Dagur - 16.06.1948, Síða 1

Dagur - 16.06.1948, Síða 1
Forusíugrcinin: Skrif Alþýðumannsins um kaupfélögin sprottin af ill- vilja. Fimnita síðan: Athyglisvert erindi Þorst. M. Jónssonar á Rotary- þinginu í fyrri viku. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 16. júní 1948 24. tbl. „Fishing Hews" heidur áfram villandi frétfaflutningi af land- helgismálum Islendinga Telur heppilegt að beita refsiaðgerðum gegn fiskútflutningi landsmanna Brezka fiskveiðablaðið „Fishing Ne\vs“ heldur áfram að birta greinar, þar sem ráðist er að landhelgisgæzlu íslendinga og dómstól- um beirra. Fyrir tveimur vikum var skýrt frá bví hér í blaðinu, að rit þetta hefði þá fyrir skömmu birt mjög villandi upplýsingar um landhelgi íslendinga og talið scktir þær, er brezkir landhelgisbrjótar liljóta, ósanngjarnar úr hófi fram. læjarstjórn samþykkir að fram- selja Ötgerðarfélaginu bygginga- samning nýja togarans Bærinn mun leggja fram allt að 50% af Iilntafé félagsins Litlu síðar áréttaði blaðið þess- ar hugleiðingar með grein frá fréttamanni sínum í Hull. Er þar ráðist að íslendingum og Norð- mönnum á óviðurkvæmilegan hátt og talið heppilegt, að Bretar beiti refsiaðgerðum gegn þessum þjóðum vegna dóma í landhelgis- málum og setji skorður við fisk- útflutningi þeii'ra til Bretlands. Greinin frá Hull. Fréttamaður þessi hefur mál sitt með því að telja hina fyrri grein ritsins um landhelgismálin hina þörfustu hugvekju, sem ætti að hvetja brezk stjórnarvöld til athafna. Segir síðan, að harkaleg meðferð brezkra togara sé ekki eingöngu við íslands, heldur séu Norðmenn þar litlir eftirbátar. — Segir fréttamaður síðan sögu af togara nokkrum, sem þurft hafi í flýti að leita til hafnar í Noregi með slasaðan mann og því ekki gefist tími til að ganga frá veið- arfærum á löglegan hátt áður en komið var inn fyrir landhelgi. Togarinn hafi verið tekinn og sektaður þunglega fyrir ólöglegan útbúnað veiðarfæra í landhelgi. Rétt er áð benda á það hér, að heimildarmenn blaðs þessa um meðferð togara hér og við Noreg, virðast eingöngu vera togaraskip- stjórar þeir, sem lent hafa í kasti við löggæzlu landanna. Mun flestum réttsýnum mönnum þykja vitnisburður þeirra harla vafasamur til þess að byggja á harkalegar ásakanir. Síðan segir blaðið: „Berið svo saman sektir þessar og þær lítil- fjörlegu sektir, sem dæmdar eru af brezkum dómstólum fyrir Aðalfimdur SÍS hefst á mámi- daginn Aðalfundur Sambands ísl sam- vinnufélaga hefst í Samkomuhúsi bæjarins hér kl. 10 árdegis næstk. mánudag. Fundinn munu sækja fulltrúar kaupfélaganna í öllum byggðum landsins. landhelgisbrot." Blaðinu er ekki kunnugt um, hverjar þær sektir eru, en hitt veit það, að íslenzk fiskiskip brjóta ekki brezk land- helgislög og greiða þar af leið- andi engar sektir. Er spurning þessi því næsta fávísleg og slíkur samanburður engin sönnun í máli þessu. Brezka blaðið heldur því enn fram, að íslendingar loki heilum flóum fyrir togveiðum án heimildar og geti brezkir togara- skipstjórar því ekki gjörla vitað, hvort þeir séu í landhelgi eða ekkii Þessi fullyrðing hefir enga stoð í veruleikanum. Landhelgi íslands er augljós hverjum þeim, sem hana vill virða. Refsiaðgerðir. Enn segir hið brezka blað: „Þessi eigingjarna afstaða þessara landa er á engan hátt í samræmi við alþjóðalög eins og þau eru prentuð og