Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 28.04.1948, Blaðsíða 8
DAGUR Miðvikudaginn 28. apríl 1948. — Grein Ólafs Jónssonar (Framhald af 5. síðu). og þenjast út með ægilegum hraða. Skriffinnska og skýrslu- fargan er að gera þjóðina örvita. Lögum, reglugerðum, tilskipun- um og auglýsingum rignir niður, þar til enginn veit sitt rjúkandi ráð. Hver borgari, sem náð hefir sextán ára aldri, verður að ganga með heila tylft af skjölum og skil- ríkjum upp á vasann, sem vitna um hver hann er, hvað hann er og hvort hann hefir uppfyllt skyldur sínar sem góður þjóðfé- lagsþegn. Og eitt af því, sem dafnar og þennst út í því sótt- hitaástandi, sem þjóðin lifir í, eru skólar og skólaskylda. Með líku áframhaldi verður þess ekki langt að bíða, að skólarnir heimti börn- in ómálga til meðferðar og halda þeim síðan til fullorðinsaldurs, ef þau ekki í millitíðinni lenda ann- að tveggja á fávitahælum eða letigörðum. Nú þegar skilzt mér að skólaskylduna eigi að teygja yfir níu uppvaxtarár ungling- anna. Mikið hlýtur nú að verða kennt á þessum tíma. Það skortir | i sízt, að námsgreinarnar séu eigi | nógu margar, en árangurinn eða námsefnið er þó furðu lítið, því að mikið af tímanum gengur í látlausar endurtekningar og upp- lestrarstagl. Nauðsynlegt þykir að sníða kennslubækurnar og framsetn- ingu efnisins við þroska hverrar deildar. í fyrstu bekkjunum, þar sem yngstu nemendurnir sitja, eru notuð ágrip af námsgreinun- um, sem eru svo einföld og barnaleg að nærri lætur, að þau séu hlægileg. Svo eftir því sem börnin þokast upp eftir bekkja- stiganum fá þau ný ágrip, örlítið fyllri, dálítið gáfulegri og svo koll af kolli. Svo þegar þau um síðir sleppa úr barnaskólunum og setjast í einhvern framhaldsskól- ann, má ganga út frá því gefnu, að sama sagan endurtakist. Það er naumast unnt að gera unglingana hundleiða á öllu námi ef það tekst ekki á þennan hátt. Nemendurnir finna aldrei neitt nýtt eða ferskt í því, sem þeir eru látnir stagla. Það er ailt drafúldið og margtuggið eða að minnsta kosti nægilega mikill hluti, til þess, að það, sem nýtt kann að vera, hverfur og verður samdauna. Viðhorf nemendanna til fram- haldsskólanna yrði vafalaust allt annað, ef þeir finndu þar fyrir nýjar námsgreinar, er væru sem ókönnuð ævintýri, girnileg til fróðleiks. Þeir mundu tileinka sér námsgreinarnar fljótar og betur þannig ferskar og nýjar af nál- inni, heldur" en er þeir fyrirfinna eigi annað en margtuggið endur- tekningarstagl. Vai'la þarf að benda á hvílík óþarfa eyðsla á tíma og kennslu- kröftum það er, að vera ár eftir ár að troða mismunandi ýtarleg- um ágripum í unglingana, af þeim námsgreinum, sem þeim svo er ætlað að læra í framhaldsskól- unum í nokkru fullkomnara formi. Niðurlag þessarar greinar birt- isl í næsta blaði. Upiíboð Fimmtudaginn 13. mai n. k., kl. 11 f. h., verður upp- boð haldið að Kolgrímastöðum í Saurbæjarhreppi, og þar selt, ef viðunandi boð fæst: 13 kýr og kvígur, 150 hænsni (hvít ítölsk), útungunarvél (150 st.), heyvagn og heyvinnúvélar, kerra, vagngrind og aktýgi, hefilbekkur, eldavél, Alfa-skilvinda og strokkur, auk ýmissa venju- legra.búsmuna. Ennfremur 60—70 hestar af heyi. Uppboðsskilmálar birtir á staðnum. Kolgrímastöðum, 27. apríl 1948. Garðar Jóhannesson. iiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiin ¦ IIMIIIIItllllllllllllMtMIII IIMIIMMIIMIMMIIIMI Bréfaskóliiin hefur nú byrjað kennslu í siglingafræð! Aðrar námsgreinar eru: Islenzk réttritun Enska Bókfærsla Reikningur Búreikningar Skipulag og starfshættir samvinnufélaga Fundarstjórn og fundarreglur Skólinn staríár allt árið. — Veitum fúslega allar upplýsingar. Bréfaskóli S.I.S. Reykjavík ¦ lllttMMtMllMIIIIIllll