Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 28. apríl 1ÍI48. ÐAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheirata: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kcmur út á hverjum miðvikudcgi Argangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Gdds Björnssonar h.f. Akureyri 7 i Ilaráítaii verður hörð ÞAÐ ER NÚ orðið öllum landsmönnum ljóst, að baráttan fyrir jafnrétti í verzlunar- málunum, verður harðsótt og sennilega lang- varandi. Síðustu atburðir í þeim málum sýna og sanna, að forráðamenn höfuðborgarinnar ætla engu að sleppa af því, sem þeir hafa til sín hrifsað, svo lengi sem þeir halda valdinu til þesá í sínum höndum. Afdrif ályktana kaupstaðaráðstefnunnar eru lærdómsrík og sýna hverjum aðferðum verður beitt í þess- ari baráttu. Þar verður ekki gengið beint til verks og barist gegn réttlætiskröfunum með oddi og egg, heldur gerðar hliðarárásir, unn- ið að því að svæfa málin og þreyta þá, sem leita eftir rétti sínum. Afgreiðsla þingsálykt- unartillögunnar á Alþingi er táknræn um þessa baráttuaðferð. Þingmenn munu hafa talið það óvænlegt að fella tillöguna, eins og málum var komið. Þá var gripið til þess ráðs, að breyta henni og gera hana máttausa. Að því verki loknu, var hún samþykkt. Það er nú orðið ljóst, til hvers þessi leikur var gerð- ur. Ahrifamenn í tveimur flokkunum, með sjálfan viðskiptamálaráðherra í broddi fvlk- ingar, voru á móti málinu. Eftir þessa með- ferð Alþingis, var hægara fyrir þann heið- ursmann að stinga því undir stól. Enda stóð ekki á því. ANNARS STAÐAR hér í blaðinu er greint frá árangri þess, þegar fulltrúar Framsókn- arflokksins rannsökuðu það, hver alvara hefði verið á bak við samþykkt flokkanna á þingsálytunartillögunni um málefni kaup- staðaráðstefnunnar. Þá kom í ljós, að fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins höfðu ekkert meint með samþykkt tillög- unnar á Alþingi. í nefndum þeim, sem hafa framvæmd málanna með höndum og í sjálfri ríkisstjórninni, voru leiðréttingarnar snið- gengnar. í stað þess að samþykkja þar að taka upp nýjar reglur samkvæmt yfirlýstum vilja Alþingis og tillögum fultrúa þriggja landsfjórðunga, voru búnar til nýjar úthlut- unarreglur, sem kunnugir segja aðséuloðnar og óákveðnar og fullnægi á engan hátt kröf- um verzlunarstaðanna .Enda hafa flokkarnir ekki treyst sér til þess ennþá að birta þessar tillögur, og verzlanir úti á landi, sem skipti eiga við innflutningsyfirvöldin, vita gerzt, að þar hefir engin stefnubreyting orðið. Reykvísk innflutningsfyrirtæki hafa enn, sem fyrr, einkaleyfi á nær því allri innflutn- ingsverzluninni, og Reykjavíkurborg á því fjármagni, sem innflutningsverzlunin hefir til umráða. ÞESSI HRÁSKINNALEIKUR tveggja stjórnarflokkanna í þessu stórmáli lands- manna er mjög athyglisverður, enda mun honum gaumur gefinn af þeim, sem úti um land búa. Munu þeir kunna að draga sín- ar ályktanir af honum. Það verður æ ljósara, að réttlætiskröfurnar verður að knýja fram með lagasetningu á Alþingi, því að réttlæti verður ekki sótt í hendur embættismanna- valdsins eða nefndabákna ríkisins meðan engin breyting verður á andrúmsloftinu þar. Það er íhugunarefni fyrir landsmenn, hversu lagafrumvörpum um þessi efni muni reiða af meðan Al- þingi er skipað þeim mönn- um, sem með þeim starfsað- ferðum, sem hér hefir \Terið lýst, hafa markvisst unnið að því að eyðileggja allan árang- ur af samstarfi kaupstaðanna og koma í veg fyrir eðlilegar réttarbætur. Aðeins einn flokkur hefir staðið heill og óskiptur með máli lands- manna, bæði á Alþingi, í rík- isstjórn og nefndum hennar. En hann er of fámennur til þess að ráða úrslitum þessára mála. Næstu kosningar geía tækifæri til að breyta því. FOKDREIFAR Lifandi náttúra. ÞAÐ HEFIR verið kalt í veðr- inu undanfarna daga, en þrátt fyrir það blasa alls staðar við merki þess, að það er vor og gró- andi í náttúrunni, dagarnir lengj- ast, trén skjóta brumknöppum og fjölæru plönturnar kollinum upp úr moldinni. Er raunar alllangt