Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 5

Dagur - 16.06.1948, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 16. júní 1948 Ð A G U R á FrelsiS frumskilyrði fil þroskunar manna og þjóða Ræða ÞORSTEINS M. JÓNSSONAR, skólastjóra, á Umdæmisþingi Rotaryfélaganna hér í fyrri viku Heiðruðu félagar og gestir! Skáldið Steingrímur Thor- steinsson segir: „Um frelsis vínber seydd við sólarkynngi, mín sálin unga bað“. Frelsisþráin er hverjum manni meðfædd. Enda er frelsið eitt af frumskilyrðum til þroskunar manna og þjóða. Það er fyrir mennina á sína vísu eins og ljós- ið fyrir allar lifandi verur. Eins og jurtin teygir sig uup úr mold- inni í áttina til Ijóssins, þannig er frelsisþráin mönnunum meðfædd hvöt til þroska. Frelsisheft mann- kyn hættir að þroskast. í þjón- ustu frelsisins fylkja sér því allir frjálshuga menn og félagsskapur frelsisunnandi manna. Og þar sem frelsið er eitt grundvallar- skilyrði mannlegrar þróunar, til þess að greiða götu vaxtarmætti mannsandans, þá er Rotary-fé- lagsskapurinn í þjónustu þess. En frelsið er margþætt. Vegna frelsisheftingar: stjórn- arfarslegs ófrelsis og andlegs ófrelsis, hefur mannkynið á öll- urrí öldum orðið að þola alls kon- ar böl og þjáningar. Á þessu hef- ur og þjóð vor orðið að kenna sem aðrir þjóðir. Fyrsta mannvíg á íslandi var afleiðing af frelsisheftingu þeirra manna, sem vígið frömdu. Meðan þjóð vor var stjórnarfarslega frjáls, þá þróaðist hér sérstæð menning og merkilegar, sígildar bókmenntir. En á tímum stjórn- farslegs ófrelsis og útlendrar og innlendrar kúgunar varð andlegt líf þjóðarinnar fáskrúðugra og efnahagur hennar slæmur. Nú er stjórnmálalegt frelsi fengið. Er- lend stjórnmálabönd binda oss íslendinga ekki lengur, og efna- hagur þjóðarinnar er beti'i en nokkru sinni fyrr. Tæknimenn- ingin hefur og haldið innreið sína í landið, og framleiðsla þjóðarinn- ar því margfaldast, og einstakl- ingarnir þurfa ekki að leggja á sig eins mikið erfiði sem fyrr til þess að afla sér nauðþurfta. Skil- yrði vor sem stjórnarfarslega sjálfstæði-ar þjóðar sýnast því vera sæmilega góð. En hefur þjóðin þá öðlast það, sem hin unga skáldsál bað um? Hefur hún öðlast hin sólmönguðu frelsisvín- ber? Er hún í raun og veru frjáls á þann hátt, sem skáldið skilur með orðinu frelsi? Hefur hún sniðið þjóðskipulag sitt og fram- kvæmd þess í anda hins sólmagn- aða fi-elsis? Hafa ekki margir einstaklingar hennar látið binda anda sinn? Eru þeir sjálfstæðir, sannleiksleitandi menn, eða eru þeir í viðjum múgsefjunar og múghugsunar? Eru þeir leiddir af utanaðkomandi öflum án þess þeim sé það sjálfum ljóst? Eg vil reyna að leitast við að svara lít- ilsháttar þessum spurningum, og vil sýna fram á, að ekki hafi allir einstaklingar þjóðfélagsins öðlast það frelsi, sem með réttu mætti kalla hið æðra frelsi, siðmannað frelsi. Hér bíður mikið verkefni rotary-félaga. Út á við erum vér frjáls þjóð. Vér ráðum samningum vorum við aðrar þjóðir og megum hafa þjóð- skipulag vort eins og oss sýnist. En erlend óhrif streyma inn í landið. Þau áhrif eru misjöfn að sjálfsögðu og sum þeirra eru sem flóðbylgja, er gengur á land og brýtur niður forna menningu, siðgæðishugsjónir og heilbrigt mannvit. Þær eru sama eðlis og galdratrúin og trúarofstæki var á fyrri öldum. Það má ennfremur líkja þeim við þjóðtrúna um Svartadauða, ■ að hann hafi