Dagur - 12.05.1948, Page 1

Dagur - 12.05.1948, Page 1
Fimmta síðan: Sýnishorn af stjórnarfari í leppríki. Flestir ráðherr- arnir í Búlgaríu eru rúss- neskir þegnar! F orustugreinin: Kommúnistar hér líkjast lærifeðrum sínum. Þeir hafa í hótunum við and- stæðinga sína! XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 12. maí 1948 19. tbl. Jtgerð Kaldbaks ekki betur sett annars staðar" Álasundsbúar sögðust errgan „vinabæ" vilja á íslandi nema Ákureyri Rætt nm starfsmannaskipti milli firnm vinabæja á Norðurlöndom Steindór Steindórsson frá íllöðum segir frá hátíðahöldunum á 100 ára afmæli r Alasundskaupstaðar Sæmundur Auðunsson skipstjóri telur legu Akureyrar enga hindrun fyrir togaraútgerð úr bænum Ár liðið síðan Kaldbakur kom hingað „Kaldbakur" er nú kominn á veiðar aftur að lokinni fyrstu Þýzka- landsferð sinni og verður hann væntanlega að Veiðum hér úti fyrir Norðurlandi á morgun, en ba er ár liðið síðan skipið kom til lands- ins. Það var því tvöfalt tilefni til þcss að ná tali af skipstjóranum er skipið var hér inni sl. mánudag og segja lesendum Ðags eitthvað frá fyrstu Þýzkalandsför togarans og reynslu skipstjórans af ársvist hér í bænum og siglingum héðan. ! „Vinabæjahreyfing sú, sem Norrænafélagið beitti sér fyrir, var hugsuð þannig, að sem jafn- stærstir bæir á Norðurlöndum gerðu með sér sérstakt samband. Höfuðborgirnar væru sér í hóp, næst stærstu bæirnir í öðrum flokki o. s. frv. Hefðum við þá átt að hafa samband við Bergen, Gautaborg, Árósa o. s. frv. — En Álasundsbúar sögðust engan vinabæ vilja á íslandi nema Ak- ureyri! Sýnir það hug þeirra til bæjarbúa.“ Þannig fórust Steindóri Stein- dórssyni menntaskólakennara orð, er blaðið ræddi við hann um för hans til Álasunds á vegum bæjarstjórnarinnar og hátíða- höldin þar. Steindór og frú hans eru ný- komin til bæjarins úr þessari ferð og kunna frá mörgu skemmtilegu að segja. Hvernig hófst sainband Ála- sunds og Akui-eyrar? Um það hefi eg ekki heimildir, sagði Steindór, en árið 1906, eftir brunann hér, sendu Álasunds- búar hingað tilhöggvið hús og húsmuni sem gjöf. Þykir mér lík- legt að norskir síldveiðimenn, sem mikið var af hér þá, hafi haft góð kynni af Akureyri og ástand- inu hér. Álasundsbúar þekktu einnig sjálfir áhrif mikilla elds- voða því að árið 1904 brann bær- inn nær því allur. Hús það, er þeir sendu hingað, stendur enn, við Skipagötu og er nú geymsla rafveitunnar. Svo lá samband í milli bæjanna niðri þangað til Akureyri sendi Álasundi gjaf- ir í sambandi við Noregssöfnun- ina. Næsta skrefið tóku Ála- sundsbúar í sambandi við vina- bæjarhreyfingu Norrænafélags- ins. Hinir vinabæir Álasunds — og okkar — eru Randers í Dan- mörku, Vesturás í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi. Sambandið í milli bæjanna fjögurra er all- traust orðið, en við höfum dregizt afturúr. Enda engin boð komið um þetta mál til bæjarstjórnar- innar hér frá Norrænafélaginu. Bæir þessir skiptast á nemenda- hópum í sumar og ætlunin er að koma á starfsmannaskiptum bæj - anna, t. d. í kennarastétt, starfs- mönnum bæjarfyrirtækja o.s.frv. Þetta er hugsað þannig, að hvert (Framhald á 8. síðu). „Snæfell“ með bátafisk á Bretlandsmarkað í gær lagði m. s. Snæfell af stað með fullfermi af bátafisk til Grimsby á vegum Fisksölusam- lags Eyfirðinga. Veiði hefur verið heldur treg hér að undanförnu, en sjómenn vænta þess að hún glæðist eftir norðaustangarðinn, sem gengið hefur yfir hér að und- anförnu. M. s. Pólstjarnan tek- ur nú fisk úr bátum hér í firð- inum til úlflutnings. GEYSIR SÖNG í GÆR. Karlakórinn Geysir endurtók sö.ngskemmtun sína í gærkveldi í Nýja-Bíó. Var kórnum, ein- söngvurum og söngstjóra ágæt- lega fagnað. Söngskráin var hin sama og á fyrri samsöngnum. gengst fyrir nám- skeiði í blóma- og grænmetisræktun I þessari viku hefst námskeið í blóma- og grænmetisræktun á vegum Fræðsludeildar KEA. Á uámskeiðiinu verða fluttir fyrir- Iestrar, gerðar verklegar sefingar, sýndar kvikmyndir og skugga- myndir og garðyrkjuáhöld og bækur um þessi mál verða til sýnis. Námskeiðið fer fram í Gilda- skála KEA og verða aðgöngukort seld við innganginn. Fyrsti fyrirlesturinn verður fluttur næstk. föstudagskvöld og hefst kl. 8,30 e. h. Þá talar Jón Rögnvaldsson um garðablóm. Lokið er nú 5 fyrirlestrum námskeiðsins: Heilbrigð börn — hamingjusamir menn“ og hafa þeir allir verið fjölsóttir. Fyrir- lesturinn, sem flytja átti næstk. mánudag