Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 8

Dagur - 20.05.1948, Blaðsíða 8
8 Baguk Fimmtudaginn 20. maí 1948 790 börn í Barnaskóla Akureyrar síðastliðinn vetur Tannskemffldir barna alvarlegt íhugunarefni Eimskipafélagið birtir greinargerð um strandsiglingar sínar Hefur flntt 83-92% af innfluttum vörum til Reykjavíkur Barnaskóla Akureyrar var slit- ið föstudaginn 14. þ. m. Skóla- stjóri, Hannes J. Magnússon, ílutti ræðu við það tækifæri, á- varpaði skólanemendur og gesti og flutti skýrslu um starfsemi skólans síðastliðið skólaár. Skól- inn starfaði í 25 deildum með samtals 682 börnum. En auk þess starfaði á vegum skólans smá- barnabekkur í 4 deildum með 108 börnum. Nemendur skólans voru því samtals 790. Fullnaðarprófi luku 39 13 ára börn, en auk þess 59 12 ára börn með aldursleyfi, eða samtals 98 börn. Þar af fengu 12 ágætis- einkunn, 70 1. einkun og 16 2. einkunn. Um 80 stúlkur stunduðu mat- reiðslunám í skólaeldhúsinu og luku 19 þeirra fullnaðarprófi í lesbókasafni skólans eru um 6000 bindi og í lesstofusafninu um 450 bindi valdra barna- og ungl- ingabóka, auk nokkurra fræði- bóka og handbóka. í vetur var tekin upp skipuleg fræðsla með' kvikmyndum, og nutu hennar allar deildir skólans. Var venju- lega ein sýning á viku fyrir hvern bekk. Barnaskólinn tók þátt í fjár- sofnun til bágstaddra barna í Evrópu og söfnuðust á vegum skólans rúmar 20 þús. kr., og auk þess mikið af fatnaði. Tveir foreldrafundir voru haldnir á vetrinum. Heilsufar í skólanum var mjög slæmt fyrir áramótin, en annars sæmilegt. Stafaði það af illkynj- aðri kvefpest, svo og mislingum, sem þá gengu í bænum. Af 129 Samkvæmt upplýsingum Fiski- féálags ísiands nam afli íslenzku togaranna á tímabilinu frá 1. jan- úar til 30. apríl 1948 samtals 37 þús. smálestum. Er það miðað við slægðan fisk með haus. Á tímabilinu hafa alls 39 þús. lestir af ísfiski verið fluttar á er- lendan markað, þar af um 2000 smál. af bátafiski. Hefir allur þessi fiskur verið fluttur til Bret- lands, að tveim förmum undan- teknum, sem fóru til Þýzkalands. Auk þessa voru fluttar til Þýzka- lands 3000 smálestir af ísaðri síld. Fyrir ísfiskinn, sem fluttur var til Bretlands og Þýzkalands, fengust alls 26,2 millj. kr. Fyrir síldina, sem flutt var til Þýzka- lands, fengust 1,1 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma í fyrra, frá 1. jan. til 30. apríl, nam afli togaranna börnum í fyrsta bekk reyndust við berklaprófun aðeins 3 börn berklajákvæð, og hefur tala þeirra barna sjaldan eða aldrei verið svo lág við haustskoðun. Oll börn, sem það vildu, fengu lýsi og gulrófur í skólanum á hverjum degi, en þegar gulróf- ur þrutu, fengu börnin rúgbrauð með lýsinu. Alls eyddust um 240 lítrar af lýsi og 7 tunnur af gul- rófum. Þá fengu 66 börn ókeypis ljós- böð í skólanum. Miklar tannskemmdir. Tannlækningar fóru fram í skólanum frá áramótum til apríl- loka, og næsta haust verður kom- ið upp fullkominni tannlækn- ingastofu í hinum nýju húsa- kynnum skólans. í sambandi við skýrslu tannlækna vakti skóla- stjóri sérstaklega athygli á hversu hinar sívaxandi tannskemmdir væru alvarlegar og benti á, að samkvæmt áliti margi'a lækna ættu þær mjög rót sína að rekja til óhóflegrar sælgætisneyzlu barna, auk þess, sem þær stöfuðu af óhollu mataræði. Þanh 9. maí var sýning á hand- iðju og teikningum skólabarna og sótti ha.na mikill fjöldi bæjar- búa. VÍSITALAN LÆKKAR UM 3 STIG- Kauplagsnefnd og Iýagstofan hafa reiknað út vísitölu framfærslu- kostnaðar fyrir maímánuð, og reyndist hún vera 320 stig, eða þremur stigum lægri frá því í mánuðinum næsta á undan. 