Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. apríl 1948. DAGUK 5 Kristbjörg Jónatansdóttir, kennari, sexíug Hinn 7. marz s. 1. varð frk. Kristbjörg Jónatansdóttir sextug. Þann dag var oft, mannmargt á heimili Jiennar og margur kaffibollinn drukk- inn. Nú hylltum við vinir hennar hana í huganum og báðum henni blessunar, því nú er hún vanheil og fjar- verandi. Kristbjörg var barnakennari um þrjátíu ára skeið, og lengst af þeim tíma fastur kennari við barnaskólann á Akur- eyri. Hún á því stóran nem- endahóp, og það ætla eg, að fáir kennarar væru vinsælli en hún. Þeir munu því æði margir, sem hugsa hlýtt til hennar á þessum tímamótum. Og við sem áttum því láni að fagna að vera starfsfélagar hennar, minnumst hennar nú með hlýhug og þakklæti. Frk. Kristbjörg er að mörgu leyti óvenjuleg og elskuleg kona. Hún er ágætlega gefin, þýð í lund og hvers manns hugljúfi. Og innrætið óvenjulega gott og göf- ugt. Hún hefur jafnan þráð að láta gott af sér leiða. Þessvegna var svo gott að fela henni verk. Það var ætíð örugglega í góðs manns höndum. Barnaskólinn hér á henni því mikið að þakka. En jafnframt því að rækja að- alstarf sitt’ svo sem bezt var á- kosið, tók hún all mikinn þátt í félagslífi kvenna héi' á Akureyri. Hún var um langt skeið ein af aðalforyztukonum kvenfélagsins „Hlíf“, er vann hér mikil og margháttuð líknarstörf um fjölda ára.- Og hún vai-' SÚ' konan, er einna fasúist lagði- til að Hlíf beitti sér fýrir fjál-söfnun til þess að koma hér' á fót • barnaheimili. Hún átti'Og á sinni tíð gildan þátt í fjársöfnun til að reisa Krist- neshæli, og sat í stjórn Heilsu- hælis Norðurlands meðan það starfaði, og hlaut að verðleikum fyrir það starf Fálkakrossinn. Form. Samb. norðlenzkra kvenna var hún einnig um skeið. Að öll- um þessum félagsstörfum mun Kristbjörg haf unnið af hinni mestu kostgæfni og alúð, og hvergi dregið sig í hlé. Það er eðli hennar. Og eg minnist þess nú, með hve miklum áhuga og einlægni hún vann meðan hún var formaður Barnaverndar- nefndai' Akureyrar en það var hún frá byrjun til 1938. Það var henni nautn að styðja þá og hjálpa þeim, sem umkomulaus- astir voru. Frk. Kristbjörg Jónatansdóttir er vel lesin kona og víðsýn. Hún hefur oft farið utan, hlýtt á merka menn í kennarastétt og lesið mik- ið af góðum bókum og er því prýðisvel að sér um margt, enda hefur hún ætíð haft yndi af að ræða hin andlegu og siðferðislegu vandamál, er jafnan leita á hvern hugsandi mann.Og það má með sanni um hana segja, að hún er sannleiksleitandi sál. Um leið og eg þakka frk. Krist- björgu ágæta samvinnu og sam- fylgd, vildi eg mega í einlægni og af heilum hug óska henni heillar heilsu og hamingjusamra daga. Það á hún margfaldlega skilið. Sn. S. Nokknr orð nm glímuea íslenzka glíman er talsvert á dagskrá í blöðum og manna á meðal upp á síðkastið og er það gott. Svo virðist, sem um hana sé vaxandi áhugi, og það á tvennan hátt: meiri þátttaka í æfingum og vilji til að fegra hana frá því, sem nú er víða. Rætt er um