Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 26. maí 1948 D AG UR SUNNAN FRA SUNDUM ★ ★ V/W^v/'/'A^/'/Wv/VWWv.WV^ Sveinn Suðræni skrifar úr Rvík, IÞROIIIR OG UTILIF Daglangt sólskin í Reykjavík og nágrenni, — en kalt þar þeg- ar sólar ekki nýtur. En hvað um um það. Það er sólskin í mið- hænum, og það þýðir þar vor og sumar. Þar hefur gróður í hög- um ekkert að segja. Kemur ekki málinu við, hvort honum fer fram eða ekki þrátt fyrir daglangt sól- skin. Það er sólskin; — og ungu stúlkurnar klæðast samkvæmt nýjustu sumartízku erlendis, þrátt fyrir gjaldeyrishöft og skömmtun á öllum hugsanlegum sviðum .Engin taki samt orð mín svo, að eg sé að væna þær um „svindl“ eðá brot á neinni af hin- um fjölmörgu, en bráðnauðsyn- legu reglugerðum. Orð mín ber að skoða sem viðurkenningu á hugkvæmni þeirra. Þrautseigju og fórnfýsi, Sumarskórnir þeirra margra hafa frá hétjusögu að segja; sögunni um það, er þær drifu sig á fætur fyrir allar ald- ir einn morguninn í vor, stóðu klukkustundum saman í biðröð í kalsaveðri, svangar og syfjaðar og háðu, þegar þær að lokum komust inn" i skóverzlunina, harðá og -markvísa baráttu við kynsystuí síiiar" um hið þráða hnoss-tízkúnhar.' Blíkir skór eru, sögu sinnar vegna, ekki aðeins verksmiðjuframleiddur fegurðar- auki, heldur og aðalsmerki kven- rænnar , fórtifýsi.. og hugsjóna- tryggðar. Og þegar þess er gætt, að kápan„ eða kápuefnið, sokk- arnir, hanzkarnir, slæðan og tazkan, eru sigurmerki úr hlið- stæðum orrustum, verður maður að viðurkenna að stúlkurnar eiga fyllstu virðingu skilið fyrir af- rek Sín. Síðan 'sól tók að skína daglangt, uir og grúir Austur- 'strætíð“af ’ áka'ndi og gangandi hetjusögum:- — ■— — Frændur okkar, danskir og norskir, ætla ekki að gera enda- slep.pt við okkur, hvað heimsókn- ir snertir. Hér er nú statt danskt handknattleikslið, svo sem flest- um mun kunnugt. íslenzku hand- knattleiksmennirnir hafa ekki roð við þeim. Það er skammt síð- an að tekið var að iðka hand- knattleik hér sem íþrótt. Og keppnin við Danina sýnir líka, að við eigum margt ólært á því sviði. Norski leikflokkurinn frá Þjóðleikhúsinu í Osló sýnir „Ros- merholm“ fyrir fullu húsi í Iðnó við mikið hrós og verðskuldað. Og þótt við stöndum eflaust framar í leiklist en handknatt- leik, virðist heimsókn hinna norsku snillinga geta orðið okkur lærdómsrík. Og nú er Arnulf Overland kominn---------- En hingað er líka kominn ann- ar erlendur fyrirlesari, sem ekki er ýkjamargt ritað um í dag- blöðin, en heldur sarnt sem áð- ur fyrirlestra við húsfylli, og nægja þó aðeins stærstu sam- komuhús borgarinnar. Þessi maður er Adam Rutherford hinn brezki, sem les óorðna hluti úr göngum. og grafhýsum pýra- midanna í Egiptó, og þykir ýms- um, sem margt af spám hans fári sanni nær. Einhver tvískinnung- ur virðist samt í mönnum, gagn- vart honum og kenningum hans; hvarvetna heyrast menn vitna í ræður hans og hafa hitt og þetta, sumt æði furðulegt eftir honum, en ekki þykjast samt þeir hinir sömu hafa á hann hlýtt. Og flest- ir henda hálft í hvoru gaman að peirri