Dagur - 21.07.1948, Blaðsíða 1

Dagur - 21.07.1948, Blaðsíða 1
Forustugreinin: Síldveiðarnar, aflabrestur- inn og landhelgismálin. Dague Vegna sumarleyfa í prent- smiðjunni fást aðeins 4 síðar af Degi í þetta sinn. — Útgáfa blaðsins getur af þeim sökurn ekki færzt í venjulegt horf fyrr en í næstu viku. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21, júlí 1948 28. tbl. r Uíflutningur íslenzkra afurða aldrei meiri en fyrstu sex mánuði þessa árs Verzlunarjöfnuðurinn þó óhagstæður ,.- um 9,5 millj. kr. á sama tíma Hagstofa íslands hefir nú reikn- að út vöruskiptajöfnuðinn fyrir júní. Innflutningur okkar nam 52,2 millj. kr., en útflutningurinn 43,6 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður íslands fyr- ir fyrri helming þessa árs er því óhagstæður um 9,5 millj. króna, því að á tímabiliriíi 1. jan. til 30. júní nam innflutningurinn 208,5 millj. króna, en útflutningurinn nam 199,0 millj. kr. Hér er þess þó að gæta, að mikið af innflutn- ingnum, eða 43 millj. kr., eru skip, sem eru mest megnis á nýbygg- ingareikningi, svo að raunveru- lega er jöfnuðurinn hagstæður. Margir togarar, Goðafoss, Trölla- Málverkasýning Hin kunnu listahjón frú Bar- bara og Magnús A. Árnason hafa málverkasýningu opna alla næstu viku hér í Gagnfræðaskólanum. Um 80 málverk, bæði vatnslita- myndir og olíumálverk, verða á sýningu þessari. Um helmingur listaverkanna er frá Grímsey, en þar hafa hjónin dvalið síðan í vor og láta hið bezta yfir dvöl sinni þar. Þetta er 4. sýningin, sem þau hjón halda hér á Akureyri, enda eru þau kunn og vinsæl meðal listavina hér. Talsmaður Araba Þótt Bernadotte greifa hafi tek- izt að koma á vopnahléi í Pale- stinu nú í bili, óttast menn þó, að Arabar og Gyðingar eigi enn eft- ir að láta sverfa til stáls út af ágreinihgsmálum sínum, og mikið blóð muni fljóta, áður en þau eru að fullu jöfnuð. — Myndin er af Azzan Bey, ritara arabíska bandalagsins, er nú kemur mikið við sögu heimsmálanna. foss, Herðubreið, Skjaldbreið og fleiri skip eru öll flutt inn á fyrri hluta þessa árs, og eru á nýbygg- ingareikningi. Það er athugandi í þessu sam- bandi, að aldrei fyrr hefir út- flutningur verið eins mikill á fyrri hluta árs, sem hann var í ár. Stafar þetta mest af Hvalfjarðar- síldinni og áður óseldum síldar- afurðum. Síldarafurðirnar seldar í júní nema 21 millj. kr. Til samanburðar vöruskipta- jöfnuðinum í ár má geta þess að í fyrra nam innflutningur okkar 1. jan. til 30. júní, 231 millj. kr. Útflutningur á samá tíma var 100 millj. kr. í júní í fyrra nam inn- flutningurinn 38,9 millj. kr. og útflutningurinn 19,5 millj kr. Nú fer mikill hluti ísfisks til Þýzkalands. í júní seldum við t. d. ísfisk til Þýzkalands fyrir 7,7 millj. kr., en til Bretlands aðeins fyrir 1,9 millj. kr. Niðurjöfnun útsvara nýlokið á Húsavík Afli á fiskibáta sæmilegur HÚSAVÍKURBRÉF, 18. Þ. MÁN. Nýlega er lokið hér við að jafna niður útsvörum, og var útsvars- skráin lögð fram 16. þ. m. Jafnað var niður kr. 686113 á 465 gjald- endur. — Fara hér á eftir nöfn þeirra, sem bera f jörgur þúsund krónur og meira. Kaupfélag Þingeyinga 66118* kr. — Júlíus Havsteen sýslum. 10515 kr. — Sigtr. Pétursson bak- ari 8555 kr. — Helgi Hálfdánar- son lyfsali 8460 kr. — Jóhann Sigvaldason trésm. 