að endurskoða glímureglurnar — og það mun ekki vanþörf — og æ víðar gætir vilja til að fá á glím- una léttara, fegurra snið en það, sem nú er algengast á glímumót- um a. m. k. þar, sem kapp er nokkuð með í leiknum. Því miður gefst hér ekki rúm til að ræða verulega um glím- una, en þess skal getið, að hér á Akureyri hefir glímuflokkur æft í vetur undir stjórn Har. Sig- urðssonar íþróttakenanra, og er i þeim hópi, þótt enn séu flestir næsta óvanir, en mikill áhugi fyrir þessari góðu íþrótt. Einnig er ákveðið að nem. Gagnfræða- skóla Akureyrar fari að æfa glímu nú í vor jafnframt frjáls- um íþróttum, er prófi í fimleik- um lýkur. Þá má og minna á það, að KEA og KÞ hafa gefið sinn verðlauna- gripinn hvort til að keppa um í glímu milli Eyfirðinga og S.- Þingeyinga. Ættu héraðssam- böndin og ÍBA að taka það til athugunar sem fyrst, hvenær heppilegast er að koma við þess- ari keppni nú í vor eða sumar. Glíman á erfitt uppdráttar nú, en hún á ekki að deyja út og ennþá síður að umskapast í stirð átök eða „bola-at“. Tillaga hins ágæta glímu- manns, Emils Tómassonar, um það að leggja niður beltið og láta búa út sérstakar glímubuxur úr innlendu efni tel eg vel athuga- verða og líklega til að auka þátttöku og færa á íþróttina léttara snið að nýju. — Endur- skoðið glíniureglurnar! Ræðið málið. J. J. Anna Margrét Jóhannsdóttir frá Ingvörum — Verzlunarmálin (Framhald af 1. síðu). Nokkrum döguin síðar kom svo úrskurður ríkisstjórnarinnar um að meirihluti hennar hefði fallizt á tillögu Viðskiptanefndarinnar gegn atkvæðum ráðherra Fram- sóknarf!okksins.“ Af þessum upplýsingum er ljóst, að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hafa gengið algerlega á móti tillög- um kaupstaðaráðstefnunnar og yfirlýstum vilja mikils meiri- hluta floksmanna sinna úti á landi. Þeir hafa ennfremur geng- ið í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis, sem samþykkti þings- ályktunartillögu skömmu fyrir þingslitin, þar sem teknar voru upp tiilögur kaupstaðafundarins. Alþýðuflokkur hlynnii' að heildsölum. Það fer ekki hjá því, að af- staða valdamanna þessara flokka í Reykjavík veki gífurlega at- hygli úti á landi. Sérstaklega þó afstaða Alþýðuflokksforingjanna í Reykjavík, sem í þessu máli, sem æði mörgum öðrum, styðja dyggilega við bakið á auðmönn- unum í Sjálfstæðisflokknum og hlynna að því, að heilsalarnir fái enn um sinn að sitja yfir bróður- partinum af innflutningnum. Það má fullvíst telja, að þessi af- greiðsa málanna sé gerð í óþökk mjög mikils fjölda Alþýðuflokks- manna og Sjálfstæðismanna úti úti á landi. Tillögur kaupstaða- ráðstefnunnai' eru undan þeirra rifjum runnar ekki síður en Framsóknarmanna, enda er ekki farið fram á annað í þeim en að landsmenn fái jafnrétti við Reykjavík um innflutning á nauðsynjarvarningi til landsins. Þesi málalok hljóta að verða til þess, að landsmenn yfirleitt sjái, að þeir ná ekki rétti sínum nema þeir efli sína eigin fulltrúa til þingsetu og knýju þannig fram breytingu. Eins og nú standa