verið móða, er lá yfir byggðum lands- ins. Og móða þessi varð miklum hluta þjóðarinnar að fjörtjóni. Nú veldur þessi móða múgsefjun og sviptir nokkurn hluta þjóðar- innar andlegu frelsi sínu. Þjóðskipulag vort er byggt upp samkvæmt jafnréttis- og lýðfrelsishugsjónum, þar sem fá- tækur maður hefur sama rétt og ríkur maður, ólærður maður sem lærður maður. Við kosningar hefur 21 árs gamall maður sama rétt og reyndur öldungur, og maður, sem hefui' það lágmarks- vit, að vera ekki algerður fáráðl- ingur, sama rétt og vitur maður. Lengra er vart hægt að ganga í jafnréttisáttina. Hér er trúfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi, skoðana- frelsi, athafnafrelsi o. s. frv. En þrátt fyrir allt þetta frelsi, þá grípur ríkisvaldið einlægt meira og meira inn á athafnasvæði ein- staklinganna. Sjálft rekur það mörg stærstu fyrirtæki þjóðfé- lagsins, svo sem skóla, sjúkrahús, síma, póst, strandsamgöngur, bíl- ferðir á langleiðum, landssimðju, prentsmiðju, bókaútgáfu, verzlun með tóbak og áfengi o. fl. o. fl. Um rekstur á þessu flestu eru engar flokkadeilur, enda tala eg ekki um þessi mál út frá neins flokks sjónarmiði. En eg vil leyfa mér að benda á, að sumt af þess- um ríkisrekstri sýnist ætla að bera sig verr, en meðan hann var í höndum einstaklinga. Lands- smiðjan tapar, bílasamgöngur ríkisins bera sig illa, en á þeim var stórgróði meðan þær voru í einstaklings höndum og voru þó sætagjöldin ekki þá eins há sem nú. Bókaútgáfu ríkisins verður að styrkja, en sögur ganga um það, að allmikill gróði sé á bókaútgáfu flestra annarra bókaútgefenda. Fleiri ríkisstofnanir mætti nefna, sem sýnast bera sig verr en einkafyrirtækin. En eg bið áheyr- endur að skilja ekki orð mín svo, að eg vilji að öll ríkisfyrirtæki séu lögð niður og gerð að ein- staklingafyrirtækjum. Slíkt tel eg að ekki komi til mála, svo sem með skóla, sjúkrahús, póst, síma o. fl. En eg held, að það sé komið oflangt út á ríkisrekstrarbraut- ina, og ríkið geri of mikið að því að hefta framtak einstaklinganna. Vort litla ríki þarf á miklum tekj- um að halda, sem munu vera hlutfallslega hærri, miðað við in við bryndreka. Smákænan þarf mannfjölda, en flestra annarra ríkja. Er þetta að sumu leyti eðli- legt, þar sem ríkisrekstrarkostn- aður smáþjóðar í stóru landi, hlýtur jafnan að vera hlutfalls- lega nókkuð mikill í samanburði við í'íkisrekstrarkostnað stór- þjóða. Þó getum við að sjálfsögðu dregið úr ríkiskostnaði vorum. Enda mun ríkið ekki til lengdar geta fengið eins miklar tekjur af þegnunum og það hefur nú, og er það bein afleiðing þess, að það grípur einlægt meir og meira inn á athafnasvið þeirra, og stuðlar að því á ýmsan hátt, að þeir hafi ekki mikið fram yfir nauðþurft- ar-tekjur. En lang stærsti liður ríkisteknanna er nú gróðinn á tó- baki og áfengi. Af þessum vöru- tegundum er nú einlægt nóg til í landi voru, þótt gjaldeyrir sé af skornum skammti til ýmissa nauðsynlegra vörukaupa. Þetta minnir á hina gömlu en lítt ræmdu tíma einokunarverzlunar- innar hér á landi. Þá vantaði oft brýnustu nauðsynjar, en jafnan var nóg til af tóbaki og brenni- víni. Þá voru sömu ástæður sem nú fyrir því að láta ekki þessar vörur vanta, að meiri gróði varð á þeim en öðrum vörutegundum. Hér erum vér á mjög hættulegri braut, að ríkistekjurnar skulu að miklu leyti vera háðar sölu tó- baks og áfengis. Eftir því sem