Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 6

Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 6
D AGUK Fimmtudaginn 20. maí 1948 t> MAGGIE LANE Saga eftir Frances Wees __________________ 20. DAGUR ____________________________ (Framhald.) Hann stóð seinlega á fætur. „Eg skal kenna yður,“ sagði hann. „En eg get ekki sagt að eg sé sérlega hamingjusamur yfir því hlut- skipti. Þegar maður er ungur og álitlegur fer lífið sína eigin braut. Einhvern daginn komið þér kannske til mín og segið, að þér hafið fundið hamingjuna. Þá verður mesti broddurinn af skapinu og kannske verður þá til einskis að reyna að halda áfram. Kannske verður þá mesta sveigjan úr bakinu á yður.“ „Eg fer mínar götur,“ sagði Maggie. „Má eg æfa mig hér?“ „En því ekki heirna?" „Nei, heldur hér.“ „Eg skal reyna að gera það mögulegt. Þér eigið mikið starf fyrir höndum og margt að læra.“ „Mér gengur vel að læra,“ sagði Maggie. Síðan Maggie kom heim í húsið, hafði Georg reynt að ná tali af Helenu hvað eftir annað. En hún vildi ekki heyra hann né sjá. Kannske var það bezt, eins og á stóð. Hvað gæti hann svo sem sagt við hana? Kvöld eitt hafði hann lagt sig mjög fram um að ná tali af Helenu einslega, og kom svo heim seint, án árangurs. Hann fann engan heima við nema Díönu. Hún opnaði fyrir honum. „Eg hefi ver- ið að bíða eftir þér,“ sagði hún, og hann heyrði strax, að henni var mikið niðri fyrir. „Eg þarf að tala við þig, Georg.“ Hún fylgdi hon- um eftir upp í herbergið hans. „Mér hefur komið nokkuð í hug,“ sagði hún. „Það er um Maggie." „Mér hefur sjálfum dottið ýmislegt í hug um hana,“ sagði GeOrg, og fleygði jakkanum sínum á stólbak. Díana horfði spurnaraugum á hann. „Þú ert þó ekki orðinn skot- inn í henni?“ Geörg hló. Hatln tók af sér hálsbindið og skoðaði það gaumgæfi- lega. „Nei,“ sagði hann. „Langar þig ennþá til þess að losna við hana?“ „Talaðu ekki eins og heimskingi, Díana.“ „Nú, því skyldi maður ekki spyrja? Hún er lagleg og aðlaðandi á sinn hátt, eins og stúlkurnar í kvikmyndunum eða skáldsögunum. Menn hafa fallið fyrir minna. Og hefur ekki oft komið fyrir, að mað- urinn verður yfir sig ástfanginn í konunni eftir nokkurra mánaða óhamingjusama sambúð?“ „Ekki held eg nú að allir mundu falla fyrir hennar týpu.“ Díana settist á rúmið. Þetta féll héhni vel í geð. „Satt er það,“ sagði hún. „Þó gæti það verið, ef þeir hefðu tíma til þess, eg á við eins góðan tíma og þú hefur.“ „Meinarðu að ekki sé um annað að gera fyrir mig en verða ást- fanginn af henni?“ „Nei, nei,“ sagði hún áköf. „Mig langar til þess að losna við hana héðan eins og þig. Eg þoli hana ekki. Og þú ert búinn að heyra þetta um Helenu? Það er ekkert líklegra en að hún giftist Paul Avery. Við verðum að gera eittbvað og það án tafar. Maggie á ekki von á barni, er það?“ „Eg hefi aldrei trúað sögum hennar um það. En það tjóaði víst ekki annað en gera ráð fyrir möguleikanum.“ „Jæja, eg er viss um að ekkert slíkt er á seiði. Hún notar þá sögu bara til þess að halda okkur niðri. Hefur þér ekki dottið í hug að beita sömu aðferðínni við hana?