Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 7

Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 7
HllUllllllllllllllllllllllUIMIIIIIIHII 11111111111 Fimmtiidaginn 20. maí 1948 D AGUR 7 frá Síldarverksmiðjum ríkisins Útgerðarmenn og útgerðarfélög sem óska að leggja bnEðslusílclarafla skipa sinna upp \ hjá Sílclarverksmiðju Ríkisins á komandi síldarvertíð, j tilkynni það aðalskrifstofu vorri á Siglufirði í símskeyti eigi síðar en 20. maí næstkomandi. Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. Síldarverksmiðjur ríkisins. ULLARDÚKAR, margar gerðir, KAMGARNSBAND, margir litir, LOPI, margir litir, venjulega fyrirliggjandi í öllum kaupfélögum landsins. Ullarverksmiðjan GEFJUN Hafið þér athugað, að „GOLD MEDAL“ hveitið er blandað járni og eltirtökfum B-Vitamínefnum: Thiamin, Riboflávin, Niacin. — Fæst í VÖRUKÚSINU H.F. I STARFSSTÚLKA ÓSKAST i Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að ráða starfs- j stúlku til hjálpar á heimilum í bænum í veikinda- i tilfellum. Væntanlegir umsækjendur gefi sig fram á skrifstofu j bæjarstjóra. Nánari uppiýsingar þar. i Bæjarstjóri. ^„•iiiiiiiiiiuiiiiiniiiiiiniiiiniiuiiiiiumiiiiiiiniiiiiiiiiniiniiiuiiiiiiiiuiiiiiiiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiuininiiiiiiiiiiiu ....................................................I llll IIIIIIUUUUUUUIII111111111111111111 arboð Undirbúningsfundur að stofnun hlutafélags verður 1 haldinn að Hótel KEA, Akureyri, 22. maí næstkom- i andi, kl. 14. Markmið félagsins er að leigja síðar og i starfrækja dráttarbraut, sem Akureyrarbær lætur byggja. = Útgerðarmenn og aðrir, sent lofað hafa hlutafé og i þátttöku. mætið stundvíslega. i F. h. Undirbúningsnefndar z o i Gísli Kristjánsson, [ útgm. | Sumarhlóm Þeir, sem ha.fa í hyggju að fá sumarblómaplöntur hjá okkur, eru góðfúslega beðnir að leggja pant- anir sínar inn til okkar lyrir 25. þ. m. I BLÓMABÚÐ KEA. ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. — 139521814 -- Kirkjan. Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 1.30. Séra Pétur Sigurgeirsson. Fulltrúar á Umdæmisstúkuþingi mæta í kirkjunni. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 hefst í Skjaldborg laugar- daginn 22. maí n. k. kl. 5 e. h. (samanber auglýsingu í blaðinu), þá fer fram þingsetning' og stig- veiting. Um kvöldið kl. 8,30 er opinn fundur fyrir alla templara. Verða þar fluttar skýrslur em- bættismanna um störf á liðnu ári og núverandi viðhorf í áfengis- málum. Erindi flytur Brynleifur Tobíasson um norræna bindind- isþingið í Stokkhólmi s. 1. sumar. Tvísöngur (Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson). Kvik- mynd. Þess er vænst að templ- arar á Akureyri fjölmenni þennan fund. Á sunnudag verður hlýtt messu í Akureyrarkirkju og heldur þingið áfram störfum þann dag Frá S. f. B. S. Dregið var í happ drætti S. f. B. S. 15. maí s. 1. og upp komu þesi númer: 9108, 14282, 23427, 33122, 37875 55583, 70620, 72086, 99468 og 104747. Birt án ábyrgðar. Hvítasunnan kom og leið án þess að hreinsað væri til í Gudmannsgarðiniun við Hafnarstræti eins og Ileil brigðisnefndin hafði ráð- gert. Garður þessi er þann- ig útlííandi að það er til vansa fyrir bæinn að hafa slíka