fleiri gerast ofdrykkjumenn, eftir því sem fleiri gerast áfengisneyt- endur, eftir því sem uppvaxandi kynslóð þjóðfélagsins drekkur meii'a af áfengi, þá vaxa tekjur ríkisins, en auðvitað vaxa líka um leið útgjöld þess til aukinnar lög- reglu, fangelsa, drykkjumanna- fjölskyldna, sjúkrahúsa o. s. frv. Hér sýnist mér, að sé verkefni að vinna að, góðir rotary-félagar. Hver sá maður, sem ann frelsi, hann skilur, að öllum mönnum ber jafnmikill réttur til lífsins, að allir eiga að hafa jafnmikinn rétt til þess að njóta þess og hagnýta sér gæði þess. Það á enginu að vera þra-11 né þrælaeigandi. En í lýðræðislöndum skiptast menn í flokka eftir stjórnmálaskoðunum, og sá flokkur, sem stærstur er, ræður mestu um stjórn lands síns. Fram hjá þessari flokka- skiptingu er ekki auðvelt að komast og í raun og veru sýnist hún eðlileg og sjálfsögð. En þessi flokkaskipting leiðh' oft til öfga. Flokkarnir reyna að búa sér til sem allra bezt heldar girðingar, svo að sem fæstir sleppi út TÍr þeim, sem einu sinni hafa farið inn í þær, og sá flokkur þykir séðastur, sem hefur girðinganet- ið þéttriðnast. Vér rotary-félagar höfum að sjálfsögðu ekki komizt hjá því, að teljast til einhvers flokks, fremur en aðrir fullgildir borgarar þjóðfélagsins, og vér getum gjarnan verið í ýmsum stjórnmálaflokkum áfram, alveg eins og vér erum af fjölda stétta innan rotary-félaganna. En vér þurfum samt að vera samhuga. Samhuga um það, að hafa siðbæt- andi áhrif á þá flokka, sem vér heyrum til. Blöð vor íslendinga hafa oft og tíðum ráðizt að andstæðingum sínum með lítilli sanngirni og takmarkaðri sannleiksást og með skorti á nægri prúðmennsku. Þó má segja, að framför í þessu efni sé hjá allmörgum blöðum vorum. í þessu efni ættum við rotary- félagar að geta haft nokkur áhrif. Mannníð í blöðum sýnir menn- ingarleysi. Vér verðum og að fá flokksbræður vora til þess að beita krítik sinni fyrst og fremst gegn sínum eigin flokki, eins og hver þroskaður maður beitir fyrst og fremst krítik gegn sjálfum sér. Ef rotary-félagar gætuunniðeitt hvað á í þessu efni, þá vinna þeir þar með menningu vorri ómetan- legt gagn. Því að eins og félags- skapur vor er byggður upp, þá er það fyrst og fremst hans hlutverk að ryðja burtu fordómum og mis- skilningi stétta hverrar á annarr- ar störfum með aukinni stétta- kynningu. Og eins og oss ber að virða og skilja störf manna af hinum ýmsu stéttum þjóðfélags- ins, þá ber oss og að sjálfsögðu að virða og taka tillit til sjónar- miða manna í hinúm ýmsu stjórnmálaflokkum og reyna að ryðja úr vegi rakalitíum fordóm- um stjórnmálaflokka hvers í annars garð. Eitt er það fyrirbrigði í íslenzkri stjórnmálastarfsemi hinna sfðari ára, sem eg tel mjög athugavert og meira að segja hættúlegt, óg það eru hin pólitískti æskulýðs- félög. Eg tel, að hér sé svo langt gengið gegn frelsishugsjónum lýðfrjálsrar þjóðar, að nauðsyn sé að hefjast handa gegn þessari spillingu. Unglingum og jafnvel börnum er smalað inn í þessi pólitísku æskulýðsfélög; þar er haldið að þeim einhliða flokks- sjónarmiðum, kveiktir í brjóstum þeirra fordómar og fyrirlitning á skoðunum manna í öðrum stjórn- málaflokkum, áður en þau hafa nokkurn þroska sjálf til ályktun- ar um þjóðmál. Þetta tel eg til- raunir til þess að gera unglingana að andlegum þrælum, skoðana- þrælum. Slík starfsemi ætti að vera bönnuð með