Dagur - 20.05.1948, Side 1

Dagur - 20.05.1948, Side 1
Fimmta síðan: Sveinn suðræni skrifar um lífið í höfðuborginni. Forustugreinin: Skæruhernaður málgagna Sjálfstæðisflokksins gegn málstað byggðanna. XXXI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 28. maí 1948 20. tbl. Kosningar í Tékkóslóvakíu Kosningar eiga að fara fram í Tékkóslóvakíu, siálfsagt hær „lýð- ræðislegustu í heimi“ eins og kosningarnar í Rússlandi að sögn kommúnistablaðanna, því að að eins einn listi verður í kjöri, skipað- ur kommúnistum og samferðafólki þeirra. Undanfari þessara lcosn- inga var atkvæðagreiðsla í tékkneska þinginu skömmu eftir valdarán kommúnista þar. þar sem þingmenn voru neyddir til þess að greiða atkvæði með stjórn Gottwalds eða vera reknir af þingi ella. Myndin sýnir hvemig erlendur skopteiknari hugsar sér að bessi „lýðræðis- lega“ kosning hafi farið fram að skipan Gottwalds forsætisráðherra og lögregluharðstjórnar lians. KEA undirbýr stofnun fiskimjöls- verksmiðju í Dalvík Mun viiifiá ór blautum beinum og síld Kommúnisfar búast fil atlögu viS ríkis- sfjórn m síldveiðifímann Álþýðusantband Norðurlands mun krefjast Siærra kaups af síldar- verksffliðjum ríkisins Kaupfélag Eyfirðinga er nú að undirbúa stofnun fiskimjölsverk- smiðju í Dalvík. Er þess vænzt að verksmiðjan geti tekið til starfa í haust eða vetur. Byggingafram- kvæmdir munu hefjast bráðlega. ííappreiðar Léttis á sunnudaginn Hinar árlegu kappreiðar Hesta- mannafélagsins Léttis fara fram á skeiðvelli félagsins í Stekkjar- hólma á sunnudaginn kemur og hefjast kl. 2 e. h. Forráðamenn hestamaijnafélagsins hafa tjáð blaðinu að væntanlega komi fram á þessum kappreiðum nýjir og glæsilegir gæðingar, sem ánægja muni að horfa á og líklegir séu til veðmála. Bílferðir verða frá ferðaskrifstofunni, Strandg. 5. Engir skeiðhestar. Þótt þátttaka verði góð eru horfur á því, að engir skeiðhestar verði reyndir að þessu sinni. mundu það hafa þótt tíðindi hér fyrir 30—40 árum að Eyfirðingar og heilt hestamannafélag efndu til kappreiða án þess að reyna þar skeiðhesta. Hér í Eyjafirði mun vera ágætt hrossakyn, þótt kunn- áttumenn telji nú orðið þörf á að leggja aukna áherzlu að rækta það, en skeiðið hefir að heita má lagzt niður hin síðari ár. Telja hestamenn það miður farið. Verksmiðjan á að geta unnið úr 25—30 tonnum af blautum beinum á sólarhring eða um 200 málum af síld. Vélar til fyrirtæk- isins eru fengnar frá Englandi og eru þær þegar komnar. Flutti „Súðin“ þær til Dalvíkur nú eftir helgina og var þeim skipað í land þar. Lá viS slysi. Er verið var að lyfta einum stærsta kassanum upp úr lestinni snemma á þriðjudagsmorguninn, vildi það óhapp til, að kassinn, sem var mjög þungur, féll úr stroffunni og niður í lest skipsins. Hafði getað hlotizt stó'rslys af þessu, en enginn maður varð undir kassanum og ekkert slys varð af. Ekki varð heldur séð að hið aldna skip hefði hlotið neitt tjón af þessu. Farið varlega með eld í nágrenni skóglendis! Skógræktarfélag Eyfirðinga beinir þeim