“ „Það væri fljótlegra að telja upp það sem mér hefur ekki dottið í hug að gera gagnvart henni heldur en hitt. En hvernig getum við haft í hótunum yið hana þegar við höfum ekkert til að hóta með — vitum bókstaflega ekkert um hana?“ Hann horfði hvasst á hana. „Eða veiztu kannske'eitthvað?11 bætti hann svo við. „Kannske getum við komizt á snoðir um eitthvað?" sagði Díana. „Eg komst nýlega á dálítið spor, sem ástæða væri til að rekja. Það er ekki víst að það gagni okkur neitt, en það má reyna það. Eg heyrði að Maggie hefði eitt sinn sést í Penfield og þá dulbúin. Skrít- ið er það. Finnst þér ekki?“ „í Penfield? Dulbúin?" „Svoleiðis heyrði eg söguna. Hún var á gangi á götu þar, með skýluklút um höfuðið og með dökk gleraugu. Og maðurinn, sem sá hana þar, kallaði til hennar, en hún svaraði ekki.“ „Hvaða maður?“ „Sá, seni sá hana. Sama hver það er, man það heldur ekki.“ „Eg held að lítið sé á þessu að græða,“ sagði Georg. „Penfield er bara smáþorp. Davíðssonfjölskyldan býr þar. Eg var þar einu sinni heima hjá þeim með Hugh. En hann tolldi þar aldrei. Ekkert hægt pð gera þar. Fyrir stúlku, sem starfar í næturklúbb, er bærinn bara rólegur staður til hvíldar." „En eg held að samt ætti að rannsaka þetta,“ sagði Díana þrá- (Framhald.) — Stúlkuynar á jakanum (Framhald af bls. 5). þessu fólki hafi ekki kunnað önn- ur ráð sér til bjargar ef í sjóinn kom, en að teygja tærnar niður á móti botninum. Jakinn gat hæg- lega oltið til við árekstur af öðr- um jaka, eða með vaxandi flóði, og einnig var hugsanlegt að snörp vindhviða eða sjávaralda gæti þvegið fólkið burtu, af hál- um ísnum. Að sjá ekki þessa hættu, er eigi ósvipað því, er ég þekkti á mínum yngri árum, að menn, sem ekki kunnu sund, en vildu láta á sér bera fyrir rösk- leik og dugnað, státuðu af því að sundríða ár og vötn, og heyrt hefi eg merkan háskólaborgara í embættisþjónustu, hælast um yf- ir því, hve oft hann hefði sund- riðið og aðeins í eitt skipti oltið af hestinum og hefði það þá orðið honum til lífs að hann náði í stertinn á klárnum, og hékk í honum til lands. Slíkur hugsun- arháttur verðskuldar ekki neina vægð og er sem betur fer óðum að þverra með vaxandi sund- kunnáttu. Vona eg að mér verði fyrirgefið þó að eg fari svo langt frá efninu, að benda á að það er fleira en sundtökin sjálf, sem vinnst við námið. Slysunum verður bezt bægt frá með því að þekkja hætturnar og vera ætíð við þeim búinn. Læt eg mér svo á sama standa, hvaða dóma eg fæ fyrir að hafa ■tekið atvik þetta, sem víti til yarnaðar. Hveragerði á sumardaginn fyrsta 1948. Lárus J. Rist. Deiluaðilum þessa máls er heimilt rúm enn fyrir örstuttar athugasemdir, ef þeir óska, en að öðru leyti er umræðum um þetta mál lokið hér í blaðinu. — Ritstj. — Fokdréifar (Framhald af 4. siðu). Það mun sönnu nær, að mörg- um þyki nú ljóð sumra hinna yngri skálda nokkuð loftkennd og áhrifasnauð. — Eg tel því, að vísa þessi eigi nokkurn rétt á sér, og sé þess verð, að hún haldi lífi. Vil eg því biðja Dag að lofa henni að fjúka með því, sem hann kann sjálfur að senda út í