22 þús. smál. af ísyöum fiski, slægðum með haus, og auk þess 1422 smál. af fiski, sem var salt- aður. Fvrir það fiskmagn feng- ust 14,8 millj. kr. Aflinn er því um 70% meiri nú en í fyrra, enda gætir afla nýju togaranna nú fyrst að ráði. Fiskverðið hefir líka verið hagstæðara en í fyrra. 30 ára afmæli Si«lu- C f jarðarkaupstaðar í dag á Sigiufjarðarkaupstaður 30 ára afmæli og 130 ára afmæli sem löggilt verzlunarhöfn. Bæj- arstjórn Siglufjarðar gengst fyrir hátíðahöldum í dag í tilefni þessa afmælis. Lúðrasveit Akureyrar fór til Siglufjarðar í morgun til þess að leika á hátiðinni. Sendiherra í Moskvu Bedell-Smith, sendiherra Banda- ríkjanna í Moskvu, ræddi nýlega við Molotoff utanríkisráðherra um sambúð Bandaríkjamanna og Rússa og endurtók stefnuyfirlýs- ingu stjórnar sinnar. — Molotoff birti þegar efni viðræðnanna og lét skína í að Bandarikjamenn hefðu beiðst sætta. Bandaríkja- stjórn tilkynnti þegar, að við- ræður þessar hefðu verið mis- túlkaðar, stjórnin vildi vinsam- lega sambúð við Rússa, enda mætti jafna öll ágreiningsmál innan Sameinuðu þjóðanna, en Rússar hefðu staðið í vegi fyrir því hingað til. Kommúnistablöð um allar jarðir liafa gert þessi samskipti að áróðursefni gegn Bandaríkjunum og er líklegt að leikur Molotoffs hafi verið til þess gerður. Bakaraverkfallið stendur enn Verkfall bakarasveina, sem hófst 1. maí sí., stendur enn. Við- ræður fóru fram í Reykjavík um miðjan mánuðinn, en báru ekki árangui'. Bakarar krefjast all- mikillar kauphækkunar, sem mundi leiða af sér verðhækkun á brauðum. — Verðlagsyfirvöldin munu alls ekki vilja fallast á slík- ar verðhækkanir og brauðgerðar- húsin telja að ekki sé hægt að framleiða brauð við aukinn til- kostnað nema hækka verðið. — Hveitilaust var í Reykjavík um það bil er verkfallið hófst, en nú er hveiti komið til landsins fyrir nokkru. Lítið heju'ist um verkfall þetta talað. Virðist almenningur sætta sig við að taka upp heimabakstur. En óánægja ríkir yfir því, að syk- urskammtur skuli ekki aukinn, a. m. k. sem nemur notkun brauðgerðarhúsanna á sykri meðan verkfallið stendur. 25 vélstjórar litskrifaðir Hinn 14. þ. m. lauk hér í bæn- um minna vélstjóranámskeiði, sem haldið var á vegum Fiskifé- lags íslands. Hófst það hinn 9. fe- brúar í vetur. Námskeiðið sóttu 24 nemendur og veitir prófrétt- indi til þes sað stjórna allt að 250 ha. vélum. Allir nemendur og einn utannámskeiðs gengu undir próf og stóðust það allir. Þrír nemendur fengu ágætiseinkunn, Þorsteinn Guðmundsson, Más- stöðum í Húnaþingi, 45 Vs stig. Þorvaldur Guðmundsson, Borg- arnesi, 45 stig, og Brynjóifur Kristinsson, Harðangri í Glerár- þorpi 42 M: stlg. Eimskipaféiag íslands hefir sent blöðunum og fleiri aðilum fjöl- ritaðan bækling, sem nefnist Greinargerð um strandsiglingar h.f. Eimskipafélags íslands. Eru þar rakin afskipti félagsins af strandsigiingum síðan í ófriðar- byrjun og fyrirkomulag innflutn- ingsins til landsins, frá sjónarhóli forráðamanna féiagsins. Efni þessarar greinai'gerðar er að mestu samhljóða greinum þeim, sem Guðm. Vilhjálmsson forstjóri félagsins hefir ritað hér í blaði, undanfarin ár til andsvara við ádeilum Dags á siglingafyrir- komulag félagsins. Er lesendum Dags því kunnugt um skoðanir