Einars 01- geirsson hart á núverandi ríkis- stjórn og flokka hennar fyrir það að vera að þurrka-út allt framtak einstaklingsins á sviði verzlunar og atvinnurekstrar. Menn vissu það áður að kommúnistum velgir ekki við að bregða fyrir sig hræsninni, en hér hefir hún ef- laust komizt á hástig, þegar kommúnistar' gerast talsmenn hins frjálsa framtaks í atvinnu- málum. Allir vita, að pólitískt innræti kommúnista er á þá leið að kæfa allt framtak einstaklinga og hneppa allan atvinnurekstur í fjötra ríkisvaldsins eða opinberra aðilja. Ýmsir áhrifamenn í'Sjálf- stæðisflokknum hafa oft þótt ganga feti lengra en rétt er í skefjalausri einstaklingshyggju, en Einar Olgeirsson tekur að sér Wallace talar um þræla- hald í Sovétríkjunum Henry Wallace, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefir nýlega sent frá sér rit, þar sem hann gerir grein fyrir stefnu sinni. Jafnt kommúnistum og hægri sinnuðum andstæðingum til mikillar grenrju, ræðst hann harðlega á stjói'narhætti Sovét- ríkjanna þar sem andlegt ófrelsi og þrælahald sé ríkjandi. Hlut- verk Bandaríkjanna sé að byggja upp miklu fullkomnara og rétt- látara stjórnarfar á grundvelli persónufrelsis og einkaframtaks, er sé þó háð eðlilegum hömlum. En þótt stjórnarfar Sovétríkjanna sé gallað, réttlætjþað samt ekki styrjöld og þess vegna beri að forðast stríðsæsingar. Eg vil frið við Sovétríkin, segir Wallace, þó eg vilji hins vegar ekki láta vald- hafana í Moskvu hugsa fyrir mig né að.ra Bandaríkjamenn, eins og aðdáendur þeirra hér virðast vilja. Niðursuðuverksmiðja c Ólafsfjarðar senn tilbúin Verið er að koma fyrir vélum í niðursuðuverksmiðjunni nýju. Ymislegt vantar þó enn til verk- smiðjunnar og gengur stirðlega að útvega sumt af því. Eigi að síður er það þó von manna ,að verksmiðjan geti tekið til starfa fyrri hluta sumars. — Átta Akureyringar í landskeppni í bridge Átta Akureyringar 12345 12345 5 Landskeppni í bridge fer fram um þessar mundir í Reykiavík. Keppa þar sex félög innan hins nýstofnaða Landssambands bridgefélaga, þar af sveit frá Bridgefélagi Akureyrar. í sveit- inni eru þessir menn: Vernharð- ur Sveinsson, fararstjóri, Þórður V. Sveinsson, Jónas Stefánsson, Friðrik Hjaltalín, Brynjólfur Sveinsson, Snorri Guðmundsson, Karl Friðriksson og Ragnar Skjóldal. í fyrrakvöld sigraði Akureyri Selfoss með 630 yfir. í gærkvöld kepptu þeir við Vest- m'annej'inga. 1« Ólafsfjarðarkaup- staðar samþykkt Fjárhagsáætluri Ólafsfjarðar- kaupstaðar árið 1948 var endan- lega samþykkt af bæjarstjórninni fyrir skömmu. 'Útsvör bæjarbúa eiga að nema 520 þúsund krónum og verða þau því 30 þúsund krón- um lægri en í fyrra, en aðrar tekjur eru áætlaðar 41,600 kr. Gjöldin eru alls áætluð 520 þús. kr. Stærsti útsvarsgjaldaliðurinn er vegna trygginganna, -102 þús-. undir. Til hafnargeíðarinnar er áætlaðar 100. þúsund krónur, til nýja barnaskólans 50 þúsund kr., til vegamála 30 þús. kr. og niðursuðuverksmiðjunnar nýju 20 þús. kr. Helztu framlög til annarra framkvæmda eru 11 þús. kr. til verkamannabústaða, 3500 kr. til götulýsingar, .4000 þúsund kr. til landbúnaðar, 1500 kr. til. leikvalla, 2000 kr til sandgræðslu>. 2000 til viðgerða á kirkjugarðin- um, 7000 kr. til skipulagsmála. Til vaxta og afborgana eru ætl- aðar nær 47 þúsundir, kostnaður við stjórn bæjarins 57 þúsundir, framfærslukostnaður 15 þúsund- ir, heilbrigðismál 7 þúsundir, menhtamál 3900, brunamála 1500, löggæzla 9000, styrkur til sund- laugarinnar 3000, auk nokkurra smáupphæða. hlutverk lýðskrumarans og átel- ur þessa menn fyrir að standa ekki nógu öruggt á verði um ein- staklingsframtakið og auðshyggj - una. Manni verður á að spyrja: Er þessum málflutningi hampað, til þess að þóknast heildsölum og öðrum stórgróðamönnum? En um svipað leyti og E. O. pré- dikar um ágæti einkaframtaksins og harmar það, að verið sé að þurrka það út, vonzkast virðu- legt málgagn kommúnista hér á Akureyri út af því, að Akureyr- arbær muni láta útgerð eins tog- ara í hendur eihkaframtakinu. Þannig flettir litli spámaður kommúnismans á Akureyri ofan af hræsni, skinhelgi og lýðskrumi stóra spámanns kommúnismans í Reykjavík. NÝR CATALfNUFLUGBATUR. í sl. viku kom hér Katalina- flugbáturinn TF-ISK með far- þega og póst. Flugbátur þessi e-r eign Flugfélags íslands og þriðji Katalinaflugbátur félagsins. Jó- hannes Snorrason flaug honum \ hingað til lands frá Kanada fyrir rösku ári og hefur verið unnið að því að innrétta hann fyrir far- þega síðan. Var það verk unnið af starfmönnum Stálhúsgagna í Reykjavík Flugbátur þessi er af þeirri gerð, sem getur sezt bæði á sjó og landi. Sigurður Ólafsson var 1. flugmaður á bátnum, er hann kom hér í sl. viku. Kaupakonur Starfsstúlktir Unglinga vantar á komandi snmri. Upplýsingar hjá VINNUMIÐLUNAR- SKRIFSTOFUNNI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.