IIIIMtlltMIMIMMIIMIM lllll]ll«lll ¦ IMIMIIMIMMIIMIMMIIMIMMIIMMIMIMIMI IMIMIIIMIIMIIIIIIIIlMtlltlltllIIIIMMIMlll RAFGIRÐINGIN ITOfD Er öruggasta og ódýrasta varzlan fyrir stórgripi Allir, sem reynt hafa, lofa kosti rafgirðinga 50 postulinseindngrarar, 1 hliðgormur og 1 handfang fylgja tækinu Það, sem er í'ramyfir, skal panta sérstaklega. BÆNDUR! Pantið STÖD hjá kaupfélögunum strax. Vér þurfum nokkurn fyrirvara til þess að geta tryggt ykkur tækin fyrir sumarið. Samband ísl. samvinnufélaga IMtlMlltlMtltlllMtMIMIMMIMMIMMtlllMIIIMtMtMlllMIMIMIMIItMIIIIIIMtM'llMIIMMtlltlIMIIMMIMIMIItMlllMIinin AUGLÝSIÐ í DEGI Þar sem við undirritaðir höfum tekið á leigu veiðiréttinn í Eyjafjarðará fyrir landi Saurbæjar, sumarið 1948, bönnum við hérmeð alla veiði á umsetnu svæði. Óli P. Kristjánsson. Jóhann Guðmundsson. :¦ IMMIMtllIMI Rafmagnsþvottapottur til sölu. A. v. á. Herbergi til leigu frá 14. maí. Þórir Guðjónsson, Bókaverzl. Edda h.f. Verð fjarverandi fyrri part maí. Hallgr. Jónsson, járnsmiður. Silfurarmband fannst við þinghús Glæsi- bæjarhrepps 23. þ. m. Rétt- ur eigandi getur vitjað þess að Garðshorni í Kræklinga- hlíð. Húsnæði óskast Mig vantar 2—3 herbergi og eldhús 1. eða 14. mai. Fyrir- fram greiðsla, ef óskað er. Upplýsingar í síma 390, kl. 5—7 e. h. daglega. Baldvin Ringsted, tannlæknir. 2 sfúlkur geta fengið atvinnu nú þeg- ar, önnur við strauningu, hin við afgreiðslu. H.f. Þvottur. Blandað hænsnafóður Smá-ungafóður Ungamjöl Kn. maís MaísmjÖl Hestahafrar Verzl. Eyjafjörður h.f. Saltskóflur Oddskóflur Kartöflukvíslar Stunguspaðar Verzl. Eyjafjörður h.f. SAUMUR l"_2"-21/2"-3"-3i/4" _ 4" - 41/9" - 5" - 6". - Blásaumur 5/8". — Bylgju- saumur 3/4" — 7/8". Trcskrúfur, flestar stærðir. Franskar skrúfur 1" — IVz'- Verzl. Eyjafjörður h.f. Frú" Þórdís Egilsdóttir á Isafirði gestur Tóvinnuskólans á Svalbarði við Eyja- fjörð Frú Þórdís Egilsdóttir á ísa- firði er landskunn fyrir saumuðu myndirnar, sem gerðar eru með hinum mesta hagleik úr íslenzku efni. Myndir þessar: Islenzk bað- stofa og íslenzkur sveitabær hafa verið á sýningum vísvegar inn- anlands og á alheimssýningunni í New York. Þær eru nú í eigu íslenzka ríkisins og eru geymdar í forsetabústaðnum á Bessastöð- um. Á nýafstaðinni sýningu Tó- vinnuskólans á Svalbarði, sunnu- dagihn fyrstan í sumri, sýndi frú Þórdís sýningargestum tog- og þelvinnu sína, og luku allir upp einum múnni um það, að þau vinnubrögð væru framúrskar- ,- andi. Menn fyllast undrunar og að- ". dáunar, er þeir sjá hvað gera má úr íslenzku ullinni, þegar leikni og listhæfni fylgjast að. Hafi frú Þórdís beztu þakkir " fyrir komuna hingað norður og .' þá fyrirmynd, sem hún lætur eft- ; ir hjá okkur og sem við eigum að 3 keppa að. Halldóra Bjarnadóttir. 6 — Fokdreifar átti að verða í þessum efnum með lýðveldisstofnuninni og upphafi Landgræðslusjóðs, hefir ekki orðið. Er það af því, að menn hafi átt svo annríkt við að hugsa um sjálfa sig, að þeir hafi ekki mátt vera að því að hugsa um landið og framtíðina? Ut um nvippinn og hvappinn Kommúnistamálgögnin hér birtu með feitum stöfum þá frétt fyrir nokkru, að vísindakonan heimsfræga, Irene Joliot-Curie, — dóttir Curiehjónanna — hefði ekki fengið landgönguleyfi í New York og hefði hún verið flutt til Elliseyju. Ástæðan hefði verið sú, að frúin væri bendluð við kommúnisma. Þessi frétta- málgögn gátu hins vegar ekki um það, að frúin var látin laus sama daginn eftir að skilríki hennar höfðu verið athuguð. Þannig er fréttamennska k'ommúnistablað- anna hér, þegar lýðræðisþjóðirn- ar eiga í hlut. Allt tínt til, sem miður fer, en þagað, þegar mis- fellur eru lagfærðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.