8065 kr — Barði h/f. 7140 kr. — Björn Jós- efsson læknir 7000 kr. — Þórar- inn Stefánsson hreppstjóri 7000 kr. — Stefán Pétursson útgerðar- maður 5656 kr. — Steinsteypa h/f. 5500 kr. — Hákon Maríusson sjó- maður 5370 kr. — Þór Pétursson útgerðarmaður 4970 kr. — Þórð- ur Guðjóhnsen kaupm. 4874 kr. — Karl Kristjánsson oddviti 4870 kr. — Hjalti Illugason hótelhaldari 4825 kr. — Kristinn Bjarnason húsasm. 4815 kr. — Friðrik A. Friðriksson prófastur 4800 kr. — Jóhann Björnsson smiðúr 4795 kr. — Einar J. Reynis pípulagn- ingam. 4585 kr. Töluverðar breytingar urðu hér á útsvörum frá því í fyrra. Hækk- uðu þau allverulega á einstaka mönnum, en lækkuðu á mörgum. Eignakönnunin leiddi í ljós, að upp úr mörgum vösum, sem tald- ir voru tómir, komu gildir sjóðir. Var með því skapaður betri og réttlátari grundvöllur til að byggja á útsvarsálagningu. Nokkrir smábátar róa héðan í fisk og er afli sæmilegur. Fiskur- inn er bæði hraðfrystur og salt- aður. Þrír bátar eru gerðir héðan út á síld. Túnasláttur er nú al- mennt að hefjast hér, en ekkert hefir ennþá náðzt inn af töðu vegna óþurrka, sem hér eru nú. Grasspretta mun vera í meðallagi eða veLþað á túnum, en aftur á móti er útengi allt talið mjög lé- legt. Ekkert lán tekið enn í Ameríku En unnið að lántöku samkvæmt heimild síðast alþingis. í tilefni af fregn, sem Þjóðvilj- inn birti um „Marshalllán", sem ísland ætti að vera búið að fá, gaf fjármálaráðuneytið út svofellda tilkynningu: „Vegna fregna um að ísland hafi fengið Marshalllán að upp- hæð 2.300.000 dollará, vill fjár- málaráðuneytið taka það fram, að undanfarna mánuði. hef ir verið unnið að lánsútvegun í Banda- ríkjunum sem þessari upphæð nemur, samkvæmt heimild í lög- um frá síðasta alþingi. Lán þetta hefir samt enn ekki verið tekið vegna þess, að ekki hefir gengið saman um skilmála, og er erin verið að vinna að mál- inu." Stefán Islandi, hinn þjóðkunni og vinsæli óperusöngvari er nú staddur hér í bænum og heldur söngskemmt- un í Nýja-Bíó í kvöld, kl. 8,30. — Við hljóðfærið,: Fritz Weishappel. Aðgöngumiðar verða seldir á miðvikudaginn í bókaverzlun Axels Kristjánssonar h/f. (áður bókaverzlun Þorst. Thorlacius) og við innganginn. Væntanlega endurtekur óperusöngvarinn sóngskemmtun sína á föstudag- inn á sama stað og tíma. Mikið starf Skógræktar- félags Eyfirðinga á þessu vori Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur gróðursett í vor um 19000 plöntur og auk þess útvegað ein- stökum félagsmönnum og öðrum um 2000 píöntur til gróðursetn- ingar. Hafa því alls farið til út- plöntunar á vegum félagsins 21000 plöntur, þar af á annað þúsund barrviðarplöntur. Mest var gróðursett í hið upp- vaxandi skóglendi félagsins í Vaðlaheiði gengt Akureyrarbæ, eða um 11000 plöntur, þar sem uppeldisstöð félagsins er í landi Kjarna sunnan við Akureyri voru gróðursettar á 7. þúsund plöntur og ennfremur var gróðursett í Garðsárgili, Kvígsstaðahálsi í Skíðadal og reit félagsins í Ak- ureyrarbrekku, sem er rétt sunn- an við kirkjuna. Gróðursetningin fór að mestu fram í sjálfboðavinnu, og unnu að henni rúmlega 140 manns, minnst tvær og mest 15 stundir hver. Unnið var þrjú kvóld í viku í tveimur flokkum, 2 klst. á kvöldi hvor flokkur eða 4 klst. alls. Nam sjálfboðavinnan samtals um 40 dagsverkum I uppeldisstöð fé- lagsins var sáð birkifræi í 80 fer- metra og gróðursett nokkuð af plöntum til uppeldis. Vegna vorkulda og þurrka hef- ir lítil framför verið á