vinsamlegu tilmælum til almennings að fara varlega með eld í námunda við skógrækt- arreiti félagsins. Sinubrennsla innan girðinga félagsins er stranglega bönnuð, enda öll um- ferð um reitina óheimil án vit- undar starfsmanna félagsins eða stjórnar þess þar til trjágróður- inn hefir náð þeim þroska, að áhættulaust sé að opna reitina fyrir almenning. „SnæfelF4 gerði góða ferð Si 1. mánudag seldi Snæfell bátafisk héðan úr Eyjafirði í Grimsby. Náði skipið ágætri sölu, seldi 1977 kit fyrir 7.314 sterlings- pund. Þessi ferð skipsins var á vegum Fisksölusamlags Eyfirð- inga. M. s. Pólstjai'nan hleður nú fisk hér í firðinum til útflutnings. r Islenzku bankarnir skulduðu í apríllok 9,4 raillj. kr. í erlend- um gjaldeyri í lok síðasta mánaðar nam inn- eign bankanna erlendis, ásamt erlendum verðbréfum o. fl., 23.2 millj. kr„ að frádreginni þeirri upphæð, sem bundin er vegna togarakaupa. — Ábyrgðarskuld- bindingar bankanna námu á sama tíma 32,6 millj. kr., og voru bankarnir því í lok sí'ðasta mán- aðar komnir í 9,4 millj. kr. skuld við viðskiptabanka sína erlendis. — Við lok marzmánaðar var gjaldeyriseign bankanna 2,9 kr„ að frádregnu togarafénu og ábyrgðarskuldbindingunum, og versnaði því aðstaða bankanna út á við um 12,3 millj. kr. í apríl- mánuði. Hafin bygging hraðfrystihúss í Hósavík Um þessar mundir er verið að hefja byggingu nýs hraðfrysti- húss á Húsavík. Hefir ekkert hraðfrystihús verið þar, er annar því orðið að taka við öllum báta- fiski, sem þangað berst. Hefir verið að þessu hinn mesti bagi. Húsið er byggt í bakkanum beint upp af nýju skipabryggjunni. — Eigandi þessa nýja hraðfrysti- húss er Fiskiðjusamlag Húsavík- ur, sem starfrækt verður á sam- vinnugrundvelli og er Kaupfélag Þingeyinga stærsti þátttakandi en hreppsíélag'ið næststærsti. Var grafið fyrii' grunni hússins í haust sem leið, en nú verður bygging þess hafin og er fjáríestingarleyfi fengið. Tveir togbátar hafa byrjað 9 veiðar frá Húsavík og hinn þriðii mun byi'ja þær innan skamms. Leggja þeii- afla sinn upp Hér við Eyjafjörð á vegum Fisksölusam- lagsins. Þótt kommúnistar hefðu stór orð um að beita verklýðssam- tökunum fyrir sig í hinni póli- tísku baráttu gegn ríkisstjórn- inni, um það leyti er dýrtíðar- lögin voru sett, hafa þeir, þó til þessa að mestu látið stóru orðin duga. Sæmilcgur vinnufriður hefur verið í landinu í vetur og vor, þótt kommúnistar hafi rekið skæruhernað á einstöku stöðum. Hefur leikið grunur á því, að „stóra átakið" skyldi geymt þang- að til þjóðfélaginu og framleiðsl- unni væri mest hætta búin af at- lögunni, eða þangað til síldar- vertíðin væri um það bil að hefj- ast. Þennan leik léku kommún- istar í fyrra. Komu þeir því til leiðar með pólitísku verkfalls- brölti, að síldveiðiflotinn varð síðbúnari á veiðarnar en ella, undirbúningsvinna verksmiðj - anna tafðist og fleira tjón hlaust af. Nú er undirbúningur sama leiksins að hefjast. Þáttur Alþýðusambands Norðurlands. Mjölnir, málgagn kommúnista í Siglufirði, birti nú fyrir