Dagur


Dagur - 26.05.1948, Qupperneq 1

Dagur - 26.05.1948, Qupperneq 1
Fimmta síðan: Snorri Sigfússon náms- stjóri ræðir skólamálin í tilefni af grein Olafs Jóns- sonar. Forustugreinin: Landbúnaðurinn og ráð- stafanir gialdeyrisyfir- valdanna. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 26. maí ,1948 21. tbl. Norsk jiorsk-snurpimót I2D saft&i Á vetrarvcrtíðinni við Lófóten í vetur var revnt nýtt veiðarfæri, sem fiskimenn binda nú miklar vonir við. Það er snurpunót til þess að vciða þorskinn í. Þorsktorfurnar voru leitaðar uppi með ekkó- lóði og síðan snurpað þar sem gengdin var mest. Tókst að ná fiskin- um á allmiklu dýpi. Norskt blað birti nýlega bessa teikningu, sem sem á að sýna nýja veiðarfærið. r Línubátarnir verða í sambandi við móðurskip Um þessar mundir eru útgerð- arfyrirtæki í Álasundi í Noregi að undirbúa þorskveiðileiðangur til Grænlands, spm mikla athygii vekur. Er ætlunin að margir Ála- sundsbátar leiti til Grænlands með línur sínar og móðurskip og önnur aðstoðarskip fylgi flotan- um eftir, taki við veiðinni, geyrni nauðsynlegar birgðir til bátanna og láti þá fá brennsluolíur. Vegna þess hve þorskveiðarnar við Lófót brugðust gjörsamlega að þessu sinni, en Norðmönnum mikil þörf á að geta aflað meiri fiskjar annars staðar, m. a. til þess að geta staðið við verzlunar- samninga, sem þeir hafa gert um Trjápíöntur verSa gróðursettar í reit F ramsóknarmaíma að Hrafnagili Framsóknarfélögin hér hafa í iiyggju að planta trjám í reit sinn í Hrafnagilslandi nú innan skamms. Er óskað eftir að sjálfr boðaliðar gefi sig fram til þess ao vinna að þessu máli. Björn Þórð- arson og Halldór Ásgeirsson gefa nánari upplýsingar. Ætlunin er að gróðursetja fyrstu plönturnar nú um helgina og ættu þeir, sem vilja leggja málinu lið, að gefa sig fram sem fyrst. sölu á fiski, m. a. til Suður- Ameríku. Norska ríkið hyggst því stuðla að því að þessi leiðangur verði farinn til Græniands. dregur ár verk- leguíit frarn- kvæmdtiiu Samkvæmt 22. grein fjái'laga þessa árs var ríkisstjórninni heimilað að draga úr verklegum framkvæmdum allt að 35% til þeirra framkvæmda, sem ekki eru bundnar í öðrum lögum en fjárlögum, ef hún telur, að vinnu- afl dragist um of frá framleiðsl- unni eða fé til framkvæmdanna reyndist af skornum skammti. Er venja að hafa slíka heimild í fjár- lögum. Nú hefir fjái'málaráðherra ákveðið að beita þessari heimild fýrst um sinn, og er hún komin til framkvæmda, a. m. k. varðandi sumar framkvæmdir. svo sem vegamálin, og verða ekki veitt til þeirra fyrst um sinn nema G5%, en þess er þó að vænta, að við- bótin komi síðar á árinu. IlíismæðraskólamiRi slitið í dag Húsmæðraskólg Akureyrar verður slitið í dag. Hefst athöfnin í skólahúsinu kl. 2 e. h. r stækkunar Orðseodijig til foreldra Frá Fræðsludeild KEA: Aðstandendum 6 ára barna, sem verið hafa í barnaleikfimi á mánudögum ,er boðið að horfa á síðustu æfingu, sem fer fram í Lóni n. k. mánudag kl. 2 e. h. (uppi.) Aðstandendur 5-óra flokksins, þeirra sem verið hafa í leikfimi á þriðjudögum er boðið að koma og horfa á n. k. föstuaag ki. 2 e. h., og 4 ára barna (fimmtudags- flokkur) kl. 3 e. h. sama dag. Fræðsludeild KEA. „Pó!stjarnan“ með full- fermi til Bretlands í gær fór m.s. Pólstjarnan héð- an með 266 tonn af bátafíski áleiðis til Bretlands. Afli togbát- anna var sæmilegur nú um helg- ina. Hafiiariiefnd leitar imiflutnisigsleyfa fyrir brezkum imirásarprömmum til |>ess að nota við stækkun bryggjunnar GagnfræðaskólaMim verðtir slitio á mánu- daginn kemur Gagnfræðaskóla Akureyrar verður slitið á mánudaginn kem- ur kl. 8 e. h., sbr. auglýsingu í blaðinu í dag. Hafnarnefnd bæjarins flaug íil Reykjavíkui' í gær í erinduin bafnarinnar. Mun hún ræða við gjaldeyrisyfirvöldin og vitamála- skrifstofuna um fyrirhugaða stækkun Torfunefsbryggjunnar hér, en nokkur skriður virðist nú loksins vera kominn á bryggju- málið. Á aukabæjarstjórnarfundi sl. föstudag var til umræðu fundar- gerð hafnamefndar frá 