óhirðu við aðalgötu bæjarins. Verður að gera kröíu til þess að tafarlaust vcrði liafizt banda að hreinsa þar til. Leikfélag Akureyrar sýnir Revyuna n. k. laugardags- og sunnudagskvöld. Aðgöngumiðar seldir kl. 1—4 leikdagana. Blaðið hefir verið beðið að koma þeirri fyrirspurn til lögregluyfirvaldanna hvort þáð sé ekld í þeirra verka hring að gæta þess að lax og silungsveiðilögin séu haldin hér innan takmarka bæjarins. Fyrirdráttur er stundaður af kappi hér inni á Leirunni svo að segja á degi hverjum, stundum með svo smáriðuðum net- um að óleyfilegt hlýtur að vera. Ennfremur svo nærri Eyjafjarðarárósum að ekki mælist 500 mtr. frá stór- straumsfjöru eins og vera ber. Með þessu eru enn eyddir uppvaxtarmögu leikar árinnar. Stúkan Ísafold-Fja’dkonan nr. 1 heldur fund í Skjaldborg næstk. mánudag, 24. maí, kl. 8.30 síðd. Fundarefni: Inntaka nýrra félaga. Hagnefndaratriði. Söngur, upp- lestur, dans. (Nánar á götuaug- lýsingum). Mætið stundvíslega. E. t. v. síðasti fundur. Amtsbókasafnið auglýsir í dag innköiiun allra útlánsbóka sinna, og verður þar með vetrarútlán um hætt að vanda síðasta maí. Ber því öllum að skila bókum fyrir þann tíma. Einnig ber að skila safninu ævigömium útlán- um, sem trössuð hafa verið, en senda bækurnar ekki né selja í fornbóksöluna, þótt sumum virð- ist þykja það hentugra. Hafa safninu undanfarið borizt all- margar bækur að þeim leiðum fyrir vinsemd og aðgæzlu forn- bókasalans (Þ. G.). í sambandi við þing Umdæmis- stúkunnar nr. 5 um næstu helgi, verður sýnd í Skjaldborgarbíó kvikmyndin: Sagan af Ziggy Brennan. Fulltrúar og aðrir templarar, sem mætá á umdæm- isstúkuþinginu á laugardags- kvöldið, fá fría aðgöngumiða að sýningu á sunnudagskvöld kl. 9. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Sunnudaginn 23. þ. m. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Allir vel- komnir. Hjúskapur. Á annan í hvíta- sunnu voru gefin saman í hjónaband' að Tjörn, af sóknar- prestinum, sr. Stefáni V. Snæ varr, ungfrú Sigríður Hafstað frá a I Vík í Skagafirði og Hjörtur Eld- járn búfræðikandídat frá Tjörn. Adam Rutherford flutti tvo fyrirlestra í Akureyrarkirkju í sl. viku um pyramidafræði sín — Séra Friðrik A. Friðriksson Húsavík túlkaði. Húsfyllir var : báðum fyrirlestrunum. Munið sjálfboðavinnu Skóg ræktarfélagsins! Upplýs. Blómabúð KEA og hjá Þorst: Þorsteinssyni. íþróttablaðið, jan.—marz hefti 1948, er nákomið út. Flytur marg- ar frásagnir og myndir af íþróttakeppnum og íþróttafólki heima og erlendis. Áttræður verður 22. þ. m. Pétur Jóhannsson á Djúpárbakka. Afmælisfund heldur Kvenna- deild Slysavarnafélagsins Gildaskála KEA næstk. laugar- dagskvöld kl. 8.30. Formaður segir fréttir af ársþingi Slysa- varnafél. íslands. Kvikmynd sýnd. Fleiri skemmtiatriði. Áttræður varð hinn 14. þ. m. Guðmundur Sigfreðsson, fyrrum hreppstj. á Króki á Rauðasandi, faðir dr. Kristins Guðmundsson- ar skattstj. og þeirra bræðra. — Guðmundur hefir dvalið hér og í Lögmannshlíð síðan 1930. — Er hann enn.léttur á fæti og ungur í anda. Bárust honum fjölmargar árnaðaróskir frá vinum og vandamönnum á þessum tíma- mótum. Hjúskapur. Á hvítasunnudag voru gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum, ungfrú Hulda Snorradóttir, Syðri-Bægisá og Páll V. Ólafsson, bóndi, Dagverð artungu .