Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 26.05.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. maí 1948 D A G U R irsoar um sKosamann í tilefni af grein Ólafs Jónssonar Eftir SNORRA SIGFÚSSON, námsstjóra Hinn 28. apríl og 5. maí sl. birtist löng grein hér í blaðinu eftir Olaf Jónsson. Nefnir hann greinina: Erum vér á villigötum í f ræðslumálum ? Ekki er það tilætlunin að svara þeirri spurningu hér, né heldur greininni, að nokkru ráði. Þó er hún sannarlega þess verð að um hana sé rækilega hugsað. Og þótt mér finnist höf. kveða sums stað- ar full fast að orði og ekki í öll- um greinum kenna skilnings á aðstseðum eins og þær ei'u nú, þá er eg honum sammála um megin- kjarnann og kann þeim ágæta manni þökk fýrir greinina. Uppeldisvandamál þéttbýlis. Ekki þarf að efast um það, að um allar jarðir er deilt um menn og mannaverk og ekki sízt um allt það, sem hið opinbera hefir með höndum. Eru fræðslumálin þar ofarlega á baugi, því að ríkin hafa meir og meir tekið þau á sínar hendur, þótt skólaskyldan sé ekki ýkja gömul, og hjá okkur ekki nema 40 ára, eins og kunn- ugt er. En nágrannar okkar, sem meiri hafa reynzluna og lengi eru búnir að búa við það ástand, sem nú er að skapast hér, þ. e. þéttbýlið, hafa stöðugt verið að lengja hjá sér fræðsluskylduna. Margt nytsamt höfum við af þeim lært, bæði í búnaði og margri menningargrein annarri, og lík- lega er mannldndin þar og hér varla ólíkari.en jarðyegurinn. En með því segi eg ekki að við eig- um að herma allt eftir þeim í okkar málum.. Þvert á móti eig- um við að taka öllu innfluttu með skynsamlegri gagnrýni, og nota það því aðeins að það sam- hæfist okkar staðháttum. En reynsla nágrannans getur oft orð- ið mikils virði ,og því er aldrei nema gott að kynnast henni og læra af henni. Því fer fjarri að eg sé hér að gerast sérstakur tals- maður mjög langrar skólaskyldu. Eg veit vel að hún er varhuga- verð, en annað skárra hafa þeir þó ekki haft til taks hjá sér. Og því miður er eg hræddur um að svo muni einnig reynast hér. Þéttbýlið t. d. felur í sér þá örð- ugleika í uppeldislegum efnum, sem sennilega verður ei'fitt að yfirstíga á annan hátt. Þess vegna er allur samanburður við fyri'i tíma og aðrar aðstæður meira en hæpinn. Enn er skólaskyldan í sveitunum ekki lengri en 3—4 mánuðir á ári, og heimild hverj- um að hafa barn sitt beima til 10 ára aldurs ,ef hann kennir því að lesa. Að vísu ætlast nýju lögin til, að þessi 4 ára skólaskylda í sveit- unum sé lengd um eitt ár, til 15 ára aldurs, en þó er sú skylda í heimildarformi, þannig, að sveit- irnar geta ráðið því sjálfar. En svo kemur hitt aðalatriðið í grein Olafs Jónssonar, sem eg er honum alveg sammála um, að það þarf að stórauka alla verklega þjálfun bæði barna og unglinga í skólunum, og jafnframt rýra að verulegum mun bóklega námið hjá öllum fjöldanum. Og þetta er hið mikla verkefni, sem framund- an er, og þar gætum við lært margt af nágrönnum okkar, þótt þeir séu ekki allir heldur ánægðir með ástandið hjá sér, og hafi þar komið auga á margt ljónið á þeim vegi, sem líklega myndi einnig mæta okkur hér, t. d. það, hve foreldrum er gjarnt á að þrýsta börnum sínum til bóklegs náms, þótt það, að dómi kennaranna, liggi ekki fyrir þeim. Við slíkt er mjög eríitt að ráða. Aukin áhcrzla á