19. þ. m. Hafði vitamálastjóri mætt á fundi þessum og lagt fram 5 mismun- andi yfirlitsteikningar og áætlan- ir um endurbyggingu og stækkun Torfunefsbryggjunnar. Hafnar- npfnd lagði til við bæjarstjórnina að tvær þessara teikninga yrðu einkum lagðar til grundvallar og féllst bæjarstjórnin á það álit. — Hin fyrri er sú, að .tvö steinker verði sett utan á núverandi brygg'ju og nái annað jafnlangt til norðurs og raninn er. Yrði breidd bryggjimnar með þessum hætti 25 metrar en lengdin 124 metrar. Akureyrar Rúmlega 1600 manns skoðuðu sýninguna síðastliðinn sunnudag S. 1. laugavdag bauð forstöðu- kona Húsmæðraskóla Akureyrar, frú Helga Kristjánsdóttir, tíð- indamönnum blaða og útvarps á- samt skólaneínd skólans að skoða handavinnusýningu náms- meyja, sem komið hafði verið fyr- ir til sýningar í skólanum. Að ýmsu leyti var sýning þessi ein hin fegursta og myndarleg- asta, sem skólinn hefir nokkru sinni sýnt, sérstaklega þótti vefn- aðurinn hafa tekizt frábærlega vel í ár. Lita samsetning var þar víðast hvar mjög góð, og hinir fögru ojf mildu íslenzku jurta- litir nutu sín afar vel. Nær ein- göngu var ofio úr íslenzku bandi. Þá var hvítsaumur aðallega á dúkum mjög fagur og ýmsir munir þar svo meistaralega gerð- ir að hrein unun var á að horfá. Mikill fjöldi kjóla, misjafnlega fagrir að sniði til, eins og gefur að skilja í sundurleitum hópi námsmeyja, hvað smekk snertir, voru til sýnis, einnig fjöldi ann- arra fata svo sem nævfata, nátt- kjóla, ■ náttjakka, ýmis konar barnafata o. fl. Allt virtist vel unnið, maigt mjög smekklegt og hentugt, og hefi ég þar sérstak- lega í huga útifatnað barna (sam- festing úr ísl. efni.) Alls voru ofnir 515 munir, út- saumsmunir voru 270 og 800 flík- ur saumaðar. S. 1. vetur sóttu 48 stúlkur skólann. Næsti vetur er þegar fulskipaður og á milli 20 og 30 á biðlista. Vefnaðarkennsluna annaðist ungfrú Ólafía Þorvaldsdóttir, kennslu í útsaum ungfrú Kristín Sigurðardóttir, kennslu í fata- saum ungfrú Kristbjörg Krist- jánsdóttir. Matreiðslukennsluna önnuðust forstöðukonan og ung- frú Gerður Kristinsdóttir. Aðrir kennarar er: Ungfrú Laufey Benediktsdóttir, frú Þorbjörg Einarsson, ungfrú Þóvhalla Þor- steinsdóttir, Áskell Snorrason og Egill Þórláksson. S. 1. sunnudag var handavinnu- sýningin síðan opin fyrir alménn- ing og skoðuðu hana rúmlega 1600 manns. Innri kantur bryggjunnar yrði þá óhreyfður. æjarstjórnin hallaðist einkum að því, að heppilegast væri að leysa málið á þennan hátt. Er hvort tveggja, að þessi aðferð mundi taka skemmri tíma og kerin rnjög endingargóð. Hin tillagan er þess efnis, að breikka bryggjuna svo að hún verði 22 metrar og sett járnþil á ytri og innri kant. Steinker frá Bretlandi. Mögulegt mun vera að fá brezk innrásarsteinker hingað, ef gjald- eyrisleyfi fást til kaupanna. Mun hafnarnefndin einkum ræða bað mál við gjaldeyrisyfirvöldin. Lik- legt er að slík ker kosti um 500 þús. kr. hvert. Héraðshátíð F ramsóknarmanna að Hrafnagili 20. júní Ákveðið hefir verið að hér- aðshátíð Framsóknarmanna á Akureyri og í Eyjafirði verði haldin að Hrafnagili sunnudaginn 20. júní næstk. Eigi hefir enn verið gengið til fulls frá dagskrá hátíðarinnar, en fullvíst má telja að hún vei'ði fjölbreytt. Verður hún auglýst síðar. Þennan dag má búast við að gestkvæmt verði að Hrafnagili. Auk Eyfirðinga og Akureyringa, mun mega gera ráð fyrir að margir gestir sæki hátíð- ina. Þing ungra Framsóknar- manna verður háð hér um þetta leyti og á mánudaginn hefst hér aðalfundur SÍS. Þess er vænzt að Framsóknar- menn hér í bænum og í Eyjafirði fjölmenni að Hrafnagili þennan dag og gæti þess að ráðstafa ekki þessum degi — sunnudeginum 20. júní — til annars. Daglegar íerðir milli Reykjavíkiir og Akur- eyrar um mánaðamót Um mánaðamótin hefjast dag- legar bílferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar á vegum póst- stjórnarinnar. í þessum mánuði hafa verið farnar þrjár ferðir í viku.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.