Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 3

Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 16. júní 1948 DAGUR 3 SUNNAN FRÁ SUNÐUM ★ ★ Sveinn Su'ðræni skrifar úr Rvík. Þrátt fyrir hömlur á öllum sviðum, virðist þetta sumar ætla að verða metsumar, hvað heim- sóknir erlendra gestahópa snert- ir, og allt útlit er einnig á, að við endurgjöldum þær heimsóknir að einhverju leyti. Þessar heim- sóknir eru höfuðstaðarbúum til ánægjuauka og lærdóms, ein þeirra hefir valdið nokkrum deil- um, og öllum fylgir þeim hress- andi blær þess, sem framandi er og okkur nýstárlegt. En leitt er til þess að vita, að ekki skuli öðr- um en höfuðstaðarbúum, gefast kostur á að njóta slíkra menning- aráhrifa og harla óréttmætt raun- ar, þegar á allt er litið. Ekki er lengur hægt*bð afsaka slíkt með slæmum og strjálum samgöngum, að minnsta kosti ekki um sumarmánuðina. Vitna eg þar til manns, er eg ræddi við fyrir skömmu, og sem kvaðst hafa árnað tveim góðkunningjum sínum, er áttu merkisafmæli sama daginn, til heilla með handabandi að gömlum og góðum sið. Átti þó annar þeirra heima í Reykjavík en hinn í nágrenni Akureyrar. Eg held, að við höfum enn ekki áttað okkur á því til fulls, hve flugsamgöngurnar hafa gerbreytt öllu viðhorfi til heim- sókna og ferðalaga, Hingað til Reykjavíkur eru nú kömnir þeir gestir, sem jafnan eru okkur höfuðstaðarbúum gesta kærkömnastir, að öðrum ólöstuðum. Það eru Reumerts- hjónin. List þeirra er ekki aðeins frábær, heldur eru þau og einnig frábær sjálf að ást sinni og vin- aralúð til lands og þjóðar. Að kynnast þeim, þótt ekki sé nema í svip, er jafn ógleymanlegt og að kynnast list þeirra. Eg hygg ,að þeir myndu vinna þarft verk, sem af mörgum yrði þakkað, er geng- ust fyrir því, að bjóða þeim til Akureyrar og veita þar með íbú- um norðlenzka höfuðstaðarins að nokkru leyti hlutdeild í því tæki- færi, sem við hérna njótum. Hvað segir bæjarstjórn Akureyrar um það? Ef til vill hefir hún eða aðrir aðilar þegar hafizt handá, og bið eg þá velvirðingar fyrir fram- hleypnina. Það var ánægjulegt hórna á sjómannadaginn. — Veðrið eins og bezt verður á kosið. Hið eina, sem nokkuð skyggði á ánægjuna var það, að mjög fá skip voru í höfn. Hátíðahöldin fóru fram með myndarskap og glæsibrag, sem var sjómanna- stéttinni til sóma. í sambandi við sjómannadag- inn langar mig til að minnast á smávægilegt atriði, sem valdið hefir hér nokkrum déilum. Milli Laugarness og Kleppsholts- byggðar stendur fiskimjölsverk- smiðja ein, er á Kletti heitir. Að undanförnu hefir frá henni borizt óþefur nokkur, og hafa bæjarbú- ar tekið honum illa ,enda verður hann ekki nefsætur talinn. Hafa sumir sagt sem svo, að til lítils státum vér af hitaveitunni og því andrúmsloftshreinlæti, er henni fylgir, ef þetta eigi svo að líðast; — já, og væntanlegur síldar- bræðsluódaun úr Örfirsey við að bætast. Einnig hefir verið drepið ó, hver áhrif þetta- muni hafa á erlenda ferðamenn, eins og jafn- an er gert, þegar svona stendur á. Nefni eg þetta af því, að einn af ræðumönnunum í sjómannahóf- inu að Hótel Borg, gerði þetta þefofnæmi borgarbúa að umtals- efni, og kvað okkur orðin helzt til hégómleg, ef leggja yrði nið- ur arðvænlegan atvinnurekstur, eða ekki mætti til hans stofna vegna þess. Braggi nokkur brann til kaldra kola hér í bænum um daginn. Ekki urðu nein slys við brunan og eignatjón víst ekkí teljandi. Fréttnæmast við brunann, er það, að það var brunaliðið sjálft, sem fyrir brennunni stóð, og gerði að þessu sinni allt til að auka eld- inn í stað þess að slökkva hann. í vetur bjuggu í bragga þess- um fjórir unglingspiltar. Kom- ust þeir undir afskipti þess op- inbera vegna eggjaþjófnaða er þeir frömdu í hænsnahúsum í