undirstöðu- fræðsluna. Nú vill svo vel til, að eg skrif- aði á sl. vetri greinarstúf í Heim- ili og skóla um próf og langt nám, og læt þar skína í mína skoðun á því. Og nú í vor, skömmu áður en grein O. J. birtist, flutti eg ei'indi í hópi nokkurra foreldra, er eg nefndi Barnið og skólinn. Og eg held að bezt sé að eg tilfæri hér smákafla úr því erindi, sem skýra að nokkru frá mínu sjónarmiði sitt hvað það, sem O. J. nefnir: .... Það er fyrst 1907, eða fyrir aðeins 40 árum, að skólaskylda er héi' lögfest, og hinn almenni skóli hefst, þar sem öll börn eiga að njóta almennrar fræðslu. Þótt það sé ekki tilgangur þessa er- indis að fara að ræða þessi lög, er þó nauðsynlegt að minnast þess, að þá var svo að segja engin framhaldsfræðsla möguleg fyrir allan almenning. Þess vegna urðu sjónarmið þessarar fyrstu lög- gjafar þau, að barnið þyi'fti við 14 ára aldur að hafa fengið all- trausta fræðslu í almennum námsgreinum, undirstöðu al- mennrar þekkingar, eins og það var þá kallað. Það var frá upp- hafi þekkingarhliðin, fræðslan, sem barnaskólinn í bæ og byggð lagði aðaláherzluna á. Og svo hef- ir verið fram á þennan dag. En nú er þetta sjónarmið að breytast, eða á að minnsta kosti að gera það. Því að nú er flestum þeim, sem vilja læra og geta það, tryggður möguleiki á einhverri framhaldsfræðslu. Nú má enginn skilja orð mín svo, að eg telji hina almennu fræðslu í barna- skólunum óþarfa. Slíkt er fjarri mér. En hitt tel eg, að á þessa fræðslu sé nú lögð of mikil áherzla í barnaskólunum, en of lítil áherzla á undirstöðuatriði alls náms: móðurmáls- og reikn- ingskennsluna ,og svo hina upp- eldislegu hlið, og á eg þá m. a. við mikið og fjölþætt starf huga og handar, andlega og siðlega ræktun og líkamlega þjálfun. Á þetta í raun og veru við um alla skóla, en þó fyrst og fremst þá, sem standa hálft árið eða meir, og þá helzt í hinum stærstu bæj- um og þorpum. .... Nú heyrast stundum þær raddir, að skólinn sé skylda, sem bezt væri að vera laus við að nokkru eða öllu leyti. Börnunum leiðist þar, þau læra lítið o. s. frv. En þótt slíkar raddir séu til, þá hygg eg þó, að þegar á ætti að herða og gera út um það, hvort barn ætti að njóta skólavistar eða ekki, myndu það næsta fáir for- eldrar, ef að þeir yrðu þá nokkrir, sem ekki teldu skólann nauð- synlegan. Hitt er svo annað mál, að þeir gætu orðið töluvert marg- ir, sem óskuðu einhverra breyt- inga á skólanum og fyrirkomulagi hans, frá því sem nú er. Og eg hygg að allmargii' kennarar slæddust í þann hóp. .... Fyrir mörgum árum skrif- aði Steingrímur Matthíasson læknir grein um barnaskóla og barnanám. Kvai'taði hann um það hve áhugalaus börnin væru við námið, en brynnu aftur á móti í skinninu af bíólöngun Þangað færu þau af áhuga. Niðurstaða læknisins varð sú, að skólinn þyrfti helzt að vera eins skemmti- legur og bíóið. Þá myndu börnin flykkjast þangað af áhuga og gleði. Þetta er gömul saga, sem er þó launar alltaf ný. Mannkind- inni, hvort sem hún er stór eða smá, hefir jafnan þótt öllu ljúfara að fá eitthvað fyrirhafnarlítið eða fyrirhafnarlaust, heldur en með súrum sveita. Og það er óneitan- lega fyrirhafnarminna fyrir barn- ið að fara í bíó og sjá brugðið þar upp óteljandi myndum, sem þó ekki þarf að horfa á eða taka eftir frekar en maður vill, því að enginn