sak- ir eru fulltrúar Framsóknar- flokksins of fáir til þess að þeir megni einir að bera þetta mál fram til sigurs. Öruggasta leiðin til þess að hrinda fram þessum réttarbótum er sú, að efla þann flokk sem einn allra stjórnmála- flokkanna hefur lýst yfir stuðn- ingi sínum við málefni dreif- býlisins í þesu efni sem öðrum. Á meðan sjónarmið Reykjavíkur ráða afstöðu hinna flokkanna, verður þessi afgreiðsla mála, og aðrar svipaðar, svörin, serp landsmönnum berast „frá keis- aranum“ við réttmætum kröfum sínum. Sænskur bréfaklíibbur Blaðinu hefur borizt bréf frá sænskum bréfaskiptaklúbb, sem néfnist The International Corr.e- spondepce Club, Box 12, Malmö, Svíþjóð. Segir í bréfinu að marg- ir félagar klúbbsins í Svíþjóð vilji gjarnan komast í bréfasam- band við ungt fólk á íslandi til þess að skipta á þekkingu um löndin og þjóðirnar og ræða ýms áhugamál. Þeir, sem hafa áhuga á þessu, geta snúið sér beint til klúbbsins, Adr. TIC, Box 12, Malmö, Sverige.. Hinn 7. júní sl. var til grafar borin að Tjörn í Svarfaðardal Anna Margrét Jóhannsdóttir frá Ingvörum, því nær 84 ára að aldri. Hún var fædd að Ingvör- um 30. júní 1863. Voru foreldrar hennar merkishjónin Jóhann Jónsson frá Hóli, Jónssonar bónda þar Jónssonar Rögnvalds- sonar, og höfðu ættmenn Jó- hanns búið þar mann fram af manni og þótt hinir mestu sæ- garpar og dugnaðarmenn. Móðir Jóhanns og kona Jóns á Hóli var Kristín Sigurðardóttir bónda á Hæringsstöðum Ólafssonar bónda þar. Eru báðar þessar ætt- ir merkir stofnar á svarfdælsk- um meiði, og er afkomendahópur þeirra orðinn geysilega fjöl- mennur. Kona Jóhanns á Ing- vörum var Sezelía Jónsdóttir Björnssonar bónda í Ytra Garðs- horni Arngrímssonar Sigurðs- sonar, og voru þeir Olafur á Hæringsstöðum og Arngrímur bræður. Voru því foreldrar Önnu fjórmenningar að frændsemi. Kona Jóns Björnssonar og amma Önnu hét Guðrún Jónsdóttir einnig af góðum ættstofni. Anna Margrét ólst upp með foreldrum sínum og í fjölmenn- um systkinahópi á Ingvörum til 19 ára aldurs, en giftist þá Svein- birni Halldórssyni frá Brekku, en hann var albróðir síra Sopho- níasar prófasts í Viðvík. Reistu þau bú að Brekku og bjuggu þar til 1895 að Sveinbjörn andaðist. Var Sveinbjörn hinn mesti myndar- og atorkumaður, ágæt- lega greindur og smiður góður, en missti heilsuna ungur og þjáðist mjög af holdsveiki hin síðustu ár. Hafði þeim hjónum því búnast prýðilega, enda hélt Anna búskap áfram í Brekku til 1897, en þá giftist hún aftur Sig- urði bónda Jóhannssyni á Selá á Árskógsströnd, sem þá var ekkjumaður. Fluttist hún þá að 'Selá og tók þar við búsforráðum. Var heimilið mannmargt og um- svifamikið á þeim árum, og varð húefreyjustarfið þar því veglegt og vandasamt, en það rækti hún með slíkri prýði að fór af. Minnist eg þess nú, er eg var þar við nám um tveggja mánaða skeið veturinn 1898, hjá Jóhanni ■ gagnfræðing, syni Sigurðar, síðar bónda á Selá, hinum ágætasta manni, hve allt var þar í röð og reglu og hve heimilið var snýrti- legt, og hve húsfreyjan