Dagur - 09.06.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 09.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 9. júní 1948 ÐAGUR a FRA BOKÁMÁRKAÐINUM BRÉF: Spjðll um þjóðfélagsmál Bókaútgáfan Norðri hefir að undanförnu verið allmikilvirk, eins og raunar löngu áður Síðari hluta vetrar og það sem af er vor- inu hefir hún sent ýmsar merkar bækur á markaðinn, og skal nokkurra þeirra getið hér með fáeinum orðum. Skal þá fyrst nefna bók Ólafs prófessors Jó- hannessonar: Sameinuðu þjóð- irnar. Það er vissulega þarft verk að fræða okkur íslendinga á hlut- lægan og skrumlausan hátt, eins og hér er gert, um þá merku stofnun, þar sem efnt er til víð- tækari og örlagaríkari samvinnu þjóða á milli en nokkur dæmi eru til áður í sögu heimsins. Við- fangsefni þessara alheimssamtaka eru í rauninni einnig orðin við- fangsefni okkar íslendinga, síðan við gerðumst aðiljar þessa al- heimsbandalags haustið 1946. — Með inngöngu sinni í bandalagið hefir ísland bæði öðlast réttindi og tekið á sig skyldur. Þessi rétt- indi og þessar skyldur verða landsmenn að þekkja, því að eng- in þjóð getur af heilum hug og að fullu gagni tekið þátt í starfsemi Sameinuðu þjóðanna, nema hún þekki skipulag samtakanna og skilji hlutverk þeirra. Engum dettur vitanlega í hug, að hlutur íslands í þessu alþjóðasamstarfi verði sérlega mikill, og vissulega byggist. gengi Sameinuðu þjóð- anna fyrst og fremst á því, hversu til tekst um heilt og traust samstarf stórveldanna. En smá- þjóðirnar geta þar einnig nokkru áorkað, ekk isízt ef þær standa saman, JafnveJ. þluttaka minnstu þjóðarinnar þarf engan veginn að vera þýðingai'laus. með öllu. At- kvæði hennar.getur.ráðið úrslit- um í þýðipgarmiklum málum. Höfundur bókar þessarar hefir því á réttu að standa, er hann kemst svo að orði í formálsorð- um sínum:-------„Hét ber því allt að sama brunni, að þjóðinni ber beinlínis skylda til að kynna sér sem bezt allt, er lýtur að Samein- uðu þjóðunum og starfsemi þeirra. Tómlæti manna í þeim efnum er hættuleg uppgjöf. Þeir menn, sem gera vilja sem minnst úr stofmm og starfsemi Samein- uðu þjóðanna, vinna hinu mikil- væga málefni hið mesta ógagn.“ Eins og áður er sagt, er hér um hlutlægt og skrumlaust fræðslu- rit að ræða, skýrt og alþýðlegt að formi og framsetningu allri. Þess er enginn kostur í stuttri ritfregn að rekja efni bókarinnar að nokkru ráði, en dágóða hugmynd um innihald hennar geta menn fengið af nöfnum meginkaflanna, en þau eru þessi: Inngangsorð. Stofnun Sameinuðu þjóðanna. Markmið og grundvallarreglur. félagar bandalagsins. Réttindi og skyldur félaga í bandalagi Sameinuðu þjóðanna. Heimili og aðalstöðvar. Skipulag og aðal- stofnanir S. Þ. Allsherjarþingið. Öryggisráðið og varðveizla frið- arins. Fjárhags- og Félagsmála- ráðið og alþjóðasamvinna í fjár- hags- og félagsmálum. Gæzlu- vernd og gæzluverndarráð. Al- þjóðadómstóllinn. Skrifstofan. Yfirlit um starfsemi S. Þ. Hlut- fallsleg skipting fjárframlaga bandalags-ríkjanna til S. Þ. 1946 og 1947. Stofnskrá S. Þ. Margar vonir eru tengdar við starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður hefir verið stofnað til jafn víðtækrar samvinnu þjóða á milli. Ýmsir efast að vísu um, að Sameinuðu þjóðirnar verði þess megnugar að tryggja friðsamlega sambúð þjóða — að þeim takist að vinna friðinn, eins og það hefir verið orðað. En þessi alheimssam- tök eru þó, það haldreipi, sem menn verða að halda dauðahaldi í. Bregðist það, er mannkyninu og menningunni voði vís. Eitt nauðsynlegasta tilyrði þess, að S. Þ. takist að leysa hin mikilvægu verkefni