veðrið og vindinn á næstunni. Frá Almannatiyggingunum í þessum mánuði fer fram end- urnýjfln umsókna um lífeyri frá almannatryggingunum. — Næsta bótatímabil hefst 1. júlí næstk. og leggja verður fram umsóknir um eftirtaldar tegundir bóta: Ellilíf- eyri og örorkulífeyri, barnalífeyri og fjölskyldubætur, ekknalífeyri og makabætur, og örorkustyrki. Skrifstofa Sjúkrasamlags Alc- ureyrar hefir beðið blaðið, að minna alla á, sem notið hafa líf- eyris eða annarra bóta, og ætla sér að leggja fram umsóknir á ný, að gera það í þessum mánuði. Umsóknareyðublöð fóst á skrif- stofu sjúkrasamlagsins. BRÉF: SpjaEI um þjóSfé!agsvandamá Kr. S. Sigurðsson hefur ritað blaðinu alllangt bréf um eitt helzta vandamál þjóðfélagsins: ALLIR HUGSANDI menn hljóta að viðurkenna að ofvöxtur Reykjavíkur er að verða alvar- legt vandamál. Á hernámsárun- um flykktist fólkið þangað í stríðum straumum í atvinnuleit. Ekki þó fyrir það að ekki væri nóg að gera heima, heídur fyrir það, að sögur gengu um fljóttek- in gróða þar, því setuliðið greiddi hátt kaup. Og þar var völ á fjöl- breyttum skemmtunum, og alls- konar ævintýrum. Jafnvel bænd- ur ginntust á gróðavoninni, seldu bú sín og fluttu þangað. Þeir, sem heima sátu á jörðum sínum, urðu svo að draga saman bú sín fyrir fólksleysi. Hvað sem í boði var, var ómögulegt að fá fólk til að vinna að landbúnáði. Fjöldi af húsum standa nú hálftóm eða altóm víðsvegar um landið, en hundruð eða jafnvel þúsundir er húsnæðislaust í Reykjavík, eða það verður að gera sér að góðu að kúldrast í lélegum skúrum eða kjöllurum, sem þeim þætti varla skepnum bjóðandi heima í sveit. HVAÐA ÚRRÆÐI hefir svo þetta húsvillta fólk til að fá húsa- skjól? Það hrópar til þings og bæjarstjórnar um verkamanna- bústaði. Reykjavík og ríkissjóður verða að leggja fram miljónir á miljónir ofan, í hús handa þessu fólki. Og þó að fjöldi íbúða séu byggðir á hverju ári, hrekkur ekkert til. Og alltaf er haldið á- fram að heimta fleiri zbúðir. Margir munu hafa vonast eftir að sumt af þessu fólki mundi hvei'fa heim aftur eftir að setu- liðið fór, og hætti að veita því atvinnu, en sú von hefur brugð- ist. Enn heldur straumurinn á- fram, og virðist vera óstöðvandi. Hvað lengi getur þetta haldið svona áfram? Eg held að. varla geti liðið á löngu þar til straum- urinn snýr við, og liggur aftur til sveitanna. Það er mjög ólíklegt, eins og atvinnuhorfur eru núna, að yfir 50 þús. manns geti haft lífsuppeldi þar til lengdar. En möguleikar til góðrar afkomu eru meiri í sveitunum nú en nokkru sinni áður. NOKKRIR UNGIR MENN sem fluttu bui't úr Mývatnssveit til að leita gæfunnar í höfuðstaðnum og annai’s staðar, eru nú komnir heim aftur. Þeir hafa tekið stórt land, sem þeir ætla að rækta sameiginlega. Enn þó líklega fá- ar sveitir jafn illa fallnar til rækt- unai' sem Mývatnssveit. Þarna er dæmi til eftirbreytni, og von- andi er að fleiri fari sömu leið, því nóg er af óræktuðu landi á íslandi. Enda ætti hver heilvita og hugsandi maður að sjá það hve mikill munur er á því, að vera sinn eigin húsbóndi heima í sveit sinni, eða