kenningu hans, að okkur íslendinga bíði mikið að veglegt hlutverk á alþjóðavettvangi, og að við eigum jafnvel eftir að ger- ast bjargvættir mannkynsins. Það þarf raunar hvorki minni- máttarkennd né hæverzku úr hófi fram til þess að vantreysta sjálf- um sér, er um slíka köllun er að ræða. En Overland hinn norski lítur á þetta með raunhæfari spá- mennsku heldur en Adam Engil- saxa. Överland kveðst öfunda okkur af fjarlægðinni: „ í hvert skipti, sem mér verður litið á landabréfið, kemur mér til hug- ar, að ef til vill eigið þið fyrir höndum að vai’ðveita norræna menningu, ef við hinir verðum afmáðir." — Já, það er hörmulegt, að gáfuðustu og reyndustu menn skuli mæla slík orð í fyllstu al- vöru .Og hörmulegt, að við skul- um ekki einu sinni mega treysta fjarlægðinni-. Sveinn suðræni. 6 íiiánna, í góðu lagi, til' sölu, riú þegar. AfgT. vísar á. ,«u •» SASAQilLiJ Píanókennsla Get tekið nokkra nemend- ur í suniar. ÞYRl EYDAL. Sínii 182. K. A. K. A. I ÆFINGATAFLA HandknaUleikur: Þriðjud. og föstud.: Kl. 8: Karlar, allir flokkar. Kl. 9: Konur, allir flokkar. Knatlspyrna: Mánud. og fimmtud.: Kl. 7.30: III. og IV. flokkur Kl. 8.30: II.,I.og meistarafl. Frjálsar iþróttir: Alla virka daga kl. 6: Hlaup. Mánud., miðvikud. og töstud. kl. 6: Köst og stökk. S.und verður auglýst síðar Verið með frá byrjunl STJÓRN-IN. Herbergi til leigu. Afgr. vísar á. Gullhringur (einbaugur) fundinn. A. v. á. íbúðarhæð, í nýju 'húsi, til leigu eða sölu, ef um semst. A. v. á. Fólksbíll, 5 manna, í góðu lagi, til sölu. Afgr. vísar á. Stúlka óskar eltir herbergi, sent lyrst. Vormótin halda áfram, þrátt fyrir kuldatíð og takmarkaða æf- ingarmöguleika. Knattspyrna I. fl. K. A. —- Þór 4 :1. — Leikur þessi fór fram 18. i. m. Fróðlegt hefði verið — og skemmtilegt í aðra röndina — að kvikmynda þenna leik fyrir seinni tíma, að sjá hvernig liðin eru skipuð í I. fl. í knattspyrnu á Akureyri vorið 1948. — Vegna rúmleysis í blaðinu o. fl. orsökum, verður ekki um þetta skrifað nú. Lið K. A. var skipað mörgum dugandi mönnum, en samæfingu mun vanta. Þórs-megin voru í upphafi aðeins 10 — og fengu á sig 2 mörk á 5 fyrstu mín. Illa er iað farið ef marka skyldi gengi íþróttarinnar hér af þessu liði, því að þar var svo háttað, að eldri knattspyrnumennirnir sem — því miður — eru að mestu hættir að æfa, dugðu bezt. Þeir yngri — já, sumir voru eins og nýkomnir úr salti og pressu — þriggja ára „kúr“ — en veittu þó reyndar áhorfendum oft konunglega skemmtun með tilburðum sínum. Undantekningar sáust þó, og flestum fór nokkuð fram í leikn- um — með æfingunni! — Urslitin voru eðlileg. Sveinn Kr. dæmdi. Þann 19. léku svo IV. flokks drengir aftur. K. A.