síðan að þær létu á sér bæra, en umhleypingar og kuldaköst hafa varnað þeim vaxtar að verulegu leyti. Þótt allt þetta séu gleðileg merki hins komandi sumars, finnst mér þó alltaf að sumarið geri þá fyrst verulega vart við sig þegar fyrstu farfuglarnir tylla hér niður tánum, eftir flugið sunnan úr löndum, yfir úthafið og hingað út til okkar. Og nú er þessi stund komin og liðin. Fyrstu gestina bar að garði úr miðjum apríl og síðan hafa þeir verið að koma, hver af öðrum. Og þegar krían tekur að sigla hér um loft- in, við fjöruborð og bryggjur, þá er sumarið vissulega komið í dýrð sinni og fegurð, svo að enginn þarf um að villast jafnvel þótt kólga sé í norðrinu og hríðarél byrgi útsýni til fjallanna öoru hverju. Fróður maður hefir sagt mér, að lóan muni hafa komið hingað úr miðjum apríl, en sjálf- ur sá eg hana fyrst á sunnudag- inn var. Þá voru stórir hópar á túnum og grundum hér fram með Eyjafjarðará. Og lóan var þar ekki ein á ferð. Hér innan við bæinn spígsporuðu háfættir stelkar í flæðarmálinu, gæsir vöppuðu á eyrum og hólmum í ánni í tugatali og endur, svo skipti hundruðum, syntu um tjarnir og kíla. Sjálfur hrossa- gaukurinn lét í fyrsta sinn ti! sín heyra liér á sunnudaginn. Og hér úti á Polli veltu sér gliáandi hnís- ur og blésu úr nös. Árangursrík friðun. ÞAÐ MÁ með sanni segja, að náttúran sé lifandi og launi ríku- lega þeim, sem leggur leið sína hér fram fjörðinn snemma dags, áður en umfei'ðin hefir fælt gesti okkar frá næsta nágrenni þjóð- vegarins. . Það er vafalaust,, að friðun sú, sem gerð var á bæjar- landinu og Pollinum fyrir nokkr- um árum, hefir haft mikil og giftusamleg áhrif til þess að auka dýralífið hér í nágrenni okkar, gera umhverfið auðugra og feg- urra en áður var. Þessi friðun hefir að mestu leyti verið í heiðri haldin og árangur hennar er auk- ið gæflyndi fuglanna og aukin sókn þeirra hingað. Yfir þessu má vissulega gleðjast og af því má læra það, að friðuninni ber að viðhalda. Almenningsálitið með henni þarf að verða svo sterkt, að engum friðspillum verði vært, og hörðum höndum verði tekið á hverri tilraun til þess að spilla henni. Til þess þarf hver borgari að vera á verði á þessu vori og sumri. Reyniviðurinn og skáidið. EG RAKST núna um helgina á skemmtilegan ævisöguþátt Step- hans G. Stephanssonar, er hann ritaði sjálfur og birtur er í tíma- ritinu Andvara. I þessum þáttum sínum drepur Stephan nokkuð á dvöl sína hér á Akureyri meðan hann beið skips, er flutti hann fyrsta áfangann til Vesturheims og segir m. a. skemmtilega frá kynnum sínum af Pétri Hafstein amtmanni. Hann getui' þess þar, að einna minnisstæðast af því, sem hann sá hér, hafi verið reyni- viður mikill og fagur, er óx í garði hér í bænum. Hafði hann ekki áður litið slíkan gróður. Trjárækt var þá næsta óþekkt fyrirbrigði í flestum sveitum og hinum unga manni varð starsýnt- á þann árangur, sem hægt var að ná í trjárækt hér, ef að gróðrin- um var hlynnt af alúð og nær- gætni. Þessi reynsla varð skáld- inu minnisstæð alla ævi. Hann segir frá því, að ef hann kom hingað aftur árið 1917, hafi hann leitað að trénu fagra, sem jafnan hafði staðið honum fyrir hug- skotssjónum, en heyrði þá, sér til bryggðar, að reyniviðurinn hafði farist í eldsvoða hér nokkru áður. Hvar stöndum við í skógræktar- málunum? ÞESSI FRÁSÖGN skáldsins tilefni til þess að þessi kynslóð staldri við og íhugi, hvar við stöndum í skógræktarmálununm. Áratugii' eru liðnir síðan Stephan G. stóð héi' og horfði hugfanginn á limfagurt reynitréð í garði, eða nægilega langur tími til þess að slík tré nái mikilli hæð og gild- um stofni. En eru ]rau mörg reynitrén, sem vaxið hafa upp hér á þessum áratugum? Allmörg eru þau en hvergi nærri nægilega mörg. í meira en hundrað ár hafa reynitrén í Fornhaga og Skriðu staðið sem óræk sönnun þess, að slíka trjálundi má rækta við hvern sveitabæ á fslandi, en sár- fáir hafa tileinkað sér þann lær- dóm. Víðast standa sveitabæirnir enn á berangri, þar sem fagur skógargróður hefði getað umvafið