sín í þágu friðarins af hendi, er stuðningur, samúð og skilningur borgaranna. En skil- yrði slíkrar samúðar og skilnings er aftur þekking á byggingu bandalagsins, markmiðum þess og starfsaðferðum. Einstakling- arnir verða að kynna sér þessi atriði. Fróðleiksfúsir og hugsandi íslendingar munu því vafalaust fagna því, að eiga nú völ á hlut- lausri of skýrri fræðslu um þetta efni í hinni ágætu bók pi'ófessors Olafs Jóhannessonar um Samein- uðu þjóðirnar. -—o— Sænska skáldkonan Margit Söderholm er áður kunn hér á landi af hinni vinsælu skáldsögu sinni Glitra daggir, grær fold, sem Norðri gaf út fyrir nokkrum árum, og átti þá miklu sölugengi og hylli skáldsagnalesenda að fagna. Nú gefur sama forlag út aðra mikla skáldsögu eftir þenn- an höfund. Nefnist sagan Katrín Karlotta, og hefir Kristmundur Bjarnason þýtt hana á lipra og vandaða íslenzku. Saga þessi er byggð að nokkru á sannsöguleg- um heimildum frá tímum aðals- veldisins í Svíþjóð, rómantísku og sögulegu tímabili skarpra and- stæðna: annars vegar fátæk og þrauntpínd stétt leiguliða ogsmá- bænda, hins vegar glæsilegir, rík- ir og voldugir aðalsmenn, sællífir, fjöllyndir og gleðigjarnir, er lifa dag hvern í dýrlegum fagnaði að kalla, að því, er öll ytri skilyrði snertir, en reynast þó, ef betur er að gáð, tíðum leiksopþur í hendi meinlegra örlaga, er blanda gleðiveigar þeirra beiskum dreggjum, sviknum ástum, saur- lifnaði, rógburði, hatri og glæp- um, blóð og tárum. Mér þótti á sínum tíma sagnir um hinai' glitr- andi daggir og gróandi fold góður skemmtilestur, enda er sú frásögn allvel gerð og vel rituð á margan hátt. En þó finnst mér sagan um Katrínu Karlottu stórum meira skáldverk og athyglisverðari fyr- ir margra hluta sakir. Og aðal- söguhetjan, greifafrúin unga og glæsilega, er að vísu týnir barns- legu sakleysi sínu í straumi létt- úðugrar aldar, en finnur aftur tign sína og virðingu í hlutverki atorkusamrar húsfreyju og góðr- ar móður, — mun reynast flestum lesendum minnisstæð og heill- apdi. Grænir hagar nefnist þriðja bókin,. sem birtist á íslenzku eftir skáldkonuna Mary O’Hara. Hinar tvær eru: Trygg ertu Toppa og Sörli sonur Toppu. Grænir hagar eru eins konar framhald hinna sagnanna, því að fjölskyldan á hjarðbýlinu Gæsatanga og annað heimilisfólk þar, ásamt Sörla, syni Toppu, kemur hér enn við sögu. Þessi nýja saga er prýdd öllum hinum mörgu kostum hinna fyrri bóka þessa höfundar, og ei' fagur óður um gildi kær- leikans og samúðarinnar á öllum sviðum lífsins, hvort heldur það birtist í einkalífi fjölskyldunnar, viðskiptum manna hver við ann- an., eða í skilningi á dýrum og trú á jörðina, moldina, sem elur menn og málleysingja. Friðgeir H. Berg rithöfundur hefir þýtt allar fyrrnefndar bækur á yfir- bragðsmikla og kjarngóða ís- lenzku. Þá hefir Norðri nýlega gefið út nýja bók um Beverly Gray, í þetta sinn á ferðalagi. Þessi bóka- flokkur mun kunnari en svo meðal unglinga, að nokkur þörf sé á að kynna hann nánar, eða mæla með honum frekar en bæk- uínar hafa sjálfar gert á liðnum árum. J. Fr. ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF Afmælismót Þórs, hið 4. í röð- inni, hófst sl. sunnudagskvöld með Oddeyrarboðhlaupinu. Tvær sveitir, K. A. og Þór, kepptu. Eru 20 menn í hvorri sveit, en vega- lengdin öll 3700 m., sem skiptist í 100—400 m. spretti. Þór vann hlaupið nú í þriðja sinn í röð — (K. A. sigraði á fyrsta móti) — og hlaut nú til eignar „Pepsicola- bikarinn“, sem „Ö1 og gos“ gaf til að keppa um í þessu hlaupi. Fyrsta sprettinn, 200 m., hlupu þeir Baldur Jónsson (Þór) og Reynir Vilhjálmsson (K. A.). — Tók Baldur þegar forustuna og hélt henni, 2—4 m., á undan, til enda. Annan lengsta sprettinn, 400 m., hlupu þeir Eiríkur Jóns- son (Þór) og Valdimar Jóhannss. (K. A.). Við lok hans voru liðin nærri jöfn. Dró svo enn sundur. — Bæði liðin þurfa að æfa skiptin miklu betur, til þess að vel sé. í þetta skipti náðist þó mun betri tími en nokkru sinni áður — munai' 14 sek. Sveit Þórs hljóp á 8.28.8 mín., en sveit K. A. var 8.34.5. BADMINTONMÓT AKUREYRAR Keppni í badminton er nýlega lokið liér, og fór hún frarn í Iþrótta- liúsi Akureyrar á vegum íþrótta- bandalags Akureyrar. Keppt var í tveim flokkum. í fyrsta flokki urðu úrslit þau, að Benedikt Hermanns- son varð nr. eitt ,annár varð Sig- tryggur Júlíusson og þriðji Harald- ur Sigurgeirsson. Alls kepptu 12 menn í fyrsta flokki og gengu fjórir þeirra upp í meistarafl. til keppni. í meistaraflokki eiga jafnan að keppa 8 menn og þrír þeir neðstu að ganga niður í fyrsta flokk, svo að 5 menn eiga sæti í meistara- flokki. Að þessu sinni kepptu þó ekki nema 6 menn í meistaraflokki, tveir vortt forfallaðir. Úrslit urðu þau, að Jóhann Egilsson varð -efst- ur með 4 vinninga, Haraldur Sig- urgeirsson varð annar einnig með 4 vinninga, en tapaði úrslitaleik við Jóhann og þriðji varð Benedikt Hermannsson. Hinir tvcir, sem nú sitja" í meistaraflokki cru Sigtrygg- ur Júlíusson og Marteinn Friðriks- (Hér birtist niðurlag bréfs Kr. S. Sigurðssonar, um fólksflutn- ingana frá grasi á grjót). EG VEIT að það mun vera fjöldi af ungu, einhleypu fólki í Reykjavík og öðrum stærri bæj- um, sem gæti horfið aftur heim til foreldra og venzlamanna, og hjálpað þeim við framleiðslu-, störfin, þar til það festir ráð sitt, og getur reist bú. Það er alrangur hugsunarháttur að einblína að- eins á það, hvað sé hægt að fá margar krónur á hvern klukku- tíma, og hvað sé hægt að komast af með stuttan vinnudag. Það mun fara svo fyrir æði mörgum unglingum, sem vinna fyrir háu kaupi í höfuðstaðnum, að þeir safna ekki auði. Þeir verða að greiða mikið fyrir fæði og hús- næði, og þessi langi hvíldartími í hverjum sólarhring, gerir alla menn eirðarlausa ,og það leiðir til þess að þeír lerida út í alls konar svall og óreglu, og þar hverfur þetta háa kaup, svo að ekkert verður eftir. En sonur, eða dótt- ir, sem vinna heima með foreldr- um sínum ,eru að skapa sér fast verðmæti, sem kemur sér vel seinna, þegar þau sjálf fara að búa. ★ ÞVÍ MIÐIÍR mun það vera raunverulegur sannleikur, að bændur hafa ekki það upp úr vinnu sinni, serri verkamenn í bæjunum hafa, ef þeir hafa stöð- uga vinnu. En það ber að líta á hitt, að meginið af tekjum, vei'ka- mannanna fer í eyðslu, sérstak- lega unga fólksins. En fjölskyldu- feður verða að spara hvern eyri til þess að allt geti flotið. Og þó að kaupið sé hátt, má ekki dagur falla úr, svo að ekki verði þrot. Og allir vita hversu geisilegur munur er á að ala upp börn í sveit eða kaupstað. Hverjir ein- ustu foreldrar, sern í Reykjavík búa, hljóta að lifa við sífelldar áhyggjur út af börnunum. Enginn veit, þegar bornin fara út á morgnana, nema þau verði undii' bíl, og verði borin heim limlest að kvöldi, eða að þau lendi í ein- hverjum þeim félagsskap, sem máske er verri en bráður dauði. Það verður að vinda bráðan bug að því að finna ráð til þess að það fólk, sem enn er í sveitunum, geti haldist þar við. Hér dugar ekkert hik. Heyrt hefi eg að enn á þessu vori muni margar jarðir leggjast í eyði, í viðbót við það, sem fyrir er. Það virðist svo, að Alþingi og ríkisstjórn vinni bein- línis að því að gera bændum ókleift að