-liðar virtust nú heldur vera að sækja sig, en þó lauk en nmeð jafntefli 2 : 2 mörkum. í fyrrakvöld var svo síðasta til- raun gerð að ná úrslitum í þess- um flokki. Þar lauk fyrri hálfleik; enn með jafntefli 0 : mörkum. Er, síðan virtust sumir ákveðnir að láta til skarar skríða. Framlina K. A. tók ágæta spretti — má nefna Jakob, Stefán og Sigga —• alla skemmtilega leikmenn. Þórs- megin var Páll góður í vörninni, en þeir minnstu skemmtilegastir í sókninni: Ingimar og Tryggvi. —■ K. A. vann — að lokum i þessum flokki — með 3 : 0 mörkum. — Halldór Helgason dæmdi tvo síð- ustu leiki. Afgr. vísar á. Við önnumst vöruflutningana i Bifreiðastöðin Stefnir s.f. | í Sími 218 — Akureyri. \ viifiimiiiimiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiHiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiimiiiiimnmiiiMf iiiiiiiiiiiiiii? MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIM.. Tilkynning I [ frá Fjárhagsráði: Að gefnu tilefni vill Fjárhagsráð vekja athygli á að I jj reglur þær, sem settar voru á síðastliðnu ári um bann l I við byggingu bílskúra og steingirðinga, eru enn í gildi, i Í og verða þeir, sem brotlegir gjörast, tafarlaust látnir f Í sæta ábyrgð. Í í Fjárhagsráð. \ H'llimmmmilimmHMMMMMMIMIIIIM IIIII MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIIII111111111111111111111111111111111^ 11111« 'MMMMMMI|MMMMMMM|MMMMMMMMIMMMI!MMMIMMMMMMMI|IMMMMM|MfMMI)MM|l|MMMMMM|MIM,l!MM!MMMM|M> I ÞÆR KONUR, | sem vilja livíla sig á vegum Mæðrastyrksnefnd- i Í ar Akureyrar í sumar, sæki um það sem fyrst. I i Upplýsingar á skrifstofu nefndarinnar, Brekku- i Í götu 1, opin frá kl. 5—7 á mánudögum og föstu- i i dögum. [ i Mæðrastyrksnefndin. i ÞAKKA HJARTANLEGA skeyti, gjafir og auð- sýnda vináttu á áttrœðisafmœli minu, 14. þ. m. GUÐM UND UR SIGFREÐSSON. IIIIIMIIIIIIIIIIIII MIMMIIIIIIII|!ini 1111111111 l||IIMI(ilHMI|IMIIIinMM*l M llllllllllllllll 11)111 MMMHMMMMMMMMHIIMMIM^ Gagnfræðaskóli Akureyrar | | Skólariuhi verður slitið mánudaginn 31. maí | I , næstkomandi, kl. 8- síðdegis. 1 Þorsteinn M. Jónsson, | I skólastjóri. | hMMMIIMMMMMMIMMMMIIIIIIIIIIIMMIMIMMIIIMMIIIMMMMIIMIMMIIIIMIMIMMMIIMIMMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIMMIIIIIMl" i i m i i i H i mi i i i i m i ii i i i i i i i i ii i i iii i i ii i i i ii i i i i i i i i i i i ii m i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i m i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i riM, Náttkjólar og Undirföt fjölbreyttu ú r v a 1 i Kaupfélag Eyfirðiiiga. Vefnaðarvörudeild. 7iiImiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmmiiiimimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimm« ‘IIIIIIIIIIIMIM.MIIIIIIIIIIMM.llllll.Illllllllllllll.MIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIM.Illlllllllllllllllllllllll!" Glerslípun tekur til starfa í dag í Geislagötu 12 (Byggingarvöru- verzlun Akureyrar h.l). Getum afgreitt: Glerliurðir i skáþa Gler á stofuborð, skrifborð o. fl. Bilrúður B aðli er b erg is hillur Hvítt Oþalgler yfir liandlaugar, eldhúsvaska o. fl. Akureyri, 26. maí 1948. GLERSLÍPUNIN h.í. IIKIIIHIIimillHllllimillllttimtHIHinHIIHIIIItMIIHHIIimiHlllllllllimillllllllllllllllllllHIIIIIIHIIIIIIIHIHIHH Auolvsið í „DEGI ¥ V iJiisiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiHUimiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiHHiiimiuisHiiiittHiniHHiiiiiitMiim^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.