fer að rekast í því, heldur en að búa sig undir skólann, fara þangað, verða að hlýta þar föst- um reglum og vera kallaður til ábyrgðar með alla frammistöð- una. Það segir sig sjálft hvert hlutverkið muni verða ljúfara öllum fjöldanum. Og þótt skólinn sé að vísu misskemmtilegur, en eigi að vera skemmtilegur á sinn hátt, þá getur hann þó ekki orðið eintómur leikur. Hann er og verður að því leyti spegilmynd af lífinu sjálfu. Það er ekki alveg út í bláinn sagt, að enginn verði óbarinn biskup. Menn hafa snemma fundið það, að fátt af því, sem er einhvers virði, fæst án fyrirhafnar. Hitt er langoftast lít- ilsvirði, sem litla áreynzlu þarf til að ná í. Og skyldi þetta ekki vera eitthmvað svipað með barnaskólann og bíóið, eða ann- að því líkt. Og þótt börnin flykk- ist þangað fegin og glöð, full af áhuga ,þá munu þau undra lítið bera þar frá borði, svo að ekki sé meira sagt. Ólíkir einstaklingar. Nú sé það fjarri mér að halda því fram ,að skólinn og námið þar geti ekki og ætti að vera skemmtilegri en hann stundum ei'. Eg held einmitt að hann eigi að ástunda það atriði af hinni mestu kostgæfni, án þess þó að missa nokkurn tíma sjónar á hinu mikilsverða markmiði sínu og höfuðhlutverki, að hjálpa barninu til að neyta orku sinnar við að þroska sig, sníða af sér vankanta og magna það að and- legu og siðferðilegu þreki. En þetta gengur vitanlega ekki alltaf eins og í sögu, og er ekki alltaf skemmtilegur leikur. Skólinn á líka við þann yfirstíganlega örð- ugleika að etja, að allir hans ein- staklingar eru svo ólíkir að greind og gjörvileik og hafa svo ólík áhugaefni. Það, sem einum þykir gaman að finnst öðrum fátt um, eða þykir blátt áfram leiðin- legt. Hann þarf því að vera sí- hugsandi og vakandi um það, að alltaf sé við og við fengist við eitthvað, sem allir gætu haft ein- hverja ánægju af, og sé þó ekki alveg tilgangslaust.. ..“ Þá ræði eg nokkuð um „lötu“ börnin, svo- nefndu og bendi á orsakir, sem stafað geta af vanheilsu, o. þ. u. 1., og segi síðan: „.. .. Og svo ber að sjálfsögðu ekki að gleyma þeirri staðreynd, að mörg börn eru algerlega frábitin öllu bók- námi, þótt hin almenna skóla- skylda þvingi þau í skóla. Og það verður að segjast ærlega og opin- skátt, að það má vera góður skóli og hollur bragur og frjálsmann- legur, ef slílt börn hafa ekki tjón af langri skólagöngu. Og það er sjálfsagt vafamál, að sá bóklegi skóli sé til. Þetta er í raun og veru öllum ljóst, sem hugsa þessi mál í alvöru, og þess vegna ligg- ur nú fyrir hið mikla viðfangsefni efni fræðslumálanna, áð auka að miklum mun hið hreina og beina líkamlega starf f skólunum, sem fyrst og frem'st yfði þá ætlað þessum hóp, en aðrir þarfnast lík'a. Það er líka álitamál hvort ekki á að stytta skyldunám þeirra, nema það yrði þá bein verkleg þjálfun. En þá kemur til kasta foreldranna, að þeir skilji þetta, að þeir þrýsti ekki ungl- ingunum um of inn í bóknámið, gegn vilja þeirrá, eðlishneigð og getu. (Úrræði nýju fræðslulag- anna í þessu efni eru þau, að skifta skuli börnum við 12 ára aldur í bóknáms- og verknáms- deildir eftir því að hverju þau hneigjast frekar). Þá vil eg drepa á eitt atriði enn, þegar rætt er um námsþreytu og námsleiða nú, og í því sambandi borið saman við fyrri tíma. Nám okkar barnanna um sl. aldamót og fyrr, svo óverulegt