helg- ina „ályktanir og tillögur sam- þykktar á fundi Alþýðusam- bandsstjórnar Norðurlands" nú fyrir skemmstu. Tillögur þessar geyma venjulegan áróður komm- únista í ýmsum greinum, en ein þeirra fjallar um kaupgjaldsmál- in í sumai’ og sýnir hvert hugur kommúnista stefnir um þessar mundir. í ályktun þessari segir, að setning dýi'tíðai'laganna á síð- asta Alþingi hljóti að verða til þess að verklýðsfélögin segi upp núgildandi kaupsamningum og hækki grunnkaup sitt ,.sem svari launalækkunum þeim, sem leitt hafa eða leiða kunna af lagasetn- ingu þessari". M. ö. o.: Það á að nota verkfallsréttinn til þess að brjóta niður löggjöf Albingis. Enn segir í ályktuninni, að stjórn Sambandsins telji nauðsynlegt að verklýðsfélögin hefji undir- búning að nýjum samningum. Leitað verði eftir því fyrst við at- vinnurekendur, og þá sérstak- lga síldai'verksmiðjurnar, að „fá nauðsynlegustu lagfæringar á gildandi samningum án þss að til uppsagnar komi.“ Samkvæmt því, sem áður segir í ályktun þessari, munu þessar lagfæringar eink- um vera þær, að hækka grunn- kaup sem nemur vfsitöluskerð- ingu dýrtíðarlaganna, eða m. ö. o.: brjóta dýrtíðarlögin og tilgang þeirra á bak aftur. Augljóst má það vera, að fyrirtæki ríkisins, þ. e. síldarverksmiðjurnar, muni ekki semja við kommúnista um eyðileggingu lagasetningar síð- asta Alþingis. Þá munu kommún- istar hugsa sér að leggja til at- lögu við ríkisstjórnina og reyna að knýja þetta eyðileggingarstarf fram með pólitískum verkföllum þegar þjóðarbúið á mest í hættu við upphaf síldarvertíðar. Á að ryðja varnargörðunum burt? Það mun ekki koma neinum á óvart, þótt kommúnistískir for- sprakkar ástundi nú slíkt ráða- bi'ugg. Hinu verðui' vart trúað að óreyndu, að verkafólk almennt telji hag sínum bezt borg'ið nú með pappírskauphækkunum og afnámi þeirra varnargarða gegn hóflausri dýrtíð, sem hlaðnir hafa verið að undanförnu. Ymislegt hefði að sjálfsögðu mátt- betur fara í framkvæmd dýrtíðarlag- anna, en þau hafa þó staðið í vegi fyrir framrás dýrtíðarflóðsins. Með því að eyðileggja þau, ætla kommúnistar líka að eyðileggja efnahagsundirstöður þjóðfélags- ins og koma öllu í botnlaust fen dýrtíðar og framleiðslustöðv- unar, en slíkt hlýtur að bitna þunglega á verkafólki sem öðrum stéttum þjóðfélagsins. Vinnu- ófriður um aðalbjargræðis- og framleiðslutímann er bein ógnun við efnahag og sjólfstæði þjóðar- innar eins og nú standa sakir, þegar allt veltur á því að þjóðin nýti hvert tækifæri til sjálfbjarg- ar og gjaldeyrisöflunar. Vonandi reynast verkamenn svo þrosk- aðir að sjá þessa hættu. Félagsstofnim mu dráttarbraut hér Undirbúningsnefnd að stofnun dráttaibrautar á Oddeyrartanga auglýsir í blaðinu í dag fund til þess aö stofna hlutafélag til þess að leigja og starfrækja dráttar- braut er Akureyrai'bær lætur starfrækja og byggja á Oddeyrar- tanga. Nokkur skriður er nú kominn á dráttarbrautarmálið. — Er þess vænzt, að járn í brautirn- ar fáist frá Noregi í sumar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.