við skiljum þau. Eg er hræddur um, að brezka venjan um „sanngjarna meðferð allra“ („fair treatment for all“), sé komin út í öfgar og þessi skoðun hefir verið ríkjandi hér (þ. e. í Hull) í mörg ár. Hefjast þyrfti handa með skerðingu á magni innflutts fiskjar frá þeim þjóðum, sem virðast fá fé til fiskveiða sinna á kostnað Bretlands. Slíkt væri aðeins sanngjarnt gagnvart okkar eigin fiskimönnum." Á öðr- um staci í grein þessari segir svo: „Viðurkenna ber, að líftaug þess- ara landa er fiskur, en þessar þjóðir ættu þó að gera sér grein fyrir því, að ef fiskur er ekki fluttur út, getur þessi líftaug þeirra orðið mjög veik.“ Þessar hótanir og aðdróttanir verða ekki misskildar. Árásir blaðs þessa virðast komnar á það stig, að ástæða sé til þess fyrir íslenzk stjórnarvöld að vekja athygli þess, og brezkra stjórnarvalda, á rangfærslum þess. Með þessum skrifum er að tilefnislausu og á ómaklegan hátt, verið að spilla Sambúð brezkra og íslenzkra fiskimanna og útgerðarmanna og gefa brezkum almenningi al- ranga hugmynd um landhelgis- mál íslands og nauðsyn íslenzku þjóðarinnar á því, að landhelgin sé virt af erlendum fiskimönnum. „Refurinn af Trans- jórdaníu“ Þetta er Abdullah konungur, stundum nefndur „refurinn af Transjórdaníu“. Hin fræga her- sveit „Arab Legion“ lýtur yfir- stjórn hans. Það var þessi her, sem barðist við Gyðinga í Jerú- salem. Abdullah lióf feril sinn í fyrra heimsstríði með ráðabruggi gegn Tyrkjum, var vinur Arabíu- Lawrence og bandamaður Breta, sem síðar gerðu hann að Emír í Transjórdan, og árið 1946 að konungi Transjórdaníu. Agnes Sigurðsson: Píanóleikar á föstudagskvöldið Vesturíslenzki píanóleikarinn Agnes Sigurðsson er væntanleg hingað og mun halda opinbera hljómleika í Nýja-Bíó á föstu- dagskvöldið kemur. Ungfrúin hefir nýlega haldið hljómleika í Revkjavík við hina lofsamlegustu dóma gagnrýnenda og ágætar viðtökur áheyrenda. Ungfrú Agnes hóf ung píanóleik og vakti snemma athygli á sér. Hún út- skrifaðist úr tónlistarskólanum í Winnipeg árið 1940, stundaði síð- an framhaldsnám í New York og hyggst nú dvelja um sinn í París við framhaldsnám. Iiún hefir haldið hljómleika í Bandaríkjun- um og Kanada og hvarvetna vak- ið athygli. Hljómleikarnir hér verða ekki endurteknir, þar sem ungfrúin er á förum af landi burt. Verður þetta því eina tækifærið til þess að hlusta á hana hér. — Aðgöngumiðar eru seldir í Sport- vöru- og hljóðfæraverzl. Akur- eyrar, Ráðhústorgi. Fjórða þing Sambands ungra Framsóknarmanna verður sett í Samkomuhúsi bæjarins kl. 10 ár- degis í dag og mun þingið standa í dag og á föstudaginn og verða slitið laugardaginn 19. þ. m. — Þingið mun ræða ýms þjóðmál, m. a. stjórnarskrármálið. Her- mann Jónasson, form. flokksins, Á bæjarstjórnarfundi í gær var endanlega samþykkt að framselja Útgerðarfelagi Akureyringa h.f. byggingasamning togara þess, sem bærinn á í pöntun í Bret- landi og væntanlegur er hingað upp úr næstk. áramótum. Pétur Sigurgeirsson löglega kjörinn prestur hér Kjörsókn við prestskosninguna hér á sunnudaginn var mjög mik- il. Hér á Akureyri kusu 2060 af 3094 á kjörskrá, eða meira en 50%, sem til þurfti til þess að kosning væri lögleg. í Lögmanns- hlíðarsókn kusu 194 af 384 á kjör- skrá. Talning atkvæða fer fram í skrifstofu biskups, líklega á föstudag. Kærufrestur út af kosn- ingunni er