að vera sísnapandi eft- ir vinnu á mölinni í Reykjavík. Vita oft á tíðum ekki hvort þeir fái nokkuð að gei-a á morgun, eða næstu daga, og sí og æ húsvilltir. Heima er ætíð nóg að gera fyrir mann sem nennir að vinna, og farsælt er það að framleiða sjálf- ur sínar eigin nauðsynjar, og að geta miðlað öðrum af afurðum vei'ka sinna. Því miðui' er það að færast í vöxt hér á landi að heimta allt af öðrum, en ekkert af sjálfum sér. En þetta er hræðileg- ur hugsunarháttur. Fyz’sta skylda hvez's manns er að kz’efjast nógu mikils af sjálfum sér. Hvez'nig yrði það þjóðfélag statt, þar sem engin vildi framleiða? Hver og einn heimtaði að ríkið skaffaði nóga atvinnu. Hvar ætti ríkið að taka peninga til að gz’eiða allri þjóðinni kaup, ef enginframleiddi zieitt? Það er gamall og góður málsháttur, að hver sem ekki vill vinna, eigi heldur ekki mat að fá. Mér finnst það nálgast það, að menn vilji ekki vinna, þegar alltaf er verið að stytta vinnu- tímann, og heimta þó sífellt hærra og hærra kaup. NÚ STENDUR FJÖLDI góðra jarða í eyði, og bíða eftir því að þær séu zzytjaðar á ný. Vegir og' aði-.ar sazngöngur hafa batnað svo síðustu áz'in, að ólíkt er nú betra að koma afurðum búanna á mai'kaðinn. Og markaður fyrir framleiðsluvörur bænda er óþz-jótandi. Reykjavík heimtar meizú mjólk, meira smjör og meiri ost og skyr. Mjólkurbú rísa upp hvert af öðru. Auðséð er því að mikið má auka framleiðslu á mjólkurvörum. Þá held eg að kartöfluframleiðslan megi aukast til znikilla muna. Það ætti ekki að eiga sér stað að nokkui-n tímari þyrfti að flytja inn útlendar kar- töýflur. Það er hreinasta skömrn fyrir þjóðina að geta ekki ræktað sínar eigin kartöflur. AUÐVITAÐ VANTAR enn maz'gt í sveitunum til þess að mezm geti almennt lifað eins þægilegu lífi og í stæz’ri kaup- stöðum. En þetta kemur 'smátt og smátt. Sérstaklega er það raf- magnið, sem víðast skortir. Og eg hygg að það tefji ekki alllítið fyr- ir þeim framkvæmdum hvað sveitirnar eru að verða fáznenn- ai'. Það ei' mikill munur á að koma upp rafmagnsstöð í sveit sem er þéttbyggð, og fólksmörg, og er í vexti, eða í sveit sem er fámenn, og máskeönnurhverjörð í eyði. Ef aftur færi að fjölga í sveitunum, mundi þan ýta undir það að hvei’ju sveitaheimili yrði séð fyrii' nægu rafurmagni. ÞAÐ ER MIKIÐ ritað um þetta vandamál í blöðin nú, og bendir það ótvírætt á að margir eru áhyggjufullir af þeirri hættu, sem landbúnaðinum stafar af flóttanum úr sveitunum. Það eru heldur ekki auðfundin ráð sem duga til að hindra þann flótta. Og líklega duga engin ráð ef hugsunai'háttuz' fólksins breyt- ist ekki, þannig að fólkið, fyrst og fz-emst ungt fólk, sem alið er nú í sveit og kann öll vez-k til land- búnaðar fari að finna til þess, að heppilegra væri fyrir það reisa bú heima í sveitinni sinni, og vera sinn eiginn húsbóndi, en að vera sífellt háður öðrum um atvinnu og húsaskjól. Að hann geti skap- að sér atvinnuna sjálfur, og orðið frekar veitandi ezi þiggjandi. Framhald þessara hugleiðinga Kristjáns mun birt szðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.