þá og skýlt þeim. Til er mikill fjöldi ungra manna í flestum sveitum og bæjum landsins, sem aldrei hafa séð svo glæsilegan jarðargróður sem reynitrén í Skriðu og Fornhaga, og mundu undrast þann mátt, sem norð- lenzk mold á, að geta uppfóstrað svo gilda stofna, alveg eins og Stephan G. undraðist það, er hann vivti fyrir sér reyniviðinn hér, löngu fyrir aldamót. Segir þetta ekki í stuttu máli langa sögu um geinlæti Islendinga að klæða landið, prýða og fegra byggðina með skógi? Mér finnst furðulega skammt á leið komið. Það er svo langt síðan það var sannað, að hér er hægt að rækta skóg, en samt er eins og þjóðin trúi því ekki enn. Vakningin, sem (Framhald á 8. síðu). Metjudáð bárðdæl^krar Imsfreyju Við lesum oft eða heyrum sagt frá ýmsum hreystiverkum og hetjudáðum foi'feðra okkar og mæðra og dáumst að löngu liðnum kynslóðum fyrir afreksverk þeirra, og það að maklegleikum. — En oft hættir okkur til að hrósa gamla tímanum með öllum hreystiverkum sínum á kostnað hins nýja, með þeim ummælum, að nú á tímum myndi enginn leika eftir hreystiverkið er um ræðir. — Það kann að vera, að við höfum einhvern rétt og ástæðu til þess að álykta sem svo, en á hinn bóginn megum við aldrei loka augunum fyrir því, að á öllum tím- um eru til menn og konur, sem eru reiðubúin til að vinna þrekvirki — reiðubúin til að fói-na miklu til þess að sinna hlutverki, sem þau telja skyldu að sinna. En hinn nýi tími, með þægindum sínum og fjöl- þættúm endurbótum á lifnaðarháttum okkar, gef- ur ekki eins mörg tilefni til hetjudáða og hinn gamli gerði. Eg frétti nýlega af einu slíku hreystiverki, sem unnið var í Bárðardal af húsfreyju þar. Það var 15. þ. m., að konan í Engihlíð, sem er bær austan Skjálfandafljóts, skyldi ala barn. Ljósmóðirin, Kristlaug Tryggvadóttir er jafn- framt húsfreyja á Halldórsstöðum, en sá bær er hinum megin við fljótið. Er boðin komu að Halldórsstöðum um að konan í Engihlíð þyrfti strax á Ijósmóður að halda, var kom- ið kvöld og veðrið þennan dag með þeim eindaun- um, að maður er þar var stadduf, segist aldrei hafa séð nokkurt fljót jafn óálitlegt yfirferðar. Hjónin á Halldórsstöðum búa ein með börnum sínum og engum manni var á að skipa til að róa yf- ir fljótið nema húsbóndanum sjálfum. — En þar sem rokið var af suðvestri, sá bóndi að ógerlegt myndi að róa vestur yfir aftur það kvöld og börn- in gátu þau ekki skilið eftir ein í bænum. Auk ])ess var rokið og óveðrið svo geýsilegt, að tvísýnt var mjög, hvort takast myndi að ná 'yfif'fljótið a'ferju- krílinu. En Kristbjörg húsfreyja og Ijosmóðif fánri að skyldan kallaði og EIN leggur hún af stað kl. 11 um kvöldið og rær yfir Skjálfandafljót. Hún náði yfir um og komst heim í Engihlíð, en þar ól hús- freyja barn hálfri klukkustund síðar. Hetjudáðir, sem þessi/er sannarlega svo merk, að vert sé að segja frá henni. — Það getur hver kona skoðað í hug sér og reynt að setja sig inn í ástandið þetta kvöld. Lítil bátkæna á Skjálfandafljóti, kol- mórauðu og rjúkandi í niðamyrkri og kona ein við árarnar. Bárðdælingar munu hafa orðið hreyknir af hetju- dáð konu þessarar og það með réttu, og við sem bú- um lengra frá fylgjumst með slíkum sögum af áhuga og gleðjumst yfir hverri hetjudáð, sem unn- in er á okkar kalda landi. Þessi saga færir okkur heim sanninn um það, að enn finnst á íslandi fólk, sem unnið getur hetju- dáðir er svo ber undir, og að við þurfum ekki aftur í gráa forneskju til þess að hafa upp á köppum og kvenhetjum. Puella. —o— Kvennadálkurinn sendir lesendum sínum inni- legustu sumaróskir og þakkar veturinn. —o— Athygli skal vakin á því, að næsti fýrirlestur námskeiðsins ,Heilbrigð börn — hamingjusamir menn“ verður fluttur á mánudaginn kemur í kap- ellu kirkjunnar. — Séra Pétur Sigurgeirsson talar um: Barnið og kristindóminn. S. 1. mánudag flutti Snorri Sigfússon námsstjóri fyrirlestur um „Börn- in og skólann“ í Hótel KEA á vegum Fræðsludeild- arinnar. Fræðslukvikmyndir voru sýndar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.