Dagur


Dagur - 21.07.1948, Qupperneq 1

Dagur - 21.07.1948, Qupperneq 1
Forustugreinin: Síldveiðarnar, aflabrestur- inn og landhelgismálin. Dagur Vegna suniarleyfa í prent- smiðjunni fást aðeins 4 síðar af Degi í þetta sinn. — Útgáfa blaðsins getur af þeim sökum ekki færzt í venjulegt horf fyrr en í næstu viku. XXXI. árg. Akureyri, miðvikudagmn 21. júlí 1948 28. tbl. Utfiutningur íslenzkra afurða aidrei meiri en fyrstu sex mánuði þessa árs Verzlunarjöfnuðurinn þó óhagstæður um 9,5 millj. kr. á sama tíma Hagstofa íslands hefir nú reikn- að út vöruskiptajöfnuðinn fyrir júní. Innflutningur okkar nam 52,2 millj. kr., en útflutningurinn 43,6 millj. kr. Vöruskiptajöfnuður íslands fyr- ir fyrri helming þessa árs er því óhagstæður um 9,5 millj. króna, því að á tímabilinu 1. jan. til 30. júní nam innflutningurinn 208,5 millj. króna, en útflutningurinn nam 199,0 millj. kr. Hér er þess þó að gæta, að mikið af innflutn- ingnum, eða 43 millj. kr., eru skip, sem eru mest megnis á nýbygg- ingareikningi, svo að raunveru- lega er jöfnuðurinn hagstæður. Margir togarar, Goðafoss, Trölla- foss, Herðubreið, Skjaldbreið og fleiri skip eru öll flutt inn á fyrri hluta þessa árs, og eru á nýbygg- ingareikningi. Það er athugandi í þessu sam- bandi, að aldrei fyrr hefir út- flutningur verið eins mikill á fyrri hluta árs, sem hann var í ár. Stafar þetta mest af Hvalfjarðar- síldinni og áður óseldum síldar- afurðum. Síldarafurðirnar seldar í júní nema 21 millj. kr. Til samanburðar vöruskipta- jöfnuðinum í ár má geta þess að í fyrra nam innflutningur okkar 1. jan. til 30. júní, 231 millj. kr. Útflutningur á samá tíma var 100 millj. kr. í júní í fyrra nam inn- flutningurinn 38,9 millj. kr. og útflutningurinn 19,5 millj kr. Nú fer mikill hluti ísfisks til Þýzkalands. í júní seldum við t. d. ísfisk til Þýzkalands fyrir 7,7 millj. kr., en til Bretlands aðeins fyrir 1,9 millj. kr. Niðurjöfnun útsvara nýlokið á Húsavík Afli á fiskibáta sæmilegur HÚSAVÍKURBRÉF, 18. Þ. MÁN. Málverkasýning Hin kunnu listahjón frú Bar- bara og Magnús A. Árnason hafa málverkasýningu opna alla næstu viku hér í Gagnfræðaskólanum. Um 80 málverk, bæði vatnslita- myndir og olíumálverk, verða á sýningu þessari. Um helmingur listaverkanna er frá Grímsey, en þar hafa hjónin dvalið síðan í vor og láta hið bezta yfir dvöl sinni þar. Þetta er 4. sýningin, sem þau hjón halda hér á Akureyri, enda eru þau kunn og vinsæl meðal listavina hér. Talsmaður Araba Þótt Bernadotte greiía hafi tek- izt að koma á vopnahléi í Pale- stínu nú í bili, óttast menn þó, að Arabar og Gyðingar eigi enn eft- ir að láta sverfa til stáls út af ágreiningsmálum sínum, og mikið hlóð muni fljóta, áður en þau eru að fullu jöfnuð. — Myndin er af Azzan Bey, ritara arabíska bandalagsins, er nú keinur mikið við sögu heimsmálanna. Nýlega er lokið hér við að jafna niður útsvörum, og var útsvars- skráin lögð fram 16. þ. in. Jafnað var niður kr. 686113 á 465 gjald- endur. — Fara hér á eftir nöfn þeirra, sem bera fjörgur þúsund krónur og meira. Kaupfélag Þingeyinga 66118* kr. — Júlíus Havsteen sýslum. 10515 kr. — Sigtr. Pétursson bak- ari 8555 kr. — Helgi Hálfdánar- son lyfsali 8460 kr. — Jóhann Sigvaldason trésm. 