Þá voru og nýlega gefin saman í hjónaband af séra Sig- urði Stefánssyni, ungfrú Fjóla Þorbergsdóttir og Erlingur Pálmason, lögregluþjónn, bæði frá Þrastarhóli. Ennfremur ung- frú Soffía Steinunn Magnúsdótt- ir frá Akureyri og Sverrir Aðal steinsson, Skútum. Ferðafélag Akureyrar heldur skemmti- og fræðslufund fyrir félaga og gesti að Hótel Akureyri laugardagskvöldið 22. maí næstk., kl. 9. Hallgrímur Jónasson, kenn ari, sýnir kvikmyndir. Fleiri skemmtiatriði. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Friðrik* J. Rafnar vígslubiskupi: Ungfrú Magnea S. Egilsdóttir og Bjarni Sigurðsson, iðnverkamaður, Ak Ungfrú Jóna Sæmundsdóttir frá Narfastöðum og Baldur Flalldórs- son, Hvammi. Ungfrú Anna Björnsdóttir, símamær, og Ólafur Sigurðsson, lælcnir, Ak. Næturvarzla þessa viku, til sunnudagsmorguns, er í Stjörnu- Apóteki. Næstu viku, til sunnu- dagsmorguns i Akureyrar-Apó- teki. Næturlæknar. í nótt Pétur Jónsson, aðfaranótt laugardags Jón Geirsson, aðfaranótt sunnnu- dags, sunnudag og til mánudags- morguns, Árni Guðmundsson, að- faranótt þriðjudags Ólafur Sig- urðsson, aðfaranótt miðvikudags Stefán Guðnason. Garðyrkjunámskeiðið. Blaðið vill vekja athygli bæjarbúa á námskeiðinu „Blóm og græn- meti“, sem Fræðsludeild KEA gengst fyrir um þessar mundir. í sl. viku talaði Jón Rögnvaldsson garðyrkjufræðingur um garða- blóm, sýndi sáningu, notkun ýmissa áhalda o. fl. Var gerður góður rómur að erindi hans, sem bæði mjög fróðlegt og skemmtilegt. — í kvöld talar á þessu námskeiði Finnur Árnason um grænmeti og ræktun þess. Fyrirlesturinn hefst kl. 9 e. h. í Gildaskála KEA. Uppcldismálanámskeið. Blaðið vill vekja athygli á því, að næsti fyrirlestur námskeiðsins „Heil- brigð börn — hamingjusamir menn“ verður fluttur næstk. mánudagskvöld kl. 9 e. h. Þá talar Baldvin Ringsted tannlæknir um tennurnar og tannskemmdir barna. Heilsuvernd, tímarit Náttúru- lækningafélags íslands, 4. hefti 2. árg. (1947), er nýkomið út. Efni heftisins er þetta: Hin mikla til- raun (eftir þýzkan náttúrulækni, próf, dr. med. Alfred Brauchle). Um stólpípuna. (Jónas Kristjáns- son). Heilsutrúboðs-trúin á sjúk- dóma (Björn L. Jónsson). Út- varpsþáttur, sem ekki var fluttur (Jónas Pétursson, búfræðing- ur). Brjóstkrabbamein læknast með föstu mataræði (Are Waer- land). C-fjörfeni lækna sár. Laukur drepuv bakteríur. Gervi- tennur í 4 ára dreng. Mataræði og fæðingarþrautir. Ungbarna- dauði — langlífi — heilsufar. Uppskriftir. Grænmetissoð o. fl. Nokkrar myndir prýða heftið, sem er hið vandaðasta að öllum frágangi. Fyrsta sumardag átti U. M. F. Reykdæla 40 ára afmæli. í tilefni iess heiðraði ÍSÍ félagið og gaf dví veggskjöld íþróttasambands- ins. Hjónaefni. Á annan í hvítasunnu opinberuð utrúlofun sína ungfrú Lovísa Jónsdóttir frá Dalvík og Páll Axelsson, skrifstofumaður, Akureyri. Grímsstaðamenn á Fjöllum voru hér á ferð fyrir helgina og sögðu ágætt bílfæri yfir Mývatns- öræfi. Nýji vegurinn frá Jökuls- árbrú að Reykjahlíð eins góður og um sumardag. Hins vegar er illt færi á Mývatnsheiði og á Fljótsheiði vegna bleytu. Glíman við freistarann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.