sem það var og ófullkomið, var bein hvíld frá öðrum störfum. Þá gekk varla nokkurt barn eða nokkur ungl- ingur iðjulaus. Slíkt kom ekki til mála. Það var ólíkt notalegra og fínna að sitja við bóknám en að aka mykju á völl eða moka hest- hús, og var ekki undarlegt þótt marga fýsti fremur í bækurnar, einkum þó vitanlega þá, sem bók- hneigðir voru. En jafnvel hina líka. Það var val á milli þess, að fá að vera inni við nám meðal máske eftirsóttra félaga, eða standa í ströngu erfiði á öðrum vettvangi. Eg gæti trúað því, að sumt af áhuganum, sem við eldri mennirnir dáumst stundum að, þegar miklað er fyrir sér ógeð sumra barna nútímans á námi og bókum, ættu máske einhverjar rætur í þessum aðstæðum. Nám eða iðjuleysi. En þegar litið er til þessara mála nú, er hér gjörbreyting á orðin, og sízt til batnaðar. Börnin okkar nú, í bæjum og þorpum a. m. k., eiga flest ekki val á milli námsins og annars starfs, heldur milli námsins og iðjuleysis og slæpingsháttar. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að skilja þann mannlega veikleika, að all- mörg þeirra kjósi fremur hið síð- ara, og finnist það miklu þægi- legra og skemmtilegra. Það er eitt af hinum allra stærstu viðfangs- efnum okkar samtíðar, að kalla börn og unglinga í þéttbýlinu til meira starfs og ábyrgðar en nú er gert, og freista þess, að þoka uppeldi æskunnar að þessu leyti nær hinum eldri háttum, er bæði reynzla kynslóðanna og vísindi nútímans eru á einu máli um, að séu þegar vaxandi ungviði nauð- synlegur þroskagjafi. . . .“ Flutningarnir frá grasi á grjót. Eg læt nú þessa tilvitnun nægja í erindið. Hún á a. m. k. að nægja til þess að sýna, að við Ólafur Jónsson erum um margt sam- mála í þessum efnum. Og óbeint svar er þar við sumu. En það er annað að æskja hins og þessa og að framkvæma það. Okkar mikla vandamál er það, að meiri hluti þjóðarinnar er fluttur frá sveitarstörfum, frá hinu gróandi lífi, á mölina við sjóinn. Þar með er þeim grundvelli raskað, er uppeldi þjóðarinnar hefir hvílt á um aldir. Eg hefi því miður ekki trú á því, að foreldrar í þéttbýl- inu sendi börn sín almennt út í sveitirnar til langdvalar, þótt þær gætu við þeim tekið. Við þekkj- um nokkuð til þess, sem árlega höfum verið að útvega sveitunum börn og unglinga yfir sumarið, hvað þá ef lengur væri. Eg held að yfir slíkt megi strika, nema þá að þegnskylda kallaði flokka þangað til starfs við og við. Eg er líka hræddur um að erfitt reynd- ist að láta börnin starfa úti við á vetrum í hvíldum frá námi. Sú vinna yrði að mestu að fara fram inni, og er þá komið að handiðju skólanna. Hún þarf aftur á móti að aukast stórum og verða gagn- leg (praktisk). Og svo ætti að sjálfsögðu að auka skipulega úti- vist, skíðagöngur o. þ. u. 1. þeg- ar það er hægt. Aftur á móti er vel hægt að láta eldri börnin vinna nokkuð úti vor og haust, og gætu þau þar unnið margt sér og öðrum til gagns. (Framhald). Tilboð óskasf 1 Jeþpa-bifreið með nýlegum mótor, og yfirbyggðri. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er, eða lrafna öllum. Tilboðum sé skilað til und- irritaðs fyrir 5. júní n. k. Hleiðargarði, 24. maí 1948. Sveinbjörn K. Halldórsson. Unglingsstúlka óskar eftir léttri vist, lielzt hjá barnlausum hjónum. A. v. á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.