8065 kr — Barði h/f. 7140 kr. — Björn Jós- efsson læknir 7000 kr. — Þórar- inn Stefánsson hreppstjóri 7000 kr. — Stefán Pétursson útgerðar- maður 5656 kr. — Steinsteypa h/f. 5500 kr. — Hákon Maríusson sjó- maður 5370 kr. — Þór Pétursson útgerðarmaður 4970 kr. — Þórð- ur Guðjóhnsen kaupm. 4874 kr. — Karl Kristjánsson oddviti 4870 kr. — Hjalti Illugason hótelhaldari 4825 kr. — Kristinn Bjarnason húsasm. 4815 kr. — Friðrik A. Friðriksson prófastur 4800 kr. — Jóhann Björnsson smiðúr 4795 kr. — Einar J. Reynis pípulagn- ingam. <1585 kr. Töluverðar breytingar urðu hér á útsvörum frá því í fyrra. Hækk- uðu þau allverulega á einstaka mönnum, en lækkuðu á mörgum. Eignakönnunin leiddi í ljós, að upp úr mörgum vösum, sem tald- ir voru tómir, komu gildir sjóðir. Var með því skapaður betri og réttlátari grundvöllur til að byggja á útsvarsálagningu. Nokkrir smábátar róa héðan í fisk og er afli sæmilegur. Fiskur- inn er bæði hraðfrystur og salt- aður. Þrír bátar eru gerðir héðan út á síld. Túnasláttur er nú al- merrnt að hefjast hér, en ekkert hefir ennþá náðzt inn af töðu vegna óþurrka, sem hér eru nú. Grasspretta mun vera í meðallagi eða vel það á túnum, en aftur á móti er útengi allt talið mjög lé- legt. Ekkert lán tekið enn í Ameríku En unnið að lántöku samkvæmt heimild síðast alþingis. í tilefni af fregn, sem Þjóðvilj- inn birti um „Marshalllán", sem ísland ætti að vera búið að fá, gaf fjármálaráðuneytið út svofellda tilkynningu: „Vegna fregna um að ísland hafi fengið Marshalllán að upp- hæð 2.300.000 dollará, vill fjár- málaráðuneytið taka það fram, að undanfarna mánuði hefir verið unnið að lánsútvegun í Banda- ríkjunum sem þessari upphæð nemur, samkvæmt heimild í lög- um frá síðasta alþingi. Lán þetta hefir samt enn ekki verið tekið vegna þess, að ekki hefir gengið saman um skilmála, og er erin verið að vinna að mál- inu.“ Stefán íslandi, hinn þjóðkunni og vinsæli óperusöngvari er nú staddur hér í bænum og heldur söngskemmt- un í Nýja-Bíó í kvöld, kl. 8,30. — Við hljóðfærið.: Fritz Weishappel. Aðgöngumiðar verða seldir á miðvikudaginn í bókaverzlun Axels Kristjánssonar h/f. (áður bókaverzlun Þorst. Thorlacius) og við innganginn. Væntanlega endurtekur óperusöngvarinn söngskemmtun sína á föstudag- inn á sama stað og tíma. Mikið starf Skógræktar- félags Eyfirðinga á þessu vori Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur gróðursett í vor um 19000 plöntur og auk þess útvegað ein- stökum félagsmönnum og öðrum um 2000 plöntur til gróðursetn- ingar. Hafa því alls farið til út- plöntunar á vegum félagsins 21000 plöntur, þar af á annað þúsund barrviðarplöntur. Mest var gróðursett í hið upp- vaxandi skóglendi félagsins í Vaðlaheiði gengt Akureyrarbæ, eða um 11000 plöntur, þar sem uppeldisstöð félagsins er í landi Kjarna sunnan við Akureyri voru gróðursettar á 7. þúsund plöntur og ennfi’emur var gróðursett í Garðsórgili, Kvígsstaðahálsi í Skíðadal og reit félagsins í Ak- ureyrarbrekku, sem er rétt sunn- an við kirkjuna. Gróðursetningin fór að mestu fram í sjálfboðavinnu, og unnu að henni rúmlega 140 manns, minnst tvær og mest 15 stundir hver. Unnið var þrjú kvöld í viku í tveimur flokkum, 2 klst. á kvöldi hvor flokkur eða 4 klst. alls. Nam sjálfboðavinnan samtals um 40 dagsverkum í uppeldisstöð fé- lagsins var sáð birkifræi í 80 fer- metra og gróðursett nokkuð af plöntum til uppeldis. Vegna vox-kulda og þuri'ka hef- ir lítil framför vei'ið á trjágróðri sem öðrum gróðri til