ná- grenni bæjarins. Er lögreglan heimsótti húsakynni þeirra, komst hún að raun um, að bar var öll umgengni slík, að vart munu hliðstæð dæmi meðal manna finnast, eða.hafa fundist, þeirra, er siðaðir eiga að teljast, og lýsing á því tæpast prenthæf, jafnvel þótt aðeins ágrip væri. Var því hoi'fið að því ráði að brenna braggann, — og bruna- liðinu falið að sjá um verkið, sem því mun hafa vel tekist. Sveinn suðræni. Til sölu: 1 kýr, ung, og kvíga að i'yrsta kálf, af góðu kyni; einnig G vetra gamall hest- ur, þægilegur til allrar notkunar. Björn Magnússon, Aðalstræti 4. Barnakerra Þeim, sem getur seit mér góðan barnavagn, get ég útvegað góða barnakerru. Afgr. vísar á. Tvö herbergi til leigu í Austurbyggð 6. Bragi Éiriksson. Sími 612. Tapazt liefur lyklaveski, brúnt að lit; nr. á frystiliólfslykli 190. Finnandi vinsaml. beðinn að gera aðvart á skrifstofu verkalýðsfélaganna, Strand- götu 7, sími 503. Bamaþríhjólin fást í Verzlun Konráðs Kristjánssonar NÝKOMIÐ! STEYPUSKÓFLUR GARÐHRÍFUR STUNGUKVÍSLAR ARFASKÖFUR Kaupfélag Eyfirðinga Jdrn- og glervörudeildin. Kakó Hrísmjöl Hveitildíð Hveiti í smápokum. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú Lítill árabátur til söiu. — Upplýsingar í sírna 403. Stúlka óskar eftir ráðskonustöðu eða innanhússstörfum á fá- meiinu svéitaheimil'i, • helzt í nágrenni bæjafins:' Afgr. vísar á. íslenzkt stnjör fæst nú í Nýlenduvörudeild vorri og útibúunum á Ak- ureyri, á kr. 10.00 pr. kg. gegn skömmtunarmiðum. Kaupfélag Eyfirðinga Herbergi óskast, helzt í miðbænum eða á Oddeyri. Afgr. vísar á. NÝJA BÍÓ........................ i sýnir í kvöld, miðvikudag i i 16. júní: I Steinblómið í Rússnesk litmynd, sem | § hlotið liefur einróma lof. i I Leikstjóri: i | Ptusjko. | Aðalhlutverk: V. Druznikov | T. Makarova E. Derevschikova. ín iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiia BÓK Jarðai'för mannsins míns, JÓNS KARLSSONAR, rafvirkja, fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 1 e. h. Rannveig Rósenkarsdóttir. nillMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Aðalfundur Samvinnutrygginga, gagnkvæm trygg- ingarstofnun, verður haldinn á Akur- eyri, miðvikudaginn 23. júní næst- • komandi. Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum. Stjórn Samvinnutrygginga. lllMIMMIIMIIMMMIMMMIMIIMMIIIMIMMMIMMIMIIIMMMIMIIIMIMIIIIMIIMIIIIIMIIIIMMIIIMIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIMMMlM lllllllllllllllllllll IIIIIIIIIHHIHHIHIIIIHIIH* 11111II11111II1111111II1111lt111IIIII111 MIIIIIIIIIMtllMMMIIIIItilllllllMMMIMI AKUREYRI. — SÍMI 444. Yöruflutuingar Annast vöruflutninga milli Akureyrar og Reykja- | víkur. — Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöðinni i Stefnir s.f. í Reykjavík hjá Jóni Jóhannessyni, Austur- I stræti L | Akureyri, 15. júní 1948. I Jóhann Bergvinsson l frá Svalbarðseyri. i iiMim.mimmmiimmmmmmmmimmiimiimmimiimmmmm IMMMMMI"* Frá Húsmæðraskóla Akureyrar Þrjú vefnaðarnámskeið verða í skólanum næsta vetur, og Iiefst það fyrsta 15. sept. n. k. Allar nánari upplýsingar gefa forstöðukona skól- ans og Ólafía Þorvaldsdóttir kennslukona í Húsmæðraskóla Akurevrar. — Sími 199. jlllllllHIIIIIHHIHHIHtlllHIIIHIHHIIIIIIHIHHHHHHHIHHIHIIHHIHIIIIIMHHHMIH IIMMIIIIIIMMIIIIIIIIMIi IMIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIMIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIMMMMIIMIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIMIIMIIIMIIIIIIIIIMIIIMMIIII HATTAR FJÖLBREYTTU | ÚRVALI Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild i l'lllMIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIMIIIMMIIIIIIMIIIMIIMIMIIIMIIIIIMa Aualrsið í „DEGI" 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.