verður vegna hátíðar- innar fluttur til n.k. miðvikudags á sama stað og sama tíma. Þá tal- ar Baldvin Ringsted tannlæknir um tennur og tannskemmdir Þingeyingar taka þátt í hvítasunnuhlaupinu Hvítasunnuhlaupið fer fram — að venju — annan í hvítasunnu og um svipaðar leiðir. Vegalengd- in er 3 km. 2 sveitir frá HSÞ taka þátt í hlaupinu auk Akureyringa. Stjórnar viðreisnarstarfi Myndin er af Paul G. Hoffman, framkvæmdastjóra lijálparstarf- semi Bandaríkjanna við Evrópu- ríkin 16, sem aðnjótandi verða Marshallhjálparinnar svokölluðu. Útnefning hans til þessa embætt- is hefir verið mjög vel teldð í blöðum austan hafs og vestan. Skipstjórinn er ekki marga daga í landi og tími hans naumur þá, en samt veitti hann viðtalið óðara og um var beðið. Eg skal taka það strax fram, að eg hefi ekkert sérstakt að segja, sagði hann. Það er liógvær maður, skipstjórinn á einum afla- hæsta og giftusamlegasta togara landsins, og hefir margur mað- urinn sagt meira í blaðaviðtali af minna tilefni. Skipstjórinn gerði ekki mikið úr erfiðleikunum við löndun fiskjarins í Þýzkalandi, en orð hefir verið haft á þeim í sunnanblöðum. — Þjóðverjarnir reyndust alldjarfir til íanga, sagði hann, en okkur tókst að koma í veg fyrir óeðlilega rýrnun á fisk- inum. Fyrirkomulag löndunar- innar er allt annað en í Bretlandi, en engir teljandi erfiðleikar því samfara. Lestarborðin má fá þvegin og fengum við þau hrein um borð. Skipið landaði þessum farmi í Bremerhaven. Borgin er illa útlítandi, ber augljós merki styrjaldarinnar, því að 60%.hús- anna eru í rústum, en höfnin slapp óskemmd. Húsnæðisvand- ræði voru auðséð, því að ofan á húsamissirinn bættist, að setulið Bandamanna hefst við í mörgum óskemmdum húsum. Annars var fólkið betur útlítandi en maður átti von á, t. d. þokkalega klætt. Auðvitað sást sár ney.ð innan um. Fenguð þið nokkrar vistir í borginni? Nei, ekkert. Þarna er ekkert að fá. Setuliðið sér skipunum ekki heldur fyrir neinum föng'um. En búizt er við því að togararnir fái brennsluolíur í Þýzkalandi er fram líða stundir. Hvern teljið þér a'ðaikostinn við Þýzkalandssöluma t ? Aðallega þann, að með Þýzka- landssölunni fæst öruggur mark- aður fyrir þann fisk, sem helzt veiðist á sumrin, eða karfa, ufsa og steinbít. Við höfðum t. d. mik- ið af þessum tegundum í síðasta túr. • Nú er senn liðið ár siðan „Kaldbakur“ hóf veiðar. Hvert er álit yðar á togaraútgerð héðan að fenginni þeirri reynslu? Eg fæ ekki séð að Kaldbakur hefði verið betur settur annars staðar á landinu. Lega Akureyrar er engin hindrun í vegi togaraút- gerðar. Við höfum að vísu ekki ævinleg'a komið hingað, en slíkt verður aldrei hægt að forðast. Á vissum tímum ársins er jafnvel betra að sigla héðan en annars staðar fiá. Þetta álit hins duglega skip- stjóra mun gleðja Akureyringa og áuka áhuga þeirra fyi'ir aukn- ingu togaraútgerðarinnar héðan. Afkoma „Kaldbaks" sl. ár — sbr. frásögn í síðasta blaði — styður álit skipstjórans og mun þess nú skammt að bíða að hin gamla þjóðtrú, að ekki sé hægt að gera togara út frá Akureyri, verði út- læg gerð með öllu og heyrist ekki nefnd framai'. Við snúum okkur nú að því að spjalla um skipið sjálft. Það hefir reynst ágætlega, segir skipstjór- inn. Óhætt að fullyrða það. En svo er það bærinn sjálíui'. Hvern- ig líkar skipstjóranum vistin hér? Hann kann vel við bæinn. Finnst hann vinalegur og blakkar til sumarsins. Ymsu er áfátt, en allt stendur til bóta. Hann játar þó, að hann langi stundum suður aftur. Vonandi fer svo, að þau hjónin kunni því betur við sig hér, sem þau eiga hér heimili lengur. Mun það einlæg ósk allra bæjarbúa. Og hvert er förinni heitið nú? Við reynum sennilega fyiir • okkur hér fyrir Norðnrlandi að þessu sinni, annars eru helztu miðin um þetta leyti árs fyrir Vestfjörðum og undan Jökli. Við sjáum hvað setur. Og í fyrrakvöld lagði „Kald- bakur“ enn af stað undir stjórn Sæmundar Auðonssonar. Bæjar- menn allir munu taka undir árn- aðaróskir til skipshafnarinnar, sem aðalfundur Útgerðarfélagsins sendi þeim í sl. viku, og þakka þeim ötullega unnin störf á fyrsta starfsári togaraútgerðarinnar héðan. Þing Sambands sveitar- félaga háð hér í júní Ákveðið hefur verið að þing Sambands íslenzkra sveitarfé- laga verði haldið hér á Akureyri dagana 25.—27. júlí n. k. Auk fullti'úa sveitarfélaganna hér, munu fulltrúar sveitarfélaga á -Norðurlöndum sækja þingið.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.