þessa, en mest af því birki sem gróðursett hefur verið, er þó farið að laufg- ast. Mikill áhugi virðist nú vera fyrir skógrækt í héraðinu, en skoi'tur á girðingarefni og trjá- plöntum hefur mjög tafið fyrir framkvæmdum. •■■imn iii iiiiii 111111111111 tiiiiiiiimiiHiiiiiuiii iii 1111111«"* íRússneskt og norsktj | veiðiskip tekin í land-1 { helgi og flutt hingað | | til Akureyrar í gær | í Um kl. 3 í gærdag kom varð- I jj skipið Ægir með rússneska i j síldveiðiskipið LANGUST og = í norska skipið SOLÖY hingað | i til Akureyrar. Höfðu þau bæði i É verið tekin fyrir brot á land- 1 i helgislöggjöfinni. Mál skip- i = anna eru nú í rannsókn og \ i verður að svo stöddu ekkert i Í nánar sagt um sekt þeirra. En i Í þar eð Sovétborgarar eru i = þannig komnir í nágrenni við i Í okkur Akureyringa með svo \ i óvæntum hætti ,skal aðdáend- i i um hins austræna stjórnarfars \ i bent á, að nú gefst þeim sjálf- i Í sagt tækifæri til að komast i Í með áþreifanlegu móti í nán- i i ari kynni og samskipti við i Í þessa samlanda hjarta síns en i i þeir hafa flestir haft tök á \ Í fram að þessu. Og vafalaust i Í verður þeim veitt viðtaka um \ \ borð í skipinu með mikilli i Í gestrisni og opinskárri einurð. i § í 7llimimmimmmmimmmiiimmmiiiiiiiimmmm» Drengjamóti Akureyrar lauk á mánudagskvöldið. Meðal keppenda voru þrír „gestir“ frá Húsavík. Einn þeii’ra, Vilhjálmur Pólsson, kastaði spjótinu yfir 50 m. og kúlunni yfir 14 m. Hörður Jörundsson K. A. kastaði ki-inglu yfir 42 m. Baldur Jónsson Þór vann þi'íþrautina með 1964 stig- um: 100 m. hlaup, kúluvai'p, langstökk. Hljóp sprettinn á 11.6 sek. — Nánar skýrt fx-á mótinu í næsta blaði. „Hekla *, stærsta farþegaskip í eigu Islendinga, lagði í fyrsta sinn að bryggju hér í bænum í gærkveldi Hið nýja farþegaskip Skipaút- gerðar ríkisins, Hekla, hlaut veg- legai', opinberar móttökur við komu sína til Reykjavíkur 12. þ. mán. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á hafnarbryggj- unni, er skipið lagði að henni, og fögnuðu samgöngumálaráðherra og forstjóri Skipaútgerðarinnar hinu glæsilega skipi með ræðum. Rúmir 180 farþegar komu með skipinu frá Kaupmannahöfn. — Smóvægileg vélabilun vai'ð í skipinu á leiðinni, og tafðist það um hríð af þeim ástæðum, en reyndist að öðru leyti hið bezta í fei’ðinni. Á fyrstu för sinni vestur og noi'ður um land hefir skipið einn- ig hlotið ágætar viðtökur, svo sem á Patreksfix'ði. Þegar þessar línur eru ritaðar, lVz klst. áður en afgreiðsla skipsins gerir ráð fyrir að skipið leggist að bryggju, fást hins vegar engar upplýsing- ar um, hvort nokkuð sé hugsað fyrir opinberum móttökum hér eða ekki. En sé svo, að í'áðamenn bæjai'ins hafi hugsað sér ein- hvex-ja slíka athöfn, fara þeir býsna dult með þá fyrirætlun, því að hvorki afgreiðsla skipsins né ski-ifstofa bæjai-stjóra hafa talið sig geta gefið nokkrar upplýsing- ar um þetta, er blaðið hrhigdi til þeirra í þessari andránni; Þar eð blaðið er um það bil að fara í pressuna, verður því ekkert nánar um þetta sagt að sinni, en fyrirfram er það þó vitað, að margir bæjarbúar munu leggja leið sína á bryggjuna i þessu til- efni og fagna með sjálfum sér þeirri miklu bót á strandsigling- armálum okkar „útskæklamann- anna“, sem tilkorria þessa hins mikla og veglega skips væntanl- ega boðar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.