naut þar mikillar virðingar af yngri sem eldri. Var Selárheimilið jafnan orðlagt fyrir gesti'isni og mynd- ai'skap, bæði fýrr og síðar. Árið 1905 andaðist Sigurður á Selá, og var þá Anna orðin ekkja í annað sinn. Fluttist hún þá aft- ur að Brekku með Jóhanni syni sínum og Sveinbjarnar, er þá var nýlega kvæntur frænku sinni, Sezelíu Jónsdóttur. Og þar gift- ist hún í þriðja sinn, Ólafi Jóns- syni barnakennara frá Hallgils- stöðum og fluttust þau þá að Ai’nai-nesi og síðar að Sauðanesi, en til Reykjavíkur fluttu þau svo 1918 og dvöldu þar þangað til Ólafur missti heilsuna. Fluttist Anna þá, 1945, til Jóhanns sonar síns á Siglufirði og andaðist þar, en Ólafur nokkru síðar í Reykja- vík. Börn Önnu og Sveinbjarnar eru synirnir tveir, Jóhann toll- þjónn á Síglufirði, og Ti-yggvi, sendiráðsritari og rithöfundur i Kaupmannahöfn. Syni átti hún einnig tvo með Sigui'ði, Tómas, er drukknaði uppkominn og ný- kvæntur, og S.veinbjörn, er einnig dó af slysförum uppkom- inn. Varð Sveinbjörn fyrir raf- straumi, er svifti hann lífi á and- artaki. Varð að báðum þessurn mönnum mikill mannskaði. Hjónaband þeirra Ólafs og Önnu var barnlaust. Anna Margrét J óhannsdóttir var kona ágætlega gefin og prýð- isvel að sér til munns og handa, eftir því sem þekktist á hennar tíð. Hún var mesta fríðleikskona og vel á sig komin, höfðingleg ásýndum og sköruleg. Hún var glaðlynd og góðlynd, jafnan hýr á svip og hlý í viðmóti og fram- koman öll mótuð af festu og mildi. Þess vegna varð hún öllum ástsæl, er kynntust henni, enda reyndist hún jafnan hin mesta di’engskapax'kona í hvívetna. Og þegar hafsjóar harma skullu á henni æðraðist hún ekki og lét aldrei bugast, enda hoi’fði hún jafnan á hið æðsta takmai’k, ofar tímanlégs hvex-fulleiks. Það gaf henni þrek í hverri raun. Sn. S. MI 27*^1 iii Síðari hluti heimsmeistara- keppninnar í skák stendur um þessar mundir yfir í Moskvu og eru hoi'fur á að Botwinnik, USSR verði heimsmeistai’i. Hefir hann aðeirrs tapað einni skák, gegn Reshevsky, USA, sem líklegur er til þess að vei’ða nr. 2. Reshevsky tapaði einni skákinni gegn Bot- winnik, 2. vai'ð jafntefli, en hina þriðju vann hann. Hér fer á eftir ein skák úr þessari keppni. Tefl- ir Keres þar við Euwe. Skákin er gott sýnishoi’n af stíl Keres, leiftursókn upp úr jafnri stöðu. Spánskur leikur. Hvítt: H. Euwc. Svai't: P. Keres. 1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bb5— a6. 4. Ba4—d6. 5. c3—Bd7. 6. d4— Rge7. 7. Bb3—h6. 8. Rbd2—Rg6. 9. Rc4—Be7. 10. 0-0—0-0. 11. Re3 —Bf6. 12. Rd5—pxp. 13. Rxp—• He8. 14. RxBf—DxR. 15, f3—Rf4. 16.RxR—BxRc6. 17. Be3—Had8. 18. Dd2—Rg6. 19. Bd4—De7. 20. Hael—Dd7. 21. c4—Ba4. 22. BxB —DxB. 23. Dc3—f6. 24. f4—Kh7. 25. b3—Dd7. 26. df3—b5. 27. Dd3 —pxp, 28.Dxp—Hxp! 29. HxH— d5. 30. Dxa6—pxH. 31. Be3— Dg4! 32. Dc4—Hd3! 33. Bcl— Rh4!! 34. Dxe4—f5. 35. Db7—cbl! 36. Dxp—Hc3. 37. Dd5—Hc5. 38. Dd2—HxB. 39. h3—Dg3. 40. De2 —Dxf4. 41. HxH—DxHý Euwe gaf eftir nokkra leiki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.