haldast við, við búskap. Það vita allir, að bændur hafa lagt í mikinn kostnað síðustu ár- in til að brjóta land, kaupa dýrar vinnuvélar, og hafa nú margir mjög stór, ræktuð tún. En nú geta þeir ekki haldið þessari ræktun við fyrir áburðarskorti, auk heldui' að þeir geti bætt við. Þeir fá'ekki nema; einn fjórða, eða son, fengu tvo vihninga hvor í keppninni. Keppt er um silfurbikar gcfinn af Sportvöruverzlun Brynjólls Sveins- sonar, er vinnst til eignar, ef hann hann er unninn þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Jóhann Égilssön vann gripinn eirinig síðastliðið ár. Þar að auki cr þrem efstu mönnum í hvorum llokki vcittir verðlauna- peningar. helming af þeim áburði, sem þeir þurfa til að halda í horfinu. Því er borið við, að það vanti gjald- eyri. En ætli gjaldeyrinum hefði ekki verið betur varið fyrir nokk- ur tonn af áburði í viðbót, sem farið hefir fyrir allan þann glys- varning, sem maður fær að horfa daglega á í sumum búðarglugg- um og margar aðrar ónauðsyn- legar vörur. Eg vil nú óska og vona að bændur, og annað fólk, sem enn hefir ekki yfirgefið landbúnað- inn, reyni nú að þrauka enn um stund, í þeirri von, að fram úr rætist. Eg hefi sterka trú á því, að það verði áður en langt um líður. Einnig vil eg koma hér fram með uppástungu, sem eg hefi lengi haft í huga. Það er hlutverk Búnaðarfélags íslands að vinna að því, að land- búnaðinum vegni vel, og styðja að því með ráð og dáð, að svo megi verða. Þess vegna er það hlutverk þess að safna skýrslum um það í hverjum einasta hreppi á landinu, hvað margar jarðir eru þar í eyði. í hvernig ástandi þær eru. Hvernig húsakynni eru, hvað mikið.ræktað land, og hvað mikið ræktanlegt Og ennfremur hvort eitthvað af þeim jörðum, eru vel fallnar til að skipta þeim í fleiri býli. Að því loknu leggi Búnaðarfélagið fyrir Alþingi frumvarp til laga um það, að hver sem vill taki eitthvað af þessum jörðum til ábúðar, fái styrk til þess að kaupa bústofn. Þess ut- an fái hann að sjálfsögðu venju- legan ræktunarstyrk fyrir allar endurbætur. Einnig verður að gera - Búnaðarbankann þess megnugan að veita þessum mönnum, og öðrum, sem þess þurfa, hagstæð lán til nauðsyn- legra framkvæmda. Nú verður auðvitað spurt, hvar á að taka fé til þess arna? Eg svara því á þann hátt: Það á að hætta að mestu leyti að veita fé til verkamannabústaða í Reykja- vík og í öðrum stærri kaupstöð- um landsins, og verja því fé, sem við það sparast til styrktar land- búnaðinum. Aftur á rnóti er sjálf- sagt að veita samvinnubygging- arfélögum hagstæð lán eins og verið hefir. Jarðir þæi', sem hér hefir verið talað um, skulu vera leigðar samkvæmt erfðafestulög- um, jafnt hvort þær eru í einka- eign eða þess opinbera. Þó skal ábúandi hafa rétt til að kaupa jörðina hvenær sem hann óskar þess. Þetta þolir enga bið. Búnaðar- félagið verður að hefjast handa nú þegar, um að safna þessum skýrslum, og leggja frumvarpið fyrir næsta þing, strax og það kemur saman í haust. Þjóðin hefir ekki efni á því að landbúnaðurinn dragist meira saman en orðið er. Það er nú einu sinni svo, að fátt er hægt að gera án þess að það njóti styrks frá því opinbera. Mér virðist því vera brýnni þörf á að styrkja landbún- aðinn meir en hefir verið, til þess að hann geti þrifist og aukizt. — Verði það að lögum, sem eg hefi nú stungið upp á, er ástæða til að vona, að flóttinn úr sveitunum stöðvist, og jafnvel að margir, sem farnir eru, komi aftur og taki til sinna fyrri/ starfa. En um leið mundi þörfin fyrir verkamanna- þústaði minnka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.