útrunninn í kvöld. Fullvíst má telja að séra Pétur Sigurgeirsson hafi verið löglega kjörinn prestur hér. Ber hin til- tölulega góða kjörsókn vitni um vinsældir þær, sem hann hefir áunnið sér með störfum sínum hér að undanförnu. Leikið tveimur skjöldum Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi lá m. a. erindi Utgerðarfé- lags Akureyringa h.f. um að fé- lagið gangi inn í byggingasamn- ing seinni togarans, sem bærinn á að fá frá Bretlandi. Undir beiðn- ina ritar öll stjórn félagsins, þ. á. m. Tryggvi Helgason bæjarfull- trúi. Fyrir sama fundi lá bókun Tryggva Helgasonar bæjarfulltr. frá bæjarráðsfundi, þar sem sami maður leggur til að Utgerðarfé- laginu verði meinað að fá togar- ann keyptan og efnt verði til bæj - arútgerðar. Mun bæjarmönnum þykja furðulegur skrípaleikur kommúnista í máli þessu. og Eysteinn Jónsson, ráðherra, munu ávarpa þingfulltrúana. Bú- izt er við góðri þátttöku. Þingið mun hafa opna skrifstofu í Rot- arysal Hótels KEA þingdagana og verða aðkomufulltrúum veittar þar upplýsingar varðandi tilhög- un þingsins. Jafnframt var ákveðið að bær- inn skyldi leggja fram allt að 50% af hlutafé félagsins, þó ekki minna en 400 þús. kr. af hluta- fjáraukningu þeirri, sem verða mun í sambandi við þessi togara- kaup. Með þessari samþykht er fram- fylgt fyrstu .aðalgrein bæjarmál- efnasamningsins frá því í byrjun kjöi-tímabilsins, og bundinn endir á langvinnar deilur innan bæjar- stjórnarinnar. Eins og kunnugt er hafa kommúnistar lagt til að ákvæði málefnasamningsins væri að engu haft og bærinn efndi til bæjarútgerðar með togara þess- um. Hafa kommúnistar kallað þetta „að hnika til“ samnings- atriðum. í samræmi við þetta flutti Tryggvi Helgason, fulltrúi kommúnista í bæjarráði, tillögu, þar um að efna til bæjarútgerðar (sami maður hafði undirritað beiðni Utgerðarfélagsins um að fá að kaupa togarann, sem stjórnar- meðlimur þar!) Fulltrúar Al- þýðuflokksins lýstu því hins veg- ar yfir í fundinum í gær, að þótt þeir teldu bæjarútgerðarfyrir- komulagið heppilegast, teldu þeir sig bundna af gerðum samning- um og hefðu í hyggju að standa við þá. Fulltrúar Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna höfðu áður lýst yfir því, að þeir mundu að sjálfsögðu afgreiða mál þetta í samræmi við bæjarmál- efnasamninginn, þ. e. að gefa Út- gerðarfélaginu kost á að kaupa skipið. Höfðu Jakob Frímannsson og Jón G. Sólnes flutt tillögu þess efnis og skyldi bærinn þá jafn- framt auka hlutafé sitt um 400. þús. kr., þ. e. það fé, sem lagt hef- ir verið til hliðar að undanförnu til togarakaupa. Á bæjarstjórnar- fundinum í gær fluttu fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðu- (Framhald á 8. síðu). Hátiðahöldin 17. júní Hátíðahöldiu á morgun — þjóðhátíðardaginn — hefjast kl. 1,15 e. h. á Ráðhústorgi með Ieik Lúðrasveitar Akureyrar. Um kl. 1,30 hefst skrúðganga bæjarmanna frá torginu til hátíðasvæðisins. — Lýðveld- isræðuna flytur séra Pétur Sigurgeirsson. Kórar syngja og íþróttir verða sýndar. Margt fleira verður til liátíðabrigð- is. Hátíðanefnd bæjarins aug- lýsir í blaðinu í dag nánara ara fyrirkomulag hátiðaliald- anna. Fjölmennið í skrúð- gönguna og til hátíðahaldanna á hátíðasvæðinu! í'jórða þing Sambands ungra Fram- sóknarmamia liáð hér í þessari viku

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.