trjágróðri sem öðrum gróðri til þessa, en mest af því birki sem gróðursett hefur verið, er þó farið að laufg- ast. Mikill áhugi virðist nú vera fyrir skógrækt í héraðinu, en skortur á girðingarefni og trjá- plöntum hefur mjög tafið fyrir framkvæmdum. ItllMIIIIIIIIIII jRússneskt og norsktf | veiðiskip tekin í land- [ | helgi og f lutt hingað | 1 til Akureyrar í gærj | Um kl. 3 í gærdag kom varð- \ | skipið Ægir með rússneska 1 \ síldveiðiskipið LANGUST og f \ norska skipið SOLÖY hingað i I til Akureyrar. Höfðu þau bæði I i. verið tekin fyrir biot á land- i i helgislöggjöfinni. Mál skip- I 1 anna eru nú í rannsókn og i 1 verður að svo stöddu ekkert = 1 nánar sagt um sekt þeirra. En i i þar eð Sovétborgarar eru i | þannig komnir í nágrenni við § i okkur Akureyringa með svo i i óvæntum hætti ,skal aðdáend- i i um hins austræna stjómarfars i i bent á, að nú gefst þeim sjálf- i i sagt tækifæri til að komast i i með áþreifanlegu móti í nán- \ i ari kynni og samskipti við i i þessa samlanda hjarta síns en | i þeir hafa flestir haft tök á i i fram að þessu. Og vafalaust i i verður þeim veitt viðtaka um i i borð í skipinu með mikilli \ \ gestrisni og opinskárri einurð. i i - * ^nllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllltlllllllfllllllltll? Drengjamóti Akureyrar lauk á mánudagskvöldið. Meðal keppenda voru þrír „gestir" frá Húsavík. Einn þeirra, Vilhjálmur Pálsson, kastaði spjótinu yfir 50 m. og kúlunni yfir 14 m. Hörður Jörundsson K. A. kastaði kringlu yfir 42 m. Baldur Jónsson Þór vann þríþrautina með 1964 stig- um: 100 m. hlaup, kúluvarp, langstökk. Hljóp sprettinn á 11.6 sek. — Nánar skýrt frá mótinu í næsta blaði. „Hekla", stærsta farþegaskip í eigu Islendinga, lagði í fyrsta sinn að bryggju hér í bænum í gærkveldi Hið nýja farþegaskip Skipaút- gerðar ríkisins, Hekla, hlaut veg- legar, opinberar móttökur við komu sína til Reykjavíkur 12. þ. mán. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á hafnarbryggj- unni, er skipið lagði að henni, og fögnuðu samgöngumálaráðherra og forstjóri Skipaútgerðarinnar hinu glæsilega skipi með ræðum. Rúmir 180 farþegar komu með skipinu frá Kaupmannahöfn. — Smávægileg vélabilun varð í skipinu á leiðinni, og tafðist það um hríð af þeim ástæðum, en reyndist að öðru leyti hið bezta í ferðinni. Á fyrstu för sinni vestur og norður um land hefir skipið einn- ig hlotið ágætar viðtökur, svo sem á Patreksfirði. Þegar þessar línur eru ritaðar, IV2 klst. áður en afgreiðsla skipsins gerir ráð fyrir að skipið leggist að bryggju, fást hins vegar engar upplýsing- ar um, hvort nokkuð sé hugsað fyrir opinberum móttökum hér eða ekki. En sé svo, að ráðamenn bæjarins hafi hugsað sér ein- hverja slíka athöfn, fara þeir býsna dult með þá fyrirætlun, því að hvorki afgreiðsla skipsins né skrifstofa bæjarstjóra hafa talið sig geta gefið nokkrar upplýsing- ar um þetta, er blaðið hrmgdi til þeirra í þessari andránni; Þar eð blaðið er um það bil að fara í pressuna, verður því ekkert nánar um þetta sagt að sinni, en fyrirfram er það þó vitað, að margir bæjarbúar munu leggja léið sína á bryggjuna i þessu til- efni og fagna með sjálfum sér þeirri miklu bót á strandsigling- armálum okkar „útskæklamann- anna", sem tilkom'a þessa hins mikla og veglega skips væntanl- ega boðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.