lögum. Smal- arnir, sem troða börnunum og unglingunum inn fyrir sína þröngu flokksmúra, vita það, að auðveldara er að sefja barnssál- ina, en sál fullorðins manns. Og eg vil segja, að þjóð, sem leyfir slíkt, hún er illa á verði með varðveizlu frelsis hinnar uppvax- andi kynslóðar, hið andlega írelsi, sem seytt er við sólarkynngi; það frelsi, er veitir mönnum uppeldi til skilnings ogrökhugsunar;frelsi í þjónustu heilbrigðs lífs. Hér er um mál að ræða, sem er þess vert, að tekið sé til alvarlegrar með- ferðar. Lítil þjóð, sem vér íslendingar erum, bornir saman við stór- þjóð, er sem smákæna borin sam- hlutfallslega betri stjórn en bryndrekinn til þess að farast ekki í ólgusjó. Smáþjóð er í meiri hættu að glata sjálfstæði sínu og menningu en stórþjóð. Smáþjóð er því enn meiri þörf á góðri stjórn og góðum þegnum, ef hún á að þróast og halda frelsi sínu en stór þjóð. Þjóð vorri er því flest- um öðrum þjóðum það meiri lífs- nauðsyn að vera trú sjálfri sér, trú frelsi sínu og menningu og tileinka sér þjónustuhugsjónir rotary-félagsskaparins. Samkvæmt framansögðu virð- ist mér, að þjóðmálaþjónusta hinna íslenzku rótarýfélaga verði fyrst og fremst að beinast að eft- irtöldu fyrst um sinn: að stjórnarvöld ríkisins grípi ekki inn í eins margt og þau gera nú, því að of mikil stjórn er slæm stjórn, að ríkið reisi sér ekki hurðarás um öxl í fjármálum og treysti ekki fyrst og fremst á tekjur af af tóbaki og áfengi, að beita sér fyrir því, að sið- bæta blaðamennskuna á sama hátt og þeir beita sér fyrir heiðar- leik í viðskiptum öllum og störf- um sínum og sinna stéttarbræðra, að stuðla að því, að gera við- skiptin milli stjórnmálaflokkanna drengileg, og að flokkar setji þjóðarhagsmuni ofar flokkshagn- um, að beita sér gegn því, að flokkar stofni og haldi við pplitískum æskulýðsfélögum, að reyna að fá afnumdar smala- mennskuna við kosningar, þar sem farið er að líkt og smalar gera, þegar þeir smala sauðkind- um, að vinna gegn múgsefjun. Múg- sefjunin er hættulegasti sjúk- dómur, sem til er. Með múgsefj- un er hægt að leiða menn út í alls konar ófærur. Með múgsefjun eru þjóðir æstar út í styrjaldir. Með múgsefjun hafa menn í stjórnmálum og trúmálum verið látnir vinna alls konar heimslcu- og hermdarverk. Með múgsefjun hefur skynsemi manna verið lok- að. Með múgsefjun hafa menn verið sviptir sjálfsákvörðun og bundnir andlega. Múgsefjun hef- ur verið notuð til þess að æsa stétt gegn stétt. Og hún hefur verið verkfæri til þess að fá fjölda manna til þess að svíkja sitt eigið þjóðfélag sem alkunnugt fyrir- bæri er nú á síðustu tímum. Með fræðslu á störfum hinna ýmissu stétta þjóðfélagsins vilja rotarýfélögin opna mönnum víð- sýni. Markmið allra rotarýfélaga er hið sama, en um leiðir að marki getur þá greint eins og eðlilegt er, enda geta margar leiðir legið að sama markinu, og er þá ekkert athugavert við það, þótt allir þræði ekki sömu leiðina. Mark- mið rotarý-félagsskaparins er friður og bræðralag allra stétta og allra þjóða. Og að hver stétt reyni að hef ja sig með því að vera trú í störfum sínum og heiðarleg í viðskiptum sínum öllmn inn á við og við aðrar stéttir. í þjóð- málaþjónustu vorri er hugsjón sú, að allir íslendingai' geti orðið að- njótandi þeirra frelsisvínberja, sem seydd eru við sólarkynngi frelsisástar og mannvináttu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.