félagsstjórnarinnar á þessum málum. Meginröksemdin er nú, sem fyrr, að innflytjendur ráði því, hvert skipin sigla. Séu vörurnar skráðar til Reykjavíkur, sigli skipin þangað, sé nægilegt magn ski-áð á aðrai' hafnir, muni sigl- ingar þangað teknar upp. í þessu sambandi er rétt að endurtaka það, sem hér hefir áðui' verið sagt um þessi mál, að enda þótt nokk- ur sannleikur felist í þessu, er liitt augljóst, að vörur verða ekki að jafnaði skráðar á hafnir, sem samkvæmt siglingaáætlunum eiga engra beinna siglinga völ. Fram hjá þessari staðreynd geng- ur félagið í greinargerð sinni. Bandaríska stórblaðið New York Times telur í ritstjórnar- grein 15. þ. m., að viðurkenning sú, er Truman forseti veitti hinu nýja Israelsríki Gyðinga þegar eftir stofnun þess hafi verið einn þáttur í átökum austurs og vest- urs, þar sem viíað var að rúss- nesk viðurkenning var á næstu grösum. Ymsii’ áhrifamenn í stjórnmál- um Bandaríkjanna höfðu ein- dregið hvatt forsetann til þess að taka skjótar ákvarðanir í málinu, þar sem vitað væri að rússneska stjórnin mundi viðurkenna ísra- elsstjórnina. Ef Vesturveldin neituðu að viðurkenna hið nýja ríki á sama tíma og Ráðstjórnin veitti því fulla viðurkenningu, mundi kommúnismanum greidd gatan til áhrifa í landinu og víðar í löndum við botn Miðjarðarhafs- ins. Svo fór, sem spáð var, að Rússar mundu viðurkenna hið nýja ríki. Kom viðm'kenning 83% vörumagnsins til Rvíkur og nágrennis. Fróðlegasti hluti greinargerðar félagsins fjallar um skiptingu innflutningsvörunnar á hafnir og landsfjórðunga. Samkvæmt henni hefir Reykjavík og nágrenni hlotið þenna skerf innflutningsins að undanförnu: Árið 1945 92,6%, árið 1946 88,8% og árið 1947 83%. Akureyri og hafnirnar við Eyjafjörð hafa hlotið 5,2%, Siglu- fjörður 4,8%, Húnaflói og Skaga- fjörður 1,7%, ísafjörður og ná- grenni 0,2%, Vestfirðii' og Breiðafjörður 1,2%, Húsavík 1,1%, Austfirðii' og Norðurland til Húsavíkur 2,4%, Suðurlands- hafnir ekkert, en Vestmannaeyj- ar 0,4%. Sýna þessai' tölur ljós- lega nauðsyn þess að koma á end- urbótum í gjörvöllum innflutn- ings- og siglingamálum landsins. Greinargerð félagsins verður nánar rædd hér í blaðinu síðar. Erfitt bílfæri á Yaðlaheiði Bílstjórar segja að vegurinn um Vaðlaheiði sé nær ófær í vestur- brún heiðarinnar, þar sem skafl- inn var, vegna auvbleytu. — Var snjónum fyrst ýtt af veginum í sl. viku. Þá er Fljótsheiði að kalla ófær litlum bílum vegna aur- bleytu. þeirra í kjölfar hinnar amerísku. Búizt er- við því vestan hafs, að ýms Suður-Ameríkuríki, og e. t. v. Kanada, muni viðurkenna það, svo og leppríki Rússa. Styrjöld geisar. Jafnsnemma og Gyðingar lýstu yfir stofnun ísraelsríkis, og um- boðsstjórn Breta í Palestínu lauk, í'éðust herir nágrannaríkja lands- ins inn fyrir landamærin og hef- ir styrjöld geisað þar síðan. Sækja herir Egypta, Sýrlendinga, Tran- sjórdaníu, Lebanon og íran að Gyðingum og eru bardagar víða harðir. Gyðingar virðast verjast öfluglega og telja fréttamenn Haganah-her þeirra velbúinn og skipulagðan. Það virðist ætla að koma á daginn, að Sameinuðu þjóðunum ætli ekki að takast að stöðva styrjöldina, og að þessi stofnun sé jafnmáttlaus og gamla Þjóðabandalagið var. Afli togaranna 70% meiri nú en á sama fíma í fyrra Verðið á ísfiskiimm er lika hagstæðara nú Styrjöldin í Palestínu: Yiðurkenning Ísraelsríkis þáffur í áfökum stórveldanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.